Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 5
Dr.Jiri Svestka, forstöðumaður Kunstverein fíir die Reihnlands und Westfalen á skrifstofu sinni í DQsseldorf: „KjarvaJ varð mér mikið undrunarefni og einnig ef ég kann að bera rétt ðram: myndhöggvarinn Einar Jónsson nauðsynlegt og ef hægt er að koma því við, þá reynum við að sýna verk sem tengjast á einhvem hátt. Það er ekki auðvelt að stjóma þessu og samkeppnin á milii okkar er raun- veruleg. Hlutverk safnanna er að vísu mis- munandi. Hlutverk Kunstmuseum er að sýna sem mest héðan frá Dusseldorf, ásamt sögu borgarinnar og þýska list Kunstsamlung er ætiað að sýna sigilda list, eins og til dæmis Max Emst, ásamt sígildri list frá Þýska- landi á ámnum 1950-1970. Kunsthalle sýnir þekkta listamenn frá seinni hluta tuttugustu aldar og Kunstverein á að sýna nútímalist og er þar með mjög framsækin stofnun. Ég held að þetta sé áhættusamt hlutverk. En auðvitað sýni ég líka verk eldri listamanna, eins og til dæmis Schlemmer á síðasta ári. Nú, en burtséð frá þessum listasöfnum, þá er hér í Dusseidorf mjög mikilvæg stofnun, sem er „Listaakademían" hér. Hún er sú þýðingarmesta, sú besta og mest stefnu- markandi í Þýskalandi. Þar hafa starfað íslenskir kennarar, ef ég man rétt. Og núna eru. þar nemendur frá Reykjavík." — Telur þú þá að DÍisseldorf sé fyrir Þýskaland, eins og París fyrir Frakkland, eins konar Mekka listarinnar? „Það mundi ég ekki segja. Það er ekki hægt að bera það saman. Þeir í París eru alltof miðstýrðir. Her i Dusseldorf erum við miklu opnari. Þetta svæði, sem afmarkast af Diisseldorf og Köln, er tvimælalaust mikil- vægasta svæði í Þýskalandi og sennilega í öllum heiminum í dag hvað varðar listsköp- un. Ég held að þessar tvær borgir, Köln með allar sinar sýningarhallir og Dusseldorf með sínar fjórar kraftmiklu stofnanir, geti saman keppt við New York.“ — En svo að við snúum okkur aðeins að þér sjálfum, þi langar mig að vita eitthvað um uppruna þinn. Hvaðan ert þú? „Ég er frá Tékkóslóvakíu en bý hér í Þýskaiandi sem pólitískur flóttamaður og hef búið hér síðan 1981, eða í átta ár. Fyrst eftir komu mína hingað var ég gestafyrirles- ari og kennari í Háskólanum í Thiibingen í Suður-Þýskalandi. Þar kenndi ég listahug- myndafræði og listasögu. Eftir það fór ég til Berlínar í tvö ár og.starfaði þar við Þjóð- listasafnið. Þessu ágæta starfi sem ég hef nú með höndum sem forstöðumaður hér hef ég svo gegnt í tvö ár.“ — Var ekki erfíðleikum bundið að komast hingað frá Tékkóslóvakfu? „Jú, en ég átti við mörg vandamál að etja þar. Ég starfaði með neðanjarðarhreyf- ingu listamanna, hjálpaði þeim meðal annars við að setja upp sýningar. Þess utan starf- aði ég fyrir stjómvöldin og hafði þar góða stöðu. Ég starfaði sem visindamaður í lista- sögu og listahugmyndafræði við „listaakade- míuna". Og að sjáifsögðu var útilokað að sameina þessa tvo heima, þjóna tveim herr- um með ólíkar skoðanir. Ég var gagnrýndur af stjómvöldum og mér var tilkynnt, að ef ég mundi halda áfram að vinna með neðan- jarðarhreyfingunni, yrði ég rekinn úr „Aka- demíunni". Á hinn bóginn tel ég nauðsynlegt að þú vitir, að neðanjarðarhreyfing lista- manna í Tékkóslóvakiu er. nokkuð kreddu- kennd. Það var því ekkert auðvelt fyrir mig að gagniýna neðanjarðarhreyfinguna og vinna með henni um leið, en vera jafnframt á launum hjá stjómvöldum. Þessi vandasama staða sem ég var kominn í, varð til þess að ég ákvað að flýja og gerast pólitískur flótta- maður hér.“ — Þú hefur þá trú á þvi að framtíðin í Tékkósló vakíu sé frekar dökk? „Einmitt, og ég held að þessar nýju stefn- ur, „perstroika" og „glasnost" sem vissulega eru báðar tíl góðs, verði siðastar að koma til framkvæmda í TékkÓBlóvakíu, af öllum kommúnistarikjunum, þvi miður. Núverandi stjómvöld Tékkóslóvakíu era mjög aftur- haldssöm og fólkið er mjög duglaust. Stór hluti þjóðarinnar óttast framtiðina. Þess vegna er ég mjög hamingjusamur með að hafa flúið, sem vissulega er stór ákvörðun og áhættusöm. Fyrst eftir komu mína hing- að til Þýskalands þekkti ég engan hér, hafði engin sambönd og aleiga mín var 51,50 vestur-þýsk mörk, (ca. 1.300 kr.). Auðvitað var þetta gífurlegt átak fyrir mig, að taka þessa stóra ákvörðun." — En hvað með fjölskyldu þína, gastu tekið hana með? „Nei, en móðir mín fékk leyfi til þess að heimsækja mig á síðasta ári. Og að sjálf- sögðu get ég aldrei fengið að sjá föðurland mitt hér eftír. Það er þó bót í máli að nú er ég búinn að eignast mína eigin fjölskyldu hér í Vestur-Þýskalandi og hef aðlagast þessu þjóðfélagi mjög vel, kannske of vel.“ — Átt þú von á því, að landar þínir í Tékkóslóvakíu reyni aðra byltingartilraun eins og 1968? „Nei. Þjóðemiskennd fólksins var mjög sterk um þær mundir. Ég var ungiingur þá og faðir minn var áhrifamikill stjómmála- maður í stjóm Dubceks. Eftir byltingartíl- raunina skapaðist kreppuástand og þung- lyndi þjáði tékknesku þjóðina. Reyndar er þar margt gott fólk i dag, sem hefur áhuga á stjómmálaþátttöku, en þorir ekki vegna þess, að það veit ekki hvað framtíðin ber i skauti sér. Ef Gorbatsjov fellur, þá fer allt í sama horf og áður. Og sjöundi áratugurinn i Tékkóslóvakíu var hræðilegur tími. Líttu bara á efnahagsástandið þar, það er allt i rúst. Landið er mjög fallegt og það var stór- kostlegt iðnaðar- og menningarþjóðfélag á öðram og þriðja áratugi þessarar aldar. Og það var mjög lýðræðislegt land af austan- tjaldslandi að vera, en i dag er þetta allt breytt til hins verra." — Að lokum dr. Svestka, átt þú von & því, að aðsókn að listasafni þínu verði jafn mikil óg hingað til, þegar þú hefur hengt upp fslensk málverk á veggi þess? „Já, ég hef trú á því. Her er eitthvað nýtt á ferðinni, sem fólk hefur ekki séð áður. Fólk mun koma á sýninguna vegna þess að hún er skipulögð af Kunstverein. Mitt nafn og stofnunarinnar era trygging þess að eitt- hvað áhugavert sé á ferðinni, fólkið hér veit það. Okkar stefna er meðal annars sú, að sýna myndlist sem er óþekkt og við fáum ekki bara jákvæða dóma í fjölmiðlum. Hér er alltaf eitthvað að gerast og þess vegna kemur fólkið hingað i safnið. Eg tel lika að fólk héðan frá Dusseldorf og nágrenni sé góðir gestir, því á meðal þess era margir verðandi listamenn sem stunda nám; þar á meðal margt ungt fólk. Og ég get líka sagt þér, að hin sýnilega list er númer eitt hér i Dusseldorf, ekki tónlist eða leiklist. Myndlist- in er þýðingarmest hér.“ Höfundur býr bæði (Dusseldorf og Reykjavík. RÚNAR KRISTJÁNSSON Hugarstraumar / grænum skógarskrúða í skini bjartra lita, ég gekk í gullnum úða í gegnum Ijós og hita. Og djúpt 1 dulum muna í draumi liðins tíma, ég kaus mér einn að una því andann seiddi glíma. í heitum hjartans bænum ég hugði vöm gegn föllum, en fjarst í sólarsænum ég sáði vonum öllum. Þá steyptist stundarhagur og stjömudýrðin hlýja, og kaldur dauðans dagur mig dró úr faðmi skýja. Ég sökk í sorg og kvíða og sál mín orku missti, mér fannst í sámm svíða og svartan heim ég gisti. Nú á ég ekkert lengur sem örvað getur strengi. Mitt líf er lítill fengur og lítið er þess gengi. En samt er einhver alda sem um mitt hjarta flæðir, og kallar vor til valda sem vetrarsárin græðir. Sú trú sem var mér töpuð og tjáði gleði bjarta, þá öðlast endursköpuð mitt órólega hjarta. Höfundur býr á Skagaströnd. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR Markorð Það ríkir illstöðvandi orðaskotahríð. Við tekur taltími á táknmáli. Hlé. Orðskotabyssa hlaðin. Miðað á aðalskotmark. Skotsár. Skotkonan missir aldrei marks það er styrkur hennar. LÍFIÐ Á milli mín og þín ríkir þögn þrúguþögn. A miUi okkar er rúmið tómt tómarúm. Þögnin og rúmið minna á ÞAÐ sem Iifði og dó. Höfundur er háskólanemi ( Reykjavík. GUÐBRANDUR SIGUMJGSSON Undir árum Stigu svo hlæjandi úr fjöru á fjöl, flógu hafíð með tungli sem nálgaðist nýtt, sæfarar gæddir áttum sem augum í ógnbýli kæfandi þoku. Slæmdu í tón: Þvi enn mun ákveðnar höggva áralangt tak, á gárum úlfur úr viðjum völva ... Brutu fram þéttum fæti spymtu í borð, tré við tré, hafsbrún við hríng, baugur um sveigða ár. Höfundur býr í Vestur-Þýzkalandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. APRlL 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.