Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 3
I.EgBjHf ® @ H] ® ® [H B ® © Í13 ölI S ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100. Vandamál á íslandi, að þar skuli ekki vera neinn „prófessjó- nal“ listamaður, segir dr. Jiri Svestka, forstöðumað- ur Kunstverein í Dusseldorf í samtali við Sigurð S. Bjamason. Svestka var á ferðinni í fyrra á Islandi þeirra erinda að sjá íslenzka nútíma myndlist vegna sýningar á henni, sem hann hafði í huga að koma upp í Dusseldorf. Ferdabladid íslendingar hafa ekki gert sér tíðförult til Ork- neyja þótt þar sé að verða breyting á. Enda bjóða Orkneyingar upp á söguna og fegurðina, að ógleymdu hlýju viðmóti eyjarskeggja. Forsídan Myndin er úr sýningu íslenzku Óperunnar á Brúð- kaupi Fígarós eftir Mozart Afganistan hefur verið vígvöllur þar sem skæruliðar hafa háð grimmilega baráttu, bæði við sovézka herinn og stjórnarherinn í landinu. Þar hefur verið mikil þörf á læknisaðstoð að samtökin Læknar án landamæra hafa verið þar í sjálfboðavinnu. Þar á meðal var íslenzkur læknir, Jóhanna Lárusdóttir, sem skráð hefur áhrifamikla sögu, sem birtist hér og í tveimur næstu blöðum. EINAR BENEDIKTSSON Vorótta ----Grúfa ísvæflum svipirgleði oghryggðar. Svefnhöfg drúpa þökin dreifðrar byggðar. Hvítir armar hvfla í rekkjulökum, hvelfdu brjóstin vorsins anda draga. Rist í andlit öll er lífsins saga, eins og sólarbrennd er rúðan skyggða. Þreyta er yfir sterkum, breiðum bökum. Eins og blöðin ósnert lífs af rúnum, æskan sefur fast með léttum brúnum, teygar himinhreina andardráttinn, höndum smáum styður ijóðar kinnar, sýgur kraftsins veigar innar, innar, óttalaus í móðurörmum lúnum, gróðrarvæn sem grösin — fyrir sláttinn. Loftið titrar allt af fagnaðs ómi, ungra linda nið og farfugls rómi. Ljósið smýgur karma og gisnar gættir, grípur draumatökum mannsins hjarta, sýnir harmsins hafs-nauð ströndu bjarta, hylur þymaveginn laufí og blómi, svo að skjálfa sorgarsvipsins drættir. — — Gamlir, ungir, glaðir, hryggir sofa, geislafingur Ijúka upp hverjum kofa. Fuglar syngja, straumar stíga sporið, stynja aðeins mannabijóstin þungu. Þar finnst synd og böl hjá öldnu og ungu, yfír þeim sig grúfir dauðans vofa, meðan jörðin ómar. Vorið — Vorið. Allir þeir sem kynnt hafa sér ljóðagerð þjóðskáld- anna á 19. og fram á 20. kannast við að mörg hin fegurstu ljóð um dá- semdir fóstuijarðarinnar og þjóðarsálarinnar íslensku voru ort úti í Kaiipmannahöfn. í mörgum þessara ljóða skiptust á háðs- glósur miklar um Danmörku og danska þjóð og grátklökkvar lýsingar á fegurð heima- landsins og yfírburðum íbúanna þar. Hafnar úr gufu hér heim allir gimumst vér þig þekka að sjá yrkir Bjami Thorarensen og bætir við fleiri skuggahliðum Danmerkur: sviplaust land sýnist mér sífellt að vera hér sem neflaus ásýnd er augnalaus með. Þótt skömm sé frá að segja þótti manni þetta bara gott á Danina þegar manni var gert að læra kvæðin í gamla daga. Og satt að segja hefur lengi eimt eftir eftir af þessu viðhorfi til Dana og fleiri þjóða. Við emm einfaldlega mest og best.. Enn fara menn til Danamerkur og víðar til náms og starfa og flestir snúa heim aft- ur. Hinir sem flendast úti þykja almennt minni menn. Heim skulu menn koma hvað sem tautar og raular. Það skal hins vegar fullyrt að ánægja þorra þeirra manna, sem eftir áralöng kynni af erlendum þjóðum snúa heim til kalda landsins, er blendin — og verður sífellt blendnari. Það er langt síðan ég fór að veita því eftirtekt að vart voru útlagar vorir stignir á íslenska grund þegar brúnin á þeim fór að þyngjast svo að ljóst sýndist að þeir ættu brýnt erindi til sérfræðinga um sorgar- viðbrögð. Og nú hef ég bæst í hóp hinna brúnaþungu manna. Ég var svo ljónheppinn að fá tækifæri til að dveljast í Danmörku um nokkurra vikna skeið ásamt konu minni og syni nú í AJ LB Heim allir girnumst vér B vetur meðan stórviðrin gengu yfír lands- menn okkar. Við leigðum okkur íbúð í Kaup- mannahöfn og gerðumst Danir um skeið. Drengurinn fór í danskan skóla og gerir nú fóður sínum skömm til með því að mæla danska tungu með framburði sem ég hélt lengi vel að byggðist á bæklun í hálsi. I Rabbinu í Lesbókinni þ. 11. mars sl. auglýsti Ólafur Stephensen eftir reiðu ungu fólki „sem svo mikið var til af fyrir ekki mjög mörgum árum.“ Mér er ljúft að senda inn umsókn þótt ljóst sé að ég er nú ekki eins ungur og ég á skilið; ég bæti það bara upp með reiðinni. Ef fólki ofbýður hún get- ur það skrifað hana á kostnað þeirra frá- hvarfseinkenna og sorgarviðbragða sem ein- kenna fólk sem kemur heim til fóstuijarðar- innar eftir nokkra burtveru. Nú hlýtur maður auðvitað að spyija þeirr- ar óþægilegu spumingar af hveiju fólk sem „kemur heim“ þarf að upplifa fráhvarfsein- kenni og sorgarviðbrögð og ekki síður, hvemig lýsa þau sér. Eg hygg að margir viti svörin. Það er einfaldlega miklu augljósara eftir dvöl erlendis hvað fólk hér á landi lætur bjóða sér næstum möglunarlaust — það virð- ist á yfirborðinu sætta sig við hvaða van- virðu sem er og jafnvel mæra í orði og verki við hvert tækifæri í stað þess að spenna sig megingjörðum og breyta ástandinu sér í hag. Það varð mér merkileg reynsla að fara út í búð daginn sem ég kom heim til íslands, minnugur daglegra verslunarferða í mat- búðir í Kaupmannahöfn. Það er nefnilega staðreynd að íslendingum er nú um stundir gert að kaupa sér nauðsynlegasta mat við tvöföldu og allt að tíföldu verði miðað við það sem þykir hæfa í hinu neflausa og augnalausa landi. Sá matur sem flestir neyta daglega, kartöflumar, em t.d. tíu sinnum, tíu sinnum dýrari hér en í Danmörku. Raun- ar er löngu kominn tími til að pakka kartöfl- um í vandaðar gjafaöskjur, t.d. þremur sam- an, í líkingu við þær sem konfekt er lagt í. Menn gætu þá notað slíka pakka til vina- gjafa eða farið með þá í heimsóknir til sjúkl- inga á spítölum í stað óhollrar sykurvöm. Fari svo að kartöflur hækki svo næstu tvö til þijú ár sem síðasta ár gætu þær orðið hentugar fermingargjafir — og svo má vita- skuld framleiða úr þeim vandaða skartgripi eins og öðram eðalefnum. Bijóstnælan „ólafsrauð“ hljómar til dæmis alls ekki illa og gæti eflaust orðið verðmæt útflutnings- vara. Ég verð að viðurkenna að mig langaði skelfing mikið í íslenskt lambakjöt eftir dvöl mína í Danmörku og er sú löngun til sönnunar um ást mína á íslensku þjóðinni, sé einhver farinn að draga hana í efa. Ég lét það líka eftir mér að spyija eftir læris- sneiðum úti í kjötbúð — og sá náttúrlega strax að lærisneiðar era ekki ætlaðar kenn- uram eða öðru láglaunafólki. Ef ég man rétt kostaði kflóið næstum 900 kr. Mér er til efs að ég hafí greitt slíka upphæð fyrir vikuskammt af úrvalskjöti af svínum og kjúklingum úti í Danmörku (ég bið þjóð mína afsökunar á því að ég skuli bera sam- an dönsk svín og kjúklinga og íslensk lömb). Og allt verður dæmið graggugra þegar það er haft í huga að kauptaxtar í Danmörku era allt að tvöfalt hærri en á íslandi og við eram á góðri leið að stinga Dani af í skatt- píningu. Þess má geta að á fjölskylduráðstefnu um kvöldið eftir ævintýri mín í verslunum var samþykkt með báðum greiddum at- kvæðum að banna mér að sækja búðarferð- ir þar ég væri orðinn svo góður íslendingur að nýju að ég léti allt yfír mig ganga án þess að bera hönd fyrir höfuð mér. „Menn láta bara ekki svona í verslunum," sagði konan mín og það er víst eitthvað til í því. Má ég geta þess hér að ég veitti því at- hygli að í Danmörku var mjög mikil og markviss umræða um umhverfísmál. Svo vildi til að heimkomu okkar bar upp á fyrsta bjórdag á íslandi. Hvarvetna sáust menn rogast með drápsklyfjar af þessum miði sem mér skilst að eigi að bjarga þjóðarhag, -stolt- inu; -sálinni og -menningunni. En vökvinn var vitaskuld í dósum. Það var okkur líkt. Ég bið menn að íhuga að á ári hveiju munu seljast tugir milljóna bjórdósa. Hvert ætla menn svo að dósimar lendi eftir notk- un? Jú, sumar fara rétta boðleið á haugana — en það er alveg ljóst hveijum manni að stór hluti þeirra, kannski nokkrar milljónir árlega enda feril sinn úti í náttúranni og bætast þar við gosdósir, plastflöskur og hyrnur. Þetta vita allir heilvita menn og hinir líka. En vita menn kannski að ýmsar siðaðar þjóðir banna með öllu notkun þess- ara dósa? Það gera t.d. Danir. En íslending- ar læra náttúrlega ekkert af öðram þjóðum. Til þess era þeir of merkilegir. En af hveiju látum við allt þetta ganga yfír okkur án þess að æmta? Ég ætla að koma með skýringartilgátu. Ég held að ís- lendingar búi yfír einhverri hetjuhugsjón sem gerir þá steingelda í allri baráttu. Sú hetjuhugsjón birtist skýrast í heimskulegu langlundargeði sem allt er reiðubúið að þola. Sá sem rís upp sjálfum sér til vamar situr því að svikráðum við þjóð sína og menn- ingu. Við fellum alls kyns stóradóma yfír öðram þjóðum af því að við eram best, fal- legust, greindust, hamingjusömust, mesta bókmenntaþjóðin og skákþjóðin, eigum fal- legasta landið, hreinustu náttúrana og heil- næmasta loftið. Hvaða máli skiptir þá þótt kartöflur séu munaðarvara? Og hana nú. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. APRlL 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.