Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Qupperneq 2
Lilla Teatern frá Helsinki á Listahátíð 1990 Leikhús Nikítas gæslumanns Imiðborg Helsinki er starfandi leik- hús sem nefnist Lilla Teatern (Litla leikhúsið), stofnað 1940. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ekki ýkja stórt leikhús. Stærðin er helst sambærileg við gamla Iðnó í Reykjavík. Lilla Teatern er leik- hús í nútímastíl, sem hefur þjóðleg einkenni, en er á sama tíma hluti af alþjóð- legu leikhússamfélagi. Styrkur leikhússins hefur einkum legið í hæfni þess til að bregð- ast skjótt við atburðum líðandi stundar. Leik- rit sem eru skrifuð fyrir Lilla Teatern glíma oft við einhver aðkallandi mál, eins og t.d. nýlegt leikrit sem fjallar um eyðnifaraldur- inn. Það hefur verið flutt yfir fjögur hundruð sinnum á síðustu árum og þýtt yfir á tólf tungumál, meðal annars íslensku. Leikhúsið stendur reglulega fyrir gestauppákomum erlendis,- aðallega á Norðurlöndunum, en einnig í öðrum löndum. Hjá því starfar íslenskur leikari, Borgar Garðarsson. Ein athyglisverðasta uppfærsla Lilla Teat- ern í seinni tíð ber heitið Leikhús Nikítas gæslumanns („Vaktmástare Nikitas Teat- er“). Það er samið af Kama Ginkas upp úr Deild 6, sögu eftir Anton Tsjekov, sem af mörgum er talin eitt magnaðasta verk þessa mikla höfundar. Lilla Teatem hefur sýnt leik- ritið í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og nýlega á Italíu. Undirtektir hafa verið fádæma góð- ar og blaðagagnrýni óvenju lofsamleg. Lilla Teatern hefur fallist á að sýna Leik- hús Nikítas gæslumanns á Listahátíð í Reykjavík 3. og 4. júní. Þessi gestaleikur_er óefað mikill fengur fyrir listunnendur á ís- landi. í tilefni af komu Lilla Teatern á Lista- hátíð er grein þessi skrifuð til að kynna bæði leikhúsið og leikritið sjálft. Spjallað er við tvo af leikurum Lilla Teatem, þau Asko Sarkola og Elínu Salo. Sarkola hefur verið leikhússtjóri hjá Lilla Teatem síðan 1974, en er líka víðfrægur leikari og fer með eitt af aðalhlutverkunum í Leikhúsi Nikítas gæslumanns. Elín Salo leikur eina kvenhlut- verkið í leikritinu. Deild 6 Deild 6, sagan sem leikritið er byggt á, gerist í lítilli borg í Rússlandi skömmu fyrir aldamót. Hún fjallar um Deild eða Pavilljón 6 á geðveikraspítala. Deildin hýsir fjóra sjúki- inga. Spítalinn er í algjörri niðurníðslu og Deild 6 er niðurdrepandi staður þar sem alls konar drasli er hrúgað innan um sjúkling- ana, gömlum dýnum, slitnum náttsloppum, aflóga inniskóm og öðru í þeim dúr. Aðalper- sónurnar í sögunni eru læknirinn Andrej Je- fimovits Ragin og sjúklingurinn Ivan Dim- itrij Gromov. Aður en hann veiktist af ofsóknaræði var í nýlegu hefti af tímaritinu Plays and Players fær sýning Lilla Teatern á Leikhúsi Nikítas gæslumanns frábæra dóma. Sýningin er dagsett 3. og 4. júní á Listahátíð. Björgvin Björgvinsson í Finnlandi Qallar um sýninguna og ræðir við leikarana Asko Sarkola og Elinu Salo. Eftir BJÖRGVIN B J ÖRG VINSSON Asko Sarkola og Marcus Groth í hlut- verkum sínum í „Leikhúsi Nikítas gæslumanns“. Marcus Groth leikur þar sjúklinginn Ivan Dimitrij Gromov og Asko Sarkola Ieikur dr. Andrej Jefímo- vits Ragin. Jakov Jakulov, er líka Sovétmaður. Að mörgu leyti þykir sýningin því gefa vísbendingu um það sem er efst á baugi í sovésku leikhúsi. Með aðferðum sem þykja nokkuð dæmigerð- ar fyrir yngri kynslóð leikstjóra í Sovétríkjun- um steypir Kama Ginkas saman sálfræði- legri gegnumlýsingu og áhrifum úr absúrd- leikhúsinu; hér er einnig spurt stórra spurn- inga um frelsi, kúgun og mannlega reisn sem óvíða eru jafn áleitnar og einmitt í Sovétríkj- unum. „Ég hef verið í þessari atvinnugrein í leik- húsinu í 35 ár, og þetta er mitt uppáhaldsleik- rit og uppáhaldsuppfærsla. Þetta er eitt af bestu skáldverkum Tsjekovs, en reyndar sagði einhver eftir að hafa lesið söguna að leikritið væri jafnvel betra,“ segir leikkonan Elina Salo. „Leikstjóranum hefur tekist að styrkja persónurnar í leikritinu með því að nota brot úr öðrum skáldverkum eftir Tsjekof,-þar sem ýmsar heimspekilegar vangaveltur hæfa þessu verki vel. Þó að viðfangsefnið sé háal- varlegt, er leikritið í eðli sínu tragíkómískt. Bilið milli þess harmræna og hlægilega er ekki svo ýkja breitt, enda er slík blanda reyndar hálfgert vörumerki þessa leikstjóra. Hann sá kómíska hlið á sögu Tsjekofs, þótt fæstir aðrir gerðu það,“ segir Asko Sarkola. Eins og áður er komið fram leikur Sark- ola sjálfur aðalhlutverkið, Ragin lækni. Asko Sarkola: „Tsjekov skrifaði söguna eftir að hafa heimsótt fangaeyjuna Sakalin. Við höf- um leikið verk eftir Dostojevski, og tekið eftir því að í samanburði við hann er Tsjekov öllu grimmlyndari. Dostojevski hefur hug- sjón, sinn Krist og sína trú. Það hefur Tsjekov ekki. Hann skrifar og skrifar og lýsir hlutun- um eins og þeir eru. Þess vegna er hann oft svona harðneskjulegur. Þess vegna er þetta oft svona erfitt hlutverk — um leið og ég leik er ég að mótmæla því að lífið geti verið svona óvægið. í augum læknisins er lífið hálfgerð gildra og varla nein undankomuleið fær.“ Gestaleikir Víða Um Lönd „Eitt hið besta við leikritið er hvernig all- ir leikararnir eru eins og sniðnir fyrir hlut- verk sín. Þótt við höfum ekki leikið verkið í heila sex mánuði, þurfum við ekki nema eina . æfingu til að stilla leikarana saman. Þannig hefur leikritið í raun sína eigin tilveru. Allir eru mjög stoltir af sínum hlutverkum, og það er næstum fágætt hvernig öll smáatriði ganga upp,“ segir Asko Sarkola og bætir við: „Þetta er eins og leikrit verða best og inni- heldur vissan boðskap, húmanisma og bæði leikræna upplifun og sjónræna. Þannig hefur leikritinu farnast vel hvar sem við höfum sett það upp, í Stokkhólmi, Osló, Kaup- mannahöfn og á Ítalíu. Við höfum einnig fengið boð um að fara í leikferð til Englands og Póllands. Við teljum okkur verða að færa íslendingum það besta sem við höfum upp á að bjóða og erum hæstánægð með að hafa fengið þetta boð.“ Að lokum má bæta því við að Liila Teat- ern hefur sýnt þrívegis áður á íslandi. Fyrst var það fyrir 18 árum að leikhúsið kom á aðra Listahátiðina með sýninguna Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Þar lék Asko Sar- kola hlutverk Phileasar Fogg, en Elin Salo fór með eina kvenhlutverkið. Sýningar Liila Teatern á Listahátíð verða í Islensku óperunni 3. og 4. júní. Leikið er á sænsku. Höfundur býr í Finnlandi. Marcus Groth í hlutverki Ivans Dimitrij Læknirinn Andrej Jefimovits Ragin veit mæta vel hvað er á seyði á Deild 6, en iæt- ur sig það engu varða. Hann lifir í draumaver- öld heimspekinnar, innan um stafla af bók- um, með vodka og saltgúrkur við höndina. Hann kvartar yfir því við vin sinn, póstmeist- arann Mikhail Avetjanits, að í borginni sé ekki neinn sem geti rætt af viti um heim- spekileg málefni. Síðar uppgötvar hann að sjúklingurinn Ivan Dimitrij er eini maðurinn sem getur staðið í slíkum samræðum. Hann fer að venja komur sinar á Deild 6 til að ræða við Ivan Dimitrij. Svo kemur að því að tíðar íieimsóknir iæknisins á deildina fara að valda ýmsu fólki grunsemdum. Þegar Andréj Jefimovits er sjálfur úrskurð- aður geðveikur og settur í vörslu Nikíta, átt- ar hann sig loks á því hvað sjúklingarnir á Deild 6 hafa orðið að þola í mörg ár. Þar skilur hann fyrst mistök sín, en þá er allt um seinan. j Gromovs. Harmrænt En Samt Hlægilegt í sýningu Lilla Teatern á Leikhúsi Nikítas gæslumanns eru elllefu leikarar. Leikhús- stjórinn Asko Sarkola fer með hlutverk lækn- isins Andrej Jefimovits Ragin. Elín Salo leik- ur eina kvenhlutverkið, ráðskonuna Darj- usku. Borgar Garðarsson leikur sjálft titil- hlutverkið, gæslumanninn Nikíta. Af öðrum nafntoguðum leikurum sem taka þátt í sýn- ingunni má nefna Tom Wenzel, sem leikur póstmeistarann Mikhail Avetjanits, og Marc- us Groth, sem er í hlutverki sjúklingsins Ivans Dimitrij Gromovs. Leikstjórinn, Kama Ginkas, er frá Litháen, en starfar í Moskvu, m.a. hjá því fræga Lista- leikhúsi. Leikmyndin er gerð af David Borov- ski, sem starfar hjá Tagan-leikhúsinu. Þess má geta að Borovski gerði leikmynd við róm- aða sýningu á Náttbólinu eftir Gorkí í Þjóð- leikhúsinu fyrir rúmum áratug. Tónskáldið, Læknirinn Andrej Jefímovits og póstmeistarinn Mikhail Avetjanits, sem Tom Wentzel leikur. Ivan Dimitrij vel metinn ungur maður í borg- inni. Hann var eins konar gangandi alfræði- safn, vel menntaður og vitur. Auk hans koma m.a. við sögu þrír aðrir sjúklingar, og svo Nikíta, sem er eins konar varðhundur á Deild 6. Sjúklingarnir hafa vart annað fólk fyrir augum en Nikíta, því heimsóknir eru mjög fátíðar á deildinni. Hann er ekki aðalper- sóna, en mjög áhrifamikill. Með kröfu sinni um skilyrðislausan aga er hann fulltrúi þess kerfis sem kveður niður bæði sjúklingana og síðar iækninn. Nikíta ergamall eftirlaunaher- maður sem metur aga ofar öllu, og einfeldn- ingur sem trúir blint á áhrifamátt handalög- málsins. í sjúkrastofunni er því reyndar trú- að að í því felist eina leiðin til að halda aga á Deiid 6. Leikararnir Asko Sarkola og Elina Salo fyrir framan LiIIa Teatern við Georgs- götuna í miðhluta Helsinki. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.