Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1990, Side 3
LESBOE
@ @ 11 [o] [u] H H s a (ol a [D ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Listahátíð
hefst í dag og af því tilefni er sumt af efni blaðs-
ins, þar á meðal grein eftir Gunnar B. Kvaran list-
fræðing um íslenzka höggmyndalist frá 1900 til
1950. Sú þróun hefst að sjálfsögðu með Einari Jóns-
syni, en síðast á tímabilinu eru módernistarnir Ás-
mundur og Sigurjón komnir til skjalanna. Greinin er
í tilefni sýningar á Kjarvalsstöðum á ísl. höggmynda-
list frá þessu tímabili.
Ferðablað
Lesbókar fjallar m.a. um Upplýsingamiðstöð ferða-
mála, sem nú er komin í hringiðu miðbæjarins,
nánartiltekið á Bernhöftstorfu. Erlendir ferðamenn
ganga nú inn í söguleg og þjóðieg húsakynni, en
íslenzkir ferðamenn leita þangað líka í auknum
mæli og fá miklu meira út úr ferðalaginu, ef þeir
leita sér nýjustu upplýsinga um ferða- og gistimögu-
leika hvar sem er á landinu.
Forsíðan
Urvalsverk eftir franska málarann André Masson
verða á Listahátið sýnd í Listasafni Islands. Masson
lét mjög til sín taka á fyrriparti aldarinnar og var
um tíma orðaður við hreyfingu súrrealista, en sneri
sér síðar að sjálfsprottnu málverki. Laufey Helga-
dóttir í París skrifar grein um Masson af þessu til-
efni, en myndin eftir hann á forsíðunni er ein af
þeim sem sýndar verða í Listasafni íslands.
Óðinn
var æðstur guða í ásatrú forfeðranna, en var eins
og önnúr goð í þeim trúarbrögðum aðeins að ein-
hverju leyti guðlegur, en að sumu leyti mannlegur
og þá ekki við eina fjölina felldur. Svíar dýrkuðu
Frey öllu meira, en Þór og Óðinn voru tilbeðnir
hér, ekki sízt guð skáldskaparins, sem var Óðinn.
Grein um þetta efni er eftir Hermann Pálsson.
INGIMAR ERLENÐUR SIGURÐSSON
og klæði hans
urðu Ijómandi hvít
Þess leita ég ávallt sem ætíð ég fann
því alhvíta berar jafnt sannleik og hylur:
á lífsgöngu vegalaus vegur er hann
og vitund mín dulnæm hans leiðsögn vart skilur;
á undan sér greinir hún guðdómsins mann
sem geislandi klæðum með leiðina dylur
á veglausum krossgötum lausnar og laga
mitt líf hefur trúhald á hvítunnar serki;
þar brennist í vitund mér veraldarsaga
og víddir sem benda á frelsarans merki:
með grafsíðum klæðfaldi krossþungra daga
er Kristur að skapandi upprisuverki
í sál mér og mannkynsins sögu ég fann
þann sannleik sem geislarnir jafnóðum dylja:
úr lifandi dauða hann leiðir hvern mann
sem lærir sitt takmark í honum að skilja;
í öllu sem skeður þar skeður og hann
sem skapandi eyðing á mannlegum vilja.
Marxísk innræting
í íslenskum skólum
íðari hluti vetrar hefur verið
dálítið óvenjulegur hjá okkur
stjórnmálafræðinemum.
Langir kaflar í námsefninu
hafa úrelzt með ógnarhraða.
Engar bækur eru til um
núverandi stjórnskipulag í
ríkjum Austur-Evrópu og
líklega borgar sig ekki að gefa slíkar bækur
út á næstunni — enn eru breytingarnar á
fleygiferð. Leslistinn í námskeiði um al-
þjóðastjórnmál, þar sem fjallað er um sam-
skipti risaveldanna og afvopnunarmál, tók
örum breytingum — ég held að ég eigi hann
í fjórum útgáfum — af því að sífellt voru
að bætast við ný ljósrit og blaðagreinar um
þróun mála. Morguninn fyrir próf er vissara
að líta á forsíðu Morgunblaðsins til þess að
vera viss um að einhveijar nýjar tímamóta-
tillögur í afvopnunai’viðræðum eða grund-
vallarbreytingar á stjórnkerfi einhvers
Austur-Evrópuríkis fari ekki framhjá manni.
Þjóðirnar í Austur-Evrópu hafa ekki að-
eins fleygt stjórnkerfi kommúnismans fyrir
róða og lýst sig tilbúnar að skera niður
herafla sinn. Meiriháttar breytingar fara
nú fram í hugmyndaheiminum austan við
tætlurnar af járntjaldinu. Marxískar kenn-
ingar og lygaáróður, sem voru opinber sann-
leikur (sém enginn trúði) í áratugi, eru send
út á sextugt djúp. Austan Saxelfar eru tug-
ir hillukílómetra af námsbókum nú úreltir
og ónothæfir. Ötult starf prentvéla komm-
únistastjórnanna í meira en fjörutíu ár er
að engu orðið.
í fylgdarliði Vaclavs Havel, forseta
Tékkóslóvakíu, sem kom hingað til lands
fyrir stuttu, var Palous Radim, nýskipaður
rektor Karlsháskólans í Prag, elzta háskóla
í Mið-Evrópu. Ég hitti Radim og spjallaði
stuttlega við hann. Hann sagði mér að til
þess að aftur mætti koma Karlsháskólanum
á bekk með fremstu fræðasetrum í álfunni,
þyrfti gífurlegt átak. Það þyrfti nýjar bæk-
ur, af því að þær gömlu hefðu verið fullar
af marxistaáróðri. Nýrra kennara væri þörf
í stað margra, sem hefðu fremur verið ráðn-
ir eftir stjórnmálaskoðunum en hæfni, þekk-
ingu og kennsluhæfileikum. Það vantaði
meira að segja nýja nemendur; þeir gömlu
hefðu margir fengið skólavist út á flokkss-
kírteini eða stöðu foreldra sinna í flokkskerf-
inu, án þess að námshæfileikarnir væru
fyrir hendi. Radim sagði að fjörutíu ára
skoðanakúgun hefði valdið því að menntun-
in, sem stúdentar við Karlsháskólann fengju,
væru á lágu plani og í ýmsum greinum, til
dæmis sögu og heimspeki, væri námsefnið
ónothæft og kennslan mjög slæm.
Palous Radim og félagar hans eiga ærinn
starfa fyrir höndum að skafa fjörutíu ára
lag af marxískum óhreinindum innan úr
virtum menningarstofnunum Mið- og
Austur-Evrópu. Þeir munu líklega ekki hafa
annað að gera næstu árin. En ef svo vildi
nú til að þeir kæmu til íslands að leita að
góðum námsbókum handa austur-evrópsku
æskufólki, býður mér i grun að þeir myndu
rekast á nokkur rit, sem minntu þá á gamla
kunningja úr bókasafni Kommúnistaflokks-
ins. Á undanförnum árum og áratugum
hafa nefnilega verið notaðar í skólum hér
á landi ýmsar bækur, sem ekki geta talizt
neitt annað en illa dulbúinn áróður fyrir
marxisma'eða virðast þá hafa átt að þjóna
þeim tilgangi að fela fólskuverk kommún-
ista víða um heim og örbirgðina í ríkjum
þeirra, en gera sem mest úr göllum vest-
ræns íýðræðisskipulags.
Gengju umbótamennirnir frá Austur-Evr-
ópu í smiðju til bókaforlagsins Máls og
menningar (sem þeir gera nú varla, ef þeir
fá greinargóðar upplýsingar), myndu þeir
til dæmis rekast á bækurnar „Samfélags-
fræði — samhengi félagslegra fyrirbæra"
eftir Gísla Pálsson og „Samfélagið — fjöl-
skyldan, vinnan, ríkið“ eftir Joachim Israel,
sem Auður Styrkársdóttir þýddi og stað-
færði. Þessar bækur hafa þónokkuð verið
notaðar við samfélagsfræðikennslu í fram-
haldsskólum, þrátt fyrir að fyrir löngu hafi
verið sýnt fram á að þær eru skrifaðar í
anda marxískra kenninga. Hjá Máli og
menningu myndu Radim og félagar líka
finna bók eftir Norðmennina A. Sveen og
S.A. Aastad, „Mannkynssögu eftir 1850“,
sem ég þurfti að lesa í menntaskóla. Það
hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að
þessi skrudda er verulega lituð af marxísk-
um hugsunarhætti og má nefna örlítið dæmi
af millifyrirsögnunum í köflunum um
Bandaríkin og Sovétríkin á okkar dögum.
í kaflanum um Bandaríkin eru fyrirsagnirn-
ar: „Örbirgð og allsnægtir — Víetnamstyij-
öld og verðbólga — Nixon og Watergate —
Carter og mannréttindabaráttan — Reagan.
Er runnin upp ný ísöld i samskiptum risa-
veldanna? — Ofbeldi og glæpastarfsemi". í
kaflanum um Sovétríkin er bara ein miilifyr-
irsögn: „Félagslegar aðstæður“(!).
Forsvarsmenn hinnar opinberu náms-
bókaútgáfu íslenzka ríkisins, Námsgagna-
stofnunar, mættu líka glugga í hillurnar hjá
sér og velta fyrir sér hvort þar sé ekki ein
og ein bók, sem orðin sé hlægileg í ljósi
breyttra aðstæðna í heiminum — og þótt
fyrr hefði verið. Þó að marxisminn hafí nú
verið á fallanda fæti um árabil, er ekki
lengra síðan en tæp tvö ár, að hin opinbera
námsbókaútgáfa gaf út bók Danans Björns
Förde, „Kemur mér það við?“, sem er enn
eitt ritið skrifað í apda marxisma, ætlað
11 til 15 ára skólabörnum. Þar er gefin sú
alkunna skýring marxista á eymd Þriðja
heimsins, að vestrænum stórfyrirtækjum og
heimsvaldastefnu Evrópuríkja sé um að
kenna. Þar sem fjallað er um einræði og
kúgun í heiminum, eru ríki Austur-Evrópu,
Kína, Víetnam og fleiri ríki, þar sem komm-
únistar hafa gert sig seka um ótrúlega
grimmd, ekki nefnd á nafn. Hluti sannleik-
ans er falinn með því að láta hann ósagð-
an. Þessi útgáfa er því athyglisverðari, að
hún er að hvatningu Félags Sameinuðu þjóð-
anna á íslandi, sem beitti sér fyrir að til
hennar fengizt styrkur frá Norræna menn-
ingarmálasjóðnum. Hér eru aðeins fá dæmi
af þessu taginu tínd til. Þau eru því miður
miklu fleiri. Ég óttast í sjálfu sér ekki að
þessi rit hafi valdið því, að islenzk æska sé
farin að aðhyllast marxisma. Eins og við
höfum sannreynt, mistókst marxísk innræt-
ing í Austur-Evrópu. Hún gengur tæplega
hér heldur, þar sem við fólki blasir allt ann-
ar raunveruleiki en útmálaður er í þessum
ritum. Hitt er verra, að þessar bækur eru
einfaldlega ónothæf kennslugögn og hlægi-
legar í ljósi þróunar heimsmála. Notkun
þeirra við kennslu í íslenzkum skólum hefur
einfaldlega sömu áhrif á kennsluna og bæk-
ur af þessu tagi gerðu í Tekkóslóvakíu og
öðrum kommúnistaríkjum; hún verður á
lágu plani og tíma nemenda er betur varið
í annað.
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN
LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 2. JÚNÍ 1990 3