Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1991, Blaðsíða 2
I
,,Sá langvinni
tfmí mun koma“
Arið 1945 barst sú til-
kynning út um heim að
bókmenntaverðlaun
Nóbels hefðu fallið í
hlut hinnar mikilsvirtu
chilesku skáldkonu,
Gabrielu Mistral. Hún
varð fyrsta skáld Róm-
önsku Ameríku sem veitti viðtöku þeim verð-
launum. Við afhendingu þeirra sagði skáld-
ið fræga meðal annars í ræðu sinni: „í dag
hefur Svíþjóð snúið sér að hinni fjarlægu
spænskumælandi Ameríku og heiðrar einn
af mörgum verkamönnum menningar henn-
ar. Alfreð Nóbel, með sínu alþjóðlega hug-
arfari sem miðar að því að vernda menning-
arlíf alls heimsins, mun verða það ánægju-
efni að bæta á lista sinn verkum hins suð-
læga hluta Ameríku. Einkum þegar þess
er gætt að þau eru lítt eða ekki kunn í
norðlægum heirni," Og í skýringum nefndar-
innar er tekið svo til orða að í skáldinu búi
sú „ljóðræna glóð sem sterkar tilfinningar
kyndi undir“.
LUCILA Godoy
í aprílmánuði árið 1889 fæddist stúlku-
barn í smábænum Vicuna í norðurhluta
Chile. Hún var skírð Lucila Godoy Alcay-
aga. Foreldrar hennar voru af spænskum
indjánskum uppruna. Þegar Lucila.var að-
eins þriggja ára gömul yfírgaf faðir hennar
heimilið, en hann var kennari og skáld.
Snemma bar á því að Lucila væri nokkuð
einræn. Móðir hennar sagðist hafa heyrt
stundum til hennar í forkostulegum sam-
ræðum við fuglana og blómin úti í garðinum
við hús þeirra sem faðir hennar hafði út-
búið handa dóttur sinni. Sá orðrómur var á
kreiki að henni hafi gengið illa í skóla og
jafnvei verið send heim þar eð ekki þýddi
neitt að koma í hana lærdómnum. Samt sem
áður varð Lucila sér úti um næga menntun
til að fá starf við kennslu er hún var enn
mjög ung að árum.
Frá þeim tíma eru fyrstu ljóð hennar
kunn. Þau bera merki einsemdar og óró-
leika, unga konan yrkir um ástina og dapur-
leikann í brjóstinu sem hún veit ekki af
hverju stafar og kann ekki að skýra. Síðan
gerast þeir hlutir sem breyttu lífi sveita-
stúlkunnar Lucilu Godoy.
Sautján ára gömul fer hún til að kenna
í þorpi nokkru í Elqui-dalnum. Þar vafð hún
ástfangin af manni og hann af henni. Daiur-
inn var sólríkur og jörðin fijósöm. Heimur-
inn fylltist fegurð, ástin talaði gylltri tungu;
hún skein í geislum sólarinnar og glitraði í
laufi trjánna. Og þótt stúlkunni væri um og
ó að trúa á alla þessa dýrð gat hún ekki
annað en veitt henni viðtöku. Um það bera
ljóð hennar vitni.
En sælan sú var skammvinn. Vinur henn-
ar hreifst af borgarstúlku og gerðist Lucilu
fráhverfur. Að lokum sleit hann sambandi
þeirra og skildi hana eftir í sorg og reiði.
En þar með var sagan ekki öll. Vinurinn
skaut sig til bana eftir fjárstuld sem hann
fékk ekki bætt. Það varð annar missirinn í
ungu lífi Lucilu, skyndilegur og hræðilegur,
og þar skipti sköpum í lífí hennar. Eftir
doðann sem fylgdi fyrst eftir áfallið bijótast
tilfinningar hennar fram í tiylltum og of-
stopafullum sársauka þess sem sviptur hef-
ur verið allri lífsgleði. Sundurskotið höfuð
fyrrum ástvinar hennar ásækir hana og hún
sér ekki annað en blóð og dauða.
Ljóð hennar fyllast af drungalegum
myndum sem bera svipmót dauðans, útskúf-
unar og djúprar lífsangistar. Eins og Krist-
ur á krossinum kveinar hún til guðs og hún
ber liðna sælustundir saman við auðnina sem
ræður ríkjum í sálu hennar.
Engu er líkara en forspá gæti um það
sem koma skal í einu ástarljóðanna sem
Um GABRIELU
MISTRAL, skáldkonu
frá Chile
Eftir BERGLINDI
GUNNARSDÓTTUR
skáldkonan yrkir á þeim dögum er hún var
enn full af lotningu og gleði ástarinnar. Þar
teflir hún saman sláandi myndum af dauða
og ást. Kvæðið er óður til ódauðleika ástar-
innar, ort með þeim hætti sem Gabrielu
Mistral* er eiginlegt, ástríðufullt án tilfinn-
ingasemi. Það hefst svo:
Taktu ekki um hönd mér.
Sá langvinni tími mun koma
að safnast mold og skuggi
á samanfléttaða finpr.
En Lucila Godoy bjargaði sér undan
þunga örlaganna með því að klífa andans
hæðir — þótt vera megi að það hljómi eins
og þversögn. Það var þjáningin sem leysti
sköpunargáfu hennar úr læðingi og veitti
henni slíka dýpt að eftirminnilegt varð. Hún
tókst á við þjáninguna með því að ferðast
um myrk og hamslaus sálardjúpin í Ieit að
frelsandi ljósi, ljóð hennar eru full af þunga
og sársauka eins og svo stór hluti af skáld-
skap Rómönsku Ameríku er. Þar er beint
samband milli sársaukans og ljóðsins. Um
þau tengsl lét ónefndur kúbverskur fræði-
maður eftirfarandi orð falla:
„Sársaukinn býr yfir feiknarlegum krafti,
sálrænt séð jafnt og félagslega, og hann
vegur þyngra í huga mannsins en mikil
gleði. Jafnframt sameinar sársaukinn menn-
ina fremur en gleðin og hamingjan. Fagur-
fræðilega séð býr sársaukinn yfir meiri tján-
ingarmætti og áhrifín eru oft sterkari í
skáldskap eftir því sem meiri drungi og
sársauki 'þjakar skáldin. Óróleg ástríða
þeirra og sálarkreppur ýta betur undir sköp-
unarþörfina en hin mesta ánægja og lífs-
sæla gerir. Að auki er það manninum eigin-
legra að finna til þjáningar en hamingju í
lífi sínu.“
Hvernig sem því er varið má telja víst
að hamingjan ein, án óttans um að hún
glatist, verður ekki undirrót eða hvöt að
miklum skáldskap.
„DESOLACIÓN“
Fyrsta ljóðasafn skáldsins er jafnfram sú
bók er veitti henni mesta frægð og hylli sem
breiddist hratt um alla álfuna, Suður-Evrópu
og norður yfir landamæri Bandaríkjanna.
Bókin ber heitið Desolación, eða Örvænting.
Með þeirri bók lýkur sögu stúlkunnar
Lucilu Godoy. Önnur hefur fæðst í hennar
stað, Gabriela Mistral er orðin til, fædd af
þrengingum og sársauka, skírð í eldi dauð-
ans. „Megi guð fyrirgefa mér biturleikann
í þessari bók,“ sagði hún, „og megi þeir sem
aðeins þekkja sætleika lífsins einnig fyrir-
gefa mér.“
Trúin er sterkur þáttur í ljóðum Mistral.
Guð er hennar trúnaðarvinur, hún ákallar
hann í neyð en væntir ekki miskunnar held-
ur tekur því sem að höndum ber eftir ör-
væntingarfulla tilraun til að sættast við sinn
guð. Að hætti dulspekinga trúir hún á eilífa
nálægð guðdómsins í öllum hlutum, sem
verður ekki dregin í efa, en veitir jafnframt
dauðlegum og brothættum manninum styrk,
svo honum reynist jafnan unnt að halda
reisn sinni, hveijar sem raunir hans verða.
Málfarið er oft kröftugt í stíl við sterkar
tilfinningar: örvæntingu, angist og ást.
Mistral er ekki fágað eða lært skáld að
hætti menntamanna. Hún ber merki upp-
runa síns, hijúf náttúran og jörðin eiga
sterkan enduróm í ljóðum hennar, jafnvel
svo að hið listræna er stundum borið ofurl-
iði. Chilebúinn Julio Saavedra Molina segir
svo í formála að ljóðasafni Gabrielu Mistral:
„Venjulegt orðalag virðist henni vera of
bragðdauft. Hún leitar uppi kröftugt orð-
færi fyrir alla hluti og örvæntir ef hún finn-
ur það ekki. Hún teygir málið sundur og
saman, skælir það og ofsækir. Hún vill líkja
eftir hvæsi eldsins sem spámenn ísraels
heyrðu og er sagt frá í Gamla testament-
inu. Ekkert skiptir hana máli annað en að
finna kraftinn, eins mikinn og unnt er. Hún
spennir bogann uns strengurinn slitnar og
skýtur örinni í vitskertri von að hjarta guð-
dómsins."
FÖRUKONAN EINSAMLA
Eftir atburðina í Elqui-dalnum fór Gabri-
ela víða og kenndi, bæði í heimahéraði sínu
Gabriela
Mistral
og víðsvegar um landið. Árið 1910 hefur
hún aflað sér kennsluréttinda og við fylgjum
henni eftir þar sem hún Jeggur land undir
fót, ávallt ein síns liðs. Á sama tíma taka
ljóð hennar að birtast í tímaritum, bæði í
Chile og í París, Madrid og víðar. Árið 1914
eru henni veitt svonefnd blómaverðlaun fyr-
ir nokkur ljóð sem nefnast Sonnettur um
dauðann. Einnig lætur hún til sín taka í
almennri umræðu um uppeldis- og skólamál
bama og ritaði greinar um það efni í blöð
og tímarit. Blaðaskrif urðu æ síðan hluti
af hennar ritferli. Hún var um árabil kons-
úll fyrir ríksistjórn Chile í ýmsum löndum,
svo sem í Portúgal, Frakklandi og Brasilíu,
eiginlega var hún á faraldsfæti mestalla
ævi, heimsborgari þótt hún varðveitti með
sér uppruna sinn.
Hún lét sér ætíð umhugað um velferð
fátækra barna hvar sem var. Hún yrkir um
börn og til barna og þau ljóð eru glaðlegust
af annars alvörugefnum skáldskap Gabrielu
Mistral. Fyrir þessi afskipti sín hlaut hún
ýmsar vegtyllur af hendi stjórnar Chile og
víðar. Til að mynda var henni eitt sinn falið
að aðstoða stjórnvöld í Mexíkó að endur-
bæta skólakerfið þar í landi. Og í heiðurs-
skyni við þessa ágætu vinkonu allra barna
sungu fjögur þúsund mexíkönsk börn í kór
fyrir Gabrielu úr ljóðum hennar.
Hún sjálf eignaðist ekki barn en þráði
það samt ákaft. Eftir ástarólán sitt hafði
hún snúið baki við öllum draumum um ást-
ir og hjónaband. Hún hafði valið braut ein-
stæðingsins og farandkonunnar og horfðist
í augu við sjálfskapað víti ófijóseminnar.
Það var ef til vill þyngsti missirinn í lífi
hennar. En barnleysið var reynsla fieiri
kvenna. Þessar konur búa yfir svo sterkri
þrá að hún er oft angistin hrein, orðvana
angist konunnar sem jafnan þegir um ógæfu
sína. En Gabriela Mistral þagði ekki heldur
braut innsigli þagnarinnar og opnaði þar
með leið inn í þessa þjáningarfullu afkima
kvenlegrar vitundar.
Þrátt fyrir barnleysið hefur Mistral verið
kölluð skáld móðurhvatarinnar. Hún yrkir
um mæðurnar, um barnsburðinn af einstök-
um næmleika. Ef til vill sýnir hún best sjálf-
stæði sitt og frumleik í þessum ljóðum. Þar
túlkar hún það sem telst alvanalegt í lífi
hverrar konu og er þó jafn stórfenglegt
hveiju sinni: að veita rtýju lífi dagsins ljós.
Prósaljóð hennar um mæðurnar eru sterkar
myndir af kenndum barnshafandi konu,
fegraðar en þó raunsæjar. Þar er skáldinu
meira í mun að lýsa stórfengleika sköpunar-
innar heldur en þjáningunni sem henni fylg-
Brauðið, Saltið
Og Maísinn
Það liggja ekki ýkja margar bækur eftir
Gabrielu Mistral. Ur seinni bókum hennar
er horfin svíðandi nakin og ástríðufull til-
finning fyrstu bókar hennar, Desolación. I
staðinn ríkir viss sátt og friður. Hún yrkir
trúarleg lofkvæði um börnin og manninn
og óbreyttar þarfir hans, um brauðið og
vínið, saltið og maísinn. Dulspekileg trúar-
vissa blandast kómískri lífssýn og persóna
skáldsins er ögn fjarlægari, ögn kaldari.
Ljóð Mistral eru sérkennileg blanda af hefð
og nýstárleika og hún er í senn jarðbundin
og háfleyg. Skáldskapur hennar virðist í dag
nokkuð fjarlægur nútímönnum. En það er
eins og búi í skáldinu ævaforn viska og
upprunalegur hljómur sem ekki mun fyrn-
ast.
Skáldanafnið Mistral tók hún eftir landa
sínum sem einnig var skáld. „Ég hlustaði á
einföld Ijóð í æsku,“ sagði hún eitt sinn.
„Mistral er skáld jarðarinnar og forfeður
mínir hafa allir haft þann starfa að yrkja
jörðina.“ Hún dáði mexíkanska skáldið
Amado Nervo sem var dulspekingur og al-
gyðistrúar og henni þótti mikið til Tagore
koma, indverska nóbelskáldsins. Allra bóka
mest mat hún Biblíuna, einkum Predikar-
ann, Jobsbók og Ljóðaljóðin. Og um köllun
skáldsins á jörðinni sagði hún: „Fegurð þín
skal einnig bera með sér djúpa samúð til
að hughreysta hjarta mannsins.“
Landi Mistral og skáldbróðir, Pablo
Neruda, segir frá því í ævisögu sinni er hún
kom til Temuco, þar sem hann ólst upp, til
að kennar við telpnaskóla.
„Ég sá hana fara um göturnar í þorpinu
mínu í skósíðum klæðum og varð hálfhrædd-
ur við hana. En þegar ég fór eitt sinn að
heimsækja hana sá ég að hún var vænsta
kona. í sóldökku andliti hennar voru indj-
ánsku drættirnir jafnskýrir og í leirvasa frá
Arákaníu. Og drifhvítar tennur hennar
komu í jós í breiðu og innilegu brosi sem
lýsti upp herbergið.“
Gabriela Mistral
Þjóðvísa
Málfríður Einarsdóttir þýddi
Ég sá þau koma saman
saman fóru þau hjá,
þó allt væri nú sem áður
var öðruvísi að sjá.
Illt er að hafa augu
sem ekkert dyljast má!
Nú hlæja heillir ásta
við henni, ekki mér.
Söngur minn svifinn í fjarska
sviði af þyrnum sker.
Allar heillir hlæja
við henni — aldrei mér.
Þau una tvö í tómi
úti við opið haf,
gulur, geislandi máni
giæðir það birtustaf.
Aldrei ieggur það líknsemd
iund minni, hið víða haf.
Önnur er honum heitin,
hvað sem síðar ber að.
Víðáttan við þeim brosir
vinhlýtt, á hverjum stað.
Að eiiífu hún er heitin
honum. (Guð leyfir það!)
Höfundur er spænskukennari og skáld.