Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 4
Sveinn Pálsson náttúru- fræóingur bjó vió kröpp kjör lengstan hluta ævinnar og auónaóist ekki aó helga líf sitt nótt- úrufræóinni eins og hann hefói kosió. Hann sá þó réttilega eóli skrió- jökla og var ósammála eldklerkinum um aó Skaftáreldar væru hegn- ing almættisins. EFTIR HLÖÐVER ELLERTSSON SVEINN Pálsson var fæddur árið 1762 að Steinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði. Hann var sonur Páls Sveinssonar prests í Goðdölum og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans. Haustið 1777 var hann settur í latínu- skólann á Hólum og tók burtf- ararpróf þaðan 1782, tvltugur að aldri. Jón Sveinsson landlæknir tók hann sem nemanda og fluttist Sveinn til hans að Nesi við Seltjöm 1783. Þrátt fyrir bág efni sigldi hann árið 1787 til Kaupmannahafnar til frekara náms í chirurgie eða handlækningum við háskólann þar, enda vonaðist hann eftir læknisembætti hér heima eftir útskrift. Auk lækninganámsins sótti Sveinn fyrirlestra í náttúrufræði og eftir að hann lauk prófi í náttúrufræði árið 1791 fékk hann styrk hjá hinu nýstofnaða Natur- historie Selskab, Náttúrufræðifélaginu danska, til rannsókna hvar sem hann sjálfur ákvæði. ísland varð fyrir valinu enda fýsilegur kostur fyrir margra hluta sakir. Þetta varð hins vegar til þess að hann tók ekki fullnaðarpróf í læknis- fræði að sinni og raunar fór svo að lokum að hann tók aldrei prófið.' Hann ferðaðist um landið í þijú ár 1792-1795 og stundaði nátt- úrufræðirannsóknir en dvaldist á vetrum hjá Skúla landfógeta í Viðey og Vigfúsi Þórarins- syni sýslumanni á Hlíðarenda í Fljótshlíð. 1795 kvæntist Sveinn Þórunni Bjarnadóttur Pálsson- ar landlæknis, dótturdóttur Skúla fógeta, og fékk fímm árum síðar veitingu fyrir læknisemb- ætti í þremur austustu sýslum suðuramtsins ásamt Vestmannaeyjum. Mestur tími Sveins fór til læknisvitjana en auk þess virðist hann hafa notað hvert tækifæri sem gafst til náttúru- fræðirannsókna. Stjórn búsins lenti því að mestu eða öllu leyti á konu hans. Hann skrifað- ist á við erlenda fræðimenn eins og Holland lækni sem var í föruneyti Mackenzies lávarðar, skoska prestinn Ebenezer Henderson sem einn- ig ferðaðist um ísland og Rasmus K. Rask sem m.a. bað hann að safna steinum fyrir náttúrufé- lag Rússa. Sveinn bjó við frekar kröpp kjör eink- um fyrri hluta ævinnar, en hagur hans vænkað- ist talsvert eftir að hann fékk loks fría jörð til ábúðar, Syðri-Vík í Mýrdal 1813 og laun sam- bærileg þeim er aðrir héraðslæknar höfðu. Laun Sveins hækkuðu úr 66 ríkisdölum í 300 ríkisd- ali 1817. En þó gjaldmiðillinn sé sennilega fram- andi nútíma Islendingi sýna þessar tölur glögg- lega muninn á kjörum hins próflausa og hinna er höfðu pappírana í lagi. Það má segja að þrír menn hafi öðrum frem- ur skapað Sveini Pálssyni örlög en þeir voru Jón Sveinsson landlæknir, Magnús Stephensen og Vigfús Þórarinsson sýslumaður. Jón land- læknir býður honum að gerast nemi sinn eftir ábendingu frá Hólaskóla. Sveinn yfirgefur Skagafjörðinn og fer með honum suður að Nesi við Seltjörn. Jón hvetur hann einnig til þess að sigla og ganga í Kaupmannahafnarhá- skóla. í Kaupmannahöfn var fyrir Magnús Stephensen sem reyndist Sveini miður ráðholl- ari en landphysicus Svendsen. Magnús ræður honum frá því að taka málfræði og heimspeki- próf í Höfn en eggjar hann þess í stað til að láta handlækninganámið ganga fyrir, sem Sveinn gerir. Áðurnefnd próf gátu hins vegar veitt honum möguleika á styrkjum og garðvist /uc■ -t' vludicc. Æ ^Jriuloú lU'jllct itinumccii {i'jcuchcia., hoccc ulciIi Linxuii jlicniime. ^vlcr/LU d dunt eSf. ■ ' Jlu r í.1 i ífb fl0)l /i.a'íi./nnXi/' S-Jf - J j.í 7. XU 179* SVEINN Pálsson náttúrufræðingur. Rauðkrítarmynd eftir Sæmund Magnússon Hólm. Þjóðminjasafnið. Mynd/Gísli Sigurðsson. og um leið gefið honum kost á lengra háskólanámi. Sveinn telur að þetta hafi orðið til þess að honum tókst ekki að ljúka embættisprófi í læknisfræði og þar af leiðandi rót fátæktar hans síðar meir. (Sbr. Sveinn Pálsson 1949:123.) Þó er ef til vill ekki út í hött að álykta sem svo að náttúrufræðin eigi hér einnig nokkra sök á máli og hafi tafið hið eiginlega læknanám Sveins. Sveinn gerir sér vel grein fyrir mistökum sínum í Höfn og er nokkuð viss um hvaða hvatir lágu að baki ráðleggingum Magnúsar. Svo segir í sjálfsævisögu Sveins, en hann hefur sjálfan sig í þriðju persónu að gömlum og góðum sið. Hans aðalfeil sýnist um þessar mundir hafa verið: að taka of einfaldlega og trúgirnislega því, sem næst var hendinni, án mæðandi íhugun- ar þess ókomna og útfaiisins. En reynsluleysi, ókunnugleiki, skortur óhrekkvísra og eidri leið- sagnara, sem ekki stóðu þá fátækum til boða, en hvötur hinna, er máske Vilja flesta minni sér, ollu nú, þá svo á stendur, einatt misjöfnu. (Sveinn Pálsson 1949:123.) Það er sennilega nokkuð til í því að Magnús hafi viljað vera Sveini fremri í flestum hlutum, a.m.k. á veraldlega sviðinu, einfaldlega vegna þess að hann ELDSUMBROTIN voru í augum síra Jóns Steingrímssonar eitt stórkostlegt syndastraff sem bitnaði mest á þeim sem áttu það skilið. í ELDRITINU ER SVE 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.