Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 12
NEKTARMYND frá árinu 1942 er í gjöf dóttur Nínu á verkum eftir móður sína til Listasafns íslands. HIÐ INNRA UÓS SÝNING á mál- verkum eftir Nínu Tryggvadóttur verður opnuð 3. júlí í Norræna húsinu. Verkin hafa aldrei verið sýnd áður. Þau eru í eigu Unu Dóru Copley, dótt- ur listakonunnar, og eru öli til sölu. Una Dóra sagði í samtali við Morgun- blaðið að þegar verk Nínu frá seinni hluta ferils hennar voru sýnd hér í mars í fyrra hefðu margir lýst áhuga á að eignast verk en þá var ekkert til sölu. Málverkin eru frá öllum tímabilum í list Nínu og spanna árin frá 1936-1967. Abstraktmyndir, landslag og borgarmyndir eru á meðal þess sem sýnt er en einnig portrett. Verkin eru öll unnin með olíu á striga utan tvær akrýlmyndir frá 1962-63. „Ég á töluvert stórt safn af verkum móður minnar og ég er að vinna í að kynna hana og list hennar sem víðast. Hún var frábær listamaður og verk hennar snerta alla sem sjá þau. Hún var alla tíð mjög hrifin af Rembrandt og hinu innra ljósi í myndum hans sem hún tileinkaði sér. Þessi sýning er yfirlit yfir feril Nínu og sýnir hvað hún var að fást við á ferli sínum,“ sagði Una Dóra. Gef ur Liatasaf ni islands 44 verk 10. júlí næstkomandi ætlar Una að færa Listasafni íslands að gjöf 44 verk eftir Nínu og er þeim ætlað að gefa góða heildarmynd af starfi hennar. Sýning á verkunum opnar svo í kjölfarið á Listasafni íslands. „Þetta eru aðallega verk á pappír og þó nokkuð af kolateikningum og skissum en einnig samklippsmyndir. Það vita kannski ekki allir að Nína teiknaði leikmyndir og bún- inga og enn færri að hún teiknaði skop- myndir. Ég vildi að safnið og íslenska þjóð- in fengi góða yfirsýn yfir lífsstarf Nínu, sem var mjög fjölbreytt." Nína nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York eftir að hafa sótt námskeið á íslandi hjá Ásgrími Jónssyni og Finni Jóns- syni. Ferill hennar spannar nær 30 ár en hún lést fyrir aldur fram árið 1968. STEINN Steinarr í túlkun Ninu frá 1943. Kolateikning á pappír. BOKMENNTAKYNNING ASÍÐUSTU misserum hafa margar bækur íslenskra samtímahöfunda komið út i þýðingum erlendis, eink- um þó á Norðurlöndum, í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Þá munu allar íslendingasögumar koma út á ensku í haust á vegum Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar. Fomsögurnar hafa verið þýddar á stöðugt fleiri tungumál. Nú síðast bámst fregnir af því að Njáls saga hefði komið út á tyrknesku. íslenskar bókmenntir voru kynntar á norrænni menningarhátíð á Spáni á síðasta ári. í haust verða þær í brennidepli á árlegri menningarhátíð í Normandí. Á næsta ári verð- ur sérstök norræn bókmenntakynning í Þýska- landi en þar í landi hafa norrænar bókmennt- ir lengi notið vinsælda. íslenskir rithöfundar koma fram á þessum hátíðum og víða annars staðar erlendis, lesa úr verkum sínum og ræða við áheyrendur. Bókmenntakynningarstofa Bókmenntakynningarsjóður hefur starfað um árabil. Er meginhlutverk hans að kynna íslenskar bókmenntir erlendis í þeim tilgangi að íslensk skáidverk verði gefin út á erlendum málum í bókarformi, birt í tímaritum og flutt í leikhúsum, útvarpi og sjónvarpi. Tekjur sjóðs- ins hafa einkum verið fjárveitingar í fjárlög- um. Stjórn hans er skipuð tveimur fulltrúum sem tilnefndir eru af Rithöfundasambandinu og formanni sem menntamálaráðherra skipar án tilnefningar. Af þeim undirtektum sem íslenskar samtíma- bókmenntir hafa hlotið erlendis er ljóst að þær eiga ekki síður erindi við aðrar þjóðir en forn- sögumar. Nýlega hafa orðið miklar umræður um kynningu á íslenskum bókmenntum erlend- is, ekki síst meðal rithöfunda, enda hefur ríkt óánægja með hversu litlu Bókmenntakynning- arsjóður hefur áorkað, íjárveitingar til hans verið litlar og enginn sérstakur starfsmaður annast verkefni hans. Er gjaman bent á að áhugi á finnskum, sænskum, norskum og dönskum bókmenntum hafi stóraukist erlendis eftir að markviss kynning á þeim var hafin. Raddir hafa verið uppi um að koma á fót upp- lýsingamiðstöð fyrir íslenskar bókmenntir að dæmi grannþjóðanna. Yrði hún rekin með stuðningi hins opinbera, bókaútgefenda og rit- höfundasamtaka. Hlutverk hennar yrði m.a. að gefa upplýsingar um íslenska bókaútgáfu, halda skrá yfir þýðingar á íslenskum bókmennt- um, veita þýðingastyrki, skipuleggja heimsókn- ir íslenskra rithöfunda til annarra landa til að kynna verk sín og gangast fyrir þýðendafund- ERLENDIS Nýlega hafa orðið miklar umræður um kynningu á íslenskum bókmenntum erlendis, enda hefur ríkt óánægja meó hversu litlu Bókmenntakynningarsjóó- ur hefur áorkaó. Til aó efla kynninguna segir ULFAR BRAGASON aó þaó þurfi m.a. aó styrkja þýóingar á íslenskum bókmenntum á erlend mál og kynna betur samhengið í íslenskum bókmenntum. um. Féllu verkefni Bókmenntakynningarsjóðs undir þessa nýju stofnun. Þess ber þó að minnast að ekki er víst að þær bókmenntir sem falla íslendingum í geð hljóti hljómgrunn erlendis. Vegna tungumálsins eru bókmenntir háðari því menningarumhverfi sem þær eru sprottnar úr en t.d. myndlist og tónlist. íslenskar bókmenntir byggjast auk þess miklu fremur á hefð en aðrar listgreinar hér á landi. í annan stað er nauðsynlegt að hyggja jafnt að dreifingu þýðinganna og útgáfu á þeim. Oft hafa ágætar þýðingar náð til fárra þar sem bókaforlagið, sem gaf þær út, hafði ekki bolmagn til að annast auglýsingu, kynn- ingu og dreifingu á þeim. í þriðja lagi þarf að vanda mjög til þýðinga enda er illa þýtt skáld- verk til lítils framdráttar fyrir íslenskar bók- menntir erlendis. Þýdendur í raun veltur öll kynning á íslenskum bók- menntum í öðrum löndum á að til sé hópur góðra þýðenda sem hafa áhuga á og tök á að þýða úr íslensku. Góður þýðandi þarf að hafa bæði vald á eigin máli og málinu sem þýtt er úr, hafa næman bókmenntaskilning og kunna skil á sögu 'ands og þjóðar þar sem bókmenntimar hafa verið samdar. íslenskunám er alltaf undanfari góðra þýð- inga. íslenskukennsla fyrir útlendinga bæði við Háskóla íslands og við háskóla erlendis hefur átt dijúgan þátt í að undirbúa þýðendur til starfa. Ekki er síður mikilvægt að margir útlendingar hafa fengið áhuga á íslandi og íslenskri samtímamenningu eftir að hafa íslendingasögurnar koma út á ensku í haust á vegum Bókaútgáfu Leifs Eiríksson- ar. Nýiega bárust fregnir af því aö Njáls saga hefði komið út á tyrknesku. stundað nám í fornbókmenntum erlendis eða kynnst þeim í þýðingum. Mikilvægt er að styðja við bakið á þeim sem hafa lagt stund á þýðingar úr íslensku með góðum árangri. Bókmenntakynningarsjóður og Stofnun Sigurðar Nordals gengust fyrir þýð- endaþingi árið 1991. Til þingsins var boðið sextán þýðendum íslenskra bókmennta frá tíu löndum. Dagskrá þingsins var fjölbreytt og stefnt annars vegar að því að fræða gestina um íslenskt mál, bókmenntir og samfélag á líðandi stund og hins vegar að ræða með þeim um vandamál við þýðingar úr íslensku og út- gáfu á íslenskum bókmenntum erlendis. Þá var þýðendunum gefið tækifæri til að hitta rithöf- unda, bókaútgefendur og fræðimenn í íslensk- um fræðum. Voru þýðendumir sammála um gildi slíkra þinga fyrir þýðingastarfið og þyrfti að efna til þýðendaþings sem fyrst aftur. Því miður eiga þýðendur úr íslensku lítinn kost á styrkjum til að dveljast hér á landi. Þeim stendur þó til boða að sækja um Snorra- styrki, sem Stofnun Sigurðar Nordals hefur umsjón með og veittir em árlega erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum á sviðum íslenskra fræða til þriggja mánaða dvalar hér á landi. Því miður hafa fjárveiting- ar til styrkjanna verið svo knappar að oftast hefur aðeins verið unnt að veita tvo styrki á ári. Styrkirnir hafa nú verið veittir fjórum sinnum. Af tíu styrkþegum hafa átta fengist við þýðingar úr íslensku að nokkru marki þótt það hafi ekki verið aðalstarf þeirra. Þá hefur Stofnun Sigurðar Nordals hýst þýðendur í fræðimannsíbúð stofnunarinnar endurgjaldslaust eða gegn vægu gjaldi til að auðvelda þeim íslandsdvöl. Þýðendum mun einnig gefast kostur á að njóta dvalar í Snorra- stofu í Reykholti í Borgarfirði þegar bókasafn og fræðimannsíbúð verða tekin þar í notkun. Samhengió i islenskum bókmennlum í viðtali, sem birtist í danska blaðinu Politi- ken fyrir skömmu, nefndu sænski rithöfundur- inn Per Olav Enquist og dönsk stallsystir hans, Susanne Brogger, íslendingasögurnar meðal helstu áhifavalda verka sinna. Fombókmennt- imar eru að sönnu helsta framlag íslendinga til heimsbókmenntanna og forsenda íslenskra samtíðarbókmennta. í Þjóðhátíðarnefnd 50 ára lýðveldis á íslandi kom fram sú hugmynd að í tilefni þjóðhátiðarárs yrði hafin útgáfa á íslenskum öndvegisritum í enskum þýðingum í ritröð undir nafninu Icelandic Classics. Því miður hefur enn ekki orðið af því að ritröð- inni væri hleypt af stokkunum en jafnframt því að styrkja þýðingar á íslenskum bókmennt- um á erlend mál er nauðsynlegt að kynna betur en nú samhengið í íslenskum bókmennt- um fyrir útlendingum. Það skiptir meginmáli, hvort sem upplýs- ingamiðstöð íslenskra bókmennta verður kom- ið á fót eða kynning á íslenskum bókmenntum erlendis efld á annan hátt, að þeir sem verða í forsvari hafi skilning á að nota þekkingu útlendinga á fornbókmenntum okkar til fram- dráttar fyrir samtímabókmenntirnar. Ekki er síður mikilvægt að þeir skilji að efling íslensku- kennslu fyrir útlendinga er ein af meginfor- sendunum fyrir því að hæfir þýðendur fáist við að þýða íslenskar bókmenntir á erlendar tungur. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.