Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 13
RANNSÓKNIR A ÍSLANPI UMSJÓN: SIGURÐUR H. RICHTER BLÁA lónið er dæmi um hagkvæma nýtingu affallsvatns. BORUN í Kröflu. Myndin sýnir hve lítið athafnasvæðið á yfirborði er (500-2500 m2). UMHVERFISÁHRIF JARÐHITANÝTINGAR VATNSORKA og jarðhiti eru meðal helstu auðlinda íslend- inga. Mun meiri aðgæslu þarf við virkjun háhita (>150° C) en lághita. Tölu- vert tillit hefur verið tekið til umhverfissjónarmiða við virkjun háhita hérlendis en með tilkomu laga um mat á umhverfisáhrifum verður það væntanlega gert á mun markviss- ari hátt. Orkustofnun hefur haft frumkvæði að því að skilgreina og rannsaka umhverfís- áhrif jarðhitanýtingar og hefur, ásamt Lands- virkjun, Hitaveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, unnið á undanförnum árum að verkefni um umhverfísmál jarðhitatil að skapa grundvöll fyrir umhverfísmat sem nú er skylt að gera fyrir allar stærri virkjanir. Hið fyrsta sinnar tegundar hefur nýlega verið unnið um Námafjallsvirkjun fyrir Landsvirkjun. Helstu hugsanleg umhverfísáhrif jarðhitavirkjunar eru; útlits- og eðlisbreytingar, aukinn hávaði, varmaaukning og efnamengun. Að auki geta félags- og efnahagsleg áhrif verið talsverð. Útlitsbreytingar Vökvanám veldur gjarnan minnkun eða hvarfi yfírborðsummerkja eins og hvera og lauga. Háhitavirkjun hefur oft aukið gufu- streymi í för með sér. Slíkum breytingum fylgir röskun á lífríki og oft fjárhagslegt tjón, t.d. ef jarðhiti hverfur af vinsælum ferða- mannastöðum. Þá geta mannvirki, svo sem vegir og borholur, stungið í augu. Þó verður virkjun jarðhita að teljast fremur hagstæð að þessu leyti, því að athafnasvæði er tiltölulega lítið (sjá mynd). Vinnslan fer að mestu leyti fram neðanjarðar og nýting nálægt uppsprett- unni. Við virkjun vatnsafls fara oft stór flæmi undir vatn og námuuefni eru oftast flutt á brott til vinnslu er þau hafa verið numin úr jörðu en það skapar mikla umferð flutninga- tækja. Við virkjun lághita til hitaveitna getur þurft að leggja Iangar lagnir, sem geta verið til óprýði. Borholur, sem ekki eru nýttar strax að borun lokinni, er unnt að fela þannig að mannvirkið særi ekki fegurðarskyn fólks. Eólisbrcytingar Auk yfirborðsbreytinga veldur vökvanám landsigi og er slíkt vel þekkt hér á landi, t.d. í Svartsengi. Truflun getur orðið á nálægum grunnvatnskerfum fari námið fram úr nátt- úrulegu aðstreymi. Nái kalt grunnvatn að streyma inn í jarðhitakerfí getur það valdið kælingu á kerfínu og gert vatn þess tær- andi. Til þess að halda vökvanámi og efna- mengun í lágmarki er affallsvatni oft dælt niður í jarðhitakerfi. Sé það gert í virk mis- EFTIR HALLDÓR ÁRMANNSSON OG HREFNU KRISTMANNSDÓTTUR LANDHÆÐARBREYTING á utanverðum gengi getur það komið af stað jarðskjálftum. Fylgst hefur verið með jarðskjálftum meðan vatni var dælt í jarðhitakerfið í Svartsengi, i samvinnu við Raunvísindastofnun Háskól- ans. Niðurstaðan var sú að magn affallsvatns væri það lítið, og lekt svæðisins það mikil, að hvorki væri hætta á að niðurdælingin hefði áhrif á vökvaþrýsting svæðisins né jarð- skjálftavirkni. Vökvanám getur valdið mynd- un gufupúða og hættu á gassprengingum og eru til erlend dæmi um mannskæð slys af þeim völdum. Unnið hefur verið að þróun aðferða til að fylgjast með vexti og út- breiðslu slíkra gufupúða. Samanburður virkjaðra og ðvirkjaðra svæða Jarðhitakerfi eru óstöðug og þarf ekki virkjun til þess að á þeim verði breytingar. Því er samanburður virkjaðra og óvirkjaðra svæða grundvallaratriði í umhVerfísrann- sóknum. Fylgst hefur verið með hitabreyting- um á nokkrum svæðum með mælingum á Reykjanesskaga 1975-1995 (mm/ár). Jardhiti er meinlítil orkulind en þó ekki skadlaus. innrauðum geislum úr flugvél, í samvinnu við Merkjafræðistofu Háskólans. Einnig er jarðhiti á yfirborði kortlagður reglulega og sýni til efnagreininga tekin úr gufuaugum. Jarðhiti hefur færst til og efnasamsetning breyst bæði á óvirkjuðum svæðum (t.d. Þeistareykjum) og virkjuðum svæðum (t.d. Kröflu) og virðast breytingar síst minni þar sem ekki hefur verið virkjað. Hávaói Hávaði i 10 m fjarlægð frá óheftri, blás- andi gufuborholu er sambærilegur við hávaða frá þotu í flugtaki, 120-130 dB. Auk þess eru lágtíðnihljóð tíð og hafa svæfandi áhrif. Örðugra hefur reynst að deyfa hávaða frá þurrgufuholum en vatns- og gufuholum.. Hávaði frá stöðvarhúsi og við borun er veru- legur en deyfanlegur. Hávaðamælingum við jarðhitavirkjanir hefur lítið verið sinnt hér á landi en þær fáu mælingar sem gerðar hafa verið, benda til þess að úrbóta geti verið þörf. Varnti Varmi er illa nýttur (10-15%) við vinnslu raforku úr jarðgufu. Í affallsvatninu er af- gangsvarmi en hann spillist síst ef vatninu er dælt aftur niður. Varmaaukning getur haft afdrifarík áhrif á lífríki í ám og vötnum ef hitastig þeirra hækka. Afgangsvarma er þó oft unnt að nýta, t.d. til fiskeldis og snjó- bræðslu, og er slík fjölnýting varma bæði hagkvæm og æskileg frá umhverfissjónar- miði. Efnamengun í jarðhitagufu eru nokkrar lofttegundir (aðallega koltvíoxíð, brennisteinsvetni, met- an, köfnunarefni og argon). Koltvioxíði hefur verið verulegur gaumur gefínn vegna meints þáttar í gróðurhúsaáhrif- um. Af heildarkoltvíoxíðstreymi til andrúms- lofts á íslandi eru um 2% frá jarðhitavirkjun- um. Nýting jarðhita til iðnaðar er verulega til bóta fram yfir brennslu hvað varðar gasút- blástur. T.d. hefur verið metið að minnkun á koltvíoxíðútblæstri til andrúmslofts yrði meira en 100.000 tonn á ári ef unnt væri að nýta jarðhita til fiskmjölsframleiðslu í stað olíu. Er það hugsanleg leið fyrir íslendinga til að standa við skuldbindingar sínar á alþjóðlegum vettvangi um koltvíoxíðútblástur. Mikið hefur verið fjallað um útblástur brennisteinsvetnis til andrúmslofts vegna hugsanlegra eituráhrifa og þar sem nokkur ástæða er til að ætla að það geti oxast í brennisteinstvíoxíð, sem getur valdið sýringu jarðvegs („súru regni“ í daglegu tali) og tal- ið er mun skæðari mengunarvaldur. Niður- stöður mælinga á brennisteinsgösum á jarð- hitasvæðum og í grennd við þau, f samvinnu við Veðurstofuna, benda til þess að brenni- steinsvetni skolist fljótt til jarðar með úrkomu en geti að nokkru marki oxast í brenni- steinstvíoxíð í þurru veðri. Brennisteinstvíox- íð í lofti virðist að mestu eiga uppruna í verk- smiðju- og bifreiðaútblæstri. Styrkur uppleystra efna er alla jafna meiri í jarðhitavatni en köldu grunnvatni og í því geta leynst mengandi snefilefni (t.d. arsen, kvikasilfur og blý). Besta leiðin til að losna við mengun frá affallsvatni er niðurdæling. Vatnsúði, sem berst út í loftið með gufu, getur valdið útfellingum á jurtir og mann- virki, dreifingu óæskilegra efna til gróðurs og tæringu á mannvirkjum. Sett hafa verið upp prófunartæki á virkjuðum háhitasvæðum á Islandi til að kanna áhrif úða og hefur komið í ljós að hann getur valdið umtals- verðri tæringu. Höfundar eru jarðefnafræðingar á Orkustofnun. Rannsóknarráð Islands stendur að birtingu þessa greinaflokks LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.