Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 8
( TORBJ0RN Olsen við undirbúningsvinnu vegna altaristöfiunnar í Halldarsvík. FÆREYSKIR LISTAMENN í HLUTVERKUM POSTULANNA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Torbjorn Olsen málari í Þórshöfn notaði núlifandi færeyska lisfamenn sem postulana í nýja altaristöflu sem sett var upp í vor í 140 ára gamalli kirkju í Halldarsvík. BÆRINN Halldarsvík, norðar- lega á Straumey í Færeyjum, kúrir undir lágri hlíð við sund- ið sem skilur eyjuna frá Austurey. Þetta er ugglaust ekki bær sem margir hafa heyrt um áður. Þaðan er lí- tilla tíðinda að vænta og fáir sáust þar á ferli þennan morgun seint í apríl, enda fánadagur Færeyinga og almennur frí- dagur. Logn var veðurs og það slíkt koppa- logn að fjöllin spegluðust í sundinu; handan þess undirhlíðar Slættaratinds á Austurey, sem er hæsta fjail Færeyja, - nógu hátt tii þess að þaðan sjást fannbungur Vatnajökuls í góðu skyggni. Halldarsvík er einn af þessum stöðum í Færeyjum þar sem menn sýnast lifa á loftinu og fegurðinni. Að minnsta kosti sáust engin merki um útgerð eða önnur umsvif. Ekki leng- ur. En þaðan hefur að sjáifsögðu verið útræði á meðan menn stunduðu sjóinn á opnum bát- um. En til hvers þá að leggja lykkju á leið sína tii þess að koma til Halldarsvíkur? Því er til að svara að þetta var einskonar pílagrímsferð greinarhöfundarins til þess að sjá altaristöflu sem sett hafði verið upp og vígð fáeinum dögum áður. Svo mikið orð fór af þessari nýju altaristöflu Torbjorns Olsens, listmálara í Þórshöfn, að mér fannst ómaksins virði að sjá hana og var síðan svo heppinn að hitta Torbjörn að máli. Timburkirkjumar í Færeyjum eru sérstakur kapítuli í byggingarsögunni þar. Flestar eru þær með hefðbundnu sniði, gjarnan svartbik- aðar og með torfþaki. Aðeins ein þeirra er öðruvísi, kirkjan í Halldarssvík. Hún er átt- strend, turninn uppúr miðju þaki, og búin að standa á sínum grunni í 140 ár. Sá grunnur var lagður á fallegum, háum tanga sem skag- ar framí sundið. Til þess að komast í kirkjuna verður gesturinn að tipla yfir fallegan bæjar- læk sem kemur í fossaföllum ofan hlíðina, gegnum bæinn og endar í dálitlum fossi við hlið kirkjunnar. I næstu húsum virtist enginn maður vera viðlátinn, en eftir að hafa árang- urslaust bankað á nokkrar dyr, fannst sá sem kirkjulykilinn geymir. Það var sannarlega eftirminnileg listræn uplifun að koma í kirkjuna og sjá altaristöflu Torbjorns Olsens; hún er um 6 metrar á breidd og tveggja metra há. Það er deginum ljósara að hér eiga Færeyingar stórmálara, mann sem umfram allt er expressjónisti og kóloristi, eða galdramaður í meðferð litarins. Þrátt fyrir nokkuð sterka liti og hressileg efnistök, fer altaristaflan einkar vel þarna og langt í frá að hún beri þessa gömlu kirkju ofurliði. Sálma- skráin frá vígsludeginum iá ennþá frammi í kirkjunni og undir litprentaðri mynd af altaris- töflunni stóð eftirfarandi: „ Torbjern Olsen, abbasonur Hans Paula á Be úr Vík, hevur málað altartavluna. Evnið: Heilaga kveldmált- íðin. Hugkveiking: Leonardo da Vinci. Ápostu- iarnir eru frá vinstri: Jákup eldri, Andreas, Mattheus, Judas Tadeus, Pætur, Jákup yngri, „Jesus", Jóhannes, Filippus, Judas Iskariot, Tummas, Bartolomeus, Símun Zelotarin. Lið- ugt málað á maríumessu á vári ’96, boðunar- dagur Maríu." Það sem athygli og umtal vakti í Færeyjum var út af fyrir sig ekki það að þessi aldna kirkja skyldi hafa eignast veglegan grip, held- ur sú dirfskufulia hugmynd Torbjorns Olsens að fá núlifandi færeyska myndlistarmenn til þess að sitja fyrir sem postulana. Eftir að hafa hitt þá suma að máli þekkti ég þá um leið, enda þótt stílfærslan sé veruleg. Hug- myndin að byggja á þeirri frægu kvöldmáltíð- armynd Leonardós með þessum hætti er góð og afar nútímaleg. Hitt fannst mér þó verð- mætara hvað myndin er frábærlega vel máluð. Mér varð í þessum sporum hugleikin sú fátækt sem við blasir í flestum nýjum, íslenzk- um kirkjum, þar sem kirkjulistin hefur verið útlæg ger. Arkitektar gera í mesta lagi ráð fyrir krossmarki í kór og kannski eiga steind- ir gluggar að koma síðar meir. Aðeins örfáir söfnuðir hafa haft listrænan metnað til að láta ekki þennan sjálfsagða þátt niður falla. Kirkja án iistar er snautlegur tilbeiðslustaður. En það er önnur saga. Síðar þennan sama dag stóðum við Morg- unblaðsmenn innan um fjölda Færeyinga í hátíðaskapi á torginu við Lögþingshúsið; allir að halda hátíðlegan fánadaginn. Fyrir tilviljun hitti ég þar Bárð Jákubsson, málara og for- stöðumann í Listasafni Færeyja. Talið barst að altaristöflunni sem við höfðum þá nýséð og Bárður stakk uppá því að ég hitti höfund- inn; hann ætti heima steinsnar þarna frá. Eftir örstutta göngu uppá hæðina sem endar frammi á Tinganesi, benti Bárður á lítið hús, svartbikað, og sagði: „Hér, í Tummasarstovu, býr Torbjorn.“ Reyndar var hann ekki þar, heldur með ristuspaða í höndum á grasflötinni handan við húsið, - niðursokkinn að setja niður „eplin“. Svo nefna Færeyingar kartöfl- ur. Hátíðahöldin með lúðrablæstri og ræðu- KIRKJAN í Halldarsvík er 140 ára gömul og áttstrend. Handan við sundið sést í undirhlíðar Slættaratinds. Lesbók/GS. FRÁ Halldarsvík á Straumey. TORI f 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.