Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 10
TÓTI í BERJANESI EFTIR JÓNAS GÍSLASON ÓRARINN Einarsson hét hann og hann átti heima á Sandfelli - næsta húsi sunnan við prestsetrið í Vík - en allir kölluðu hann bara Tóta eða Tóta í Berjanesi. Hann hafði verið mikið veikur í bamæsku - mig minnir, að hann hafi fengið barnaveikina - og náði aldrei fullri heilsu. Tóti var séður í fjármálum, auk þess sem hann var mikill matmaður. Hann var í föstu fæði á hótelinu í Vík, sem hann greiddi mánaðarlega, og lét sig því ekki oft vanta í matinn. __ Þegar Ólafur Jónsson í Vík varð sextug- ur, kom margt fólk í afmælið og Tóti lét sig ekki vanta. Þegar kvöldvérðartími nálg- aðist, fór Tóti að sýna á sér fararsnið. Elísa- bet, kona Ólafs, tók eftir þessu og sagði við hann: „Sláðu þér bara til rólegheita hér hjá okkur, Tóti minn. Þú færð eitthvað snarl með okkur.“ „Nei,“ svaraði Tóti. „Ek verð að borga matinn, hvort sem ek borða hann eða ekki.“ Svo flýtti hann sér út á hótel, gleypti í sig matinn og var kominn aftur í afmælið eftir örskamma stund. Á verlid i Eyjum Árum saman fór Tóti á vertíð til Vest- mannaeyja og alltaf fékk hann einhverja vinnu, þótt hann þætti aldrei mikill verk- maður. Eitt sinn sá Tóti kolabing utan við hús Gunnþóru Kristmundsdóttur og Helga Þor- lákssonar kennara. Hann barði að dyrum og spurði Gunnþóru: „Á ek ekki að moka kolunum ofan í kola- geymslu?" „Jú, þakka þér fyrir, Tóti minn. Þú kem- ur svo, þegar þú ert búinn, og færð þér kaffisopa." Tóti var drykklanga stund að moka kolunum Svo kom hann sveittur og settist inn í eldhús, þar sem hann fékk kaffi og meðlæti. Margt var spjallað og tíminn var fljótur að líða. Loks reis Gunnþóra á fætur og sagði: „Jæja, Tóti minn! Ætli það sé ekki bezt að fara að koma sér að verki. Þakka þér kærlega fyrir greiðann með kolin.“ Þá reis Tóti á fætur, leit á klukkuna og sagði: „Já, þetta verða þá þrír og hálfur tími!“ Þegar Tóti fór á vertíð, tíndi hann til allt matarkyns í húsinu, fór með það í eitthvert húsið í Víkinni og tilkynnti húsráðendum: „Ek ætla að yfirfæra þetta á þig til vors- ins!“ Ætlaðist hann þá til að fá endurgoldið í sama mat um vorið. Nú gat oltið á ýmsu um endurgreiðsluna. Eitt sinn kom hann til konu minnar með eitthvað smávegis matarkyns og sagði: . „Ek ætla að yfirfæra þetta til vorsins!“ Þegar hann kom til Vestmannaeyja til- kynnti hann, hvar sem hann kom: „Ek yfirfærði allt til vorsins á prestinn!" Tóti var í stúku í Vestmannaeyjum. Mig minnir að hún héti Eyjabandið. Og Tóti hélt yfirleitt vel bindindisheiti sitt, meðan hann var á vertíðinni í Eyjum. Hitt gat komið fyrir, að hann fengi sér sopa heima í Mýrdalnum, því að honum þótti hann ósköp góður. Eitt sinn hafði hann fengið sér einum of mikið neðan í því og fóru menn þá að spyija hann: „Heyrðu, Tóti! Ertu ekki í stúku? Veiztu ekki, að þú mátt ekki smakka það?“ Tóti svaraði að bragði: „Jú, góði. Þetta er allt í lagi. Stúkan Eyjabandið nær ekki austur fyrir Fúlalæk!“ Afmaeli Tóta Þegar Tóti varð 65 ára, kom hann til mín, af því að hann vissi, að ég var frétta- ritari Morgunblaðsins, og spurði: „Viltu ekki hafa afmælisviðtal við mig?“ „Eigum við ekki að hinkra við, þar til þú verður sjötugur? Ef við lifum þá báðir og verðum hér, skal ég eiga viðtal við þig.“ Því miður varð ekkert úr afmælisviðtali við hann síðar og ég sé alltaf hálfpartinn eftir, að hafa ekki orðið við þessari bón hans. í tilefni afmælisins hafði Tóti fengið senda eina jólaköku að sunnan. Hann fór um alla Víkina og bauð fólki í afmælis- veizlu. Síðan bað hann konuna mína og Katrínu Brynjólfsdóttur um að hjálpa sér með að hella upp á könnuna. Þegar þær heyrðu, að hann væri búinn að bjóða svo til allri Víkinni í afmælið, tóku þær sig til og útbjuggu heilmikla afmælisveizlu. Margir komu og samglödd- ust Tóta. Allir voru kátir og glöddust, en enginn þó meir en afmælisbarnið. Allt var þetta græskulaust, en setti svolítinn lit á tilver- una. Höfundur er vígslubiskup. MERGUR MÁLSINS 1 7 í KYRRÞEY EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON NAFNORÐIÐ kyrrþeyr er að því leyti sérstakt að það er aðeins notað í föstum samböndum, eins og reyndar mörg önnur orð. Það er oftast notað í samböndum eins og gera eitthvað í kyrrþey og láta e-ð liggja í kyrrþey sem vísa til þess sem ekki á að fara hátt eða bera mikið á. Elsta dæmi um sambandið er frá upphafi 18. aldar: láta einhvern fá eitthvað í kyrrþey (1711) og gjöra eitthvað í kyrrþey (1713). Þeyr merkir ’hláka, þíðvindi’, kyrr merkir hér ’hægur’ og kyrrþeyr virðist því merkja hægt (hljóðlátt (?)) þíðvindi’ en yfirfærð merking sambandsins í kyrrþey er ’hljóð- lega; svo að lítið beri á’. í íslensku er að finna ýmis sambönd þar sem svipuð líking virðist liggja að baki. Sem dæmi má nefna e—ð fer lágt og e—ð fer ekki hátt, sbr. enn fremur hafa e—ð í hámæli, segja e—ð í hávaða (fornt) og málsháttinn Flest lág- mæli komast í hámæli (18. öld). — Enn fremur má minna á ýmis önnur sambönd þar sem kyrrt veður vísar til kyrrðar, t.d. e—ð dettur í dúnalogn ’svo fullkomið logn, að dúnn hreyfist ekki,’ sbr. einnig blæja- logn, kyrralogn og stafalogn. Ur fornu máli eru kunn orðatiltækin láta kyrrt yfir einhverju, láta e-ð vera kyrrt og láta e-ð kyrrt liggja. Þar virðist vísunin vera til ’staðar’ en ekki til ’hljóðs, hávaða’. Þótt þarna sé verulegur munur er ekki loku fyrir það það skotið að hin fornu orðatil- tæki hafi greitt fyrir myndun orðatiltækis- ins láta e—ð liggja í kyrrþey. Til gamans læt ég fljóta með tvo málshætti eða spak- mæli þar sem þeyr kemur við sögu: Oft er óveðurlegt í öndverðan þey (17. öld) og Af suðrinu kemur þeyrinn og af norðrinu kuldinn (16. öld). INGUNN ÓSK ÓLAFSDÓTTIR ÞUNG- LYNDI Þegar húmar að í huga mínum huggar mig svarblá nóttin horfin á vald hinnar sáru gleði og sjálf mitt syndir vansvefta í óráðshjali. Hún óttast, þrá mín til þunglyndis þungbúinn daginn, villtan af vöku og hélaðir skuggar í kjöltu minni særa fram svefninn með háðsglotti í hel munt þú hólpin ein við lækjarbakkann, sokkin í undurmjúkt sefið... TIL SYSTRA MINNA í KÍNA Bjargarleysi þitt gagnvart örlögum þínum á sér enga réttlætingu Fórnarlamb lagagreina örvæntingar og grimmdar fórnarlamb kynferðis þíns Hvers virði er líf þitt í augum landa þinna? Saklaus augu þín hafa breyst í gömul lífsreynd augu dæmd til dauða án réttarhalda liggur þú yfirgefm í napurlegum vistarverum þar sem ungu og gróskumiklu lífí þínu hefur verið breytt í örfínan titrandi streng sem er við það að bresta Farvel kæra systir ástin bíður þín einhverstaðar hvers virði er hvort sem er að lifa í þvílíkum heimi? Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. MEGAS NAFNLAUST EITTHVAÐ tvístígur — í vinstri fótinn fyrst síðan þann hægri oft er farsælla að vera agnarögn lægri allt vex og vex í augum þó allra mest og ímyndun — það kemur enginn en hann getur ekki sést um síðir tínast inn búkar af báðustum kynjum við byrjum á að spotta óskir sem síðan synjum nú er hann öruggur inní skóginum þétta það er enginn vandi bara að hlusta og heyra hvað er ekki að frétta en svo er öllum farið —- hvernig ferlið hefst veit ekki neinn það er fánýtt að leita — hugsa — óbærilega einn komum okkur héðan heyrist hvískra loftið — sjálft það við höfum verið víða komum hvaðanæva að og vitum að það getur enginn ekið sér úr stað allstaðar er hér en fyrir handan er hvergi skráð á blað þær bera sig og bakka — svörtu og hvítu — en birting snittunnar jarðnesk er aðeins í mýtu og bros sem stirðnað breiðist.út — rigor mortis í blossa sést tanngarður í lausu lofti — spiritus fortis en engin kann sósíal á þessu raunsæ skil þó öllum sé Ijóst að vera er ekki að vera til Megas er höfundarnafn Magnúsar Þórs Jónssonar, dægurlagasöngvara. NANNA HÁLFDANARDÓTTIR ÍSLENSKI SJÓ- MAÐURINN Þú sem steigst upp úr blautum bamskónum á sterklega skipsfjöl hugrakkur unglingur lífsglaður þú sem rérir með föður, bróður, frænda eða vini sóttir auðinn í heljargreipar til að auðga land þitt. Þú sigldir út giampandi hafflötinn sigldir á móti ólgandi bárunni braust móti storminum og ógnandi hríðinni komst heim bróðurlaus, föðurlaus, vinarlaus það ert þú sem ert uppistaða okkar lands. Það er þín vegna sem við höfum menntast og byggt það varst þú sem fórnaðir skólagöngu þinni konunni, börnunum hvítu húfunni það ert þú sem ert kraftur okkar svo stæltur sterkur, óbugandi þú ert demantur íslensku þjóðarinnar og ég elska þig. Höfundur er myndlistarmaður og rekur veitingahúsið Nönnukot í Hafnarfirði. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 29. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.