Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1996, Blaðsíða 6
HEIMS- FRÆGIR í NOREGI Ole Bull (1810-1880), Edvard Grieg (1843-1907) og Harald Sæverud (1897-1 992) heita þrjú tón- skáld sem öll eru fædd í Björgvin og norska þjóö- in er afskaplega stolt af. Þau eru misfræg; þaö elsta og yngsta þekkja vafalítiö fáir hér á landi þótt annað þeirra hafi verið kallað Paganini norð- ursins á sínum tíma, en Grieg kannast flestir við enda er hann einn af risum tónlistarsögunnar. ÞRÖSTUR HELGASON komst hins vegar að því á Listahátíöinni í Björgvin, sem lauk nýlega, að Norð- menn vilja setja þremenningana alla í þann flokk. HVER KANNAST eiginlega við Ole Bull? Ég býst ekki við að sjá niargar hendur á lofti þótt einhveijir les- endur kunni að kannast við nafn þessa norska 19. aldar manns sem aðaltorg Björgvinjarborgar er nefnt eftir. Stór stytta er af manninum í öðrum enda torgsins sem sýnir hann leika á fiðluna sína. Norsk æska svamlar í gosbrunninum fyrir fram- an styttuna, klifrar upp á hana og hangir í fiðl- unni. Bömin gera sér enga grein fyrir því að Ole Bull var kallaður Paganini norðursins og var auk þess einn valdamesti maður i norsku menningarlífí á síðustu öld. Þjóófrelsishetja og fiólusnillingur Áhrifa Bulls gætti ekki aðeins í tónlistarlífí heldur var hann einnig mikill örlagavaldur í norsku bókmennta- og leikhúslífí þessa tíma. Áhrifa hans gætti raunar miklu víðar; af því ganga sögur að konur hafi fallið í yfírlið við það eitt að líta hann augum og skáldum varð hann innblástur til mikilla verka; Bull er til dæmis ein af fyrirmyndum Ibsens að Pétri Gaut. Allt lofið um Ole þennan Bull varð þó til þess að maður var strax á varðbergi í Björg- vin. Grunnsemdir vöknuðu á meðal árvakurra blaðamanna og gagnrýnenda á listahátíðinni um það hvort Bull væri bara goðsögn, hvort afrek hans hefðu verið blásin upp í goðsöguleg- ar stærðir í mjaltavél sögunnar, eins og tíðum gerist á meðai smærri þjóða. Það var því ekk- ert annað að gera en að fletta upp í lærðum ritum um tónlistarsögu og sjá hvort Bull-sög- urnar stæðust nánari athugun. í ljós kom að það eru skiptar skoðanir á ágæti tónsmíða Bulls og jafnvel læðast eilitlar efasemdir að mönnum um fiðlusnilld hans. Fræðimenn segja nefnilega að það sé erfitt að meta áhrif og gæði fiðluleiks Bulls vegna þess að stórbrotinn persónuleiki hans litar svo allar frásagnir af leik hans. Og sömuleiðis sé erfitt að aðskilja tónsmíðar hans frá flutningi hans á þeim, þann- ig hefur leikni hans og sérstök spunatækni vafalaust litað verk hans mjög. Það er hins vegar satt og rétt að Bull var Morgunblaóió/Þröstur Helgoson BÖRNIN gera sér enga grein fyrir því að Ole Bull, sem styttan er af, var kallaður Pagan- ini norðursins á sfnum tíma og var auk þess einn valdamesti maður f norsku menning- arlífi á síðustu öld. ÞÝÐENDAHÚSIÐ í Tarazona á Spáni hefur verið starfrækt í átta ár og er meðal þekktustu stofnana af þessu tagi í Evr- ópu. Stjómandi þess frá upp- hafi hefur verið Francisco J. Uriz, skáld og þýðandi. Þýðendahús eru í mörgum Evrópulöndum og fer fjölgandi. Auk hússins í Tarazona em sambærileg hús í Straelsen í Þýskalandi, Procida á Ítalíu, Norwich á Eng- landi, Amsterdam í Hollandi, Arles í Frakk- landi og Visby (á Gotlandi) í Svíþjóð. Hús í Beatislava í Slóvakíu var nýíega opnað og með haustinu er von á grísku húsi. Þýðendahúsin em fiest fjarri stórborgarglaumi til að tryggja vinnufrið. Evrópusambandið og ýmsar evrópskar menningarstofnanir styrkja rekstur húsanna, einnig menntamálaráðuneyti landanna og við- komandi borgarstjómir. Þýðendahúsið í Taraz- ona nýtur að auki velvildar Vináttufélags Þýð- endahússins og fjármálastofnana þar sem einkaaðilar koma líka við sögu. Zaragozaborg er kunn fyrir menningaráhuga og lætur ekki sitt eftir liggja til að efla menningu Aragónhér- aðs, Tarazonaborg sem er í 75 kílómetra fjar- lægð frá Zaragoza leggur sitt af mörkum. Tarazona er lítil borg (íbúar 10.000), afar viðfelldin og státar af fomum menningarverð- mætum, kirkjum, klaustrum, höllum, húsum og görðum. í næsta nágrenni við það er Veru- leikaklaustrið, einstakur griðarstaður í til- komumikilli náttúru. í BRÚÐKAUPSFERÐ MEÐ ARTUR LUNDKVIST Þýðendahús starfa víöa í Evrópu. JÓHANN HJÁLM- ARSSON segir frá einu slíku á Spáni og ræöir við Francisco J. Uriz, sem er afkastamikill þýðandi. Þaó var lcona Franzisco J. Uriz tjáði mér að rekstur húss- ins stæði á traustum gmnni þótt ýmislegt gengi seinlega í samskiptum við fjármálayfirvöld. Hann segir að tekist hafi að auka til muna tengsl spænskra bókmennta og bókmennta annarra þjóða með tilkomu hússins. Frum- kvæði í þeim efnum hafi oft komið frá húsinu. Ut séu komnar á spænsku bækur með ljóðum eftir skáld margra Evrópuþjóða, Norðurlönd þar ofarlega á blaði, og einnig hafi spænsk skáld verið þýdd á önnur mál. Skáld frá Arag- ónhéraði hafi verið meðal þeirra. Uriz leggur áherslu á að þýðendur geti verið í næði í húsinu og sinnt verkefnum sínum og helst lokið þeim. Algengt er að þýðendur dvelj- ist mánaðartíma í húsinu, en þeir geta fengið að vera lengur eða skemur. Gisting og öll að- staða hússins þar með talin ritvinnslutæki er ókeypis, en fæði verða gestirnir sjálfír að sjá um. í húsinu ræða menn saman á spænsku og nauðsynlegur samgangur við íbúa Tarazona fer fram á „hreinni spænsku", eða með öðrum orðum kastilísku. Komi upp álitamál eða vafa- atriði í þýðingastarfinu er enginn staður betri en Þýðendahúsið til að skera úr þeirm Þegar Francisco J. Uriz er spurður um ástæð- ur þess að hann dvaldi langdvölum á Norður- löndum er svarið: „Það var kona eins og alltaf.“ Uriz segir það rangt að hann hafi verið pólitískur flóttmaður á Norðurlöndum. Aftur á móti hafi kynni hans og finnskrar konu á Englandi orðið til þess að hann fluttist til Finn- lands og síðan Svíþjóðar þar sem hann sinnti þýðingum með skáldunum Sun Axelsson og Artur Lundkvist, en samstarf þeirra Lundkvist hófst með því að þeir þýddu í sameiningu safn ljóða frá Suður-Ameríku, m.a. eftir Vallejo, Borges og Andrade. Þeir þýddu líka mikið eft- ir Pablo Neruda. í Svíþjóð lágu leiðir þeirra Uriz og Marinu Torres saman, þau kenndu við sama skóla, og úr varð hjónaband 1965. Mar- ina er líka þýðandi. Það er opinbert leyndamál að þýðing hennar og Lundkvist á ljóðaflokki eftir Miguel Angel Asturias átti ríkan þátt í því að hann fékk Nóbelsverðlaun ári seinna. Ritara akademíunnar, Anders Österling, þótti ekki verra að sagnaskáld kynni að yrkja. Þau þýddu líka Borges, en sú þýðing ein dugði ekki. 6 IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.