Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Síða 10
I
I
I
I
I
1
Morgunblaðið/Kristinn
HRINGUR Jóhannesson á uppgangstímum sínum í Handíða- og myndlistaskólanum 1951
eða 52. Að baki hans eru Sigurður Sigurðsson, Lúðvíg Guðmundsson og Valtýr Pétursson.
„HIÐ
SMAAER
JAFNLÍTIÐ
SMÁTT“...
I tilefni tveggja sýninga á myndverkum Hrings
Jóhannessonar, myndlistarmanns, sem féll frá á síð-
asta ári, á Kjarvalsstöóum og í Listhúsinu Fold, lítur
BRAGIÁSGEIRSSON til baka, rifjar ýmislegt upp og
kemur víða við.
4-
ÁNTITILS, olía;
LEIÐIR okkar Hrings Jóhannessonar
sköruðust í ársbytjun 1950, en þá
var enn óráðið hvemig framhalds-
menntun minni yrði háttað í mynd-
list, ef hún yrði þá nokkur. Til að
fá reglu á hlutina og fylla upp at-
hafnalega eyðu, settist ég aftur í
Myndlista- og handíðaskólann og
var þar til vors undir handleiðslu Jóns Engil-
berts.
Mikil þáttaskil höfðu orðið á skólahaldinu
við brotthvarf yfirkennarans Kurt Ziers til
heimalandsins sumarið 1949. Hann hafði verið
ráðinn að merkri skólastofnun í Óðinsskógi,
Heppenheim, nokkum veginn miðja vegu milli
Darmstadt og Mannheim. Varð rektor skólans
tveim árum seinna, sem segir nokkra sögu um
manninn.
Örlagaríkum áratug var að ljúka með mik-
illi uppstokkun ailra gilda eftir ragnarök heims-
styijaldarinnar, og við upphaf sjötta áratugar-
ins áttu dijúgar hræringar sér stað, ný og
fersk viðhorf ruddu sér rúms. Fyrri helmingur
aldarinnar var að baki og sá seinni að hefjast
með öllum þeim væntingum sem slíkum tíma-
mótum fylgja. Mikil mannlífsgeijun var í gangi
um það leyti sem kennaralið skólans var end-
urnýjað eftir að athafnasemi Ziers naut ekki
lengur. Hafði verið allt í öllu varðandi myndlist-
arkennsluna frá stofnun skólans 1939, og með
brottför hans urðu eðlilega all nokkur þáttaskil.
Lítill afturkippur varð þó á skólastarfinu
fyrst í stað, þótt andinn væri snöggtum annar
og nýju kennararnir, þeir Sigurður Sigurðsson
og Björn Th. Björnsson, á byijunarreit á vett-
vanginum, Valgerður Briem hafði hins vegar
byijað árið áður og Jón Engilberts leiðbeint
tímabundið. Önnur viðhorf réðu nú ferðinni og
í upphafi skilanna var mikilsvert að fleiri nem-
endur settust í fomámsdeild en ég held að
dæmi hafí verið til um og vinnugleði þeirra
margra viðbmgðið. Hér var komin ný fram-
sækin kynslóð, má nefna Guðmund Guðmunds-
son (Erró), Hring Jóhannesson, Kristínu Jóns-
dóttur frá Munkaþverá, Björn Birni og Sigríði
Björnsdóttur sem öll áttu eftir að láta mikið
að sér kveða á myndlistarvettvangi, flest einn-
ig uppfræðsluvettvangi, eiginlega held ég að
allt liðið hafi skilað verðmætu verki fyrir þjóð-
arbúið. Myndlistamám þótti ekki gull í ask-
ana, og af þeim sökum höfðu sex af tíu látið
skrá sig í kennaradeild, fleiri gerðu það árið
eftir, allur var varinn góður. Þeir sem höfðu
þannig forsjálnina í malnum urðu þó ekki síð-
ur landskunnir á hérlendum myndlistarvett-
vangi og einn á Evrópuvettvangi svo sem
margur veit. Og sumir sem einungis höfðu
myndlistina sem framtíðarsýn urðu á sama
hátt einnig vel metnir kennarar. Þeirra á með-
al Hringur Jóhannesson, sem jafnframt því að
vera vígður í myndlistinni var einn af burðarás-
um Myndlistarskóla Reykjavíkur um áratuga-
skeið, kenndi einnig á afmörkuðu tímabili við
gamla skólann sinn.
Tveir úr þessum hópi vonglaðra ungmenna
eru fallnir frá, Jóhannes Jörundsson og Hring-
ur, báðir um aldur fram. Það gustaði af þeim
félagslynda, fjöruga og góða dreng Jóhannesi
Jörundssyni, en ekki varð eins mikið um at-
hafnasemi á vettvanginum vegna einhvers eirð-
arleysis, sem kannski mátti rekja til hjarta-
galla sem leiddi seinna til fráfalls hans á fyrri
hluta sjöunda áratugarins. Af þeim fjórum
lengra komnum, norðan megin við hið mikla
græna tjald sem skipti aflangri stofunni og
myndlistardeildunum tveim, er skrifari einn
eftir á vettvangi. Jónas Guðmundsson stýri-
maður og Þorsteinn Þorsteinsson látnir, en
kornung stúlka, Þuríður að nafni, veiktist af
botnlangabólgu á góu eða einmánuði. Munu
einhver mistök við svæfíngu hafa laskað lungu
hennar, sem batt enda á frekara nám í málun.
Myndlist var til skamms tíma ekki gilt
námsfag í augum kennsluyfírvalda, og því lifði
hún á kennaradeildinni um áratugaskeið. Má
því segja að myndlistarspírur hafi farið bak-
dyramegin inn í kennslukerfið með fulltingi
hins klóka og framsýna vitmanns um vægi
sjónmennta, Lúðvígs Guðmundssonar, stofn-
anda skólans.
Veturinn 1949-50 var þannig myndarlegt
lið byijenda sunnan megin við græna tjaldið
í stóru stofunni á þriðju hæð á Laugavegi
118. Hún var við enda gangs sem markaði
allt húsnæði skólans. Grunnfögin voru teiknun
og málun ásamt ígripi í ýmsa hliðargeira og
þetta tveggja ára nám nýttist mönnum merki-
lega vel til inntöku í erlenda listaháskóla.
Um skilvirkni kennslunnar telst Hringur
Jóhannesson skýrt dæmi, því þrátt fyrir að
hann eyddi ekki árum í skólum erlendis eins
og ýmsir félagar hans, stóð list hans hand-
verkslega séð naumast að baki þeirra. Hringur
var frá upphafí lipur teiknari, tók stórstígum
framförum og meðtók þá þjálfun sem einungis
fæst með stöðugum þrásetum fyrir framan
myndefnin, þroskar hugsæið hægt og bítandi.
Þá nutu spírurnar þess ríkulega að hafa fyrir
framan sig eina þokkafyllstu fyrirsætu sem inn
fyrir dyr skólans hefur komið, sem var Ásta
Sigurðardóttir skáldkona, með sitt seiðandi
munúðarfulla útlit, mjúka og þrýstna efnislega
sköpunarverk. Það hafði ekki svo lítið að segja,
þótt allir hafi trúlega ekki verið sér nægilega
meðvitaðir þar um.
Heimurinn var annar, þó ekki fyrir fortíðar-
þrána og að efnislegu fijóhirslurnar voru virk-
ari, heldur vegna annars siðgæðis og annarra
gilda. Fjarlægðirnar enn miklar og mikið mál
að vera sigldur, það eitt var ígildi geislabaugs
yfir hinum forfrömuðu, og enginn samur í
augum þeirra hvunndagslegu peða er heima
sátu og hossuðu heimskum gikkjum.
Nú er aldarlok færast óðum nær, lifa menn
sem aldrei fyrr á tímum dýrkunar á hinu stóra,
grófa, siðlausa og ögrandi á öllum sviðum.
Menn reyna að leggja undir sig heiminn með
því að troða sér fram fyrir náungann, jafnt á
vettvangi efnis sem anda. Mest og stærst er
djásn og kóróna tilverunnar, skiptir þá engu
hveiju er misboðið, skynsviðinu, siðgæðinu
sjóntaugunum né útverði skilningarvitanna,
sjálfri heyrninni, sem verður verst úti í þessum
háskalega leik. Hraðinn, græðgin, síbyljan,
gervimenningin og truflun innri boðkerfa liggja
hér til grundvallar. Leikurinn um eitraðan ver-
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997