Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 12
ERLENDAR
BÆKUR
FRANK-
ENSTEIN
Mary Shelley: Frankenstein - The 1818
Text - Contexts: Nineteen - Century
Responses - Modern Critisism. Edited by
J. Poul Hunter. Norton & Company - New
York - London 1996. A Norton Critical
Edition.
Flestir hafa heyrt Frankenstein
nefndan. Kvikmyndir hafa verið
unnar úr sögunni, sjónvarps-
myndir og video-myndir. En það
þvælist fyrir mörgum hvort
ófreskjan hét Frankenstein eða
hvort nafnið er heiti þess sem
bjó ófreskjuna til, heiti vísinda-
mannsins sem skapaði hana, þ.e. ófreskjuna.
Frankenstein er oft talin til þeirra skáld-
sagna sem nefndust „Gothic novels" eða
hrollvekjur. Upphaf hrollvekjunnar í þessum
dúr var The Castle of Otranto eftir Horace
Walpole, kom út 1764. Af hrollvekjum frá
síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. ald-
ar er Frankenstein sú eina, sem enn er lesin
og rædd. Höfundurinn var Mary Shelley
fylgi- og eiginkona Percy Bysshe Shelley.
Shelley og Mary ásamt Byron lávarði og
fleira fólki leigðu sér villu á strönd Leman-
vatnsins skammt frá Genf. Júnímánuður
árið 1816 var vætusamur og hópurinn dreifði
huganum með því að segja hryllings- og
draugasögur. Síðan var ákveðið að hver og
einn skyldi setja saman hryliingssögu og
allir hófust handa, en ekkert varð úr fram-
haldinu utan að Mary fann kveikju að sögu,
sem hún fullgerði og kom út 1818.
Sir Walter Scott skrifaði ritdóm um bók-
ina í Edinburgh Magazin í marsmánuði 1818,
sem er birtur meðal margvíslegra ritdóma
og umfjallana um bókina og hugarheim höf-
undarins og útlegginga á persónum sögunn-
ar þá einkum Frankenstein og ófreskjunni.
Sagan hefst með frásögn af rannsóknarferð
til norðurpólsins. Englendingurinn sem segir
söguna hittir þar af tilviljun mann að nafni
Frankenstein, sem segir hinum sögu sína.
Og þar með söguna af því hvernig hann
skapaði lifandi veru og í mannsmynd með
vísindalegum aðferðum. Þessi sköpun tekur
á sig mynd ófreskjunnar, sem Frankenstein
á í stöðugu stríði við allt sitt líf. Sagan fjall-
ar um fegurð og ofboðslegar þjáningar,
valda- og framagirni, snilld og skelfingu,
hættur þekkingarinnar og hrikalegar afleið-
ingar óbeislaðs „hugvits", ást og hatur.
Áhuginn á Frankenstein og ófreskju hans
nú á dögum á sér augljósar ástæður. Fram-
farir og gífurleg aukning þekkingar i líf-
fræði er komin á það stig að gjörlegt er að
móta lifandi verur og þar með mannverur
með litningatilfærslum. Gjörlegt virðist að
móta mennsk fyrirbrigði með því að „leysa,
tengja og sundurgreina" frumhvatana.
Gena-rannsóknir og flokkun genanna er hita-
mál nú á dögum, líffræðingar telja sig sjá
fyrir mótunarafi í sköpuninni. Jafnframt er
mörgum þeirra ljós hættan sem mannheimi
getur stafað af þessari þekkingu og hagnýt-
ingu hennar.
Þessi þekking nær til þess að geta breytt
erfðavísunum, en Frankenstein Maríu Shel-
ley skapaði mennska veru úr líkamspörtum,
sem hann tíndi saman í líkhúsum Genfar á
sínum tfma og honum tekst að blása lífi í
mótaða mannsmynd. Þar með hefst saga
ófreskjunnar. Nú er að vita hvort breytingar
á genunum muni geta myndað og ummynd-
að mennskar verur og þá í hvaða átt?
Sögu Maríu Shelley lýkur með dauða
Frankensteins og í lokin kemur ófreskjan
utan úr íshafsmistrinu, og lýsir kvölum sínum
og hörmunugarlífi, glæpum og illvirkjum og
kveður og hverfur úr í íshafsnóttina.
Þótt ekki kæmu til áhugamál á genafræð-
um og lífssköpun, þá er sagan lesturs virði,
vegna hugkvæmni og frásagnargleði höfund-
ar. Þessi útgáfa er byggð á fyrstu útgáfu
söguonar 1818, og er gefín út með ritdóm-
um, umsögnum og ritgerðum um tengsl sög-
unnar við hugmyndafræði mannheima und-
anfarin 180 ár.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
skjóðu og tekur að raða í hana. Stúlkan
ætlar að hjálpa en konan kippir skjóðunni
frá henni. Hún ætlar að raða sjálf. Hún
gerir það á sinn hátt. Ég lít á klukkuna.
Unglingurinn kemur til baka. Hann lötr-
ar. Honum liggur ekki á. Stúlkan smellir
strikamerkjunum í geislann og verðið er
skráð. „Enginn poki?“ „Nei.“ „Þijú þúsund
fímm hundruð og tuttugu,“ segir hún. Kon-
an heldur áfram að raða. Þegar hún á bara
eftir að setja skyrið og jógúrtina í skjóðuna
hættir hún. Hún fer að taka upp úr henni
aftur. „Er eitthvað að?“ segir stúlkan.
„Nei,“ segir og konan og heldur áfram að
taka upp úr töskunni. Hún grefur sig að
endingu niður á botn og tekur fram
seðlaveski. „Hvað var þetta mikið?“
„Þijú þúsund fímm hundruð og
tuttugu," svarar stúlkan.
Konan tekur seðil úr veskinu.
„Eru þetta þúsund eða tvö þúsund
krónur?“ segir hún. „Ég er ekki
með gleraugun mín.“
„Þetta eru tvö þúsund krónur,"
svarar stúlkan. „Get ég hjálpað
þér?“
„Nei,“ segir konan og færir vesk-
ið fjær svo að stúlkan geti örugg-
lega ekki teygt sig í það. Hún telur
fram peningana. Tvö þúsund. Þijú
þúsund. Einn hundrað króna pen-
ingur. Annar. Þriðji. Fjórði. Nei,
þetta eru víst fímmtíu krónur. „Er
það ekki?“
„Jú,“ segir stúlkan.
Konan hrærir í veskinu. „Ég á
víst ekki fleiri hundrað króna pen-
inga. Hérna eru fímmtíu, sextíu,
BLOÐÞRYSTINGUR
EFTIR PÁL HERSTEINSSON
Kassarnir. AHs staóar jqfnlangar raóir. Þarna er
skilti: „Hraókassi. Hámark 10 hlutir.“ Eg fer í röð-
ina. Hún mjakast áfram. A undan mér er kona.
Ekki gömul.
FÖSTUDAGUR. Matarboð hjá
forstjóranum í kvöld. Mæting
stundvíslega klukkan sjö.
Stundvísi. Það var eiginleikinn
sem forstjórinn lagði áherslu á
þegar ég byijaði fyrir tveim
vikum. Mæting stundvíslega á
morgnana. Mæting stundvís-
lega á fundi, bæði innanhúss og úti í bæ
þegar ég mætti fyrir hönd fyrirtækisins.
Stundvísi úr matarhléi. Eina undantekning-
in væri við vinnulok á kvöldin, hafði hann
gefíð í skyn án þess að segja það berum
orðum.
Föstudagur og klukkan að verða sex.
Verð að koma sér heim. Tíu mínútna akst-
ur, tíu mínútur í sturtu, tíu mínútur að
klæða mig. Tilbúinn klukkan hálfsjö. Eigin-
konan hafði lofað að vera tilbúin_ að fara
út úr dyrunum klukkan hálfsjö. Áætlaður
akstur heim til forstjórans tuttugu mínút-
ur. Við hefðum tíu mínútur upp á að hlaupa.
Síminn hringir. Það er eiginkonan. Ungl-
ingarnir á heimilinu eiga að fá að kaupa
sér pítsu í kvöld en heimilið er gjörsamlega
mjólkurlaust. Gæti ég ekki komið við í
Hagkaupi? Best að kaupa brauð og ost í
leiðinni. Og skyr og morgunkorn. Líka kló-
settpappír. Hún væri sjálf að stíga inn í
sturtuna.
Umferðin. Ekki mjög mikil en hæg.
Maðurinn í næsta bíl á undan er óeðlilega
kurteis. Gefur alltaf réttinn. Hleypir sjö eða
átta bílum inn inn í röðina fyrir framan
sig. Viðgerðir á Hringbrautinni. Ein akrein
í vestur. Ég flauta. Það hefur öfug áhrif.
Fleiri fá að komast inn í röðina. Mig langar
að hlaupa út úr bílnum og taka í lurginn
á þessum manni. Ég er heitur í andlitinu.
Það vottar fyrir höfuðverk. Opna gluggann.
Mundi ég eftir blóðþrýstingslyfínu mínu í
morgun?
Hagkaup. Allt vitlaust að gera. Mánaða-
mót. Ég raða í körfuna eftir minni. Rétt
að taka epli líka úr því ég er hérna.
Kassarnir. Alls staðar jafnlangar raðir.
Þarna er skilti: „Hraðkassi. Hámark 10
hlutir." Ég fer í röðina. Hún mjakast áfram.
Á undan mér er kona. Ekki gömul. Núorð-
ið kalla ég engan gamlan sem er undir átt-
ræðu. Kannski svona sjötug. Égtel í vagnin-
um hjá henni. Sextán eða sautján hlutir.
Ég segi ekkert. Bít á jaxlinn. Hún ætti
ekki að vera í þessari röð.
Það er komið að konunni. Vörurnar renna
eftir færibandinu. „Þetta eru meira en tíu
hlutir," segir afgreiðslustúlkan kuldalega.
„Kannski tólf,“ segir konan. Stúlkan hristir
höfuðið og horfír á mig með uppgjafarsvip.
Konan horfír á mig líka. Hún skynjar sam-
særi hneykslunar með mér og stúlkunni.
Stúlkan hefur hraðar hendur. Strikamerk-
ingarnar. Mjólk, brauð, smjör, mjólkurost-
ur, lýsi, majones, lærissneiðar. Lærissneið-
arnar fara í sérstakan plastpoka. Skyr og
jógúrt. Skyrið og jógúrtin fara saman í
glæran plastpoka. „Það á eftir að vigta
þessa sveppi,“ segir stúlkan. „Nú,“ segir
konan. Það vottar ekki fyrir undrun eða
leiða í rödd hennar. Stúlkan hringir og legg-
ur sveppina til hliðar. Niðursuðudósir.
Grænar baunir, maís, afhýddir tómatar.
„Það á eftir að vigta þessa banana,“ segir
stúlkan og leggur þá til hliðar. Hún hringir
aftur. Konan segir ekkert en horfír kulda-
lega á mig. Klósettpappír, kerti. Síld í fötu.
Síldin fær sinn plastpoka.
Bið. Stúlkan hringir í þriðja sinn. Ungl-
ingsdrengur kemur. Hann tekur sveppina
og bananana og hverfur á braut. Ég fínn
að konan horfír á mig. Ég gýt augunum á
móti. Það er þótti í svipnum. Hún sér hve
óþolinmóður ég er. Ég er heitur í framan.
Áreiðanlega rauður. Ég hlýt að hafa gleymt
að taka töflumar í morgun.
Konan dregur fram samanvöndlaða
sjötíu, áttatíu, níutíu, hundrað. „Eru þá
ekki komnar fímmtíu krónur?“ „Jú,“ segir
stúlkan þreytulega. Héma em tíu. Fimmt-
án, sextán, sautján, átján, nítján, tuttugu.
Er þetta þá ekki komið?"
Stúlkan ráðfærir sig við skjáinn á kassan-
um. „Jú,“ segir hún svo. Konan fær kvittun-
ina. Brýtur hana saman varlega, eftir kúnst-
arinnar reglum. Setur í veskið. Tekur að
raða í skjóðuna sína aftur.
Ég lít á klukkuna. Mér er runnin reiðin.
Uppgjöf. Blóðþrýstingurinn er að lækka
aftur. Af hveiju færir konan sig ekki fjær
með töskuna? Stúlkan reynir ekki einu sinni
að afgreiða mig meðan konan raðar í tösk-
una. Það er ekki pláss til þess. Ég horfi á
konuna. Stúlkan horfír á hana. Konan horf-
ir í töskuna sína. Þegar síðasti hluturinn
af sautján er kominn ofan í hana, lítur hún
á mig. Hún veit að mér liggur á. Ég sé það
á henni. En valdið er hennar og hún nýtur
þess. Vald. Hve sætt það er.
Síðast fer veskið ofan í töskuna. Ég flyt
þungann af vinstri fæti yfír á þann hægri,
tilbúinn að færa mig á staðinn þar sem
konan stendur nú. Konan fer með vinstri
höndina í kápuvasann. Hún er að leita að
einhveiju en fínnur það ekki. Hún tekur
höndina upp úr vasanum og setur hina
höndina í hægri vasann. Hún dregur upp
fíngerða leðurhanska. Hún setur þá ofan á
töskuna. Tekur hægri hanskann og byijar
að klæða sig í hann. Hann er þröngur. Það
tekur sinn tíma. Stúlkan horfír á mig og
lyftir brúnum. Við erum að hugsa það sama.
Konan er komin í hanskann. Hún tekur
vinstri hanskann. Hann dettur á gólfið. Ég
beygi mig til að ná í hann fyrir konuna.
Ég geri hvað sem er til að flýta fyrir. En
konan kemur á óvart. Eldsnöggt beygir hún
sig og er á undan mér að ná í hanskann.
Starir á mig. Það er sambland af þótta og
ótta í svipnum. Hélt hún að ég ætlaði að
stela honum? Konan tekur skjóðuna sína
og býst til að ganga í burtu. Stansar. Snýr
sér að mér. Ætlar að segja eitthvað en
hættir við. Hún gengur í burtu.
Það er komið að mér. Léttir. Ég brosi
framan í manninn fyrir aftan mig. Hann
glottir á móti. Við vitum báðir að nú mun
allt ganga hratt fyrir sig. Stúlkan bregður
strikamerkjunum að geislanum. Mjólk,
brauð. Stúlkan lítur upp. Hún hikar. „Það
á eftir að vigta þessi epli,“ segir hún svo.
Höfundurinn er prófessor viö Hóskóla íslands.
' 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997