Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 2
Morgunblaóió/Þorkell GERRIT Schuil og Sólrún Bragadóttir æfa fyrir tónleikana í dag. DÁLÍTIL ÞJÓÐHETJA HANN var enn á unglingsaldri, með sítt og rytjulegt hár, og hafði þegar náð met- sölu í heimalandinu, Finnlandi. Pekka Kuusisto var hvorki né er neinn poppari, hann er eitt yngsta og nýjasta undrabarn- ið í sígildri tónlist, enn ein finnska stjarn- an sem skýst upp á stjörnuhimininn en svo virðist sem landið sé ótæmandi upp- spretta frábærra tónlistarmanna, að því er segir í The European. Kuusisto varð landsþekktur á einni nóttu er hann vann Sibeliusar-fiðlukeppn- ina í Helsinki árið 1995. Astæðan var ekki eingöngu sú að hann var fyrsti Finn- inn sem vann hana, áhorfendur heiliuðust af hinum unga manni sem var blessunar- lega laus við stífni og formlegheit, heldur lét ailt flakka. Okunnugt fólk sendi honum heimabakstur, kökur og þúsundir aðdá- endabréfa streymdu til hans. Geisladiskur með flutningi Kuusistos á fiðlukonsert Sibeliusar seldist svo vel að hann komst á metsölulista þar sem jafnan er eingöngu að finna popptónlist. „Eg býst við því að ég sé dálítil þjóðhetja," segir Kuusisto blátt áfram. „Það gerist ekki oft í Finnlandi að aðrir en íþrótta- stjörnur veki svona mikla athygli." Kuusisto er tvítugur og virðist hafa sloppið úr þeim hildarleik, sem mikil frægð á unglingsárum hefur reynst mörg- um. Hann er blátt áfram og vinsamlegur og frammistaða hans á tónleikum batnar enn. Þetta árið er fullbókað; hann heldur tónleika í Bretlandi og Skotlandi, Bruss- el, París, Berlín og Kaupmannahöfn, Bergen, Tókýó, Minneapolis, Hollywood og svo aftur í London. Auk alls þessa ætlar hann að finna sér tíma til að ljúka prófi í fiðluleik hjá Miriam Fried I Indi- ana. Á útskriftardaginn verður hann hins vegar í London við tónleikahald. Sumar- leyfið verður tekið rétt fyrir jól, fyrr gefst ekki tími. PEKKA Kuusisto hefur m.a. verið gagnrýndur fyrir að brosa er hann leikur fiðlukonsert Sibeliusar. Kuusisto er yngstur þriggja systkina en fjölmarga tónlistarmenn er að finna í fjöl- skyldunni. Faðir hans, Ukka Kuusisto, er tónskáld og fyrrverandi stjórnandi finnsku óperunnar. Áður en Pekka vann Sibelius- ar-keppnina var eldri bróðir hans, Jaakko, sá Finni sem lengst hafði náð í henni, en hann varð fjórði í keppninni árið 1990. í barnæsku ætlaði Kuusisto ýmist að verða þj ólreiðamaður eða flugmaður en þegar hann var tólf ára snerist honum hugur og hann ákvað að verða fiðluleik- ari. Hann var vart af barnsaldri er hann var farinn að leika djass af fingrum fram og áhrifa þess gætir í flutningi hans á sígildum verkum. „Eg breyti yfirleitt að- eins þeim verkum sem ég flyt, af eðlisávís- un nánast. Þetta eru smáatriði, ekkert sem slær hljómsveitarstjórann út af lag- inu. Á síðasta ári lék ég fiðlukonsert Sibel- iusar ellefu sinnum á þremur vikum á tónleikum og í hvert sinn sá ég eitthvað nýtt í honum. Mér leið vel við tilhugsun- ina um að stíga á svið og flytja hann.“ Ekki eru þó allir hrifnir af því skálda- leyfi sem Kuusisto tekur sér. Þeir eru til sem finnst breytingar, hversu smávægi- legar sem þær eru, ekki við hæfi. Þá hef- ur hann verið gagnrýndur fyrir að brosa þegar hann leikur fiðlukonsertinn, dapur- legt verk sem skipar alveg sérstakan sess í huga Finna. „Ég tek ekki eftir því að ég brosi. Ég þarf að einbeita mér að svo mörgu öðru, þó að ekki komi andlitsdrætt- irnir til. Ég geri ráð fyrir því að ég sýni tilfinningamar á þessu augnabliki, gleði yfir því að geta sleppt tónlistinni lausri." Kuusisto hefur hins vegar áhyggjur af því að fiðlukonsert Sibeliusar muni fylgja honum eins og skugginn. Hvar sem hann kemur fram er ætlast til þess að hann flytji konsertinn. „Ég vil ekki komast al- gerlega hjá því að leika hann en ég vil líka spila verk eftir Brahms, Beethoven, Tsjaikovskí, Prokofiev og Sjostakovitsj, ef einhver bæði mig um það.“ Myrkir músíkdagar 1997 TÓLF ÍSLENSK TÓNVERK FRUMFLUTT MYRKIR músíkdagar verða 7.-22. febrúar, en þeir hafa verið haldnir annað hvert ár frá 1980. Það er Tónskáldafélag íslands sem ann- ast framkvæmdina og verða m.a. frumflutt tólf íslensk tónverk, auk þess sem gestir sækja hátíðina heim. Myrkir músíkdagar hefjast með tónleikum Blásarakvintetts Reykjavíkur hinn 7. febrúar, þar sem verða flutt verk eftir íslensk tónskáld og þá frumflutt verk eftir Finn Torfa Stefáns- son og Hafiiða Hallgrímsson. Daginn eftir verða á dagskrá tónleikar, þar sem hollenski bassaklarínettuleikarinn Harry Spanaay kemur fram. Hann frumflytur m.a. ásamt Hamrahlíð- arkórnum undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem er sér- staklega samið fyrir þessa tónleika. Þá kemur Stokkhólms saxófónkvartettinn og flytur al- þjóðlega dagskrá, m.a. verk sem þeir pöntuðu af Þorsteini Haukssyni. Aðrir sem koma fram á Myrkum músíkdögum eru Caput-hópurinn, sem flytur dagskrá af nýjum íslenskum verkum undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og verða þar frumflutt verk eftir Atla Ingólfsson, Áskel Másson, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Snorra S. Birgisson auk verka eftir Finn Torfa Stefánsson. Camilla Söderberg blokkflautu- leikari heldur einleikstónleika með aðstoð með- spilara og segulbandstækja og frumflytur m.a. verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Öm Magn- ússon píanóleikari frumflytur á sínum tónleik- um Svipmyndir eftir Pál ísólfsson og kvenna- kórinn Vox Feminae frumflytur m.a. Messu eftir Þorkel Sigurbjömsson undir stjórn Cybil Urbancic. Loks verða haldnir lifandi raftónleik- ar, sem jafnframt verða lokatónleikar Myrkra músíkdaga 1997. Tónleikar Myrkra músíkdaga verða haldnir í Listasafni Islands, Norræna húsinu, Gerðar- safni í Kópavogi og Digraneskirkju. Miðaverð á hverja tónleika verður kr. 1.000 (kr. 500 fyrir námsmenn), að undanskildum tónleikum Caput-hópsins 11. febrúar þar sem miðinn kostar kr. 1.200 (kr. 800 fyrir námsmenn). „ÞETTA er svona blanda af vel þekktum sönglögum, stórum sönglögum og minni perlum," sagði Sólrún Bragadóttir, sópran- söngkona, þegar hún var spurð um efnis- skrá Ijóðatónleika hennar og Gerrits Schu- il, sem verða í Kirkjuhvoli við Vídalíns- kirkju í Garðabæ í dag, laugardag, klukkan 17. Tónleikamir eru liður í tónlistarhátíð í Garðabæ í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Franz Schuberts. „Efnisskráin er auðvitað bara Schubert,“ sagði Sólrún. „Og mér fínnst frábært að fá svona tækifæri. Sehubert var eitt af fyrstu tónskáldunum sem ég kynntist og ég hlakka óskaplega til að kljást við hann nú. Mér þykir mjög vænt um að fá að velta mér upp úr þessu, því tónlistin hans er þannig, að hún gengur beint inn í sálir fólks.“ Að loknu framhalds- söngnámi í Vín var Sólrún Bragadóttir fastráðin söngkona við óperuna í Kaisers- lautern í þijú ár. Á þeim árum söng hún mörg aðalhlutverk. Árið 1990 var hún fastr- áðin við óperuhúsið i Hannover þar sem hún starfaði í fjögur ár og hlaut jafnframt fastan gestasamning við óperuna í Dusseld- orf. Sólrún hefur farið víða til söngs, m.a. nú síðast til Japan. Forsala aðgöngumiða er í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, en miðasala er opin í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ milli 15 og 17 á tónleikadaginn. Miðaverk á einstaka tónleika er 1.400 kr. Ennþá er hægt að kaupa áskriftarkort á þá átta tónleika sem eftir eru og kostar það 9.500 kr. MENNING/ LISTIR MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Yfirlitssýn. á verkum eftir Hring Jóhannesson og sýn. á nýjum verkum eftir Jónínu Guðna- dóttur til 16. febr. og sýn. á verkum eftir Kjarval til 11. maí. Listasafn íslands Sýn. á verkum Eiríks Smith „Á milli tveggja heima“ til 16. febr. Gallerí Hornið - Hafnarstræti 15 Samsýn. félagsm, í Fél. leikmynda- og bún- ingahöf. til 12. febr. Mokka - Skólavörðustíg Ljósm. eftir Spessa til 6. febr. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í febrúar: Gallerí Sýnibox: Þóroddur Bjarnason. Gallerí Barmur: Sigríður Ólafsdótt- ir, berandi er Edda Andrésdóttir. Gallerí Hlust (551-4348): Surprís. Galleri Tré: Margrét Blöndal. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Bestu blaðaljósmyndirnar 1996 og úrval mynda liðinna áratuga til 2. febr. Undir pari - Smiðjustíg 3 Anne Langhorst sýnir til 15. febr. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Bergsteinn Ásbjörnsson sýnir til 16. febr. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Einar G. Baldvinsson sýnir til 17. febr., einnig samsýning á fjórða tug iistamanna til sama tíma. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Ólafur Lárusson sýnir. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Jóhanna Sveinsdóttir sýnir til 11. febr. Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns ðlafs- sonar. Norræna húsið - við Hringbraut Morten Krogvold sýnir til 16. febr. og Mikko Tarvonen sýnir til 19. febr. Listasafn ÁSI Borghildur Óskarsdóttir sýnir til 9. febr. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Joris Rademaker sýnir til 16. febr. Listþjónustan - Hvergisgötu 105 Hafsteinn Austmann sýnir til 2. febr. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Halldór Ásgeirsson sýnir til 16. febr. Gallerí Foid - við Rauðarárstíg Sýn. á nokkrum af síðustu myndum Hrings Jóhannessonar í baksal gallerísins til 8. febr. Myndás - Laugarásvegi 1 Kristján E. Einarsson sýnir ljósmyndir. Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti Sýn. á myndum Helga Þorgils Friðjónss. í andd. Galleri List Inga Elín sýnir til 5. febr. Slunkaríki - ísafirði Haraldur Jónsson sýnir til 2. febr. Gallerí Allra Handa - Akureyri Kjartan Guðjónsson sýnir. Laugardagur 1. febrúar Schubert tónleikar í Kirkjuhvoli v/Vidalíns- kirkju kl. 17; Sólrún Bragadóttir sópran og Gerrit Schuil píanó. Kristín R. Sigurðard. sópr- an og Arnar Gunnar Hjálmtýss. tenór í Víði- staðakirkju kl. 17. Sunnudagur 3. febrúar Föstudagur 7. febrúar Myrkir músíkdagar; Blásarakvintett Reykja- víkur í Norræna húsínu kl. 20. Laugardagur 8. febrúar Myrkir músíkdag- ar; Harry Parnaay bassaklarínett og Hamra- hlíðakórinn í Listasafni íslands kl. 18. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Litli Kláus og stóri Kláus sun. 2. febr. Villiöndin sun. 2. febr., fim. Leitt hún skyldi vera skækja lau. 1. febr., lau. Þrek og társfös. 7. febr. Kennarar óskast. lau. 1. febr., lau. í hvítu myrkri fös. 7. febr. Borgarleikhúsið Trúðaskólinn sun. 2. febr. Svanurinn sun. 2. febr. BarPar lau. 1. febr., fös. Dómínó lau. 1. febr., mið., fim., lau. Fagra veröld lau. 1. febr., fös. Konur skelfa sun. 9. febr. Krókar & kimar, ævintýraferð um leik- húsgeymsluna frá 13-18 alla daga og tii kl. 22 sýningardaga. Skemmtihúsið Ormstunga á Hvanneyri þri. 4. febr., fös. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 2. febr., lau. Á sama tíma að ári lau. 1. feb., lau. Sirk- us Skara skrípó fös. 7. febr. Höfðaborgin „Gefin fyrir drama þessi dama...“ lau. 1. febr. Hermóður og Háðvör Birtingur lau. 1. febr., fös., lau. N emendaleikhúsið Hátíð lau. 1. febr., fös. Kaffilcikhúsið Einleikir Völu Þórs lau. 1. febr., fös. Möguleikhúsið Einstök uppgötvun sun. 2. febr. Leikbrúðuland Hvað er á seyði? alla sun. fram á vor. Leikfélag Menntaskólans v. Hamrahlið Poppleikurinn Óli lau. 1. febr. Leikfélag Akureyrar Undir berum hirnni lau. 8. febr. Kossar og kúlissur lau. 1. febr., fös. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. GENGUR BEINTINN í SÁLIR FÓLKS 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.