Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 8
KONUNGUR HÖGGVINN MEÐ KÓRÓNU Á HÖFÐI ENSKA BYLTINGIN 1648 EFTIR RAGNAR GARÐARSSON Þaó er einstætt í sögunni að Englendingar ákærðu þjóðhöfðingja sinn og hann var háls- höggvinn 1649 með kórónuna á höfðinu. Kon- ungsveldið var síðan endurreist 1 1 árum síðar. PÓLITÍSKAR breytingar verða á ýmsa vegu. Oft getur verið erfítt að koma breytingum til leiðar og því ekki síður snúið fyrir fræðimenn að greina hvenær og hvemig pólitískar breytingar verða til. Byltingar eru ein teg- und pólitískra breytinga og er þá ekki eingöngu um að ræða stjórnarfars- breytingar, heldur er þjóðfélagsgerðinni allri umturnað. Stéttaskipting raskast, nýjar grund- vallarhugmyndir um mannlífíð og þjóðfélagið festa rætur og ný siðalögmál verða tii. Slíkar róttækar breytingar áttu sér stað í hinum fjóru stóru byltingum nútímasögunnar: Enska bylt- ingin 1648, Bandaríska byltingin 1782, Franska byltingin 1789 og Rússneska byltingin 1917. Þessar byltingar voru allsheijarbyiting- ar, ekki eingöngu heima fyrir, heldur breyttu þær stjórnmála- og mannlífi yfírhöfuð um víða veröld. Enska byltingin var fyrsta bylting þess- arar tegundar. Hér verða jafnvel færð rök fyr- ir því að í henni sjáum við frækorn bandarísku og frönsku byltinganna. Til þess að öðlast betri skilning á nútímaþjóðfélagi er Enska byltingin einn lykilatburða í nútímasögunni sem skoða þarf betur. Ekki eru Bretar þekktir fyrir byltingarhug eða uppreisnargirni. Gamlar hefðir og fornar venjur hafa um aldur og ævi verið í hávegum hafðar. Lengst af hefur Bretum þótt lítil ástæða til að hrófla við arfleifð sinni sem staðist hefur tímans tönn. Þessi sáttargjörð við umgjörð þjóð- félagsins hefur verið nefnd meðal ástæðna fyr- ir stöðug- leika breska stjómkerfisins og sem sterkur bakhjarl lýðræðislegra stofnanna þeirra. Þessi meginregla í þjóðfélagsvitund Breta hefur þó sína undantekningu. Sú undan- tekn- ing átti sér stað á 17. öld þar sem óvenju umróta- og byltingarkennt var á tímabilinu 1642-1688. Hámark umrótsins var án efa borgarastyijöldin sem geisaði 1642-1648, en lýðveldisstofnunin og lýðveldistímabilið 1648- 1660 hefur skilið eftir sig djúp og afdrifarík ummerki í þjóðfélagsþróun Breta og annarra þjóða. Atburóarásin Það sem gerðist var í stuttu máli eftirfar- andi: 1640 neyddist Karl I. konungur til að kalla þingið saman. Hann hafði lent í fjárhagsk- röggum vegna stríðsreksturs í Skot- landi (þar sem hann vildi neyða Skota til þess að taka upp siði ensku biskupakirkjunnar). En þingið hafði í gegnum árin orðið mjög fjandsamlegt í garð konungs. I staðinn íyrir að samþykkja auknar fjárkröfur konungsins gerðist þingið 1641 svo óheyrilega djarft að samþykkja og prenta langan lista yfir misgjörðir og afbrot í stjómarráði Karls I. áratuginn þar á undan, en samkvæmt honum átti að sækja hann til saka. Ennfremur krafðist þingið þess að ráð- herrar konungs yrðu að fá blessun þingsins til þess að gegna embættum sínum. Við þetta gat Karl I. ekki unað og gerði tilraun til þess að handtaka leiðtoga þingsins í illa skipulögðu valdaráni með aðstoð hluta hersins sem var honum hliðhollur. Leiðtogar þingsins komust undan og eftir nokkurra mánaða áróðursstríð hófst borgarastyijöld í ágúst 1642. Neðri deild- in barðist með eigin herafla gegn her Karls I. Herafli Karls I. var skipaður leiguliðum og riddurum úr aðalsstéttinni. Leiguliðarnir börð- ust fyrst og fremst með það fyrir augum að græða sem mest á ránum án þess að huga að hernaðarlegum möguleikum og áhættu. Ridd- aralið aðalsins var búið að gleyma bardagalist- inni og skipaði stjórn hersins samkvæmt tignar- heitum og virðingarstöðu frekar en hæfni og þekkingu. Þessu var öfugt farið hjá herafla þingsins. Þar var hvorki stuðst við leiguliða né miðaði stjórn hersins við tignarheiti eða félagslega stöðu, heldur hæfni og aga. Herafli þingsins var fyrsti herinn til þess að kasta fyrir róða forneskjulegum vinnubrögðum mið- aldaherreksturs. Þetta var fyrsti nútímafasta- herinn í sögunni með reglulegum launagreiðsl- um handa hermönnunum, m.a. til þess að sporna við ránsferðum og óöryggi meðal her- manna. Það er því ekki að furða að Karl I. hafi séð sig knúinn til þess að flýja London og leita skjóls, m.a. í Skotlandi, eftir þráláta ósigra fyrir herafla þingsins. Persónwrnar og hugmyndastefnurnar Trúarbrögð voru oft samofin valdafíkninni, en í Ensku byltingunni er áberandi hversu valdaviljinn í rauninni var frekar álitinn ill nauðsyn en markmið baráttunnar. Það sem knúði byltingarmenn áfram var fyrst og fremst hugmyndafræði þeirra, þ.e. hreintrúarstefnan. Köllun þeirra var að reisa ríki Guðs á jörðu og eftir að ljóst var að sitjandi ráðamenn voru ekki færir um það eða vildu ekki sjá til þess urðu hreintrúarmenn að taka málin í sínar hendur. Það er fyrst og fremst tvennt sem huga þarf að þegar skýra á Ensku byltinguna og lýðveldistímann 1648-1660. Annars vegar eru það persónumar Oliver Cromwell og Karl Stu- art I. og hins vegar hugmyndastefnurnar tvær, hreintrúarstefnan og biskupakirkjan. Þegar þessi aðgreining er gerð verður samt sem áður að taka það fram að Cromwell var það sem hann varð í krafti hreintrúarstefnunnar og Karl I. var fjötraður í forneskju konungsveldis- ins og hefðarhyggju hinnar illa siðbættu ensku biskupakirkju. Cromwell var því birtingarmynd hreintrú- arstefnunnar og Karl I. birtingarmynd gömlu kirkjustofnunarinnar undir sterkum kaþólskum áhrifum. Til viðbótar þessu var Cromwell gædd- ur mikilli útsjónarsemi, var afburða herforingi og hafði til að bera mikla herkænsku. Karl I. þótti á hinn bóginn frekar óliðlegur og úr sam- hengi við raunverulegan gang mála. Honum tókst að klúðra samstöðu stuðningsmanna sinna á þinginu og gerði þeim jafnvel ókleift að standa með honum. Honum var um megn að framkvæma valdarán með því einfaldlega að handtaka leiðtoga þingsins (sem komust undan) og hann var ósveigjanlegur til síðustu stundar í samningatilraunum Olivers Cromw- ells við að komast að samkomulagi um framtíð- arskipan konungsveldisins. Það var því á endan- um gripið til þess ráð að rétta yfír honum og í fyrsta skipti í mannkynssögunni var þjóðhöfð- ingi ákærður og dæmdur að loknum réttarhöld- um fyrir að bregðast skyldum sínum gagnvart FRÆGT málverk Anthonis van Dyck af Karli I frá um 1635. Kóngurinn hefur verið „hærð- ur manna bezt“ og er hér sýndur afslappaður í áningarstað á útreiðum. þegnum sínum. Einnig var hann dæmdur fyrir stríðsglæpi og óþarfa blóðsúthellingar í seinni hluta borgarastriðsins. Karl I. var því hálshögg- vinn 30. janúar 1649, einu ári eftir valdatöku þingsins 1648. Sumir hafa dregið í efa lögmæti réttarhald- anna og er stundum talað um þau sem sýndar- réttarhöld. Það má kannski helst líkja þessum réttarhöldum við Niirnbergréttarhöldin yfir stríðsglæpamönnum eftir seinni heimsstyijöld- ina. Hér var um að ræða pólitísk réttarhöld þar sem dauðadómskvaðning var ekki eingöngu reist á formlegum lögbrotum, heldur einnig vegna brots hans á siðgæðis- og réttlætisvitund samtímans. Til viðbótar þessu má benda á að aftaka Karls I. var leið til þess að sporna gegn tilraunum konungssinna til að koma honum aftur til valda. Það þótti nauðsynlegt að skáka stuðningsmönnum Karls Stuarts í eitt skipti fyrir öll. En hér var ekki eingöngu um að ræða valdabaráttu. Konungurinn var ekki bara afhausaður. Hann var afhausaður með krúnuna á höfðinu (hvemig svo sem böðlunum tókst að láta hana tolla á hallandi höfðinu!). Með þessu vildu lýðveldissinnar sýna fram á að ekki var bara um að ræða konungsaftöku, heldur einnig dauða og endalok konungsveldisins og öllu sem því fylgdi. Þjóófélaginu umlurnai Þar sem ekki náðist samkomulag um nýja skipan konungsveldis, þ.e. takmarkað konungs- veldi í einhverri mynd, sáu byltingarmenn sig tilneydda til þess að ganga alla leið og uppr- æta konungsveldið algjörlega. Þann 17. mars 1653 var konungsveldið formlega lagt niður og lýðveldi komið á í staðinn, þar sem þingið skipaði æðsta vald landsins. Um leið lögðu þeir niður lávarðadeildina (tveimur dögum síð- ar) sem alla tíð vann gegn umbótum og þótti ekki starfa í umboði fólksins. En það var geng- ið lengra. Biskupakirkjan var leyst upp, eignir hennar gerðar upptækar og seldar (eins og konungsjarðirnar) og víðtæku trúfrelsi komið á. Jafnvel kaþólikkar öðluðust meira svigrúm til athafna undir valdasetu hreintrúarmanna (helstu andstæðingar kaþólikka í trúarlegum efnum í Bretlandi) en undir Karli I. og illa sið- bættri kirkjuskipan hans. Þess í stað var leit- ast við að koma á fríkirkjuskipan í anda siða- skiptanna þar sem kirkjurnar voru sjálfstæðar einingar, bæði kenningarlega og stjórnunar- lega. Við verðum að átta okkur á því að valda- taka Olivers Cromwells var ein af mörgum útfærslum þeirra margvíslegu andstöðuafla sem unnu gegn Karli I. og öllu því sem hann stóð fyrir. Cromwell var sá fulltrúi andstöðunn- ar sem hafði bolmagn til þess að steypa Karli I. af stóli og var fær um að setja á fót nýtt afl og nýja leið í stjórnun landsins og um leið var hann búinn að opna fyrir flóðgáttir nýrra strauma og enn róttækari þjóðfélagshug- mynda. Um leið og gömlu valdaklíkunni og gömlu fastmótuðu stjórnarhefðunum var sópað til hliðar og hin niðurneglda þjóðfélagsgerð léns- skipulagsins opnuð fyrir frama lágstéttar- manna (sérstaklega í hernum) jukust kröfurnar um enn frekari umbætur í landinu. Á sama tíma og byltingin og valdataka Olivers Cromw- ells varð möguleg fyrir tilstuðlan lágstéttar- manna, sem voru upptendraðir af trúarhita og eldmóði fyrir málstaðinn, var nýju valdhöfunum ljóst að þessir sömu lágstéttarmenn væru óviðr- áðanlegt afl óbeislað og jafnvel beinlínis ógnun við þær stofnanir þjóðfélagsins sem Cromwell og samheijar hans ætluðu sér ekki að hrófla við. Það þótti sérstaklega brýnt að veija eigur eignamanna sem margir öreigar rendu til hýru auga. Hugmyndir og hugsjónir hinnar svokölluðu „neðanjarðarhreyfingar" Cromwells voru ein- staklega gróskumiklar og mikið lagt í kenning- arlegar og heimspekilegar vangaveltur um alla þætti þjóðfélagsins, sérstaklega þó hvemig hið nýja stjórnarfar ætti að vera. Þessi áhugi endur- speglast m.a. í gífurlegri aukningu smárita af margvíslegum toga í kjölfar hruns ritskoðunar yfirvalda. Á uppreisnarárunum 1640 til 1660 var prentað meira lesefni en á undangengnum 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.