Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 12
Tréskuróarmynd eftir Gísla Sigurósson: Jón Arason ó aftökustaó. SfÐASKIPTIN á íslandi hafa mjög goldið þjóðernislegra söguskýringa. Þó er Ijóst að Jón Arason sem sumir töldu „síðasta íslendinginn", leit á ísland, líkt og aðrir samtíma- menn hans, sem óaðskiljanlegan hluta Noregs. MISSKILIN ÖRLÖG EFTIRÁRNA ARNARSON Fáir atburóir íslandssögunnar hafa goldió jafn mikió þjóóernislegra söguskýringa og sióaskiptin. Jón Sig- urósson forseti sagði t.d. að Islendingar hefðu „skil- ió fall Jóns biskups Arasonar og sona hans svo, sem meó þeim hefóu fallió hinir seinustu íslendingar“. érhver þjóð fær þá sögu sem hún vill fá. Sagan mótast af þeim viðhorfum og skoðunum sem ríkjandi eru í þjóðfélaginu á hveijum tíma. Söguskoðun A 9p íslensku þjóðarinnar varð til þegar þjóðemishyggjan, sem átti upphaf sitt á 19. öldinni, : mótaði lífsskoðun stjómmálamanna og al- mennings. Sagan var tæki til þess að smíða þjóðemisvitund, draga fram þá þætti sem þjóð- in gat sameinast um, glæsilega sigra eða sam- eiginlegar hörmungar og þjáningar. Með rétt- um áherslum mátti skapa þá mynd af fortíð- inni sem hentaði en þær staðreyndir sem ekki gögnuðust málstaðnum voru látnar liggja í þagnargildi. Forfeðrunum voru gerðar upp skoðanir sem ekki urðu til í hugarheimi manns- ins fyrr en mörgum öidum síðar. íslandssagan var skrifuð sem saga kúgaðrar og ánauðugrar þjóðar þar sem fyrir herraveldinu vakti ekkert annað en að kreista sem mestan ágóða út úr íbúunum. íslendingar voru þjóð í ánauð, sem meinað var að eiga frumkvæði til framfara. Engin tilraun var gerð til þess að greina hina lokuðu íslensku samfélagsgerð, sem líkt og önnur kyrrstöðuþjóðfélög, leit á það sem megin- markmið að bægja frá breytingum. Hugmynda- kerfi Jónsbókarþjóðfélagsins ýtti ekki undir frumkvæði til nýsköpunar. íslendingar forðuð- ust til dæmis að mestu að koma nálægt verslun- arrekstri sjálfir enda voru hagnaðarhugtök verslunar þeim framandi. Nýjar hugmyndir og þrýstingur til breytinga urðu því að koma að utan. Það var ekki fyrr en með upplýsingu 18. aldarinnar sem hinir menningarlegu vamar- múrar tóku að bresta að einhveiju marki og þá fyrir frumkvæði þeirra íslendinga sem ánetj- ast höfðu erlendum umbótahugmyndum við nám í dönsku háskólum. Þetta varð samstíga þjóðfélagsbreytingum í Evrópu. Með aukinni « þekkingu almennings komu brestir í hin stétt- skiptu þjóðfélög og fijáls verslun, tískustefna 19. aldarinnar, teygði anga sína til íslands. Hugmyndabylting Með húmanismanum á 15. og 16. öld tóku menntamenn í Evrópu að fá áhuga á hugmynd- um sem slíkum og leituðu skýringa á því hvem- ig þær höfðu orðið til. Viðteknar túlkanir og skoðanir voru dregnar í efa. Frumheimildir voru rannsakaðar með þeim afleiðingum að margt í hinni opinberu túlkun kaþólsku kirkj- unnar á Biblíunni var dregið í efa. Með tilkomu prentverks varð auðveldara að miðla hugmynd- um og farið var að gefa út rit kirkjufeðranna orðrétt. Afleiðingin varð sú að áhugi almenn- ings á trúmálum fór vaxandi og Qölgun menntamanna ýtti undir gagnrýna hugsun. Samhliða því að hinar nýju hugmyndir náðu fótfestu meðal almennings styrktust veraldleg yfirvöld í sessi á kostnað hins kirkjulega valds. Predikarar urðu áhrifamiklir og hugmyndir þeirra tengdust oft kröfum um félagslegar breytingar. Mótmælendaprestar gerðust tals- menn lítilmagnans gegn misrétti og óréttlæti. Hér var um að ræða uppreisn gegn hefðbundn- um trúarskoðunum og þar með yfirvöldum. Lúther lagði áherslu á aðskilnað trúar og ver- aldarhyggju. Kirkjan átti ekki að sækjast eftir veraldlegum völdum. Hér var um þjóðfélags- lega uppreisn að ræða sem yfirvöld urðu annað- hvort að beija niður með valdi eða láta undan og taka upp nýja skipan mála. Vegna hinna nánu tengsla Danmerkur við Norður-Þýskaland, þar sem siðaskiptin skutu þegar í upphafi sterkum rótum, urðu Danir snemma fyrir sterkum áhrifum frá hinum nýju trúarhugmyndum. Árið 1530, aðeins rúmum ' áratug eftir að upp hafði risið einn grámunkur og prédikað nýja villu og vantrú eins og Ög- mundur biskup Pálsson komst að orði um Martin Lúther, voru flestir danskir bæir að miklu eða öllu leyti lútherskir. Klaustur voru rýmd og var það gert fyrst og fremst vegna þrýstings frá almenningi. Það voru hin hug- myndafræðilegu straumhvörf meðal almenn- ings sem þrýstu á yfírvöld til aðgerða. Kirkja og samfélag voru ekki lengur eitt og hið sama. Þegar mótmælendatrú var lögleidd í Danmörku t árið 1536 urðu þar í fyrsta skipti til algjörlega 5 veraldleg yfírvöld. Höfðingjar fengu klaustur- ' eignir að léni en í sumum tilfellum komust þær j í hendur sveitarfélaga, sem í staðinn urðu að taka að sér þá samfélagsþjónustu sem klaustr- Iin höfðu veitt. Hlutverk veraldlegra yfirvalda varð því mun víðtækara en áður. Þau urðu nú að taka við samfélagslegum verkefnum kirkjunnar, svo sem rekstri spítala, skóla og fátækrahjálp. Lióamót undir Neregskrúnu Aðstæður á íslandi voru allt aðrar en í f Danmörku og munaði þar mestu að hér var ekkert þéttbýli sem erlendis hafði reynst mót- ■i tækilegasti jarðvegur mótmælendahugmynda. ;. Hinar nýju hugmyndir náðu því ekki að skjóta .! hér rótum að neinu marki þrátt fyrir greið il samskipti við þær þýsku verslunarborgir þar mótmælendatrú hafði skotið sterkustu rótum. | Frumheijar siðaskiptanna hér á landi, þeir ;» Gissur Einarsson og Oddur Gottskálksson, ‘ snerust til hins nýja siðar á námsárum sínum í Þýskalandi. Almenningur á íslandi var ósnort- inn af hugmyndum siðaskiptamanna. Siða- skiptadeilumar á íslandi snertu því fyrst og fremst yfirstéttina og snérust upp í hreina valdapólitík. Kaþólska kirkjan á Islandi hafði jafnt og þétt styrkt veraldlega stöðu sína fram að siða- skiptum. Þetta varð á kostnað hinnar verald- legu eignarstéttar, sem í staðinn sóttist eftir stuðningi konungsvaldsins til þess að tryggja mótvægi gegn kirkjuvaldinu. Konungsvald var aftur á móti afar veikt á íslandi allt til siðaskipta og hefði ekki staðist án þess að styðjast við það valdakerfi sem fyrir var í landinu. Ef þetta valdakerfí brást voru umboðsmenn konungs illa settir. Á þetta reyndi ekki að neinu ráði fyrr við aðdraganda siðaskiptanna. Þá varð konungur að grípa til þess sjaldgæfa úrræðis að senda hingað herlið til að fylgja eftir ákvörðunum sínum. Biskups- valdið, sem á 13. öld hafði verið aðalstuðnings- afl konungsvaldsins við skattgildingu landsins, snerist nú gegn því. í staðinn styrktist banda- lag veraldlegra hþfðingja og konungs. Fáir atburðir fslandssögunnar hafa goldið jafn mikið þjóðemislegra söguskýringa og siða- skiptin. Jón Sigurðsson forseti sagði t.d. að íslendingar hefðu „skilið fall Jóns biskups Arasonar og sona hans svo, sem með þeim hefði fallið hinir seinustu íslendingar". Eitt er þó víst að þjóðemishyggja, í þeim skilningi sem nútímamaðurinn leggur í hugtakið, átti hér engan hlut að máli. Ljóst er að Jón Arason, líkt og aðrir samtímamenn hans, Iitu á ísland sem óaðskiljanlegan hluta Noregs eins og kem- ur fram í samtímaheimildum: „riett Noregis laug gange bade kongdomsins uegna og kirkj- unnar", og annars staðar er talað um að menn „strafist epter Noriges laugum". í skuldbind- ingarbréfi Alþingis frá árinu 1551 segir: „Vorrt fosturland Jsland hefer jafnliga oc af gamalli tijd leigit og heyrt oc enn er nú eitt liggiande lida mot vnder Noregis krunu“. Þegar Kristján III varð konungur í Danmörku árið 1536 lagði hann niður norska ríkisráðið og innlimaði þann- ig í raun norska ríkið í hið danska. Þar sem Kristján III hafði ekki verið tekinn til konungs í Noregi á löglegan hátt beitti Jón Arason fyrir sig þeirri röksemd að tengsl Danmerkur og íslands væru rofin „saker þess að krunan j Noregi hefer aunguan utualen kong yfer sig“. Hin megin röksemd Jóns var sú að nýjum sið í trúmálum yrði aðeins komið á með „romu- ersku vallde". Það gat ekki þýtt annað en að málið heyrði ekki undir ákvörðunarvald Dana- konungs og þar með ekki undir Alþingi held- ur. Röksemdir Jóns stönguðust því á. Hann blandaði saman landsréttindum og trúmálum án þess þó að viðurkenna lögsögu konungs- valdsins í hinu síðamefnda. Það voru fyrst og fremst tilvísanir Jóns til fornra sáttmála sem höfðuðu svo sterkt til seinni tíma íslendinga og urðu til þess að andstaða hans við siðaskipt- in voru túlkuð sem einlæg ættjarðarást og þjóðemishyggja, óverðskuldað. Báðir biskup- amir Jón Arason og Ögmundur Pálsson töldu sig fyrst og fremst skuldbundna hinni alþjóð- legu kaþólsku kirkju. f Oddeyrardómi, sem dæmdur var að Jóni Arasyni látnum, er hann sakaður um að hafa reynt að koma landinu undir „adra annarliga herra“. Vitað er að hann stóð í sambandi við Karl V Þýskalandskeisara og Ögmundur Pálsson, síðasti kaþólski biskup- inn í Skálholti, gerði sér ferð suður til Þýska- lands á fund keisarans til að kanna viðhorf hans og stöðu kirkjunnar. í umburðarbréfi frá 1539 skýtur Ögmundur sér berum orðum undir vald Þýskalandskeisara, höfuðandstæðings Kristjáns HI. Þar segir m.a.: „... fyrirbiodum aullum og sierhuerium j Schalholltz biskups- dæmi ad hallda med fyrr sagdre uillu á moti gudz laugum. svo leingi og þar til ad hingat j landit kemur opit bref af pafaligu ualde og keisaraligu maiestate". Báðir biskupamir voru því reiðubúnir að þjóna nýjum herrum ef það yrði til þess að tryggja stöðu kaþólsku kirkjunn- ar. Hvað varðar „gömul ftíheit og löglegar sið- venjur“ sem íslendingar vísuðu gjaman til þeg- ar þeim þótti konungsvaldið gerast of ágengt, þá er ekkert sem bendir til þess að konungur hafí á þessum tíma haft nokkum áhuga á að breyta samskiptum sínum við landsmenn að öðru leyti en því að koma hér á nýrri kirkjuskip- an. Eða eins og Jón Þorkelsson og Einar Ámórs- son segja í bók sinni, Ríkisréttindum íslands: „Þó ríki konungs magnaðist við siðaskiptin á ýmsa lund, var það þó föst regla eptir sem áður að eingar almennar fyrirskipanir konungs höfðu lagagildi hér á landi, nema því aðeins, að alþingi hefði lagt samþykki sitt á þær“. Því hefur verið haldið fram að undirrót siða- skiptanna hafi verið fégræðgi og ágimd kon- ungsvaldsins, sem hafi stutt siðaskiptin í þeim tilgangi einum að ná undir sig hinum gífurlegu auðæfum kirkju og klaustra. Megininntak mótmælendahugmyndanna var að kirkjan ásældist ekki veraldlegan auð líkt og kemur fram í þessum orðum Jóns Hjaltasonar, fyrsta lútherska biskupsins á Hólum: „Vér lesum í heilagri ritningu, að kirkjan hafi aldrei átt fótmál í landeign eða meiri auðæfi en hver kennimaður og byskupinn mega vel af hald- ast, meira en 315 ár eftir postulanna tíð“. Kristján IH Danakonungur, sá sem kom siða- skiptunum formlega á í Danaveldi, var einlæg- ur trúmaður og breytti samkvæmt því. Dansk- ir fræðimenn draga ekki í efa að allt fram- ferði hans í þessum efnum hafi verið af ein- dreginni sannfæringu. Það lá beint við að þær eignir, sem kirkjan kærði sig ekki lengur um að eiga, gengju til ríkisins. Upphaf nútimans Áhrif siðaskiptanna voru jákvæð fyrir ís- lenskt samfélag. Með yfirtöku margra bestu útgerðaijarða landsins, sem áður höfðu verið í eigxi klaustranna, var ríkisvaldið orðið stærsti atvinnurekandi á landinu. íslenskir höfðingjar fengu klausturumboð að léni og greiddu kon- ungi ákveðið afgjald. Mismuninum héldu þeir eftir og með dugnaði og útsjónarsemi gátu þeir auðgast verulega á rekstrinum. Þetta breytti eignahlutföllum og þar með valdahlut- föllum í landinu. Auður fluttist þannig ekki einungis frá kirkju til konungs, heldur einnig frá kirkju til einstaklinga. Samtímamönnum var fyllilega ljóst hversu mikilvægt væri að klausturumboðin héldust í höndum innlendra manna líkt og kemur fram í Alþingissamþykkt frá árinu 1579: „... klaustranna haldarar væri hér innlendir, svo eigi dragist öll afgipt og ábati burt héðan af þessu landi,“. Seinni hluti 16. aldar var að ýmsu leyti blómatími verald- legra höfðingja. Siðaskiptin breyttu valdahlut- föllum í landinu þeim í vil og landið varð lipr- ari stjómsýslueining. Umsvifameiri stjómsýsla kallaði á hæfari embættismenn. Þessi þróun varð samhliða því að veðurfar fór kólnandi og þar með versnuðu lífskjör í landinu. Það er sú staðreynd sem hefur mótað hugmyndir seinni tíma manna um þetta tímabil. Það lá því vel við að kenna Dönum um allt sem aflaga fór. Höfundur er sagnfræóingur 1 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR I. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.