Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 14
Allslaus gengu þau Kristín og Choulou út í skipið sem flutti þau út í heim. A brottfararstundu lágu Ijósmyndirnar hans Choullou í bastkistu ásamt persónulegum munum þeirra hjóna á geymslulofti á Vesturgötu 26B. ___Þær lágu þar óhreyfóar til 1972 aó húsió var selt._ GERSEMAR ÍTALSKA SKÓKASSANS EFTIR ÁSGEIR BEINTEINSSON ÞAÐ ER haust á landinu gráa, við vitum ekki hvemig veðrið er en við vitum þó að það er rigning og dumbungur í sál- um hjónanna sem standa á hafnarbakkanum í Reykjavík árið 1923. Hann er fjallmynd- arlegur vel klæddur með skegg á efri vör og höku, það er snúið upp á skeggið á efri vörinni sem er vaxborið, nefið er rétt lagað og augun rétt staðsett undir dökklituðum brúnum en andlitið allt milt og frítt. Hann er í síðum frakka með þykkum loðkraga, pressaðar ullarbuxumar sitja rétt á vel pússuðum svörtum leðurskón- um. Það sjá allir að þetta er ekki íslenskur maður vegna heimsborgaralegs klæðnaðar- ins, hörundslitarins og líkamsstöðunnar. Nærstaddir vita hvaða maður þetta er og hvers vegna hann er að fara. Maðurinn heldur fast utan um svarta silki- hanska í vinstri hendinni. Hægri hendinni hefur hann gripið um upphandlegg ungrar konu sinnar. Hann er fímmtugur næstum því upp á dag en hún er tuttugu og sex ára. Hún er ung næstum of ung til að yfirgefa land sitt. Hún er líka í þykkri kápu sem hneppt er upp á vinstri öxlina. Um hálsinn hefur hún vafið refaskinni með haus og hala. Hárið er greitt slétt niður að eyrum en þar hefur það verið túberað, þannig að framan frá séð myndar það létta dúska. Hún hefur bjart andlit en augun sitja djúpt undir eilítið útstæðum en réttlöguðum og láréttum brún- um þannig að það myndast oft skuggi yfír augum hennar en unga konan er ávallt glað-' leg, það er eðli hennar. Skuggar hafa ekki verið í lífí þessarar konu, það er fyrst núna að skuggar taka að lengjast og liggja þvert yfír vegferð hennar. Þau horfa bæði heim að Hafnarstræti 17 sem hafði verið heimili þeirra í tvö ár en heimili og vinnustaður eigin- manns hennar í tólf ár. Emest Chouillou, sem fæddur var á Signu- bökkum nálægt Rouen, flutti hingað til Reykjavíkur árið 1909 ásamt konu sinni Marie fæddri í Nice í suður Frakklandi og 1911 stofnaði hann útibú frá hinu alþjóðalega franska flutningafyrirtæki Mory & C.ie. Það ár kaupir hann húsið Hafnarstræti 17 af Thomsens magasín ásamt geymsluhúsum norðan þess og helming af bryggjunni sem var niður af Kolasundi. Mory & C.ie var stofnað 1804 og var með tvö útibú í París, eitt í Rouen, Marseille, Dieppe, Brussell, London, Manchester og Folkestone m.a. þegar útibúið var stofnsett 1911 í Reykjavík. Höfuðstöðvar fyrirtækisins voru í Boulogne við Ermarsundið. Fyrirtækið var flutninga- og útgerðarfyrirtæki sem flutti aðallega kol og gijót en virðist einnig hafa verið í öðrum verslunarrekstri eins og sést af umsvifum þess hér á landi. Fyrirtækið flutti m.a. inn bíla af Unic gerð og má sjá auglýs- ingar í blöðum frá þeim tíma. Til marks um umsvifín má geta þess að á árunum 1911 og fram til 1915 þá greiðir Chouillou samtals 4.900 kr í útsvar, Edin- borgarverslun 7.500 kr en Thomsens magas- ín einungis 1.780 kr. Reyndar var rekstri Thomsens magasíns alveg hætt vegna tengsla ERNEST Chouillou. Myndin vartekin hjá P. Brynjólfssyni í Reykjavík. Ljósmynd: Corl Ólafsson. KRISTÍN Ólafsdóttir. Hún hafði dvalið í Kaupmannahöfn, stundað píanónám í París og þótti hrífandi stúlka. SAMLIGGJANDI stofur á heimlli þeirra hjóna í Hafnarstræti, borðstofan næst. þess við Þýskaland í fyrra stríði. Miðað við niðuijöfnunarskrá má ætla að umfang rekstr- arins hjá Chouillou hafí verið svipaður til ársins 1922 en það ár greiðir Chouillou 1.200 kr í útsvar en 1923 einungis 250 kr og 1924 var útsvar upp á kr 550 fellt niður. Frá 1901 til 1920 fjölgar íbúum Reykjavíkur um tæp- lega 11 þúsund úr 6.682 í 17.679. Það er því ljóst að þetta voru miklir uppgangstímar og miklar breytingar á öllum sviðum. Reykja- vík verður 1910 miðstöð inn- og útflutnings fyrir allt landið. Verslunin kemst í eigu inn- lendra aðila eða einstaklinga sem eru búsett- ir á landinu á þessum tíma. Mory & C.ie þjónustaði aðallega frönsk fiskveiðiskip þó að viðskipti við Islendinga hafi einnig verið nokkur. Sú staðreynd að sett voru lög í landinu sem bönnuðu að um- ferma fisk innan landhelginnar 21. apríl 1922 gerði það að verkum að frönsk fiskiskip hættu hér veiðum smátt og smátt þar sem hagnaðurinn af veiðunum minnkaði við það. Sumir þraukuðu til vertíðarloka 1935 segir í bókinni Yves frændi á bls 206. Þjónustan við frönsku fiskiskipin var undirstaða rekstr- ar Mory og C.ie og því sjálfhætt þó að það 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.