Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Síða 6
SEPTEMBER: Sigrid Stefansson er fulitrúi Gimli-félagsins. Langa- langfi-og amma hennar sem fluttu vestur voru Stefán Eiríks- son og Pálfna Stefánsdóttir frá Djúpadal í Skagafirði. OKTÓBER: Vanessa Friðfinnsson frá Víði í Manitoba á hinum sögu- fræga stað, White Rock á Willow- eyju 21. október 1995, nákvæm- lega 120 árum eftir að fyrstu ís- lenzku landnemarnir lentu þar. Vanessa er f peysufötum sem Þórdís Einarsdóttir frá Auðnum f Ólafsfirði átti upphaflega, en hún fluttist vestur árið 1900. NÓVEMBER: Kelly Bjarnason frá Calgary, 17 ára, er jafnvíg á fiðlu og píanó og þar að auki er hún söngkona. Langafi hennar og langamma, Jóhann Bjarnason frá Laugarási í Biskupstungum og Vilborg Aronsdóttir, einnig úr Árnesþingi, settust að skammt frá Markerville 1902. DESEMBER: Helga Sig- urdson, forseti félagsins f Lundar, er hér í upp- hlut sem var saumaður 1974 eftir íslandsför. Skotthúfan er frá móður Helgu, sem bar hana við fermingu sfna í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. inu. Það hefur verið umtalsverður kraftur í þessu félagi; þjóðhátíðardagur íslendinga er hátíðlegur haldinn, í ágúst er efnt til lautar- ferðar, samkoma er fyrir jól og í marz blóta menn þorrann. Félagið stendur með öðru fólki af Norðurlandauppruna að Scandinavian Centre í Seattle og þar er íslenzk baðstofa. Aftur höldum vi_ð til Kanada, nú í miðvest- urfylkið Alberta. í borginni Calgary starfar Leif Eiríksson Icelandic Club, sem stofnað- ur var 1973. Hér eins og annarstaðar er markmiðið gæzla íslenzka menningararfsins, en fastir liðir í starfi félagsins eru Sumardag- urinn fyrsti, þjóðhátíðarsamkoma 17. júní, haustsamkoma sem nefnd er „Haustmánuð- ur“ og loks jólasamkoma. íslendingafélagið Lundar Chapter, INL var formlega stofnað 1946 í bænum Lundar á Nýja íslandi, en hefur í rauninni starfað síðan 1919. Félagið hefur staðið að útgáfu á skráðri sögu staðarins og til 1979 var á vegum félagsins bókasafn, sem hafði orðið til við samruna þriggja lestrarfélaga. Lundar- félagið hefur árum saman tekið á móti gest- um frá íslandi, aflað fjár til að styrkja ís- lenzkukennslu við Háskólann í Manitoba og blaðið Lögberg-Heimskringlu. Á minningar- hátíð 1987 setti félagið upp sólskífu úr bronsi; hún er helguð minningu landnemanna á 100 ára afmæli landnáms Islendinga á þessum slóðum. í rauninni er með ólíkindum hvað víða er leitazt við að sýna íslenzkum uppruna ræktar- semi. Efalaust kæmi sér vel fyrir þessi félög að fá send frá íslandi blöð og tímarit og ýmisskonar lesmál sem til fellur og gæti orð-. ið til þess að tengja þetta fólk nánari böndum við íslenzkt þjóðfélag eins og það er nú. Heimildin fyrir því sem að framan er sagt um einstök þjóðræknisfélög í Kanada og Bandaríkjunum er fengin úr Dagatali ís- lenzka arfsins 1997 (The Icelandic Heritage Calendar 1997) sem Þjóðræknisfélag íslend- inga í Vesturheimi stendur að. Dagatalið er ekki sízt athyglisverður gripur vegna þess að á forsíðu þess og við hvern mánuð eru myndir, oftast af ungum og glæsilegum stúlkum af íslenzkum uppruna í þjóðbúningi, það er að segja upphlut, sem þarna sést í margbreytilegum útgáfum og með mismun- andi svuntum. En það eru eru raunar ekki bara stúlkur á dagatalinu. Hinn prýðilega hannaði þjóðbúningur karla, sem segja má að sé orðinn tízkubúningur við hátíðleg tæki- færi á íslandi, hefur sem betur fer einnig ratað vestur og á dagatalinu er ungur og glæsilegur maður í þessum búningi. Eins og tíðkast hefur í Almanaki hins ís- lenska Þjóðvinafélags, er skotið inn fróðleiks- molum við einstaka daga, íslenzkum í bland við kanadíska. Við 2. janúar stendur; „Jarð- skjálfti við Mývatn 1875“ og við 4. jan: „Stjórn Nýja íslands mynduð 1876.“ Við 12 jan.:„Síðasta aftaka á Islandi 1830. Aftaka- veður drepur nautpening í Minnesota 1888“. Þann 4. febrúar minnir dagatalið á að „Einar Ásmundsson í Nesi hvatti fólk til að flytja til Brasilíu 1860“ og þann 8. að „Fað- ir Nýja íslands, Sigtryggur Jónsson, fæddist í Öxnadal 1852.“ Fæðingardagur Vigdísar Finnbogadóttur er tilgreindur 15. apríl og við 25. apríl stendur að 40 hvalir hafi rekið MYNDIR af Klettafjallaskáldinu, Stephani G. Stephanssyni, þekkja flestir. hinsvegar hafa sjaldnar sést myndir af konunni hans, Helgu Sigríði Jónsdóttur. f. 1874, d. 1940. Hún var fædd í Mjóadal í Bárðardal. At- hyglisvert er að myndin af henni gæti al- veg eins verið af nútímastúlku. Mynd úr Dagatali Þjóðræknisfélagsins 1994. ISLENZKIR landnemar f Lundar á Nýja íslandi: Jóhann Kristján Halldórsson frá ísafirði og Kristín Halldórsdóttir. Athygl- isvert er að sjá af gömlum myndum, hvað margir fslenzku landnemanna hafa verið glæsilegt fólk. á land á Vatnsnesi og bundið enda á mikinn sult 1882. Við það má bæta því, að árið 1882 er líklega harðasta ár sem yfir Island hefur gengið í mörg hundruð ár og átti sinn þátt í að margir tóku sig upp og fluttu til Vesturheims. í dagatalinu er líka skemmtilegt að sjá auglýsingar í einni opnu. „Besti íslenski maturinn“ fæst í IGA í Arborg og þar í bæ er „Amma’s Kitchen (Eldhús ömmu). ísland- smiðstöðin Eyrarbakki í Arborg hefur til sölu ættartölur forfeðranna og kaupir gamlar myndir og bækur. Veitingahúsið Food Town í Gimli auglýsir harðflsk, hangikjöt, rúllu- pylsu, lifrarpylsu, vínartertur og íslenzkt rúg- brauð. Og ef einhver skyldi verða á ferðinni á vesturbakka Winnipegvatns, þá er bent á gistingu - Bed & Breakfast- í Kirkjubæjarhúsi. SIGURÐUR GEIRDAL TILJÓNS ÚRVÖR Þú lagðir ungur af stað í langferð torsótta. Fórst ótroðnar slóðir varðaðir nýjar leiðir öðrum sem á eftir komu. Sóttir á brattann leist aldrei um öxl takmarki trúr. Þorpið þitt tókstu með þér geymdir það í hjarta þínu gerðir það að sérstökum heimi sem miðlaði öðrum af visku sinni í Ijóðum þínum. Og lágreista kotið í þorpinu varð smám saman eitt afhöfuð- bólum íslenzkrar orðlistar. Höfundurinn er bæjarstjóri í Kópa- vogi. Ljóðið er í tilefni 80 óra afmælis Jóns úr Vör. ÓLAFUR THORODDSEN MYND Reimt er, reimt um nætur, reika þeir um nætur sem ei sáttir fóru og fengu ekki kvatt; biðja þeir að máninn bletti násvört skýin svo að sjái veginn og vini geti kvatt. Guðað er á gluggann, gáðu út um gluggann þegar heyrir andað svo þungt við glerið matt. Þrautanótt þú vakir, þreyttur ekki sefur, úti stendur vinur sem vildi hafa kvatt. Horfðu út um gluggann, hrekkur þar við gluggann visin hönd og vinur, þinn vinur hefur kvatt. Myrkrið mynd hans tærir, myndin að þér sækir inn um þvalan gluggann, og inn um glerið matt. MÚRINN Múrinn trónar höggnu hlaðinn grjóti sem hraukur forms á leiði sannleikans. Blindum augum brosir múr á móti því barni lands sem leitar ásjár hans. Múrsins hamar féll að formsins hóti: að hönd á góssi deyði réttinn manns. Sá sem hrifsar þannig þessa njóti og þýfíð verður lögmætt andlag hans. Blindum augum brosir múr á móti því barni lands sem leitar ásjár hans. LYNGVAMÁL Hjá lyngvum beði orma glóðu gullin við gráan seið og dögg af sólar veigum, í tálu bliki tæmdu þau sín fullin og tryggðir bundu sér úr blómasveigum. Af eitri orma féllu blóm á foldu, og fölskva sló á það sem áður glóði en gullin eru grafin djúpt í moldu við gálgans tré og helguð dauðans óði. Og augu orma lýsa þeim sem lifa í leit að þeim sem aldrei koma aftur. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.