Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 4
LOFSVERÐ RÆKTARSEMI VIÐ ÍSLENZKAN UPPRUNA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON / / I mörgum borgum í Kanada starfa Islands- klúbbar, eða félög Kanadamanna og fólks af íslenzkum uppruna, og öll hafa þau að Ungir Vestur- íslendingar í þjóð- búningum. Daga- taiið segir að Leif Carlson hafi orðið fyrstur manna þar vestra til að útvega sér hinn nýja þjóð- búning karla. UNG, vestur-íslenzk stúlka, Amanda Waldie, í þjóðbúningi (upphlut) á forsíðu dagatalsins. Langa- langafi- og amma hennar voru Gestur Oddleifsson af Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu og Þórey Stefánsdóttir frá Vatnsdalsgerði íVopnafirði. markmiði að varðveita íslenzka menningar- arfinn sem er þeim dýrmætari en við gerum okkur Ijóst. Hér er litið ó merkilegt daga- tal sem sýnir þetta vel. SLENDINGAR gera sér yfirleitt far um að fylgjast grannt II með löndum sínum erlendis; ekki sízt ef einhver er að gera það gott. Reyndar hefur því oft veri fleygt, og þá ekki sízt um listamenn, að helzt þurfi þeir að vekja dálitla athygli í útlandinu til þess að eftir þeim sé tekið heima. Blöðin hafa kappkostað að segja frá íslendingum sem búsettir [ hafa verið í útlöndum; stundum alla ævina. Frásagnir ví tagi hafa verið vinsælt lestrarefni og virðist þá ekki skipta öllu máli hvort viðkomandi hafi gert eitthvað annað en bara að vera til. Einn er þó sá hópur af íslenzku bergi brotinn, sem yfir- leitt er látinn í friði. Raunar er það langstærsti hópurinn og veit enginn hvað hann er fjölmennur. Það eru Vestur- íslendingar, afkomendur vesturfaranna, sem flestir fluttu þangað á síðasta aldarfjórðungi 19._aldarinnar, einhveiju alversta harðindatímabili sem yfir ísland hefur gengið. Allmargir fluttust einnig vestur á fyrsta áratugi þessarar aldar. Því hefur verið fleygt, að harðsnúna og kjarkmikla fólkið hafi farið fremur en þeir deigu og duglitlu. Eng- inn vissi hvað við tók og því miður valdi þetta fólk sjálft að setjast að á einhverju harðbýlasta og ófijóasta svæði sem völ var á austan Klettafjalla. En menn voru að hugsa um fiskveiðina í Winnipegvatni og að þar væri þó nokkur trygging fyrir lífsbjörg. Þarna byggðist Nýja- Island og íslenzku landnemarnir voru þar einkum ná- grannar innflytjenda frá Úkraínu, svo og Indíána. Við báða þessa ólíku þjóðflokka komust íslenzku landnemarn- ÁGÚST: Kórinn Saga Singers er fulltrúi „IMorðurljóssins11 í Edmonton í Albertafylki. Myndin er tekin á ráðstefnu um sambandiö við ísland, í Red Deer í Albert í október 1995. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR I. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.