Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Qupperneq 17
MEÐ BELLMAN Á VÖRUNUM Bellman á Islandi er heiti á plötu sem Gunnar Gutt- ormsson hefur gefió út. Leggja fjölmargir listamenn honum lió á plötunni sem hefur, svo sem nafnió gefur til kynna, að geyma söngva eftir Carl Mich- ael Bellman í nýjum útsetningum. ORRI PALL ORM- ARSSON tók hús á Gunnari og fræddist um plötuna og „þráhyggjuna" sem gerói hana að veruleika. Morgunblaðið/Kristinn „ÞAÐ ER ekki Bellman samboðið að kasta höndum til verkefnis af þessu tagi,“ segir Gunnar Guttormsson sem vandaði mjög til útgáfunnar á Bellman á ísiandi. GUNNAR ásamt hljóðfæraleikurunum sem leika á plötunni og kvartettinum Út í vorið. ISLENDINGAR hafa sungið söngva sem eignaðir eru sænska skáldinu og trúbadúrnum Carl Michael Bellman í tvö hundruð ár. Nægir þar að nefna Guttavísurnar og Gamla Nóa. Á geislaplötu Gunnars Guttormssonar eru eingöngu Bellmanssöngvar í ís- lenskri þýðingu, biblíuljóð, drykkjukvæði, harmljóð, náttúruljóð og vögguljóð, flestir úr ljóðaflokkunum Pistlar Fredmans og Söngvar Fredmans. Gunnar fékk sem unglingur áhuga á ljóðum og söngvísum og kveðst hafa átt frekar auð- velt með að læra ljóð. „Ég man að þegar ég gekk til spurninga fyrir ferminguna þuldi ég utanað alla sálmana í Kverinu.“ Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirssonar voru í sérstöku uppá- haldi hjá piltinum og áhuginn á þeim óx til muna þegar hann „koihst í námu hans“ og lærði lög við ýmsar þýðingar á ljóðum nor- rænna skálda, til dæmis Dans Ánderssons, Rubens Nilssons og Birgers Sjöbergs. „Þá kenndi Sigurður Blöndal, skógarvörður og síð- ar skógræktarstjóri, heimafólki og skógrækt- arfólki á Hallormsstað, þar sem ég ólst upp, ýmsa sænska og norska söngva í kringum 1950.“ Þegar Gunnar kynntist eiginkonu sinni, Sig- rúnu Jóhannesdóttur, vatt vísnaáhuginn upp á sig og fór Sigrún að leika undir á gítar þegar Gunnar „raulaði vísur á góðra vina fund- um eða í minni samkvæmum", þótt þau væru aldrei í „bransanum", svo sem hann kemst að orði. Vaka i Norræna húsinw Bellman-áhuginn kviknaði hins vegar ekki fyrir alvöru fyrr en á öndverðum níunda ára- tugnum. Árið 1980 komst Gunnar í kynni við Hjálmar Ólafsson, konrektor við MH, „söng- mann mikinn og Bellman-adáanda“, á söng- ferð Samkórs Kópavogs til vinabæja á Norður- löndum. Bar þeim meðal annars á góma að gaman væri að efna til Bellmansvöku í Nor- ræna húsinu og var óformlegur áhugahópur um málið myndaður við heimkomuna. Meðal manna sem lögðu hönd á glóginn við undirbún- ing dagskrárinnar voru Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur, en þeir Gunnar hafa „brallað sitthvað saman í gegnum tíðina", og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, sem þá var löngu kunnur fyrir þýðingar sínar á Bellman. Bellmansvakan var síðan haldin í tvígang í Norræna húsinu 1. nóvember 1981 og stóð Norræna félagið í Reykjavík að dagskránni sem samanstóð af fimmtán söngvum og inn- gangserindi Sigurðar Þórarinssonar um Bell- man. Flytjendur voru um tíu talsins, en dag- skráin var endurtekin í Menntaskólanum í Hamrahlíð skömmu síðar. Nokkurnveginn sami hópur stóð síðan að dagskrá til heiðurs Sigurði Þórarinssyni sjötugum í febrúar 1982, hljómplötunni Eins og gengur með söngvísum Sigurðar sama ár og Bellmansþætti sem sýnd- ur var í sjónvarpinu 14. mars 1982. Fyrir jólin 1983 kom út hjá ísafoldarprent- smiðju bókin Bellmaníana eftir Sigurð Þórar- insson, þar sem saman fóru kynning á skáld- inu og þýðingar höfundar á söngvum þess. Höfðu Bellman-unnendur, með Gunnar og Árna Björnsson í broddi fylkingar, hug á að gefa út hljómplötu með söngvum úr bókinni um líkt leyti og sýndi ísafoldarprentsmiðja málinu áhuga. Var undirbúningur vel á veg kominn, meðal annars búið að velja hóp söngy- ara, þegar útgefandinn gekk úr skaftinu. „Ég hugsaði þá og oft síðar með sjálfum mér að næst þegar ég tæki upp þráðinn væri best að gefa plötuna út á eigin kostnað, nákvæmar sagt: Að við hjónin tækjum á okkur áhætt- una,“ segir Gunnar. Snemma á árinu 1994 fór það að brjótast í Gunnari að taka málið upp að nýju, „það er af þráhyggju sem ég hef ekki geflst upp“, og þá snerist hugsunin um að gefa úr geisla- plötu. „Orðaði ég það svo innan fjölskyldunn- ar að á næsta ári [1995] yrðu tvenn merk tíma- mót: Tvö hundruð ár yrðu liðin frá dauða Bell- mans og við hjónin kæmumst í tölu fullorðinna — á sjötugsaldurinn," segir Gunnar og bætir við að sér hafí fundist við hæfí að hefja undir- búninginn á þessu tímamótaári. Var það gert. islenskar þýúingar Fólkið sem fyrst gekk útgáfunni á hönd var fjölskylda Gunnars, Sigrún eiginkona hans, dæturnar Gerður og Margrét og tengda- synirnir Sigurður Davíðsson og Claudio Punt- in, auk Árna Björnssonar. „Næsta verkefni var svo að spá í einstaka þætti varðandi tón- listina, svo sem að velja söngva, hugsanlegar viðbótarþýðingar á textum, því við vorum frá upphafi staðráðin í að hafa alla texta í ís- lenskri þýðingu, útsetningar, undirleik, auk þess að velja söngvara með hliðsjón af efnisval- inu og þeim heildarsvip sem við vildum að hljómdiskurinn bæri.“ Hvað útsetningar varðar sá Gunnar ekki ástæðu til að sækja vatnið yfir lækinn, enda voru Gerður, sem er fiðluleikari, og Claudio, sem er klarinettuleikari, boðin og búin að inna það verk af hendi, með fulltingi kunninga síns, gríska tónskáldsins Nikosar Platyrachosar, sem útsetti þá söngva sem sungnir eru af kvartett. Annast Gerður og Claudio jafnframt allan hljóðfæraleik á plötunni ásamt kunningj- um sínum frá Köln, þar sem þau eru búsett, Martin Wind bassaleikara og Rolf Marx gítar- leikara, „sem voru til í tuskið". Margrét Gunnarsdóttir kemur einnig við sögu á plötunni, en hún syngur eitt lag. Aðr- ir söngvarar eru Ásgeir Böðvarsson, Snorri Baldursson, Einar Clausen, Guðni Franzson og kvartettinn Út í vorið, auk Árna og Gunn- ars sem þótti við hæfi að leita til söngvara með ólíkan raddblæ og söngstíl til að túlka hin fjölbreyttu yrkisefni skáldsins. Upptökur fóru fram í hljóðveri FÍH við Rauðagerði á liðnu sumri og tæknimaður var Ari Daníels- son, en „það var í einu orði sagt frábært að vinna með honum að þessu verkefni," að því er Gunnar segir. Á plötunni eru nokkrar nýjar og/eða lítt þekktar þýðingar. „Þeir sem á annað borð þekkja Bellmanssöngva kannast við þýðingar Sigurðar Þórarinssonar sem hann birti í bók- inni Bellmaníana. Þá eru líka þýðingar eftir góðskáldin Kristján Jónsson, Hannes Hafstein, Jón Helgason og fleiri,“ segir Gunnar. „Nýrri Bellmansþýðingar sem eru á diskinum, til dæmis eftir Árna Siguijónsson, Hjört Pálsson og Þórarin Hjartarson, eru ýmist lítt þekktar eða splunkunýjar. Ég var í fyrstu smeykur um að ekki tækist að ná því markmiði að hafa alla söngvana í íslenskri þýðingu. Það voru einkum tveir, kannski þeir þekktustu, sem ég hafði sérstaklega áhyggjur af, 64. söngur Fredmans, Fjariln vingad, og 82. pist- illinn, Vila vid denna kálla. Fljótlega hafði ég þó spurnir af þýðingu Hjartar Pálssonar á Fjáriln vingad eða Út hjá Haga sem birtist í ritinu Norræn jól 1990.“ * „Það var svo í apríl síðastliðinn að ég hafði samband við Hjört til að fá leyfi til að nota þessa þýðingu hans og ámálgaði þá jafnframt við hann hvort hann væri ekki til í að reyna að þýða 82. pistilinn," heldur Gunnar áfram. „Tók Hjörtur vel i það en sagðist þó ekki vilja lofa neinu. Svo var það í júní að hann hringdi í mig og sagðist vera tilbúinn með þýðingu af öllum erindunum sex. Ég snaraði mér heim til hans og þar rauluðum við þýðinguna yfir og mér líkaði hún strax mjög vel.“ Gunnar og Sigrún hafa lagt mikið undir, enda „er það ekki Bellman samboðið að kasta höndum til verkefnis af þessu tagi“. Með plöt- unni fylgir bæklingur með þýðingunum sem sungnar eru og ítarlegum upplýsingum um Bellman, sem Arni Björnsson ritstýrði. Eru , hjónin líka ánægð með útkomuna og segja að sér hafí borist fjölmargar heillaóskir, með- al annars frá forföllnum Bellman-fíklum á Norðurlöndum sem Gunnar kynntist á nor- rænni Bellman-ráðstefnu í Kaupmannahöfn síðastliðið haust. Gunnar dregur enga dul á að kostnaðurinn sé í samræmi við umfang útgáfunnar. Engin ástæða sé hins vegar til að hengja haus, enda hafi salan gengið vonum framar, meðal ann- ars hafi þau komist að því að töluverður mark- aður sé fyrir Bellman í Þýskalandi, en skáldið var einmitt ættað þaðan. Og Gunnar tekur upp þráðinn: „Ég er fremur bjartsýnn maður að eðlisfari og vona því að endar nái saman um síðir. Fjárhagshlið útgáfunnar var hins vegar alltaf aukaatriði, það sem skiptir máli, þegar ég lít um öxl, er að mér tókst að láta þennan langþráða draum rætast.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.