Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 7
BRAUTRYÐJANDI í TOKKARÍSKUM FRÆÐUM Jörundur Hilmarsson var eini íslenski málfræóingur- inn sem hafði sérhæft sig í tokkarísku en það tungu- mál er ein af megingreinum indóevrópsku málaætt- arinnar. Árið 1986 hóf hann útgáfu tímarits um tokkarísk fræði hér á landi sem var hið eina sinnar tegundar og er enn þótt það sé nú ekki lengur gefið út hérlendis. Að mati Guðrúnar Þórhallsdótt- ur, málfræðilektors við Háskóla Islands, vann Jör- undur afar mikilvægt brautryðjendastarf með út- gáfu þessa tímarits. ÞRÖSTUR hELGASON ræddi við Guðrúnu um störf Jörundar og nýútkomna tokkar- íska orðsifjabók sem hann hafði lokið að hluta er hann lést fyrir aldur fram árið 1992. indóevrópsk mál noröurgermönsk mál austurgermönsk - mál vesturgermönsk mál - íslenska , færeyska - norska -danska ' sænska - gotneska enska þýska hollenska o.fl. Iatína(— franska, spænska, ítalska, portúgalska o.fl.) oskfska úmbrfska hettitíska o.fl. satem mál slavnesk mál baltnesk mál albanska armenska indó-írönsk. mái rússneska pólska tókkneska búlgarska serbó-króatfska litháfska lettneska - fornprússneska - fornindverska fornpersneska MYNDIN sýnir skyldleika indóevrópskra mála eftir skiptingu í kentum- og satem-mál. Eins og sjá má eru bæði tokkaríska og fslenska kentum-mál en þau eru ekki mjög skyld. Engu að síður eiga þau ýmislegt sameiginlegt; Jörundur Hilmarsson fann til dæmis samsvörun við orðið sunna í tokkarísku. JÖRUNDUR Hilmarsson var dósent við Háskóla íslands í málvísindum er hann lést árið 1992. Hann nam málvísindi við háskólann í Ósló en árið 1977 hélt hann til ársdvalar í Litháen þar sem hann nam tungu heimamanna. Var hann aðeins annar Vesturlandabúa til að stunda nám í landinu eftir að það var innlimað í Sovétríkin árið 1940. Þegar Litháen varð frjálst og fullvalda ríki á ný árið 1991 varð Jörundur ræðismaður þess hér á landi enda þekktu ekki aðrir íslendingar betur til í Lithá- en eða litháískrar tungu sem tilheyrir balt- nesku málagreininni. Arin 1979 til 1981 var hann styrkþegi Humboldt-stofnunarinnar þýsku. Hann hélt til Kiel þar sem hann nam tokkarísku en um hana ritaði hann doktorsrit- gerð sem hann varði við háskólann í Leiden í Hollandi árið 1986. Kennari hans í Kiel var einn helsti fræðimaður heims um tokkarísk fræði, Werner Winter. Árið 1987 hóf Jörundur svo að gefa út tíma- rit um tokkarísk fræði sem var það eina sinnar tegundar í heiminum. Tímaritið, sem nefnist Tocharian and Indo-European Studies, hafði í fyrstu aðsetur á heimili Jörundar en hann var einnig kostnaðarmaður þess. Tímaritið vakti þegar mikla athygli hérlendis og erlend- is og áttu flestir fremstu fræðimenn heims í tokkarísku greinar í því. Frá því að Jörundur féll frá hefur Málvísindastofnun Háskóla ís- lands staðið að útgáfu sjötta heftisins og þeirra sérrita tímaritsins sem Jörundur var að vinna að er hann lést. Nýjasta sérritið kom nýlega út hjá Málvísíndastofnun og heitir Materials for a Tocharian Historical and Etymological Dictionary en það er tokkarísk orðsifjabók, eða drög að slíkri bók, eftir Jörund. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að útgáfu ritsins verði haldið áfram erlendis og hafi aðsetur í Danmörku. En hvaó er tokkariska? Um tokkarísku sagði Jörundur Hilmarsson í viðtali við Þórhall Eyþórsson í Lesbók Morg- unblaðsins árið 1987: „Tokkaríska er ein af ellefu eða tólf megin- greinum indóevrópsku málaættarinnar sem germönsk mál, þ.ám. íslenska, teljast til. í rauninni er heitið tokkaríska haft um tvö ná- skyld tungumál, austur- og vestur-tokkarísku, og eru bæði útdauð. Þessi mál voru töluð í Mið-Asíu þar sem nú er Túrkistan-hluti Singk- iang-héraðs, þ.e.a.s. á norðurhluta silkileiðar- innar frá Kína til Pamír. Við fornleifaupp- gröft, sem stundaður var á þessum slóðum um og eftir síðustu aldamót, fundust handrit sem voru skráð á áður óþekktu tungumáli, en við það hefur síðan loðað heitið tokkaríska - enda þótt sú nafngift sé e.t.v. á misskiln- ingi byggð. Tokkarísk handrit eru frá 6.-8. öld e.Kr. og er efnið einkum „þýðingar helgar" á búdd- ískum sanskrít-textum en auk þess er um að ræða ýmis skjöl úr klaustrum búddamunka, reikninga og verslunarbréf. Fagurbókmenntir eru sáralitlar til á tokkarísku, en þó má þess geta að varðveist hefur brot úr gullfallegu og einkar mannlegu ástarkvæði.“ Að sögn Guðrúnar Þórhallsdóttur, sem rit- stýrði ásamt Alexander Lubotsky fyrmefndri tokkarískri orðsifjabók, hefur þónokkur hópur samanburðarmálfræðinga sérhæft sig í tokk- arísku í heiminum. „Ástæðan er sú að margt í tókkarískri málfræði hefur ekki enn verið útskýrt; það er auðvelt að finna sér lítt könn- uð viðfangsefni í tokkarísku og möguleikamir á að rannsóknirnar varpi nýju ljósi á málsög- una eru töluverðir. Tokkarískan fannst seint og er enn þá nánast óplægður akur.“ Eins og sjá má á skýringarmynd hér á síð- unni er tokkaríska ekki náskyld íslensku eða öðrum germönskum málum, eigi að síður get- ur verið áhugavert að bera þessi mál saman. „Bæði tungumálin eru á jaðri indóevrópska málsvæðisins,“ segir Guðrún, „og jaðarsvæði geyma oft fornleg fyrirbæri. Málbreytingar sem eiga sér stað ná ekki alltaf út til jaðar- svæða. Vegna þessa geta tungumál og mál- lýskur í útjaðrinum geymt forn og einangruð fyrirbæri." Um áhuga sinn á tokkarísku sagði Jörund- ur í áðurnefndu viðtali: „Eg varð fljótlega hugfanginn af þessu tungumáli, ekki síst vegna þess hversu margt var þar enn órann- sakað. Miðað við flestar aðrar indóevrópskar tungur - t.d. grísku, latínu eða sanskrít, sem hafa verið rannsakaðar ofan í kjölinn - er tokkaríska eins og óskrifað blað. Þegar hún kom í leitirnar upp úr eyðimerkursöndum Mið-Asíu voru hugmyndir manna um indóevr- ópska grunnmálið þegar orðnar nokkuð fast- mótaðar og uppgötvun þessa nýja tungumáls breytti engu um þær í fyrstu. Bar þar helst til að textarnir voru mjög í brotum, mest snepl- ar með fáeinum leturtáknum. En þó að einnig hafi fundist fjölmörg heillegri blöð þá voru þau oft bæði snjáð og máð og oftar en ekki sviðin á alla kanta. Textaútgáfur hafa því verið óvenju vandasamar og því fer fjarri að allir textar hafi enn verið gefnir út. Málfræð- inga hefur því lengstum skort þau gögn sem nauðsynleg eru til að stunda rannsóknir á tokkarísku. Ofan á þessi vandkvæði bættist svo að hljóðsaga þessa málaflokks er svo „ógagnsæ" að þar virtust engin lögmál gilda. Tokkarísku var þess vegna harla lítið sinnt og það var ekki fyrr en um miðjan síðasta áratug að verulegur skriður komst á rannsókn- ir á sögulegri málfræði hennar." Guðrún segir að það sé ekki síst forvitni- legt að spyija sig þeirrar spurningar hvort sú JÖRUNDUR Hilmarsson mynd sem við gerum okkur af málsögu hinna indóevrópsku mála nú væri ekki allt önnur ef við hefðum fundið tokkarískuna, hettitísku og fleiri mál sem voru seint tekin til rannsókn- ar á undan þeim málum sem við byggjum þekkingu okkar á. Merkilegt brautryójendastarf Guðrún segir að með útgáfu á tímariti um tokkarísk fræði hafi Jörundur unnið mjög mikilvægt og merkilegt brautryðjendastarf. „Hann rak sig á að það var ekki til neitt tíma- rit um þessi fræði. Fræðimenn í tokkarísku gátu komið hugðarefnum sínum á framfæri í tímaritum sem fjölluðu almennt um málvísindi en Jörundi þótti vanta sérstakan vettvang fýrir þessi fræði. Eftir að hann lauk doktorsrit- gerð 1986 stofnaði hann þetta tímarit af eig- in rammleik sem er enn þá það eina sinnar tegundar. Tímaritið féll í mjög góðan jarðveg og varð þegar aðalvettvangur skrifa um tokkarísku. I ritnefnd voru fremstu fræðimenn á þessu sviði. Sex hefti eru komin út af tímaritinu sjálfu og það sjöunda mun koma út á þessu ári. Orðsifjabókin er fimmta sérritið sem komið hefur út. Með henni kveður Málvísindastofnun þessa útgáfu en mjög var gengið á eftir okk- ur um að halda útgáfunni áfram hér á landi. Það varð hins vegar úr að danskur háskóla- kennari að nafni Jens Elmegárd Rasmussen myndi taka við ritstjórn tímaritsins ásamt tveimur Þjóðverjum, Frakka og Belga. Tíma- ritið hefur því verið flutt út. Það er óhætt að segja að þetta framtak Jörundar hafi átt þátt í því að koma Íslandi á kortið í heimi samanburðarmálfræðinnar um leið og hann sýndi mönnum fram á að það væri grundvöllur fyrir útgáfu tímarits af þessu tagi.“ Jörundur var ekki aðeins útgefandi tímarits- ins. Hann var mjög afkastamikill í tokkar- ískurannsóknum og birti eigin verk í ritröð- inni. Hann hóf að rita orðsifjabókina síðasta árið sem hann lifði. „Hann tók einn bókstaf fyrir í einu,“ segir Guðrún. „Hann byijaði á K-inu en það er mjög algengur stafur í tokk- arísku. Hann lauk K-inu og var kominn nokk- uð á leið með sérhljóðakaflann en aðeins brot af afganginum af stafrófinu hefur verið unn- ið. Þrátt fyrir þessar takmarkanir er mikill fengur að þessari bók því það vantar handbæk- ur af þessu tagi um tokkarísku. í bókinni er ávallt vísað til nýjustu rannsókna og Jörundur kemur eigin hugmyndum og skoðunum á framfæri.“ Útgáfu- og fræðistörf Jörundar Hilmarsson- ar eru dæmi um útflutning á hugviti sem mjög hefur verið rætt um að þurfi að auka á undanförnum árum. „Það er ljóst," segir Guð- rún, „að störf Jörundar hafa borið ríkulegan ávöxt en nafn hans og íslands eiga eftir að lifa í tokkarískum fræðum um ókomna tíð.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.