Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 11
+ JING Pedersen: Blái fuglinn Fönix, olía á dúk 1983-’84. ?yrir af henni á dúka sína. í tvo mánuði íafði hann góða vinnuaðstöðu og gott reið- ijól til umráða og hagnýtti sér hvorutveggja jspart. Þessum þekkta fulltrúa nýja mál- /erksins, sem lifði sitt blómaskeið á níunda íratugnum, varð ekki skotaskuld úr að mála í stóra sýningu á tímabilinu og dúkarnir þó nargir í yfirstærðum. Með svana- og turna- tnyndum, eins konar ófriðlegri fortíðarþrá, litti hann í mark hjá danskinum og rokseldi skiliríin velsmurðu Thorvald Bindesböll var brautryðjandi og irífandi kraftur í danskri listhönnun á mjög fjölþættu sviði og eftir hann liggur mikið lífs- /erk. Einkum er hann þekktur fyrir keramik- /erk sín, sem enn í dag myndu sóma sér á hvaða sýningu nútíma leirlistar í heiminum. Einnig hannaði hann textíla, húsgögn og silf- urgripi, auk þess að gera uppköst að húsum, einkum villum, teikna auglýsingar og vegg- DÆMI um áhrif Ferdinands Hodler á núlistamenn: Maria-Antonietta Chiarenza. Ég er kona, hvert er ferðinni heitið? MEÐ vísun til fárviðrisins í kringum uppsögn listsögufræðingsins Önnu Castbergs frá Örkinni f Ishöj rissaði Poul Holch upp þessa mynd. Þetta er list... Þetta er mikil list... JENNY Nyström, sjáifsmynd, olíaádúk, 1884. spjöld. í bókverki var hann einstakur, og þar hannaði hann allt, yst sem innst. Þá er hann einnig höfundur hins þekkta merkimiða á Carlsberg-bjórflöskunum, sem hann hannaði 1904, og enn er notaður a.m.k. á hoffinn. Listamaðurinn var lesblindur og það er ástæðan fyrir einni smávillu, sem menn tóku kannski ekki eftir í upphafi, en tímdu svo ekki að leiðrétta, hún er ekki alvarleg og svo báru menn virðingu fyrir frumverki meistar- ans og höfðu húmor. Leirvasar hans og disk- ar í yfirstærðum eru einfaldir og svipsterkir, eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hin einföldu skreytiform á leirmununum sækja m.a. áhrif til fornra japanskra skreyt- inga á hlífum sverðhjalta. Æskustíllinn í mjög karlmannlegri og persónulegri útgáfu var kjarninn í listsköpun hans. Sýningarskrá- in, stór í umfangi, frábært bókverk eins og vera bar. Ilpplifgandi göturölt Bredgade og þá sérstaklega Store Kong- ensgade voru afar upplífgandi þessa svölu desemberdaga og í andstöðu við Strikið, sem útlendir skyndibitastaðir gróma sjást ekki slíkir. Verzlanir yfirmáta þokkafullar og ynd- islega sérdanskar. Jólaskreytingin á trjánum við Kóngsins Nýjatorg, þúsundir smáljósa, var sú formfegursta sem ég hef nokkurn tíma séð í stórborg og einstæð lifun. Hér var vissu- lega hægt að tala um hrifmikla innsetningu, installation! Ég naut þess ríkulega að ganga nokkrum sinnum um þessar götur og um leið framhjá Nýjatorginu á leið minni milli safna og list- húsa. í Kunstforeningan á Gammel Strand var sýning á verkum enduruppgötvaðs lista- manns, Auguste Chabaud, sem fæddist í Provence um leið og van Gogh dó og var samtíðarmaður allra hinna stóru í upphafi aldarinnar, sýndi með Picasso, Matisse, Dera- in, Vlaminc o.fl., var einkum undir miklum áhrifum frá fauvistunum. Skrifaði einnig ljóð og skáldsögur. Náði þó ekki fótfestu í París og hrökklaðist aftur til fjölskyldubúgarðsins í Provence. Tók þó þátt í sýningum í París fram til 1939 en hætti því svo, lést 1955 á fjölskyldubúgarðinum í Graveson. Var um farandsýningu að ræða og geta má þess, að Pompidou-listamiðstöðin í París festi sér átta myndir listamannsins. Þannig gengur þetta til í listaheiminum, en eitt af stóru nöfnunum verður hann naumast. Náði í skottið á árlegri sýningu danskra blaðateiknara, sem að þessu sinni var í sér- stökum húsakynnum Bikuben við Nörrevold er nefnast Rampen. Átti von á stærri sýn- ingu, en það sem fyrir var sveik ekki frekar en fyrri daginn. Hér er svið sem íslenzk blað- aútgáfa ætti að gaumgæfa á tímum vaxandi samkeppni við hátæknina. Einnig leit ég inn á Verkamannasafnið við Nörreport og hafði af þvi mikið gagn, en safnið virðist í fjár- svelti líkt og listasafn ASÍ hér heima. Að venju, ef eitthvað er um að vera, kom ég við á Gammel Dok, bækistöð arkitekta við Kristjánshöfn. Þar var og stendur enn yfir sýning á verðlaunahugmynd norska arki- tektsins Sverre Fehn að viðbyggingu Kon- unglega leikhússins við Kóngsins Nýjatorg, sem vakið hefur miklar deilur sem sér ekki fyrir endann á. Sem viðbótarrými er hönnun- in afar snjöll að mínu mati, en maður skilur líka þá sem sjá ofsjónum yfir útlitsbreyting- unum á torginu og lokun einnar gönguleiðar að og frá. í villibróö á Ámakri Einn daginn var mér boðið í villibráð til Tryggva Ólafssonar, sem nú býr úti á Ám- akri, sömuleiðis bókaútgefandanum Hans Jörgen Bröndum og konu hans Iselin C. Hermann, Peter Paulson formanni rithöf- undasamtakanna dönsku og konu hans, skólastjóranum Vibeke Eskildsen. Flensa heijaði á ungan son Bröndums og Iselin, svo að hann kaus að halda sig heima, en sjálf hélt hún í ríkum mæli uppi fjörinu um kvöldið sem var hið dýrlegasta. Bæði Peter Paulson og Iselin komu með merkileg- ar bækur til Tryggva, afar vel hannaðar. Var mér boðið á forlagið daginn eftir, sem er hið merkasta, en geymi að herma þar frá, því heimsóknin og hið einstæða forlag verð- skuldar sérstakan pistil. Ekki einungis fyrir þá sök að bókaforlagið er í eðli sínu svo sér- stætt að við eigum enga hliðstæðu, heldur einnig að út kom á vegum hennar kostulegt uppsláttarrit 1994, Bröndums Encyklopædi, sem varð ein metsölubóka það árið og selst ennþá jafnt og þétt. Auk þess hugnast mér að segja frá nokkrum bókaperlum sem út komu í Danmörku á síðastliðnu hausti og skara myndiist og við getum dregið dijúgan lærdóm af. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.