Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Qupperneq 16
MERGUR MALSINS 14 - ISLENSK ORÐATILTÆKI OFT OG TIÐUM EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON IÍSLBNSKU er að finna fjölmörg orðpör eða samstæður þar sem tvö atviksorð eru tengd saman með samtengingu og myndar sam- stæðan eina merkingarlega heild. Slíkar sam- stæður eru til þess fallnar að ljá merkingunni meiri þunga og fela þær í sér aukna áherslu ef svo má að orði komast. Sem dæmi um slík- ar samstæður má nefna oft og iðulega, skjótt og tíðum, hart og tíðum, oft og títt og ótt og títt, sem allar eru kunnar úr fomu máli, og enn fremur oft ogmörgum sinnum, endrum og sinnum, seint og snemma og statt og stöð- ugt, sem eru kunnar úr síðari alda máli. í samstæðunni oft og tíðum er því um að ræða tvö atviksorð, svipaðrar merkingar, sem tengd eru saman til aukinnar áherslu. Sam- stæðan myndar eina merkingarlega heild og tíðum er atviksorð rétt eins og t.d. löngum og stundum. I þessum búningi hefur samstæð- an verið notuð frá fornu fari og fram til nú- tímamáls. Elstu dæmi um samstæðuna er að fínna í kveðskap Jóns biskups Arasonar en vísast er hún miklu eldri. í nútímamáli er hins vegar alloft notuð önnur mynd, þ.e. oft á tíð- um. Elsta dæmi sem eg þekki um slíka notk- un er frá 19. öld en það dæmi er reyndar alveg stakt, önnur dæmi þekki eg aðeins úr nútímamáli. Í slíkum dæmum virðist atviksorð- ið tíðum túlkað sem þgf. flt. af nafnorðinu tíð ‘tími’ en slíkur skilningur er ekki upprunaleg- ur. Breytingin kann að eiga sér þá skýringu að í ýmsum öðrum föstum samböndum er að finna hliðstæður þar sem forsetningin á er notuð að viðbættu nafnorði í þágufalli, t.d. áður á árum, fyrr á tíðum og fyrr á öldum, sbr. enn fremur orð Hallgríms Péturssonar: Áður á tíðum/ var tíska hjá lýðum (Aldarhátt- ur). En breytingin varðar ekki aðeins búning samstæðunnar heldur einnig merkingu. Mér finnst merkingin í oft á tíðum nánast vera ‘stundum’ (í munni þeirra sem nota þessa mynd) en oft og tíðum merkir hins vegar ‘mjög oft’. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON HUGLEIÐING VIÐ ÁRAMÓT Enginn dauðans aflið sigrað fær; alla menn til foldar loks það slær. Sautján hundruð sjá ei næstu jól; svona hverfist tímans mikla hjól. Enginn veit, hvern armur dauða slær, enginn veit, hve skjótt hann færist nær. Þau, sem fæddust öndverðri á öld, eiga senn í vændum Iífsins kvöld. Verður þetta enn eitt árið þitt, eða færðu lífsins reikning kvitt? Verður þetta ár þér enn til hags eða fyrirboði hinsta dags? Höfundurinn er kennari á eftirlaunum. * 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 CHOUILLOU við eftirlætis iðju sína sem var Ijósmyndun. Hér snyrtir hann myndir með skærum heima hjá sér í Hafnarstræti 17. SKRIFSTOFA fyrirtækisins, Mory & C.ie í Hafnarstræti 17. geymsluloftið. Sagt var að ljósmyndir hefðu flogið um nágrennið. Hippar fengu að hirða þá hluti sem tekið höfðu stefnu á haugana, þar á meðal stóra bastkistu klædda lökkuðum ‘ segldúk. Kistan stóð síðar á leðurverkstæði á Skólavörðustígnum langt fram á níunda áratuginn og var höfð fyrir sýningarstand. Stúlkurnar með matrósahúfurnar voru - komnar á efri ár, þær tóku myndirnar til handargagns, þær þekktu merkingu þeirra og mikilvægi. Það var samt talið að filmum og ljósmyndaplötum ásamt mörgum myndum hefði verið hent. Annað hefur komið í ljós. Varðveist hefur forláta ljósmyndaalbúm úr brúnu leðri með myndum af franskri fjöl- skyldu Chouillou, en mér áskotnaðist það í kringum 1980 sem gjöf frá annarri matrósa- stúlkunni, ömmu minni. Árið 1990 fékk ég svo myndasafn frá henni sem Chouillou hafði skipulagt sjálfur og var það fengið Þjóðminja- safni íslands til varðveislu. 1994 mundi yngri matrósastúlkan eftir skókassa sem var fullur i af myndum en hann hafði verið notaður sem ílát undir myndimar 1972. Þessar myndir > hef ég nú nýlega skoðað vandlega og flokk- \ að. I því safni eru nokkrar áhugaverðar myndir sem birtast hér á síðunni. Allslaus gengu þau út í skipið sem flutti í þau út í heim. Kristín var óþreytandi að skrifa systrum sínum bréf en ekkert af þeim bréfum hefur varðveist. Ein minning er þó til úr einu bréfi, það er frá þeim tíma er þau hjón dvöld- ust hjá ríkum ættingjum Chouillou á búgarði í Alsír. Ríkidæmið var slíkt að þar var borð- að af silfurdiskum. Chouillou lést 75 ára gamall árið 1948 en Kristín árið 1951 aðeins 54 ára gömul. Síð- ustu æviárin í Rouen hafa verið þeim erfið því að borgin varð fyrir miklum loftárásum Þjóðveija í stríðinu. Vitað er að Chouillou var svo farinn að heilsu á þeim árum að hann treysti sér ekki í loftvarnarbyrgi. Nokkru áður en Kristín lést hafði hún skrifað og boðað komu sína heim en hún lifði við sára fátækt í fjölbýlishúsi í Rouen. Ekki er talið ólíklegt að aðbúnaður hennar hafi dregið hana til dauða langt um aldur fram. Myndirnar sem hér birtast hafa legið nán- ast ósnertar frá þeiin örlagaríka degi sem lýst er hér í upphafi eða í 73 ár. Síðustu 24 árin lágu myndir Chouillou í skókassa undan ítölskum karlmannaskóm ofan á gráum silki- pappír sem skórnir höfðu verið vafðir í. Höfundur er oðstoðarskólastjóri. KARLÍNA HÓLM RITAÐ ISANDINN - þekkti áður fyrr þá hlýju sandfláka Hingað ber mig þá á háljósi - horfi niður, hverf, samanvið brúnt myrkrið. Mér bregður aftur fyrir í mildu mánagullinu glitvængjuðu. Er þá staddur útí lágnættinu, hrakinn af braut glóroða, rifínn frá helgri himnafestingunni: verð kulstirni ómælisdjúpa. Á meðan er ég dregin áfram, - nauðug, þeir hamfletta mig með vélknúinni klippu. Nýstigin fram úr fiðursæng minni. Legg til hliðar leikbúning strútsins, - viljug. Skurnlaust eggið, liggur nú gljúpt í volgum sandinum. Steingeld sköpun þess hrekst. Eg ferðast - áfram, áfram, um brottfluttar vonir öldulands. A meðan skel mín eldist, hvíla síbreytileg verkin berangursleg í hruni orðstefja; öðlast þó merkingu í kvikum sandinum. Höfundur er hjúkrunarfræóingur í Reykjavík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.