Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Blaðsíða 2
BRESKIR LEIK-
LISTARNEMAR í
ÞJÓÐLEIKHÚS-
KJALLARANUM
VON er á hópi leiklistamema frá The Br-
istol Old Vic Theatre School á Englandi
til landsins að setja upp leikrit í Þjóðleikhús-
kjallaranum sem nefnist Northem Lights
eftir Frederick Harrison. Leikritið gefur
innsýn í líf þriggja ungra farandverka-
manna frá Bretlandi á Tálknafírði. Verkið
lýsir afdrifum hinna ungu manna í einu
afskekktasta þorpi íslands þrjú þúsund
kílómetra frá heimilum sínum, eins og seg-
ir í lýsingu á verkinu, en fylgst er með
þeim fyrstu sex mánuðina. Verkið hefur
vakið mikla athygli í Bristo þar sem það
hefur verið sýnt í Kjallaraleikhúsinu við
The Bristol Old Vic Theatre School.
Æfa á Tálknafirói
Leikhópurinn mun koma til landsins 22.
mars og halda til Tálknafjarðar þar sem
hann mun æfa leikritið en leikstjórinn er
íslenskur, Gunnar Sigurðsson. Sviðsstjóri
mun einnig verða íslenskur, Anna Pála
Kristjánsdóttir, en hún stundar nám við
skólann í Bristol ásamt leikurunum. Með
aðalhlutverk sýningarinnar fer Mall Harr-
les og aðrir leikarar em Belinda Kelly,
Phoebe McEnery Beacham, Oded Fehr og
Barry Satchwell Smith.
Bwbbi spilar með
Bubbi Mortens mun koma fram ásamt
hópnum í Þjóðleikhúskjallaranum en sýn-
ingar verða þar dagana 10. til 13. apríl.
í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg er
nú allsérstaeð sýning sem nefnist Tiltekt.
Listaverkageymsla safnsins hefur verið
rýmd og verkunum komið fyrir í öllu
safninu. Safnið er þannig orðið umgjörð
um tiltektargerning þar sem þrir fag-
menn mæla og meta, mynda, skrá og spá
í verkin sem koma út úr geymslunni. I
lok sýningarinnar verða myndirnar flutt-
ar í aðra geymslu.
„Þarna hafa komið í ljós verk sem að
minnsta kosti yngri listunnendum eru
ókunn,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir
forstöðumaður safnsins. „Við höfum til
dæmis dregið fram í salinn verk eftir
Dieter Roth, svo sem minnstu bókverk í
heimi og hljómplötur eftir hann. Einnig
er nú kominn fram fjöldi verka eftir ís-
lenska listamenn, svo sem Hannes Lárus-
son, Sigurð Guðmundsson, Rósku og
Magnús Pálsson. En margt fleira á eftir
að líta dagsins ljós ennþá því við erum
rétt að byrja.“
ÆFT FYRIR
KÍNAFERÐ
TUTTUGU manna hópur heldur til Peking á
mánudag, þar sem haldin verður íslensk
menningarvika. Þar verður meðal annars
sýnd ný ópera eftir Atla Heimi Sveinsson,
Tunglskinseyjan, við söngtexta Sigurðar
Pálssonar. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur
Emilsson leikstjóri Kristín' Jóhannesdóttir.
Fyrsta heildaræfing hópsins var í FÍH-saln-
um, við Rauðagerði síðastliðið þriðjudags-
kvöld og er myndin tekin við það tækifæri.
Fimmtudaginn 20. mars og miðviku-
daginn 26. mars kl. 20 verða spjallkvöld
þar sem valdir félagar Nýlistasafnsins
munu ganga á milli verka og leysa frá
skjóðunni eftir því sem andinn blæs þeim
í brjóst. Gestir og gangandi munu vænt-
anlega verða einhvers vísari um tilurð
og árur, anda og útgeislun tilfallandi
verka. Að sögn Ragnheiðar eru félags-
menn hvattir til að mæta og bæta ein-
hverju við og heilsa upp á verkin sín svo
þau gleymi þeim ekki.
Sýningin verður opin þriðjudaga til
föstudaga frá kl. 14.-18 en lokað er um
helgar. Sýningunni lýkur miðvikudaginn
26. mars. Umsjónarmenn sýningarinnar
eru Áslaug Thorlacius, Pétur Orn Frið-
riksson og Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Fagmenn sem að sýningunni vinna verða
Níels Hafstein, Benedikt Kristþórsson og
Áslaug Thorlacius. Arnfinnur Einarsson
mun einnig aðstoða.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Vatnslitamyndir Barböru Westman sýn. til 31.
marz, og sýn. á nýjum verkum eftir Jacques
Monroy, einnig sýn. á verkum eftir Kjarval til
11. maí._
ASÍ - Ásmundarsalur - Freyjugötu 41
Sólveig Aðalsteinsdóttir sýn. til 22. marz.
Listasafn Islands - Fríkirkjuvegi 7
Sýn. Ný aðföng.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti
74
Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til
loka maímánaðar.
Gallerí Onnur hæð - Laugavegi 37
Sýn. á verkum Eyborgar Guðmundsd. á miðvd.
út marz.
Gallerí Listakot - Laugavegi 70
Dröfn Guðmundsdóttir sýn. til 2. aprfl.
Gallerí Hornið
Gígja Baldursdóttir sýn. til 26. marz.
Snegla listhús
Þuríður Dan Jónsdóttir sýn. til 24. marz.
Mokka - Skólavörðustíg
Werner Kalbfleisch sýn. út marz.
Gerðuberg - Gerðubergi 3-5
Sýn. á eldri verkum Finnboga Péturss. til 30.
marz.
Sjónarhóll - Hverfisgötu 12
Þorri Hringsson sýn. til 30. marz.
20m2 - Vesturgötu lOa
Hannes Lárusson sýnir.
Galleríkeðjan - Sýnirými
Sýningar í marz: Gallerí Sýnibox: Þórarinn
Blöndal. Gallerí Barmur: Margrét Lóa Jónsdótt-
ir, berandi er Hemmi Gunn. Gallerí Hlust
(551-4348): „Paperdog". Gallerí Tré: Margrét
Blöndal.
Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp.
Eyjólfur Einarsson, Jón Axel Björnsson og Sig-
rún Ólafsdóttir sýna til 31. marz.
Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf.
Guðrún Benedikta Elíasdóttir sýn. til 7. apríl.
Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf.
Sæmundur Valdimarsson sýn. í aðalsal. Sigrún
Harðardóttir sýn. í Sverrissal. Elías B. Halldórs-
son sýnir í kaffistofunni. Allar sýningarnar eru
til 7. apríl.
Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9
Gunnlaugur Blöndal sýnir til 22. marz.
Gallerí List - Skipholti 50 b
Þóra Sigurþórsdóttir sýnir til 1. apríl.
Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70
Skólasýn. á völdum verkum Siguijóns.
Norræna húsið - við Hringbraut
Leirlistarsýn. eftir 11 leirlistarkonur til 16. marz.
Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b
„Tiltekt." Sýning á verkum í eigu Nýlistasafns-
ins stendur til 26. marz.
Listþjónustan - Hverfisgötu 105
Bragi Ásgeirsson sýn. til 5. apríl.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Kristján Guðmundsson sýn. til 25. marz.
Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6
Kristin Schmidhauser Jónsdóttir sýn. til 23.
marz.
Þjóðminjasafn íslands - Hringbraut
Sýn. í Bogasal: „Fyrrum átti ég falleg gull“.
Gallerí Fold - við Rauðarárstíg
Soffía Sæmundsdóttir sýn. til 23. marz.
Hallgrímskirkja - Skólavörðuholti
Veggteppi úr fórum Listasafns Hallgrímskirkju
Listasetrið Kirkjulivoll - Akranesi
Sýn. Bjöms Halldórssonar og Gæflaugar Bjömsdótt-
ur til 16. marz.
Slunkaríki - Isafirði
Sigríður Ásgeirsdóttir sýnir til 31. marz.
Ráðhús Reykjavíkur
Nana Ditzel sýnir til 23. marz.
Laugardagur 15. marz
Langholtskirkja: Karlakór Reykavíkur kl. 16.
Grensáskirkja: Kristín Lárusdóttir kl. 17. Kirkju-
hvoll Garðabæ: Anna Júliana Sveinsdóttir
mezzósópran og Sólveig Anna Jónsdóttir pían-
ól. kl. 17. Félagsheimilið Hvoli: Samkór Rangæ-
inga og kór Grafarvogskirkju kl. 21.
Sunnudagur 16. marz
Norræna húsið: Beethoventríó Kaupmannahafn-
ar kl. 20. Hallgrímskirkja: Mótettukórinn og
Schola Cantorum flytja kl. 17. Listasafn Sigur-
jóns Ólafssonar: Kolbrún Ásgrímsdóttir sópran
og Kolbrún Sæmundsdóttir píanól. kl. 17. Víði-
staðakirkja: Karlakór Reykjavíkur kl. 20. Stóra-
dalskirkja: Samkór Rangæinga og kór Grafar-
vogskirkju kl. 21. Reykholtskirkja: Barokk- og
þjóðlagatónlist kl. 16. Flytjendur Sverrir Guð-
jónsson, Camilla Södeberg og Snorri Örn Snorra-
son.
Mánudagur 17. marz
Gerðarsafn: Eydís Franzd. óból. og Brynhildur
Ásgeirsd. píanól. kl. 20.30. Leikhúskjallarinn:
Nemendaóperan kl. 21. Listasafn íslands:
Kammersveit Reykjavíkur kl. 20.30.
Þriðjudagur 18. marz
Langholtskirkja: Karlakór Reykajvíkur kl. 20.
Miðvikudagur 19. marz
Listasafn íslands: Ögmundur Bjamason kl. 20.
Fimmtudagur 20. marz
Langholtskirkja: Karlakór Reykjavíkur kl. 20.
Föstudagur 21. marz
Áskirkja: Tónlistarskólinn í Reykjavík -
Strengjasveit yngri deildar kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Kennarar óskast lau. 15. og fös. 21. marz.
Leitt hún skyldi vera skækja lau. 15. og fös.
21. marz.
Köttur á heitu blikkþaki, sun. 16. og fim. 20.
marz.
Litli Kláus og Stóri Kláus, lau. 15. og sun. 16.
marz.
Borgarleikhúsið
Völundarhús fös. 14. marz, sun. 16. og mið.
19. marz.
Trúðaskólinn sun. 16. marz.
BarPar lau. 15. og fös. 21. marz.
Dómínó lau. 15. marz, tvær sýn., og fím. 20.
marz.
Konur skelfa þri. 18. og fim. 20.
Svanurinn sun. 16. marz.
Fagra veröld lau. 15. og fös. 21. marz.
Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús-
geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22
sýningardaga.
íslenska óperan
Káta ekkjan lau. 15. marz.
Loftkastalinn
Áfram Latibær sun. 16. marz tvær sýn.
Á sama tíma að ári lau. 15. marz.
Hermóður og Háðvör
Birtingur lau. 15. og fös. 21. marz.
Skcmmtihúsið
Ormstunga fös. 21. marz.
Kaffileikhúsið
íslenskt kvöld lau. 15. marz.
Möguleikhúsið
Snillingar í Snotraskógi lau. 15., sun 16. og
fím. 20. marz.
Brúðubíllinn
Hveragerði laug. 15. marz kl. 3. og sun. 16.
marz á Hvolsvelli kl. 3
Norræna húsið - við Hringbraut
Otto er et næsehorn, dönsk bama- og fjölskyldu-
mynd, sýnd sun. 16. marz kl. 14.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir
að birtar verði í þessum dálki verða að hafa
borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringl-
unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„ÞARNA hafa komið í ljós verk sem að minnsta kosti yngri listunnendum eru
ókunn,“ segir Ragnheiður Ragnarsdóttir forstöðumaður Nýlistasafnsins þar sem
verið er að taka til í listaverkageymslum þessa dagana.
TILTEKTARGJORNINGUR
í NÝLISTASAFNINU
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997