Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Qupperneq 20
London er risastór
sýningarbás fyrir
samtímalist. SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR var á
randi um þrjár sýningar,
sem standa nú yfir í
heimsborginni.
óhugnanlegu og er enn eitt dæmi um verk
sem ber í sér óhugnað við nánari athugun.
Óhugnað að baki hversdagslegs yfirborðs.
Dick Bengtsson, 1936-1989, var sænsk-
ur, sjálfmenntaður listamaður, sem fór sínar
eigin leiðir og hélt sig að mestu utan við
listaheiminn. Myndir hans eru ísmeygileg
gagnrýni á borgaralega listhefð, þar sem
hann notar gjarnan vinsæl og væmin mótíf
eins og fjöll og sumarbústaði. En listaskal-
inn er drungalegur og enn eykur á drunga
og óhugnað að hann smeygir á stundum inn
hakakrossi í myndirnar. Myndir hans fá því
aðra skírskotun en sú list, sem hann deilir
á. Svisslendingurinn Jean-Frédéric Schnyd-
er er á svipuðum nótum í 35 smámyndum,
KOSTURINN við stórborg eins og
London er að þar gefst gott tæki-
færi til að fylgjast með því sem er
efst á baugi í samtímalist. Margir
sýningarstaðir sérhæfa sig í að koma henni
á framfæri og þar er Institute for Contempor-
ary Arts eða ICA fremst í flokki. Margir
aðrir staðir sýna líka samtímalist reglulega,
svo það er ekkert annað en að grípa tímarit
yfír það sem á seyði er í borginni og taka
stefnuna beint af augum.
Belladonna — list i lok aldarinnar
Belladonna er ekki aðeins nafnið á sýn-
ingunni, sem stendur yfir í ICA fram til
12. apríl, heldur líka heitið á eitraðri jurt
og þýðir reyndar fögur kona á ítölsku.
Konur á síðustu öld dreyptu stundum safa
jurtarinnar í augun, því þá stækkuðu auga-
steinarnir og gáfu þeim sérstakan svip og
áhrif. Jurtin tengist lokum síðustu aldar
og gefur skemmtilega skírskotun til alda-
lokalista sem sérstaks fyrirbæris, en gæti
"kannski einnig orðið áhorfandanum sams
konar örvun og jurtin.
ICA hefur safnað saman verkum eftir
29 listamenn, flestum ungum, frá ýmsum
þjóðum. Viðfangsefnin eru margvísleg, en
gegnumgangandi þráður er landslag með
einhverju óhugnanlegu eða ógnþrungnu
ívafi, fólk í óskiljanlegu og hálf óhugnan-
legu umhverfi og leikur með kunnuglegar
aðstæður, en þó með ógnvekjandi undirtón.
Við innganginn er myndband eftir hina
hollensku Lizu May Post, „Sigh“, þar sem
ung kona situr og starir inn í eld, sem
^rennur á svefnherbergisgólfinu. Þar innaf
er svartur skúlptúr,'„Cape“, eftir Kerry
Stewart frá Englandi og er eins og nafnið
bendir til skikkja, en fyrir tröllvaxinn mann,
sem hefur bara brugðið sér úr henni.
En hvort einhvern langar að leggjast við
hlið stúlku Stewarts, „This Girl Bends“, er
óvíst. Þetta er stytta af stúlku í tæplega
fullri stærð, sem stendur liggjandi eða ligg-
ur standandi og vekur áhorfandanum undar-
legar kenndir og hugsanir um hið mögulega
og ómögulega, drauma og veruleika. Hol-
lendingurinn Paul de Reus sýnir skúlptúr
af stelpukrakka, „Stelpa stækkar of hratt",
sem hristir hausinn án afláts. Við fyrstu sýn
er krakkinn bara eins og óþekkur krakki,
sem hristir hausinn, en stöðugur hristingur
og flaxandi hár yfir andliti, sem aldrei kem-
ur í ljós, vekur tilfinningu af einhveiju
Stelpa stækkar of hratt skúlptúr eftir Paul de Reus.
Fjallafólkið eftir Dick Bengtsson.
ALDAMÓTAHNIGNUN OG
UPPHAFIÐ EFNI OG RÝMI
sem allar hringsóla í kringum svissneskt
póstkortalandslag og draga fram óhugnað
þess sem undir býr. Ein myndanna í ser-
íunni er mörgum kunnugleg, því hún er á
geisladiski Nicks Caves, „Murder Ballads“.
Landi Bengtsson, Annika von Hausswolff,
er að vanda upptekin af hinu kvenlega sjónar-
homi í risastórri ljósmynd af konu og varð-
hundi á strönd, þar sem hulin ásýnd konunn-
ar vekur hugmynd um glæp, konuna sem
þolanda og notkun kvenna í náttúrumyndum
fyrri tíma. í myndbandinu „Astronaut" er
hin bandaríska Kathleen Schimert einnig
upptekin af kvenhlutverkinu og náttúrunni,
þar sem geimfari reikar um í frostheimi án
þess að hitta stúlkuna sína. Indveijinn Anish
Kapoor hefur skapað hol úr bylgjuðu áli, sem
gengur inn í vegginn, og hlýtur að draga
áhorfandann til að þreifa inn í holið og stijúka
álið, rétt eins og skikkja Stewarts laðar hann
til að prófa hana. Hinn bandaríski Jeff Ko-
ons hefur skapað sér nafn með því að sýslan
sinni á barmi hins væmna og sykursæta og
jók enn hróður sinn er hann giftist ítölsku
fatafellunni Cicciolinu. Hann sýnir þarna
gríðarlegan gylltan spegil, með sömu
„kitsch“-tónum og oft áður.
ICA tekur til lista almennt og hýsir leik-
hús og efnir reglulega til tónleika, fyrir-
lestra og annars, sem gerir húsið sjálfsagð-
an viðkomustað áhugamanna um nútímal-
ist. Það er í Pall Mall, örskammt frá Picca-
dilly Circus, og því eins miðsvæðis og hægt
er. Þar er bókabúð og góð kaffistofa og
góðir málsverðir á boðstólum, svo bæði and-
legum og líkamlegum þörfum er fullnægt í
heimsókn þangað.
Myndhöggvararnir
Cragg og Fabro
Bretinn Tony Cragg er fæddur 1949 og
gat sér framan af orð fyrir skúlptúra úr
ýmsu rusli. Á sýningu í Whitchapel Gallery
eru verk af því tagi, meðal annars heilmik-
ill spírall úr alls kyns flöskum, sem hann
hefur gefið upphafinn blæ með því að sand-
blása, en einnig getur að líta mótuð verk
og teikningar.
Form Craggs, eins og þau blasa við í
stóru verkunum hans, eru oft bylgjandi og
undin. Auk flöskuspíralsins er þarna skúlpt-
úr í tveimur hlutum, undin og teygð form,
irn:niiVÍTÍ:i:i:i:«ii
Flöskuspírall eftir Tony Cragg.
þakin fílabeinshvítum teningum. Þetta þægi-
lega slétta yfirborð og mjúk formin gera
það að verkum að það er ómögulegt að
horfa aðeins á verkið, því hendurnar drag-
ast að því og vilja stijúka það. Önnur stór
hvít form í gipsi, alsett reglulegum götum,
minna á afrískar krukkur, en þarna eru líka
verk í bronsi. Margvíslegt efni Craggs gera
verkin íjölbreytt og athugunarefnin fjöl-
mörg. Cragg er heillaður af Brancus og í
kvikmyndasalnum gengur himnesk mynd,
sem Cragg gerði um þennan heillandi rúm-
enska myndhöggvara.
í víðáttumiklum og klassískmótuðum mið-
sal Tate Gallery liggja nokkrir marmara-
skúlptúrar eftir ítalann Luciano Fabro. Á
sjöunda áratugnum var hann undir áhrifum
Marcel Duchamp og Yves Klein og lék sér
meðal annars að stígvélaformi heimalands-
ins. Á sýningunni í Tate er hann enn að
velta fyrir sér heimaformum, en á annan
hátt, því hann bregður upp klassískum form-
um eins og súlum, en vinnur úr á eigin hátt
í marmara í ýmsum litum. Samspilið milli
forma Fabro og hins klassíska rýmis safnsins
bætir sérlegri og upphafinni vídd við form
Fabros. Sýningin stendur til 15. maí.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ1997