Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Side 8
4-
DRAUMSTAFIR 3
í óræk spor þín
féll ímynduð birta
míns ullhvíta draums.
Ég sá andlit þitt speglast
í innhverfri bylgju
hins öfuga straums.
Og svipur þinn rann
eins og svalkaldur skuggi
milli svefns míns og draums.
STEINN STEINARR
Timinn og vatnió
HVAÐ ER innsæi? Sam-
kvæmt orðanna hljóðan er
það; að sjá inn eða inn-
sýn, væntanlega í það
sem er venjulega hulið í
mannlegu eðli, það er að
segja, innra líf okkar, það
andlega, huglæga, sem
er innan meðvitundar. í Orðabók Menningar-
sjóðs er sagt að innsæi sé hæfileiki til að
fínna sannleika án reynsluþekkingar eða
rannsóknar; getspeki; djúpur, næmur skiln-
ingur. í orðabók Máls og menningar, Orða-
stað, er talað um að vera gæddur næmu inn-
sæi á mannlegt eðli og að lýsa sálarlífi. Sem
sagt, innsæi er að finna og skilja sannleika
og sálarlíf, án ytri efnismeðferðar og að-
stæðna. Að „fínna" það sem rétt er, en ekki
skilgreina það, með vísindalegum aðferðum.
Að skilja það sem rétt er, án utanaðkomandi
tilsagnar og skynja hið góða án predikunar.
Skynja eðli hlutanna og hlutverk tilverunnar
frá innri veruleika sínum og tengslin við
Guð. Með öðrum orðum, að vera í sambandi
við þrískipta vitund sína og andlegan veru-
leika, þar sem hin fljótandi hugsun er meðvit-
uð og innsæið því sjálfsagt ferli.
Innsýn
Öll höfum við þennan hæfileika sem við
köllum innsæi, en erum misvel opin fyrir
þessum mikilvæga þætti tilveru okkar. Þá
notum við öll orðatiltæki sem tengjast inn-
sæinu. „Þetta er góð hugmynd"; „mér datt
það í hug“; „ég fann það á mér“; „ég hafði
óljósan grun“; „því var eins og hvíslað að
mér“; „hún hefur innsýn í málið"; „hann er
svo næmur“; „hún las mig eins og opna bók“;
„hann veit lengra nefi sínu“. Og svo mætti
lengi telja um orðtök sem vitna til innsæis
og við notum meðvitað og ómeðvitað í dag-
legu tali, en án frekari ígrundunar um merk-
ingu orðanna. Þegar við, einhverra hluta
vegna, erum látin taka sálfræðipróf um innra
eðli okkar, þykir alltaf merkilegt ef við lend-
um hátt á innsæisskalanum og erum „næm“,
það veit á gott efni í skáld, sálfræðing eða
listamann. Jafn slæmt þykir þegar „nærnur"
einstaklingur og efni í skapara, þolir ekki
álag harða efnishyggjuheimsins og „fer yfir-
um“, missir geðheilsu og þar með hæfíleik-
ann til að þroska hæfileika sína í tengslum
við aðra. En innsæi eða „næmi“ virðist ein-
mitt algengt hjá geðveiku fólki og er það oft
ótrúlega næmt á umhverfi sitt og hugsanir
annarra. En ekki eru allir geðveikir sem
næmir eru, og hafa innsýn í innra líf sitt og
veruleika. Rudolf Steiner, 1861-1925, er
einn margra sem vann með innsæi sitt og
gerði það að lífsstarfi sínu. Ásamt góðri
skipulagsgáfu vann hann meðvitað að virkjun
innri afla til velfarnaðar í ytra lífi. 1909 stofn-
aði hann hreyfingu byggða á hugsun sinni
og tengslum við innra lífið, hreyfíngu sem
hafði það að markmiði að finna lífinu gagn-
legar leiðir með aðstoð lista og menningar,
í samhljóm við náttúruna, og virkja þessi öfl
í daglegum störfum ásamt innsæinu, mannin-
um til andlegs og líkamlegs velfarnaðar.
Honum tókst að framkvæma þessa hugmynd
sína og enn í dag eru menn að framkvæma
kenningar Steiners og ala upp einstaklinga
í andlegum veruleika.
Sjáandi
Hvernig nálgumst við okkur sjálf og inn-
viði okkar? Með hugleiðslu, innhverfri íhug-
un, bæn og jóga? Jóga er talið mjög góður
kostur til að opna fyrir orkuflæðið (prana)
milli vitundarhvelanna og að innsæinu, sem
opnar leið í innra líf okkar, bætir heilsuna
og heldur elli kerlingu í skefjum. Þá er ljóða-
lestur og önnur andleg ræktun, svo sem hlust-
un á klassíska tónlist og skoðun myndlistar,
göfgandi þættir til að laða fram innsæið og
tengslin við vitundina. En annar þáttur, jafn
mikilvægur fyrir ræktun og eflingu innsæis
og anda eru draumarnir. Draumarnir eru
DRAUMURINN er spegilmynd sálarinnar og sjálfsins. Málverk eftir Kristján Kristjánsson.
drauminn, gefur okkur
vísbendingar og sýnir
okkur í táknmyndum,
svör við spurningum
um lífið og tilveruna.
Þessi draumavera er
ímynd innsæisins og
útsendari sálar og vit-
undar, sem veitir okkur
innsýn í dulda þætti til-
verunnar, og fer með
okkur út yfir rúm og
tíma, ef henni sýnist
svo, okkur til verndar
og velsældar á leið okk-
ar um lífin. Austurríski
sálkönnuðurinn og
draumafræðingurinn
Carl Jung, virkjaði
hana fyrr á öldinni í
rannsóknum sínum á
sálarlífinu og draumum
manna. Hann gaf henni
gríska nafnið fyrir sál;
Animum (hjá körlum)
og Anima (hjá konum).
Hann komst að því, að
gegnum drauminn með
Animu/s, fengjust svör
við öllum spurningum
mannlegrar tilveru, og
því beitti hann þessu
afli óspart í sál- og
geðlækningum með
góðum árangri. En
þessi innri maður sem
er sendiherra sálarin-
anr, fulltrúi vitund-
arinnar og boðberi inn-
sæisins, er maður
margra andlita og því
oft erfitt að átta sig á
hver hann er, hvar og
hvenær. Draumarnir
virðast oft ruglingsleg-
ir og í þeim margar
ólíkar persónur, kunn-
ar sem ókunnar. Tákn-
in oft yfirgengileg eða
íjarstæðukennd, svo
við hristum bara haus-
inn yfir draumalífínu
og gleymum öllu sam-
an. En allt er þetta
runnið frá rótum sálr-
innar og kvíslast um
farvegi vitundar, æðri
sem lægri, meðvitaðrar
sem duldinnar, uns
stofn innsæisins drekk-
EFTIR KRISTJAN FRIMANN
A VITINNSÆIS
Draumarnir eru spegilmyndir sálarinnar og sjálfsins.
I tengslum vió þá opnast áóur ókunnar leióir inn-á-
vió og -út, skilningur á duldum þáttum sjálfsins og
tilverunnar skerpist, innsæió veróur virkt og
nýjar víddir opnast.
hvetjum og einum
manni til staðar, hvar
sem er og hvenær sem
er, án kvaða, án
predikana, án blygð-
unar og ótta um það
að hlutirnir gangi ekki
og okkur takist ekki
að skilja hvert annað
eða sjálf okkur. Því
draumarnir eru speg-
ilmyndir sálarinnar og
sjálfsins. í tengslum
við þá opnast áður
ókunnar leiðir inn-á-
við og -út, skilningur
á duldum þáttum
sjálfsins og tilverunnar
skerpist, innsæið verð-
ur virkt og nýjar víddir
opnast, inn-á-við og
-út, í heim þess smáa
sem stóra. Hinn mikli
andi eða „orkan“, sem
er í öllum hlutum og
VIRKT innsæi. Málverk
eftir Gunnar Örn.
við samnefnum guð,
verður sjálfsagður
hluti af meðvitund
okkar. Þessi orka (vit-
undin?) sem talað er
um af leikum sem
lærðum, í bókum um
andleg málefni, í kirkj-
um og á mannamót-
um, er alheimsorkan,
krafturinn sem lætur
allt snúast, lifna og
dafna, deyja og endur-
fæðast; dýr, plöntur,
vatn, veður og vind,
fólk, plánetur, sólkerfi
og öll þau undur sem
rúmast innan þessara
hugtaka.
Innri maóur
1 draumum okkar
birtast ávallt ímynd
karls eða konu sem
leiðir okkur um
ur í sig visku draumanna svo andi mannsins
megi nærast, víkka og opnast. Táknin verða
skýr, persónurnar kunnar og heildræn þekk-
ing á eðli draumsins er ljós, innsæið er virkt
og sálin hluti af meðvitaðri upplifun.
Rósirnar þrjár
Til þess að öðlast þennan hæfíleika, að
opna rásir eigin visku, á stöðvar innsæis,
sálar og vitundarhvela, ber þeim manni sem
hyggur á hugaropnun, að vera/verða meðvit-
aður um þessi þijú vitundarstig eigin sjálfs,
og vera stöðugt vakinn fyrir tilvist þeirra.
Þar eru draumarnir mjög mikilvægur þáttur
til örvunar, með öllum sínum táknum og
boðum frá vitundarstigunum þrem, merkjum
frá fyrri tilvistarstigum og þeim komandi,
sem og samræmingarmerkjum mannsins við
tilveru hans, ytri sem innri. Til að hefja
draumkönnun er beittasta vopnið, penni og
blað þar sem allir draumar eru skráðir sem
munaðir eru, jafnvel slitur úr draumi og sið-
ar skilgreindir með hjálp huga, draumabóka
og draumamanna. Fyrir svefnin er gott að
íhuga komandi nótt og drauma, gefa þeim
táknum sérstaka athygli sem eru óskiljanleg
eða vekja furðu, og setja sig í spor þeirra
persóna sem þig dreymir, til að skilja sam-
hengi draumsins og næstu drauma. Vakna
og hripa niður þær myndir sem skýrastar
eru og íhuga örstutt drauma næturinnar,
áður en haldið er út í lífið. Æfingin skapar
meistarann og smám saman opnast nýjar og
fleiri dyr að skilningi á draumunum og innra
eðli mannsins. Jóga og íhugun er ferli á sömu
rás, sem eykur flæði hugsana frá dul og
yfirvitund til meðvitundar, sem aftur þrýstir
á aukinn skilning á draumunum, og þar með
eigin sjálfi og innsæinu.
Ad lála hwgann reika
Þegar dreymandinn er orðin meðvitaður
um innra líf sitt og tengdur við innsæi sitt,
þann innri heim sem hann ber og þann innri
mann sem hann hefur að geyma, er kominn
tími til að skilgreina huglægt líf, til að skilja
betur eðli hlutanna, form tilverunnar og til-
I
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997
1