Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Qupperneq 19
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á TÓNLEIKUM Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum í Hall-
grímskirkju á morgun verður meðal annars frumflutt nýtt verk eftir
Hjálmar H. Ragnarsson.
MARIA OG
KROSSINN
MÓTETTUKÓR Hallgríms-
kirkju og Schola Cantorum
flytja verk eftir Palestrina,
Gesualdo, Arvo Part og
Hjálmar H. Ragnarsson í
Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl.
17.00. Stjórnandi beggja kóra er Hörður
Áskelsson. Yfirskrift tónleikanna er María og
krossinn. Þá ber upp á boðunardag Maríu sem
birtist sem ljós í skammdegi föstunnar. Verk-
efni tónleikanna eru frá tveimur ólíkum tímum
tónlistarsögunnar, endurreisnartímanum og
tuttugustu öldinni.
Eftir Hjálmar H. Ragnarsson verður frum-
flutt á íslandi stórt kórverk, Te Deum, hinn
latneski lofsöngur fyrir kór án undirleiks. Verk-
ið skrifaði Hjálmar árið 1995 fyrir Mótettukór
Hagerstens í Svíþjóð en það var pantað af
NOMUS. í þessu verki bregður Hjálmar fyrir
sig tónsmíðastíl sem hann hefur ekki notað
mikið fyrr, það er að segja stílbrögðum fúgu-
listarinnar, og tengir hann stílbrögðum sem
menn þekkja í hans fyrri verkum.
í samtali við Morgunblaðið sagði Hjálmar
að þetta væri flókið og kröfuhart pólífónískt
verk. „Það skírskotar til fyrri alda þótt það sé
í nútímalegu tónmáli. Það er samið við æva-
fornan latneskan trúartexta sem var og er enn
sunginn á trúarhátíðum og við önnur tækifæri
þegar mikið er við haft í messugerðinni. Text-
inn er ákall til drottins en um leið bæn mann-
kyns um eilíft líf í himnadýrðinni. Með tónsmíð-
inni legg ég minn tuttugustu aldar skilning í
textann en mörg tónskáld hafa samið við hann
áður, svo sem Purcell, Hándel og Haydn.“
Eftir Palestrina verður flutt tveggja kóra
verk við latneskan texta sekvensíunnar, Stabat
Mater. Ljóðið er eftir Jacopone da Todi frá
þrettándu öld og fjallar um sorg og þjáningu
Maríu við krossinn.
Gesualdo samdi stórt safn mótetta við texta
helgihalds dymbilvik'u. Á tónleikunum hljóma
þrjú Responsoria sem eru sex radda kórverk
við iðrunarfulla texta sem ættaðir eru frá spá-
mönnunum Jeremía og Jesaja og úr Harmljóð-
unum. Gesualdo málar þessa texta mjög sterk-
um litum með hljómum sem oft minna á hljóma-
notkun tónskálda á nítjándu og tuttugustu öld.
Verk Palestrina og Gesualdo eru sungin af
Schola Cantorum, kammerkór skipuðum átján
söngvurum sem stofnaður var við Hallgríms-
kirkju síðastliðið haust.
Arvo Párt, hinn eistneski tónhöfundur kyrr-
leikans og einfaldieikans, sem svo mikið hefur
látið að sér kveða á sviði kórtónlistar undan-
fama tvo áratugi, á tvö verk á tónleikunum sem
bæði tengjast Maríu guðsmóður. Bæði tónverk-
in eru dæmigerð fyrir stíl hans sem er fullur
af miklum andstæðum í styrk og raddfjölda.
Fyrst sameinast kóramir í að flytja Sjö andstef
við Magnifícat, tónverk frá árinu 1991 en það
er tónsetning texta sem tilheyra helgihaldi að-
ventu í kaþólskri kirkju. Mótettukórinn flytur
Magnifícat, lofsöng Maríu, frá árinu 1989.
Mótettukór Hallgrímskirkju er um þessar
mundir að halda upp á fimmtánda starfsár sitt
og er þar skammt stórra högga á milli. Fyrir
utan þessa tónleika flutti hann um jólin fjórar
af sex kantötum Jólaóratóríu Bachs og verður
með stóra tónleika á kirkjulistahátíð í maí.
EINSÖNGST ÓNLEIKAR
r r
ILISTASAFNISIGURJONS
KOLBRÚN Ásgríms-
dóttir sópran og Kol-
brún Sæmundsdóttir
píanóleikari halda ein-
söngstónleika í Lista-
safni Sigurjóns Ólafs-
sonar sunnudaginn 16.
mars kl. 17.
Á efnisskránni eru
íslensk sönglög eftir
Jórunni Viðar og Jón
Ásgeirsson, Ijóðasöngv-
ar eftir Schubert, Wolf
og Bizet og aríur úr
óratóríum og óperum eftir Handel, Moz-
art, Bellini og Puccini.
Kolbrún Ásgrímsdóttir er fædd og upp-
alin í Reykjavík. Hún lauk kennaraprófi
frá Kennaraskóla Islands og er nú kenn-
ari við Hvassaleitisskóla.
Hún stundaði nám við Söngskólann í
Reykjavík 1973-1979
og lauk þá 8. stigi í
söng. Síðar sótti hún
námskeið hjá Aaleri
Heath Davies. Árið
1995 hóf Kolbrún
framhaldsnám við
Söngskólann. Hún tók
burtfarapróf - Ad-
vanced certificate sl.
vor og eru þessir tón-
leikar lokaáfangi
prófsins. Kolbrún
stundar nám við söng-
kennaradeild Söngskólans.
Kolbrún hefur komið fram sem ein-
söngvari við ýmis tækifæri og hefur verið
félagi í Kór íslensku óperunnar frá upp-
hafi og tekið þátt í fjölda óperuupp-
færslna þar.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
.KOLBRÚN KOLBRÚN
Ásgrímsdóttir Sæmundsdóttir
sópran pfanóleikari
BORIS CHRISTOFF
Á HEIMAVELLI
__________TONLIST______________
Sígildir diskar
MUSSORGSKY
Modest Mussorgsky: Sönglög og sönglaga-
flokkar - heildarsafn. Einsöngur: Boris Chri-
stoff. Meðleikarar: Alexandre Labinsky og
Gerald Moore (pianó). mjómsveit: Sinfóníu-
hljómsveit franska ríkisútvarpsins. mjómsveit-
arstjóri: Georges Tzipine. Útgáfa: EMI Référ-
ences CHS 7 63025 2 - mono (3 diskar).
Verð: 3.499 - Skífan.
EINHVERS staðar ias ég að þessar hljóð-
ritanir væru einn af hápunktunum í sögu
hljóðritana yfirleitt. Þetta eru stór orð og
ekki óumdeilanleg en þó skiljanleg í ljósi
þess sem hér er boðið upp á.
Búlgarski bassasöngvarinn Boris Chri-
stoff (1914 - 1993) var um áratuga skeið
einn fremsti bassasöngvari heims. Hann
naut sín best í hádramatískum hlutverkum
eins og Mefistofeles í Fást, Filippus konung-
ur í Don Carlos og Boris Goudunov í sam-
nefndri óperu Mussorgskys en því fór fjarri
að hann einskorðaði sig við þess háttar hlut-
verk. Diskarnir sem hér eru til umfjöllunar
eru staðfesting þess að maðurinn gat allt.
Lögin voru hljóðrituð á árunum 1955 -
1957. Dæmalaus fágun, innsæi og hug-
myndaauðgi einkennir túlkun Christoffs á
þessum margbreytilegu og sérkennilegu
sönglögum. I lagaflokknum Bamaherberg-
inu bregður hann sér hiklaust og snilldar-
lega í hlutverk þriggja persóna: barnsins,
móðurinnar og fóstrunnar (nr. 15 - 21 á
diski 2). Næst kemur undurfögur og blíðleg
Vögguvísa Eriomushku (nr. 22) og þar á
eftir Brúðuleikhúsið (nr. 23) þar sem Mus-
sorgsky vitnar í Handel. Því nefni ég þessi
lög að þau gefa góða mynd af hinum ótrú-
legu blæbrigðum sem rödd Christoffs bjó
yfir. Lagaflokkurinn Söngvar og dansar
dauðans er talið meistaraverk Mussorgskys
en hér er notast við hljómsveitarútsetningar
Glazunovs og Rimskys-Korsakoffs í stað
píanós. Annar söngur lagaflokksins, Vöggu-
vísa (nr. 7 á diski 3), er samtal dauðans
við móður dauðvona barns. Christoff bregð-
ur sér þar áreynslulaust í bæði hlutverkin
og miðlar ótrúlegum óhugnaði. í síðasta
sönglagi Mussorgskys, hinum þekkta Söng
um flóna (nr. 21), fer Christoff á kostum
sem persónugervingur hins illa. Margt
áhugavert er einnig að finna meðal fyrstu
laga Mussorgskys. Á diski 1 má t.d. nefna
hetjulegt lagið Sál konungur (nr. 7), lögin
undurblíðu Nótt (nr. 11) og Vöggusöngur
(nr. 16), hið angurværa Segðu mér, stjarn-
an smá (nr. 1) og Vindurinn gnauðar (nr.
10) sem er tryllt í meira lagi.
Hljóðupptakan er að sjálfsögðu barn síns
tíma en bæði stórfengleg rödd Christoffs
og ágætur meðleikur Labinskys og Moores
njóta sín vel. Tæknimenn EMI hafa sannar-
lega unnið kraftaverk með millifærslunni
yfir á geisladisk því segulbandssuð er varla
merkjanlegt. Helst má greina aldurinn í
iögunum með hljómsveitarundirleik þar sem
hljómsveitin er frekar dauf og söngurinn
mjög í forgrunni. En hvaða máli skiptir
þetta þegar listamaður eins og Boris Chri-
stoff á í hlut? Pakkanum fyigir 164 blaðs-
íðna bæklingur með rússneska textanum
(með kiryllísku letri) og þýðingum yfir á
þrjú tungumál. Auk þess má geta þess að
lögunum er raðað í rétta tímaröð og gefur
það góða hugmynd um þróun tónskáldsins
á þessu sviði. Þessi útgáfa á heima í sér-
hveiju plötusafni.
BORODIN
Alexander Borodin: ígor fursti / Sönglög.
Einsöngvarar: Constantin Chekerliiski, Boris
Christoff, Julia Weiner, Todor Todorov, Cyr-
il Dulguerov, Alexei Milkovsky, Reni Penkova
o. fl. Undirleikarar: Alexander Tcherepnine,
Jeanine Reiss (píanó), Maud Martin-Tortelier
(selló). Hljómsveit og kór: H(jómsveit og kór
Þjóðaróperuhússins í Sofia / Lamoureux-
hljómsveitin. Kórsljóri: Luben Kondov.
Hijómsveitarstjórar: Jerzy Semkow /Georges
Tzipine. Útgáfa: EMICMS 7 63386 2
(3 diskar). Verð: 3.999 - Skífan.
PÓLÓVETSADANSARNIR, eitt fræg-
asta sýningarstykki hljómsveita og kóra um
allan heim eru flestum tónlistarunnendum
kunnir. En færri eru þeir sjálfsagt sem
heyrt hafa óperuna ígor fursta í heild sinni
en þaðan eru dansarnir ættaðir.
Ópera Borodins er byggð á gamalli rúss-
neskri sögn frá 12. öld þótt sumir telji að
hún sé talsvert yngri. Óperan segir frá rúss-
neska furstanum Igor sem leggur af stað
í herför gegn tataraþjóðflokknum, Pólóvets-
um, og með í för er sonur hans Vladimir.
Eftir verða kona hans Yaroslavna og
mágurinn Galitsky sem Igor felur stjórnina
á meðan. Igor og Vladimir eru teknir höndt
um og Vladimir verður ástfanginn af dóttur
tataraleiðtogans Konchaks. Igor og Konc-
hak gera með sér heiðursmannasamkomu-
lag um að hann reyni ekki að komast und-
an en vegna frétta um þjáningar þjóðar
sinnar heima fyrir ákveður hann samt að
flýja. Vladimir er haldið eftir og giftist
Konchakovnu. Igor er sigurviss er hann
snýr til síns heima og strengir þess heit að
veija þjóð sína ágangi villimannanna en
óperan greinir ekki frá því hvað verður um
frekari viðskipti þeirra Igors og Konchaks.
Útgáfu þá sem hér um ræðir unnu tón-
skáldin Glazunovog Rimsky-Korsakov upp
úr ófrágengnu verki Borodins og gáfu út
árið 1889. Sumu efni Borodins slepptu þeir
aiveg og sumt átti eftir að útsetja. Annaá-
vantaði alveg frá hendi höfundar og þannig
er forleikurinn talinn verk Glazunovs og
þriðji þáttur alfarið verk þeirra félaga
beggja. Af þeirri ástæðu er þriðja þætti
algerlega sleppt á þessum diskum og sum
atriðin úr 1889 útgáfunni eru stytt! Texti
óperunnar fylgir ekki með í kaupunum en
aðeins stuttur efnisútdráttur og verður það
að teljast verulegur galii. Hvorki verður
sagt að hér sé vísindalega að verki staðið
né að þessi útgáfa gefí raunsanna mynd
af verki Borodins og því síður af endurskoð-
un þeirra Glazunovs og Rimsky-KorsakoffP
á því.
En Igor fursti er sérstaklega glæsileg
ópera með gnægð fallegra laglína og til-
komumikilla kóratriða. Tónlistin ber sterk-
an keim af uppruna tónskáldsins, atriðin
sem gerast í borg Rússanna eru afar rúss-
nesk og tónlistin úr herbúðum tataranna
hefur austrænt yfirbragð (t.d. upphaf 2.
þáttar, nr. 1 á diski 2 og söngur Konc-
hakovnu nr. 7) og er á stundum villimanns-
leg (t.d. nr. 4 á diski 2). Aðalhlutverk óper-
unnar eru þeir Galitsky og Konchak sem
báðir eru sungnir af Boris Christoff og
Igor sem barítonsöngvarinn Constantin
Chekeriiiski syngur. Christoff ber höfuð
og herðar yfir söngvarana. Hann hefur til-
komumikla og hádramatíska rödd sem
hæfir þessari tónlist afar vel en er nokkuc)
gróf á köflum. Skemmtilegt er að heyra
hvernig Christoff tekst að túlka þessar
tvær persónur á ólíkan hátt. Galitsky er
ögn „fágaðri“ (t.d. nr. 33 - 34) á diski 1
en Konchak nokkuð rustalegur (t.d. nr. 14
- 17 á diski 2). Chekerliiski er þokkalegur
söngvari en ekki meira en það og bliknar
algjörlega í samanburði við Christoff (t.d.
nr. 18 - 19 á diski 2). Stærsta kvenhlut-
verkið er í höndum Julia Weiner (Ya-
roslavna) og það leysir hún af hendi með
stakri prýði (t.d. hrífandi harmsöngur Ya-
roslövnu nr. 1 - 3 á diski 3). Stjórn
Semkows er fyrsta flokks og tekst honum
vel að ná fram blæbrigðum tónlistarinnar
og dramatík. Hljóðupptakan (gerð árjð
1966) er svolítið hvöss á efra tónsviði ög
skortir nokkuð á í dýpt.
Enn eru ótalin 16 sönglög Borodins.
Verulegur fengur er í þessum ágætu en
sjaldheyrðu lögum. Lögin spanna breitt til-
finningasvið: þar er m.a. að fínna gaman-
semi (nr. 16 og 27), tilfínningasemi (nr.
26) og jafnvel kaffíhúsalög (t.d. nr. 20 og
24) . Sérstaklega eftirtektarverð er hinn
nýstárlegi Söngur um dimma skóginn (nr.
17), stormasamt og tryllingslegt Hafið (nr.
29) og hin gullfallega Sofandi Prinsessa
(nr. 26). Söngur Christoffs í þessum lögum
er frábær en ég spyr: hvernig er hægt að
njóta rússnesks ljóðasöngs til fullnustu án
texta og þýðinga? Þetta er verulegur galli
á annars áhugaverðri útgáfu.
Valdemar Pálsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 1 $