Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Síða 4
, , ), I, f >• ’< ■' ' ■ >'. "■ «
GAMALL arkitektúr í Kosice. Innan um alla niðurníðsluna leynast gamlar perlur, sem nú er verið að taka í gegn,
&
BREFFRA
SLOVAKIU
EFTIR EINAR INGVA MAGNUSSON
Kosiceborg er í Austur-Slóvakíu og þar búa um 300 þúsund manns, stór hluti
sígaunar. Alls staóar mó sjá afleióingar af stjórn kommúnista, t.d. er íbúóar-
húsnæði svo nióurnítt aó þaó þætti varla boólegt sem útihús í íslenzkri sveit.
llIISISEIi .Sa ’
.jt. ,|v.v~ ...
s0
o*
A
A°
SÉÐ YFIR Kosice. Sérkennilegt er að aðalgatan klofnar um forna kirkju og fleiri gamlar byggingar.
EG VAR búinn að ganga um aðal-
götuna í Kosice allan eftirmið-
daginn. Steikjandi hiti var um
allt landið, yfir þijátíu gráður
og dúnalogn. Erindi mitt var að
finna einfaldan myndaramma.
Ég var búinn að fara í margar
verslanir og reyndi að gera mig
skiljanlegan á fágaðri ensku. En þegar maður
fer í ferð austur til Austur-Evrópu, sem verið
hefur undir stjóm kommúnista um áratuga
skeið, þarf ekki að kunna stakt orð í ensku,
því hér skilur þorri fólks ekki annað tungumál
en móðurmál sitt. Það er helst unga fólkið sem
er farið að læra ensku í skólum eftir fall kom-
múnismans. Ég var orðinn uppgefinn að reyna
að gera mig skiljanlegan á ensku. Loksins
hrökk upp úr einum afgreiðslumanninum kunn-
uglegt orð: Ram. Mér hefði þá gengið betur
með íslenskuna mína hér austur frá, því hér
skildu allir orðið rammi.
Eftir þetta tók ég að gera stuttan saman-
burð á íslensku og slóvakísku og uppgötvaði
bæði mér og heimamönnum til ánægju að
mörg orð eru þau sömu. Hér skildu allir orðin:
Terta, snúra, pumpa, taska, flaska að ógleymd-
um fræga rammanum áðumefnda. Þar með
er að mestu upptalinn orðaforði íslenskunnar
sem Slóvakar skilja.
Kosiceborg er í Austur-Slóvakíu. Það er um
hálftíma akstur að ungversku landamærunum
og um tveggja tíma keyrsla að Ukraínu, sem
áður var hluti Sovétríkjanna. Hér í Kosice búa
um þijú hundruð þúsund manns og stór hluti
er sígaunar. Hér á sér stað mikil uppbygging
eftir valdatíð kommúnista. Borgarstjórinn hér
í Kosice, Rudolf Schuster, er vinsæll maður.
Hann sat á þingi og var sendiherra í Kanada
áður en hann varð borgarstjóri. Fólk hér er
ánægt með hann og þær umbreytingar sem
hann stendur fyrir á mannlífínu héma. Miklar
umbætur fara fram á aðalgötunni, þar sem
einnig hafa komið í ljós aldagamlir borgar-
múrar sem fomleifafræðingar eru að rann-
saka. Hann hefur staðið fyrir sérstöku átaki
fyrir stúdenta, sem hann nefnir Blóm Kosice,
og er nokkurs konar menningarleg græn bylt-
ing. Einnig eru öryggismál borgarbúa eftir-
tektarverð. Á götum borgarinnar em öllum
stundum tugir lögreglumanna, sem spígspora
um götur og skuggasund og veita fólki sterka
öryggistilfinningu. Hvar sem er mætir maður
þessum vingjamlegu vörðum iaganna í sínum
grænu búningum. Glæpir í miðborginni og
óregla þar er ekki sjáanleg og borgin sérstak-
lega friðsöm. Á milli dómkirkjunnar og leik-
hússins í miðri aðalgötunni er syngjandi upp-
lýstur gosbmnnur þar sem ástföngnu fólki
þykir gott að koma og halla sér hvað upp að
öðm undir tónlist hinna sígildu tónskálda.
Þessi hús em dáin, hugsaði ég með mér,
fyrst þegar ég leit þessa borg augum og ég
var ákveðinn í því að fara héðan eins fljótt
og auðið væri. Eins og flestar borgir í Austur-
Evrópu er hún ekki svipur hjá sjón í saman-
burði við borgimar á vesturlöndum. Alls stað-
ar mátti sjá afleiðingamar á vanrækslu komm-
únistanna. Niðumítt íbúðarhúsnæði sem þættu
ekki bjóðandi sem útihús í íslenskri sveit. Jafn-
vel inni í miðri borginni eru þessi hús eins og
beinagrindur á ásjónu jarðar sem legið hafa á
jörð barðar af veðri og vindum um áratugi.
Víða hafa sígaunar sest að í þessum rústum
og minna margir þeirra á hellafólk frá stein-
öld, þar sem þeir standa fyrir utan þessar
rústir, sem áður hýstu siðmenntað fólk. Þeir
gera sér að góðu að búa í gluggalausum bygg-
ingum og hafa þar að auki brennt glugga-
karma til upphitunar húsnæðisins. Þessi sérs-
taki þjóðflokkur sem á ættir að rekja til Ind-
lands hefur búið í landinu í hundmð ára en
hefur ekki aðlagast menningu hvíta mannsins.
Það er eins og þetta fólk sé á öðru vitsmuna-
stigi, þótt ég vilji á engan hátt gera lítið úr
þessu annars ágæta fólki. Það þykir engan
veginn húsum hæft. Það kveikir varðelda inni
í stofum fjölbýlishúsa og fer jafnvel með hesta
og önnur húsdýr upp á efstu hæðir íbúðab-
lokkanna. Það gefur því augaleið að hjóna-
bönd þykja ekki ákjósanleg á milli hvítra
manna og sígauna. í smærri samfélögum eiga
sígaunar sinn höfðingja sem þeir kalla vajda,
en víða í borgum hafa þeir engan yfir sér,
sem æðri herra og eru því í ráðleysi og villu.
Þeir eiga sitt eigið orð yfir hvíta manninn.
En það er Gadsjo. Eitthvað svipað og hvíti
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997