Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Blaðsíða 12
Mergur málsins 20
Endurgerður uppdráttur úr grein Guttorms
Sigbjarnarsonar í Jökli, 17. árg. 1967, bls. 264.
lAGAVATNf
Nýifoss
itemmir.
'500' !
f\r\r
Eldra
Hagavatn í
f
Forn í/ ci
strandlína
HAGAVATN og hreyfing Eystri Hagafellsjökulsins síðan 1890. Uppdrátturinn er
byggður á skýringarmynd eftir Guttorm Sigbjarnason í ritgerð hans um Hagavatn.
nær til austurs inn í jökul, en lítið eitt fram-
ar hefur síðan gosið á annarri sprungu og
þar hafa Jarlhettur myndast. Þetta eru
ungar jarðmyndanir; hafa átt sér stað á
síðasta jökulskeiði ísaldarinnar, sem lauk
fyrir um 10 þúsund árum. Þama hefur
gosið undir þykkum ísskildi jökulsins og
aðeins náð að myndast móbergshryggir.
Annarsstaðar í næsta nágrenni náði gos
uppúr jöklinum og hlóð þar stapann Hlöðu-
fell. Þessi fjöll eru öll með hvössum brún-
um, gagnstætt ávölum línum eldri fjalla,
þar sem farg ísaldatjökuls mýkti allar mis-
fellur.
Brekknafjöllin við Hagavatn eru ekki
hvassbrýnd, heldur jökulsorfin mjög að
ofan og að norðanverðu, bæði eftir síðasta
jökulskeið ísaldarinnar og að einhveiju leyti
eftir Langjökul, sem hefur oftar en einu
sinni lagst yfir þau.
Fyrir aðeins 3.500 árum gerðist það, að
yngsta jarðmyndunin girti fyrir þann vatns-
halla sem kann að hafa verið frá svæðinu
við Hagavatn til vesturs. Það var gosið í
Eldborgum og tilkoma Lambahraunsdyngj-
unnar. Austurmörk Lambahrauns eru lang-
leiðina austur undir Hagavatni, en hvar þau
eru nákvæmlega er ekki gott að sjá, því
hraunbrúnin sú er alveg sandi orpin.
Norðanvert Lambahraun mun halda áfram
að hverfa undir sand á meðan gamli Haga-
vatnsbotninn leikur lausum hala. Fyrir-
staða Lambahrauns að vestanverðu hefur
verið ótraust, því hraunið er gljúpt og
sprungið og vatn hefur að einhveiju leyti
átt greiðar leiðir undir það. Áður en Haga-
vatn myndaði útföll um skörð Brekkna-
fjalla, hefur hluti þess runnið undir hraun-
ið til vesturs; sumpart vestur á Rótasand
og aukið Brúará vatni, og sumpart fram á
Innhraunið og Haukadalsheiði. Þetta er
meira en ágizkun og sést af því að fyrir
hlaupið 1929 var snöggtum meira vatn í
Brúará og jafnframt féll þá vatn í farveg
Stóru-Gijótár á Haukadalsheiði, sem síðan
þornaði upp.
Heillandi öreefaslóó
Tvær leiðir eru að Hagavatni. Sú eldri er
af Kjalvegi innan við Sandá og þaðan að
skála Ferðafélagsins við Einifell. Reyndar
kenna ferðafélagsmenn skálann ævinlega við
Hagavatn nú orðið. Stuttur spotti er þar á
milli; oftast hægt að aka á jeppa yfír Jarl-
hettukvíslina við skálann og uppá ranann
meðfram farvegi Farsins fram úr Nýjafoss-
gljúfri. Frá brekkurótunum þar ganga flestir
uppá ijallshrygginn eftir götu sem liggur
dálítið tæpt inn með gljúfrinu. Greinilegt er
þó af ummerkjum, að sumir hafa reynt að
böðlast á farartækjum sínum upp snarbratta
°g grýtta brekkuna til að spara sér sporin.
Jj^gar upp er komið að útfallinn við
Nýjafoss, og enn fremur þegar gengið er
upp að hnjúknum fyrir ofan og austan,
blasir við hrífandi útsýni vestur yfir Haga-
vatn og inn í kverkina þar sem jökulsporð-
ur Eystri Hagafellsjökulsins er nú um
stundir. Hægt er að fara vestur yfir Farið
á göngubrúnni við fossbrúnina og ganga
þaðan vestur með Hagavatni, eða eftir
kollum Brekknafjalla. Þaðan er víða frá- -
bært útsýni yfir allt umhverfið.
Hin leiðin að Hagavatni hefur nýlega
orðið til sem akvegur. Menn hafa að sjálf-
sögðu gengið sér til skemmtunar frá
Haukadal, inn með Sandfelli, yfir Innhraun-
ið og þá ýmist uppúr Mosaskarði, þar sem
Línuvegurinn liggur nú, eða tekið stefnuna
inn með Fari og gengið einhversstaðar yfir
Brekknafjöllin. Þannig var til að mynda
farið frá Hlíðarbæjunum áður fyrr, þegar
leitað var kinda í Hagafelli. Þá gengu
menn í einum áfanga inn í Brekkur; gistu
í Brekknakofanum, þar sem Ögmundar-
hreysi er nú, og næsta dag var gengið yfír
fjallshrygginn og Hagafell smalað. Nú er
hafður allt annar háttur á því.
Seint um haustið 1995 ruddi Land-
græðslan vegarslóða af Línuveginum við
Mosaskarð og síðan norðanmegin við
Fagradalsfjall og Brekknafjöllin, allar göt-
ur að stíflustæðinu við Nýjafoss. Vegna
þessa varð nokkur urgur hjá Náttúruvernd-
arráði og og öðrum þeim sem hvergi mega
sjá vegarslóða. Kvartað var yfir því að
gijót hefði ekki verið “fært í fyrra horf“,
en þarna eru stór björg, sem hrunið hafa
ofan úr fjallshlíðinni og sum þeirra höfðu
reyndar komið af sjálfsdáðum ofan úr hlíð
fjallsins vorið 1996. Kannski þarf að færa
þau í fyrra horf.
Vegarslóðinn er vel lagður þar sem
minnst ber á honum undir hlíðum Fagra-
dalsfjalls og Brekknafjalla. Vegna hans er
nú hægt að aka af Línuveginum og þeir
sem ekki eru göngufærir, geta nú séð þessa
ókunnu og hrífandi öræfaslóð inn að Haga-
vatni. Frá þessum vegarslóða sést vel gamli
vatnsbotninn, sem nær ótrúlega langt vest-
ur með Fagradalsfjalli. Hann er eins og
hver önnur grá eyðimörk allar götur norður
að Læmi, smákvísl sem á upptök sín vestur
með jökli og fellur í Hagavatn. Hér hefur
verið mun fegurra um að litast fyrir jökul-
hlaupin 1929 og 1939 þegar mjólkurhvítt
vatnið náði út með Hagafelli og yfir sand-
botninn. í ljósi alls þessa er ákvörðun um-
hverfisráðherra óskiljanleg. Hagavatn hef-
ur verið á faraldsfæti á umliðnum öldum
og varla hægt að segja að það hafi átt sér
fastan samastað. Enginn veit hvenær jök-
ullinn flytur það aftur vestur á bóginn og
vatnið kaffærir þá gamla vatnsbotninn á
nýjan leik.
SíGANDI LUKKA ER BEST
EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON
MÉR hefur verið bent á að stundum er
farið rangt með málsháttinn Sígandi
lukka er best (19. öld) þannig að í
stað sígandi er notað ?stígandi. Þar með er sú
viska sem að baki liggur fýrir borð borin þar
sem merking málsháttarins vísar ekki til „vax-
andi (stígandi) gæfu eða láns“ heldur „ham-
ingju, láns“ sem kemur ,jafnt og þétt (sígandi)“.
Málshættir fela í sér visku eða sannindi sem
dregin eru af reynslu genginna kynslóða, enda
eru það alkunn sannindi að Oft er gott það er
gamlir kveða (Hávamál) og Spakir menn henda
á mörgu mið (Sturlunga). í þessu tilviki eru
sannindin þau að betri er sígandi arður en snú-
andi en þá gerð málsháttarins er að fínna í
fomu máli, Páls sögu. Þar merkir arður „plóg-
ur“ þar sem -r- er stofnlægt (arður-arður-arðri-
arðurs) en arður merkir einnig hagnaður (arður-
arð-arði-arðs), rétt eins og plógur vísar oftast
til „verkfæris" en getur einnig vísað til „hagnað-
ar“, sbr. fjárplógur og fjárplógsstarfsemi. Síg-
andi lukka vísar því til „gæfu sem kemur hægt
og bítandi" alveg eins og sígandi arður sem
notaður er sem andstæða við snúandi arður.
í mörgum málsháttum koma fram efasemd-
ir um þessa heims gæði, t.d. Allt er fallvalt í
heimi hér og Hamingjan er óstöðug. Svipuð
efahyggja kemur fram í málshættinum Það
þarf sterk bein til að þola góða daga og því
er það ekki hollt fyrir ungt fólk sem er að
byija búskap, að fá allt upp í hendumar, síg-
andi lukka er best. Þessi afstaða kemur fram
í ýmsum myndum, m.a. í málshættinum Holl-
ari er húsbruni en hvalreki á fyrsta ári.
LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON
HRINGURINN
/ daufu skini lampans, lágum rómi
lesin útvarpssagan, glitrar hringur,
mynd af ungri konu, krepptir fingur,
klukkan tifar, slær með dimmum hijómi.
Lygnir aftur augum, regn á glugga,
úti hvíslar golan, manstu forðum?
Hugsun sem var aldrei tjáð í orðum,
elliiúnir fætur stólnum rugga.
Tvírætt bros um bláar varir leikur,
blindum augum horfir gegnum tímann
á sólargeisla sindra í gullnu hári.
Um hringinn kreppist hnefmn, visinn, veikur,
veit að brátt mun töpuð hinsta glíman,
fmnur loksins bragð af beisku tári.
Höfundur er yfirsjúkraþjálfari Hjúkrunarheimilisins Eirar.
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR
HUGGUN
Síðasti dagur ársins rennur upp og ég heimsæki kirkjugarðinn í rigningu get ekki kveikt á kertinu og hugsa um hvort það sé hættulegt að vera ein á ferli í myrkri hjá hinum látnu. Ég ek á ljóslitlum bílnum út úr garðinum og veit að leiðin liggur alltaf þangað aftur og að síðustu mun lítill hvítur rafmagnskross verða eini tengiliður minn við heiminn.
Ljósin skína á leiðunum og varpa daufri birtu á krossana í moldinni Höfundurinn er Ijóðskáld í Reykjavík og hefur gefið út 5 Ijóðabækur.
EGGERT E. LAXDAL
VONSVIKIÐ
HJARTA
Vonir mínar
reyndust skýjaborgir,
sem hrundu.
Mér fmnst Drottinn
hafi brugðist mér
að fullu.
Þó leitast ég við
að vona
á Ijósglætu.
Myrkur í huganum
og vonsviknu hjarta,
sem grætur.
Það erfiðasta
vicI að fylgja Drottni
er að bíða.
Höfundurinn er skáld í Hveragerói.
Leiðréttingar
í Lesbók 8. marz sl. birtist grein und-
ir fyrirsögninni Bugtarróðrar eftir
Einar S. Friðriksson, útvegsbónda á
Hafranesi við Reyðarfjörð, svo sem
fram kom í inngangi. Undir mynd og
í höfundarkynningu stóð hinsvegar
ranglega Einar S. Einarsson.
I smásögunni Draumurinn eftir
Björgu Elínu Sveinsdóttur féll niður
hluti úr setningu og breytir merkingu
hennar. Rétt er setningin þannig: Eg
leið fyrir að hafa ekki það Habsborga-
rasvipmót, sem einkenndi móðurætt-
ina, þó var það nú svo að ég var sú
eina af stelpunum úr móðurættinni
sem var útnefnd til að taka þátt í
fegurðarsamkeppni.
Þá kemur ranglega fram í efni-
skynningu, að Jón Thorstensen hafí
verið fyrsti landlæknir íslendinga. Það
var Bjarni Pálsson eins og flestum
er kunnugt, en Jón tók hinsvegar
fyrstur embættispróf í læknisfræði
1819.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997