Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Síða 15
af tilveru Þorra alla tíð. Hann ólst upp á heimili þar sem listin var helsta lífsviðurværi fjölskyldunnar. Hring- ur, faðir hans, var þekktur myndlist- armaður og hlaut Þorri sannkallað listrænt uppeldi. „Þegar maður er alinn upp við myndlist tekur maður henni sem sjálfsögðum hlut. Mynd- listin verður eðlilegur hluti af tilver- unni,“ segir hann um æsku sína. Þorri dvaldist mikið í sveit á sumr- in á yngri árum á ættaróðali föður- ættarinnar, Haga í Aðaldal og í Dal- vík hjá fjölskyldu móður sinnar. Nátt- úruupplifun í sveitinni hafði þau áhrif á Þorra að hann útilokaði ákveðin vinnubrögð. „Ég fékk fagurfræðileg- an og raunvísindalegan áhuga á nátt- úrunni. Ég er alveg viss um að sýn mín á náttúruna tengist því að ég get ómögulega hugsað mér að vinna abstrakt list.“ Birtan i innanhússrými í upphafi ferils síns málaði Þorri kyrralífsmyndir þar sem teflt er sam- an innirými og litbrigðum birtunnar. Myndefnið er hversdagslegt en ákveðin dulúð eða ógn svífur yfir vötnum. Þorri málaði margar inni- myndir þar sem hann fékkst við birt- una eins og hún birtist á stigapöllum, undir súð, úr þakgluggum eða inn um dyr. Þorri hefur ennfremur gert klippi- myndir en í þeim verkum púslar hann saman myndum úr bandaríska tíma- ritinu National Geographic frá árun- um 1950-1960. „Liturinn í myndun- um er ótrúlega fallegur. Á þessum tíma voru litaprentanir nánast hand- unnar sem gerir það að verkum að liturinn verður mjög flatur. Þetta er falleg ljósmyndastefna ólík andlausri ljósmyndastefnu nútímans." Talsmenn tómhyggjunnar Eitt meginstefið í hugmyndafræði og lífssýn Þorra er að listamenn taki siðferðislega afstöðu gagnvart list- sköpun sinni og færi rök fyrir for- sendum sínum. Að þeir skilgreini fyrir sjálfum sér hvað það sé sem þeir gera, hvernig þeir fara að því að ná því fram og hverju það skili til áhorfandans. Þorri kveðst engan veginn aðhyllast þá skilgreiningu franska myndlistarmannsins Marcels Duchamp að list sé það sem listamað- urinn ákveði að sé list. „Ég geri fyrir sjálfan mig skýrar aðgreiningar um hvað sé list en ég er hins vegar opinn fyrir því sem aðrir setja fram sem list. Ég legg áherslu á að menn taki móralska afstöðu til listsköpunar sinnar og annarra. Ef þeir gera það ekki eru þeir beinlínis talsmenn tómhyggjunn- ar sem mér fellur ekki. Ég áskil mér allan rétt tii að hafna þeim forsend- um sem þeir byggja á og þeirri út- komu sem af þeim leiðir.“ Brotalömin að mati Þorra er fólgin í því að öllum er talin trú um að þeir geti orðið listamenn. Ekki megi nota lengur hugtökin gott og vont þar sem hinn pólitíski rétttrúnaður hafi aflagt þau til að allir geti unað sáttir við sitt. Hann segir að gætt hafi þeirrar tilhneigingar að líta á lélega mynd- list og alls enga myndlist sem há- menningu er verðskuldi að komast á söfn og sýningar. „Með þessu viðhorfi erum við á hættulegri braut. Með því að gera vonda myndlist að góðri er dregið úr hinum jákvæðu áhrifum sem vond myndlist hefur. Vond myndlist þjónar tilgangi, rétt eins og húsdýraáburður er geysilega mikilvægur túnum.“ Vandamálið sem við blasir að mati Þorra er að tómhyggjan er orðin svo útbreidd að allur almenn- ingur er orðinn þekkingarlaus um tungumálið myndlist. Þorri segir að hugmyndin um „frelsi“, þ.e. að allir geti gert það sem þeim dettur í hug, valdi annars vegar tómlæti og hins vegar því að neytandanum sé neitað um forsendur til þess að dæma þann sem segist vera lista- maður. Hann bendir á að vegna þess hve kennsla í myndlist og listasögu er af skornum skammti hafi menn lítil tök á að rengja þann sem setur fram list sína. Hver íslenskumælandi maður geti á hinn bóginn rengt þann sem talar óskiljanlegt mál og reynir að halda því fram að það sé íslenska. Aóeins fifl veróa ekki fyrir áhrifum Ekki dregur Þorri dul á að hann hafi orðið fyrir talsverðum áhrifum í myndlist sinni. Hann fullyrðir raun- ar að aðeins fífl verði ekki fyrir áhrif- um og er sú skoðun endurómur af fullyrðingum fjölmargra fræðimanna að list hvers tíma taki ætíð mið af fortíðinni, listasögunni. „Fólk þarf að vera meðvitundarlaust til að verða ekki fyrir áhrifum og þau eru stað- reynd hvort sem þau eru til góðs eða ills. Eftir þeim mynda menn sér lífs- afstöðu eða lífssýn en sá kokkteill gerir það að verkum að maður vinn- ur á þann veg sem maður gerir.“ Þorri hefur orðið fyrir áhrifum af flölmörgum listamönnum, jafnt myndlistarmönnum sem rithöfund- um. Segir hann að einstök verk manna hafi ekki endilega haft áhrif á sig heldur hafi ævistarf manna eða lífsviðhorf þeirra fremur mótað lífs- sýn sína. Meðal helstu áhrifavalda Þorra, utan föður hans Hrings, eru bamabókahöfundurinn G. Th. Rot- man, teiknimyndahöfundurinn Walt Disney, sænski kvikmyndaleikstjór- inn Ingmar Bergman, danski málar- inn Vilhelm Hammershoi og Norman Rockwell. Fulltrúi tveggja heima Aldrei hefur verið nauðsynlegra en nú að mati Þorra að skoða mynd- listarheiminn með háði. Segir hann allt of algengt að menn taki sjálfa sig, list sína og framlög annarra of alvarlega. „Háð er leiðin sem menn nota til að halda sér við jörðina. Hlát- urinn er leiðin til að umsnúa veruleik- anum. Til að lifa af verða menn að geta hlegið að heiminum." Þorri hefur markvisst beitt háði í myndasögum sínum en hann hefur frá barnsaldri haft unun af mynda- söguforminu og dáð myndasöguhetj- ur á borð við Tinna. Hann segir að myndasagan hafi orðið til þess að skapa áhuga hans á mynd sém hlut er hefði sögulega vídd fyrir framan sig og aftan og hefði skilaboð að flytja áhorfandanum. Éinn mesti galdur myndasögunnar er að mati Þorra að geta gert flókna hluti einfalda. Segir hann að þær gefi gott tækifæri til að setja fram hugleiðingar eða ádeilu á skýran en einfaldan hátt. Að hans mati fer ágætlega saman að vera listmálari og myndasöguhöf- undur. Samkvæmt viðtekinni skil- greiningu um aðgreiningu lista í há- menningu og lágmenningu er hann sannarlega fulltrúi tveggja heima. Hann hefur lýst yfir því á prenti að myndasaga sé, þrátt fyrir allt, listform sem njóti ekki sömu virðingar og málaralist, alveg burtséð frá inni- haldi. „Hversu lélegt sem málverkið er, er það undantekningalaust tján- ingarform sem nýtur meiri virðingar." Ef vinið er vonf er þaó vonf Þorri fer ekki dult með það að hann eigi það til að komast í mót- sögn við sjálfan sig. Raunar kveðst hann mjög feginn að svo sé enda telur hann heiminn miklu flóknari en svo að hægt sé að vera fullkom- lega samkvæmur sjálfum sér - veru- leikinn sé fullur af mótsögnum. í síðustu sýningarskrá Þorra spyr hann sjálfan sig hvort honum sé stætt á að leggja dóm á listamenn. Hann svarar því neitandi. „Ég myndi sjálfsagt gefast upp fyrir einhvetjum snillingnum úr lista- mannastéttinni um leið og hann opn- aði munninn og andmælti. Á hinn bóginn hef ég lært eftir að ég fór í vínsmökkun að allt á rétt á dómi. Vínið sem maður er að smakka í það og það skiptið krefst þess að maður taki afstöðu. Að maður skilgreini fýrir sjálfum sér ólíka þætti vínsins, svo sem lit, lykt, bragð og lengd þess og fái þar með niðurstöðu sem er útkoma af öllum þessum þáttum. Ef vínið er vont er það vont. Menn geta svo haft mismunandi smekk en þeir verða þá í það minnsta að rökstyðja hann,“ skrifar Þorri í við- leitni sinni til að taka afstöðu til eig- in listsköpunar. fenrnngarbarninu gottveganesfi íslensk orðabók í ritstjóm Árna Böðvarssonar var fyrst gefin út af Menningarsjóði árið 1963 og var frábærlega vel tekið. Þessi bók er önnur útgáfa hennar og kom út hið fyrsta sinn árið 1983. Ásgeir Blöndal Magnússon annaðist endurskoðun bókarinnar ásamt Árna. í henni eru um 85 þúsund uppflettiorð, og er bókin að öllu leyti einstæð heimild um íslenska tungu: Um merkingu, beygingu, stafsetningu og málnotkun. fæst í r»æstu bókabúð F O R L A G I Ð M Á L O G M E N N I N G Verð I mars Verð frá 1. næsta mánaðar ■ tg RnHæsl LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.