Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Side 14
auðvitað aftur. Sbr. líka hér hugtakið framfar-
ir (oftast í flt-mynd) um það þegar menn skilja
einhveijar breytingar í rás aldar sem birtingar-
myndir þeirrar færslu til þess betra fyrir mann
og heim sem margir trúa eiginlcga á sem lög-
málsbundna með nokkrum hætti. Trú þessi heit-
ir sem kunnugt er framfaratrú og er mjög
voldug, en af veldi hennargera stjómmálaflokk-
ar víða um lönd sig sæla með því að kenna sig
til hennar með sjálfum nöfnum sínum, svo sem
er um framsóknar- eða prógressíva flokka. Sbr.
einnig orðin framför (et) vs. afturför (et); en
við *afturfarir (flt), sem andstæðu við þær framf-
arir sem styðjast nú á dögum ennfremur við
raunvísindatrú og tæknihyggju, er það ætlan
mín að íslenzk tunga kannist ekki.
2) Þau óhreinindi sem hér er um að tala eru
undirstöðuatriði í hugmyndakerfi manna í við-
leitni þeirra aðgæta landamæra menningarheim-
kynnisins og helzt að færa þau utar, á kostnað
umheims sem æ er að einhveiju leyti villiheim-
ur, óæðri. Villiheimurinn þarna utan við - en í
vissum skilningi einnig inni á meðal okkar - er
að skilningi okkar að nokkru leyti af eðli kaoss,
óskepisins (upphaflega, íýmsum hugmyndakerf-
um) sem í verunni er materían ósundurgreind,
þ.e. óhreinindi, saur. Það er mikilvægt að benda
á aðþessi saurindi eru hugmyndarskepna, magn-
að mannfélagslegt tákn, og ber að hugsa um
þau í því Ijósi, - á þann hátt sem Mary Dou-
glas hefur t. d. gert grein fyrir í bók sinni um
Hreinleika og váð (Purity and Danger. An
analysis of the concepts of pollution and taboo.
Kom fyrst út 1966). Menningin er hrein og
góð. Mundi ekki margur kannast við að hafa
verið alinn upp í þessu landi sem hreinn og
góður lúteran?En þaðgagnstaðlega verður túlk-
að sem óhreint, og vitanlega ekki gott. Saurindi
þessi táknleg koma efnafræði náttúrubundins
raunveruleika harla lítið við. En þegarþau skríða
utan að og innan um annað í mannheimi, getur
orðið vá fyrir dyrum eða inni á heimili menning-
arinnar. Af þessu skýrist vitanlega hvemig á
því stendur, að óvinur manna tengist sauri á
einkanlegan hátt, en þar af skilst síðan samför
vissra þátta í bölvi-og-ragni (t.d. helvítis rass-
gat), sem annars er ekki skiljanleg. Þegar svo
er komið, sem verið hefur um sinn á landi hér,
að öllum almenningi hefur verið nálega allt óljóst
um þetta samband, þá má spyija: Hefur menn-
ingunni tekizt of vel að ala ungviðið upp í hug-
myndarlegum hreinleika? Nei, varla. En hún
hefur vanrækt að fræða um þennan grunnþátt
í hugmyndaheimi tilverunnar. En af því mundi
geta leitt þá vá, að það hið illa sem menn kunna
ekki lengur að varast, það geti skreiðzt nær og
mengað heiminn. Þessi grein hér sýnir einmitt
dæmi um það, hve þessum hugmyndagrunni
hefur með nokkrum hætti verið vikið út úr vit-
und almennings.
3) Þessi samtalshluti af þjóðsögunni er hér tek-
inn eftir safni Ólafs Davíðssonar í útg. Þorsteins
M. Jónssonar, íslenzkar þjóðsögur, II (1939),
bls. 353. - Svipaðar þjóðsagnir um kátleg svör
heyrnardaufra eru á sveimi í munnmælum víða
um lönd. Sjá Aarnes og Thompsons The Types
of the Folktale (Folklore Fellows Communicati-
ons No. 184. Helsinki 1973), nr. 1698. Um ísl.
brigði sjá það sem Einar Ólafur Sveinsson til-
greindi undir þessu sama númeri í Verzeichnis
islándischer Márchenvarianten (FF Comm. No.
83. Helsinki 1929).
4) Kvæðið hefur Ó. D. tekið eftir kvæðabók
Gunnlaugs Jónssonar á Skuggabjörgum, fyrsta
bindi, JS 254 4to, þar sem það er nr. 156.
5 Ég leyfi mér að vitna um þetta efni til grein-
ar minnar JtFrá hrópi til saurs, allrar veraldar
vegur", í Arbók hins ísl. fornleifafélags, 1994,
bls. 137-148, en sjá einkum bls. 140-142.
6 Ýmis dæmi þessa minnis í myndlist má finna
með því að fletta upp á djöflinum í ýmsum vel-
þekktum alfræðibókum.
7 Sjá t.d. orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnús-
sonar. Það mætti virðast að mundu koma ákaf-
lega vel og eðlilega heim við tveggjaheimasýn
heimsmyndarinnar sem er grunnatriði þessa
hugmyndafars, og því einnig grunnatriði undir
fræðilegan skilning hugmyndanna, ef öll orðin á
r + sjálfhljóð ( + eitthvað meira, oftast; oghljóð-
viðsnúnu myndir þeirra) á sama merkingarsviði
væri að rekja til sömu rótar. En svo virðist ekki
vera. Ljóst er að lo. argur/ragur og no. ergi/regi
eru samstofna, og svo virðist sem no. ars/rass
(enn eitt orðið með V+r-/r+V- hljóðvíxlun á
þessu svæði varasamra mála) myndi geta verið
af sömu rót, nl. ie. *er-, með merkingunni rísa,
hreyfast, en án þess viðskeytis sem áðurnefndu
orðin hafa í sér, ef rétt er að rekja þau (Á. Bl.
M.) til ie. *er(e)gh-, líklega með merkingunni
titra, og ætlast á, að merkingarnar huglaus,
lostafullur o. s. frv. í þessum orðum hafí kvísl-
azt þaðan. Rækarl, rækall telur Á. Bl. M. hins
vegar vera samandregna orðmynd úr rægikarl,
sem er í sjálfu sér sennilegt kenningarnafn á
fjandanum, þ.e. rógberi - sbr. einnig orð eins
og rægirófa, rægitunga, og allt annarrar sifjar,
að fullum líkindum þeirrar sömu og orðið rógur.
Þetta er vitanlega fróðlegt, en það afnemur
ekki á neinn hátt það sem fyrir liggur um sam-
band fiandans og andstæðingsins við saur(hús),
né heldur afnemur þetta þau hugmyndatengsl
við menningarskæða kynferðisháttsemi, sem hér
er ekki á dagskrá athugunar.
--------«.-------------------------------------
Höfundurinn er dósent vió Hóskóla Islands.
ÞORRI Hringsson listmálari hefur einbeitt sér að því sem honum þykir skemmtilegast -
Morgunblaðið/Ásdís
matnum.
LISTAMENN TAKI
AFSTÖÐU TIL LIST-
SKÖPUNAR SINNAR
í myndlist sinni hefur Þorri Hringsson, listmálari og mynda-
söguhöfundur, fundið leið til að sameina áhugamál sín og
brauðstrit. Honum þyl- cir fátt skemmtilegra en matargerð
og vínsmökkun og því lá beinast við að mála mat.
ÞORMUNDUR JONATANSSON skoðaði matarbúr Þorra og
fékkhann til að lýsa sýn sinni á listheiminn.
EKKI ERU mörg ár síðan
olíumálverkið hlaut upp-
reisn æru í listheiminum
með tilkomu hreyfíngar
sem nefndist Nýja mál-
verkið. Hingað til lands
barst bylgja nýrra viðhorfa gagn-
vart málverkinu í upphafi níunda
áratugarins. Hlutbundin málverk
komu í stað óhlutbundinna verka
og konseptlistin vék af tindi tís-
kunnar. Þegar nýja málverkið
kom fram var myndmálið kraft-
mikið og expressionískt, hlaðið
tilfinningum. Síðan hefur heldur
róast yfir þeim listamönnum sem
mála og hversdagslegri blær
færst yfir myndmálið og skírskot-
anir listamanna.
Þorri Hringsson er einn hinna
ungu listamanna sem hófu feril
sinn á 10. aratugnum, að loknu
námi í MHÍ og í Jan van Eyck-
listakademíunni í Hollandi. Miðlar
hans í listinni eru einkum tveir,
olíumálverkið og myndasagan.
Þar ræður frásagnarlistin ríkjum,
hvort sem um er að ræða dul-
magnaðar innanhússmyndir,
hæðnisfullar myndasögur eða
munúðarfullar matarmyndir.
Mála þaö sem mér þykir
skemmtilegast
Fyrir réttri viku opnaði Þorri
11. einkasýningu sína í Sjónar-
hóli við Hverfisgötu en þar sýnir
hann afrakstur vinnu síðustu
missera, 14 olíumyndir, en matur
er viðfangsefni þeirra allra. Ekki
er laust við að maður fái vatn í
munninn þegar gengið er inn í
sýningarsalinn og við blasa
súkkulaðiterta með þeyttum
ijóma, brauðterta með rækjum,
söxuðum ólífum og eggjum og
dýrindis dádýrshryggur.
Raunar þarf ekki að koma á
óvart að Þorri hafi valið að vinna
með mat sem myndefni í verkum
sínum. Hann er matgæðingur
mikill og hefur unun af matar-
gerð og vínsmökkun. Tildrög þess
voru raunar tilviljunarkennd.
„Árið 1993 fannst mér ég vera
farinn að endurtaka mig og á
þessum tíma sat ég eins og þung-
lyndur unglistamaður og hugsaði
hvum andsk... ég ætti að gera
núna. Ég fékk síðan einskonar
vitrun þegar ég fletti í gegnum
gamla matreiðslubók hjá kunn-
ingjafólki mínu. Þeirri hugmynd
laust niður í mig að ég ætti að
mála það sem ég hefði mestan
áhuga á. Matur, matarsaga og
vínsmökkun var þá orðið það
skemmtilegasta sem ég fékkst við
og hefur reyndar versnað," segir
Þorri.
Myndimar í gömlu matreiðslu-
bókinni og fleiri bókum hafa síðan
orðið uppspretta hugmynda fyrir
Þorra. I myndum sínum málar
hann rétti eins og þeir birtast í
bókum og blöðum frá árunum
1930-1965. Þorri segir að fram-
setningin á matnum, litirnir og
skrautið hafi heillað sig og hann
takist í verkum sínum á við að
endurskapa og endurvinna þau
áhrif.
Þorri segir að hinar mörgu
vísanir sem matur bjóði upp á séu
heillandi en í sögu matar og mat-
argerðar megi lesa þróun sem
hægt sé að hlaða yfirfærðri merk-
ingu.
imyndir og framfaratrú
í myndum sínum fæst Þorri
m.a. við hugmyndir manna um
ímyndir, þrá og framfaratrú.
„Maðurinn lifir i þeirri trú að
hið nýliðna sé hið versta og núið
sé toppurinn. Núna séu til hrað-
skreiðustu bílamir, besti maturinn
og fallegustu fegurðardísimar.
Eins og allt hafi verið undanfari
að einhvers konar hámarki. Þetta
er mannlegur veikleiki.“
Þorri fæst ennfremur við hug-
myndir manna um ímyndir og
hvað það er sem gerir einn rétt
forsmáðan en annan eftirsóknar-
verðan. Uppskriftir hafa margar
tilvísanir að mati Þorra. Hann
bendir á að matur sem kemst inn
í matreiðslubækur sé sjaldnast
hafragrautur eða brauð með
kindakæfu. Matur sem kemst í
matreiðslubækur og blöð er talinn
eftirsóknarverður matur, nokkurs
konar hátíðamatur.
í þessu samhengi hefur Þorri
leikið sér að því að heimfæra
hugleiðingar sínar upp á list. „Ef
myndlistin er andlegt fóður eru
alls konar blöð og bækur um
myndlist uppskriftir að því sem
við hin ættum að leggja okkur til
munns. Þau birta okkur það sem
er eftirsóknarvert." Af þessu leið-
ir, segir Þorri, að í öllum upp-
skriftum, bæði í matreiðslubókum
og listaverkabókum, leynist hug-
mynd um að til sé útópía þar sem
tiltekin list eða tiltekinn matur
er góður og eftirsóknarverður.
„Matreiðslublaðið er að lofa þér
því að ef þú fylgir uppskriftinni
náir þú galdrinum. Flestum nægir
að lesa um það, að fá það á tilfinn-
inguna að þeir geti búið til þessa
rétti. Eins er þetta með myndlist-
ina. Til er ógrynni af uppskriftum
um myndlist. Birtingin á öllum
snilldarverkunum sem listasagan
töfrar fram. Hún felur í sér ögrun-
ina: Ger þú betur! Hið stöðuga
áreiti af öðru fóðri opinberar
myndlistarmanni veikleika eigin
verka. Sá sem ekki kann veit
strax að hann getur ekki gert
eins vel og í bókunum.“
Myndlislin hlwti nf tilverwnni
Óþarfi er að velta fyrir sér
hvernig Þorri fékk áhuga á mynd-
list. Myndlistin hefur verið hluti
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997
(•