Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Page 3
LESBÖK MORGENBLAÐSINS - MENNINGIISIIH
1 1. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR
EFNI
Matur
er myndefni Þorra Hringssonar listmálara
og myndasöguhöfunduar. Þórmundur Jóna-
tansson skoðaði matarbúr Þorra, sem lýsir
því, hvemig hann fékk vitrun, þegar hann
skoðaði gamla matreiðslubók, og í myndun-
um málar hann rétti eins og þeir birtast í
bókum og blöðum frá árunum 1930-1965.
En Þorri horfir út fyrir diskinn, því hann
hefur leikið sér að því að heimfæra matarhug-
leiðingar sínar upp á listina.
Hagavatn
við Langjökul er sérkennilegt náttúrufyrir-
bæri í þá veru, að það er sjaldnast til lengdar
á sama stað og hefur síðan á síðustu öld
margoft flutzt til og frá. Tilefnið er nýr úr-
skurður umhverfisráðherrans um að sandur-
inn við Hagavatn, sem eytt hefur gróðri á
stórum svæðum, eigi að fá að gera það áfram.
Draumar
eru spegilmyndir sálarinnar og sjálfsins. I
tengslum við þá opnast ókunnar leiðir inn á
við og út, segir Kristján Frímann í þriðju og
síðustu grein sinni um drauma og ber hún
heitið Á vit innsæis.
Slóvakía
hefur heldur betur orðið afturúr í kapphlaup-
inu við systurlandið Tékkland um að ná vest-
rænum lífskjörum eftir fall kommúnismans.
En uppbyggingin er hafin og Einar Ingvi
Magnússon, sem seztur er að í landinu, lýsir
því í grein sem heitir Bréf frá Slóvakíu.
Einar Hókonarson
myndlistarmaður er að byggja menningar-
miðstöð, Listaskálann í Hveragerði. Orri Páll
Ormarsson heimsótti Einar, sem segir húsið
reist vegna slæms ástands sýningarmála
myndlistarmanna. Listfræðingar gíni yfir öllu
og afleiðingingarnar eru minnkandi aðsókn
að listsýningum, áhugi hefur dvína og lista-
verkamarkaðurinn, sem var einn sá besti í
heimi, er hruninn.
Graham Swift
hlaut brezku Booker bókmennta verðlaunin.
í samtali við Fríðu Björk Ingvarsdóttur segir
hann undan og ofan af lífi sínu og rithöfund-
arferli, fjallar um frásagnargleðina og af-
stöðu sína til skáldskaparins svo eitthvað sé
nefnt.
r
P.B. SHELLEY
SNJÓFLÓÐ
Magnús Ásgeirsson þýddi
Sjá, hve á vorín falla niður fjöll
í flaumi hröðum, vafin geisladýrð,
sólvakin snjóflóð - samanþjöppuð mjöll
í sáldi stormsins hreinsuð, vígð og skírð,
sem hlóðst þar efra í lög með tíma og tíð:
Á tinda andans, sem við himin ber,
svo fijáls og djarfleg hugsun hleðst um síð
á hugsun, unz úr skorðum bylta sér
þau miklu sannindi öll, sem þjóð frá þjóð
með þrumuhljóði bergmáls verða kunn,
eins og fjöllin hræra in hvítu flóð
þau hrísta og skekja lífsins forna grunn.
Percy Bysshe Shelley, 1792-1822, var eitt höfuðskólda rómontísku stefnunn-
ar í Englandi. Hann var lengi búsettur ó Ítalíu.
Forsíðumyndina tók Gísli Sigurðsson af Nýjafossi við Hagavatn. Sjó grein.
RABB
MEIRA var þar j af n-
dægri en á Græn-
landi eða á ís-
landi. Sól hafði
þar eyktarstað og
dagmálastaðum
skammdegi. í
þessum tveimur
gagnorðu setningum Grænlendingasögu
er fólgin gáta sem menn hafa árangurs-
laust brotið heilann um í 800 ár. Þarna
er verið að lýsa sólargangi í vetursetu
Leifs heppna Eiríkssonar þegar hann fann
Vínland hið góða fyrirtíu öldum. Mér
sýnist að orðið hafði sé þarna notað í
merkingunni náði og með þessu sé því
átt við bilið frá sólarupprás til sólarlags.
í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir til
dæmis um afturgönguna Gleðru að hún
hefði í þremur sporum frá Lögmannshlíð
og að Helgárseli. (Ætli það 10 kilómetra
heimsmet í þrístökki standi ekki enn?).
En um eyktarstað segir í lögbókinni
Grágás: Þá er eykt er útsuðursátt er deild
í þriðjunga og hefir sólin gengna tvo hluti,
en einn er ógenginn. Einnig kemur þar
fram að norðurátt er milli norðnorðvest-
urs og norðnorðausturs. Tii samræmis er
útsuðursátt þá milli suðsuðvesturs og
vestsuðvesturs og nær yfir einn áttung
sjóndeildarhrings. Af því má ráða að eykt-
arstaður sé 52,5 gráðum vestar en hásuð-
ur. Og til samræmis hlýtur dagmálastaður
þá að vera 52,5 gráðum austar en hásuð-
ur.
Ég tel óhikað að eyktarstaður hafi ver-
ið valinn af mikilli kostgæfni og þekkingu
á sólargangi og timamælingum. Það sýnir
sig að allt sumarið milli jafndægra er
klukkan á íslandi að jafnaði 3 eftir há-
degi þegar sólin er yfir þessum eyktar-
stað. Klukkan 3 var komið nón og á laug-
ardögum var þá orðið heilagt og öll úti-
vinna bönnuð að viðlögðum refsingum. I
SKAMMDEGISSÓL
I LEIFSBUÐUM
skammdeginu var klukkan reyndar langt
gengin 4 þegar sól var undir eyktarstað,
en það skipti kirkjuna varla máli því að
þá var engin útivinna stunduð nema dag-
legar gegningar en auk þess var sólin þá
löngu gengin undir á íslandi. Kannski
hafa löggjafar notað hina eldfornu vatns-
klukku til að finna eyktarstaðinn, en um
1570 var slíkur gripur meðal muna í eigu
Krísuvíkurkirkju. Ég hygg að frá því hafi
ekki áður verið skýrt á prenti.
Fræðimenn hafa gert sér ljóst að af
setningunni um sólargang í Leifsbúðum
mætti ráða við hvaða breiddargráðu á
austurströnd Norður-Ameríku þessi stað-
ur hefði verið. En svarið hefur látið á sér
standa. Er þá ekki vonlaust að reyna leng-
ur? Ég held ekki.
Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648)
mun hafa verið lærisveinn Guðbrands
Þorlákssonar í stjörnufræði. Hann taldi
einfaldlega að klukkan hefði verið 9 að
morgni þegar sólin var í dagmálastað, en
3 eftir hádegi þegar sól var í eyklarstað.
Þetta var skynsamlega ályktað að sumar-
lagi á íslandi en stóðst alls ekki í skamm-
degi og því síður í Leifsbúðum.
Þormóður Torfason (1636-1719)
reyndi að betrumbæta útreikninga Arn-
gríms en þekkti ekki ákvæði Grágásar
um skilgreiningu áttanna og féll svo í
sömu gildru og Arngrímur þegar hann
taldi að sóiin gengi jafn hratteftir suður-
himni að vetri og surnri.
Nú kom til skjalanna Páll Vídalín lög-
maður (1667-1727) og síðar Finnur Jóns-
son biskup (1704-1789). Þeir vitnuðu í
skilgreiningu Snorra Sturlusonar á lengd
fjögurra árstíða og að í því tímatali væri
vetrarbyrjun þegar sól settist í eyktar-
stað. Svo munu þeir hafa mælt tímann
sem tilsvarandi sólargangur tók á ís-
landi, en gerðu það of snemma að haust-
inu, í byijun hins venjulega vetrarmisser-
is. Én aðferðin var í grundvallaratriðum
röng hvort sem var. Þeir lentu með Leifs-
búðir fyrir sunnan Boston. Samt var þess-
ari kenningu trúað um langa hríð því að
ekki þótti ólíklegt að Vínland hefði getað
verið svo sunnarlega. En ýmsir fræðimenn
fussuðu þó við, svo sem Guðbrandur Vig-
fússon.
Það var svo ekki fyrr en seint á 19.
öld að Gustav Storm, útgefandi íslensku
annálanna, tók málið upp með nýjum að-
ferðum. Hann var þaulkunnugur íslensk-
um fornritum og leitaði uppi skýringar
Grágásar á því hvar eyktarstaður væri.
Síðan fékk hann til liðs við sig stjörnufróð-
an mann, Hans Geelmuyden. Honum var
ljóst að það var alls ekki alltaf á sama
tíma dagsins sem sól var í eyktarstað.
Það fór eftir árstíðum og breiddargráðu
samkvæmt sérstakri reiknireglu. Eftir
henni áttu Leifsbúðir að hafa verið við
49,9 gráður norðurbreiddar, til dæmis
norðarlega á Nýfundnalandi, og þá var
tekið tillit til ljósbrots sólargeislanna. En
útkoman olli þeim félögum og öðrum von-
brigðum. Menn höfðu bitið í sig að Leifs-
búðir hefðu verið miklu sunnar, og Storm
og Geelmuyden sættu sig við að með þess-
ari aðferð væri ekki hægt að ráða gát-
una. Margir hafa síðan spreytt sig á þessu
reikningsdæmi en gefist upp.
Nú víkur sögunni til Helga Ingstad sem
vann það afrek árið 1960 að finna rústir
þriggja stórra íslenskra húsa á nyrsta
tanga Nýfundnalands, LAnse aux Me-
adows. Þó að sú skoðun hans að þarna
hafi verið Vínland Leifs sé sennilega ekki
rétt eru samt miklar líkur til að þar hafi
Leifur haft vetursetu og ýmsir aðrir Vín-
landsfarar. Þaðan munu þeir svo hafa
farið í síðsumarsleiðangra til Vínlands og
sótt þangað vínber, sjálfsáið hveiti og
smjörhnetur. í LAnse aux Meadows voru
sem sagt Leifsbúðir við 51,6 gráður norð-
urbreiddar. Þá verður manni hugsað til
þeirra ágætu fræðimanna Storms og Ge-
elmuydens. Það munar aðeins 1,7 gráðum
á útreikningi þeirra og breiddargráðu
Leifsbúða. Það samsvarar því að skekkjan
í mælingu Leifs á eyktarstað hafi ekki
verið nema fingurbreidd við útréttan
handlegg. Meiri nákvæmni má varla
heimta.
En hér má reyndar bæta um betur.
Geelmuyden gerði ráð fýrir að sólmiðjan
sýndist vera við láréttan sjónbaug um sól-
arlag en flestir munu ekki telja komið sólar-
lag fýrr en efsta rönd sólar hverfur. Sé
reiknað með því fæst breiddargráðan 50,4,
ennþá nær réttu lagi. Og svo er eitt enn.
Grænlendingasaga segir að þetta hafi ver-
ið um skammdegi, en Geelmuyden gerði
ráð fyrir sólargangi á skemmsta degi árs-
ins. Það er ekki fráleit ágiskun að Leifur
hafí gert mælingar sínar á dimmasta sex
vikna tímabili ársins frá 1. desember til
11. janúar eftir okkar tímatali. Þá fæst
það svar að staðurinn hafí verið við 51,6
gráður norðurbreiddar, öldungis eins og
LAnse aux Meadows. Það ætti því að vera
óhætt að fara að taka mark á frásögn
Grænlendingasögu af skammdegissólskini
í Leifsbúðum og veita skrásetjara sögunn-
ar og heimildarmönnum hans verðuga við-
urkenningu eftir 800 ára misskilning og
vanmat á staðhæfíngu hans.
PÁLL BERGÞÓRSSON.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 3