Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Side 5
LÍFSBARÁTTAN er hörð. Hér eru konur að reyna að afla sér tekna á útimarkaði og lítil sígaunastúlka á heimleið með eldivið sem hún hefur aflað. FJÖLDI sfgauna setur svip sinn á Slóvakíu. Til vinstri virðir lítil sígaunastúlka fyrir sér mannlífið á götunni, í miðju er mynd úr dæmigerðu sígaunahverfi þar sem draslið er jafnt utan á húsinu og í kringum það. Til hægri: Kommúnisminn er horfinn, en minnis- merkin um hann standa, hér útisalerni í miðborg Kosice. P maðurinn hefur notað yfir þeldökkt fólk frá Afríku. Mannlífið er á margan annan hátt ólíkt því sem gerist á Íslandi. Hér eru þjónustumálin i algerum ólestri samanborið við vesturlönd. Verslun og viðskipti minna stundum á aðstöð- una á sjötta áratugnum á vesturlöndum og jafnvel stundum enn lengra aftur í tímann. Klósettmálin eru hérna sér kapítuli og einnig í algerum ólestri. Fólk þarf helst að gera þarf- ir sínar áður en það fer í bæinn. Það er leit að salernum í bæjum og borgum. Opinber sal- emi minna á gömul klósett sem enginn hefur þrifið í mörg ár og þar er engan salernispapp- ír að finna. Það er því góður vani að hafa ávallt í vasa sínum góða ræmu af klósettpappír ætli maður í bæinn. Ekki er heldur hægt að læsa að sér. Ef maður rekst á salernisaðstöðu i bænum er nauðsynlegt að hafa budduna opna til að greiða fyrir afnot. Þá eru manni fengin í hendur nokkur blöð af klósettpappír. Sumt íbúðarhúsnæði sem maður rekst á þætti ekki bjóðandi undir bif- reiðaverkstæði heima á íslandi og víða eru heilu blokkirnar og húsin auð og rotin inni í miðri borginni. Kranavatnið héma bragðast sem sundlaugarvatn af klómum sem blandað er i það og saknar íslending- urinn Gvendarbrunnavatnsins heima á Islandi. Hér kostar almennilegt vatn dijúgan skilding en bjórinn héma er þó ódýrari en vatnið og gosdrykkimir. Hér ekur lögreglan á Skoda Favorit og Lödu, en er þó byijuð að endurnýja bifreiðaeign sína síðan í sumar og sést núorðið á Volkswagen Golf og Renault til að geta elt bófa í rússnesku mafíunni sem er gríðar- sterk hér í Austur-Slóvakíu. Rúss- neska mafían sérhæfir sig í bílastuldi og aðvörunarkerfi bíla væla allan sólarhringinn hvimleiðu flauti. A götum em Skodabílar algengast- ir. Jafnvel má sjá gamlar árgerðir á götunni í fullum gangi, svo sem Skoda Felicia 1959 og Skoda 1000 MB árgerð 1964. Einnig er Moskvits- inn sem svo algengur var á hinum íslensku vegum mjög algeng sjón hér í Slóvakíu. Bílar sem eru löngu útdauðir á ís- landi. Þegar maður gengur um götumar hér á maður stundum til að gleyma sér þegar maður virðir fyrir sér mannfólkið. Víða er sem maður sjái íslendingum bregða fyrir. Svo líkir era margir Slóvakar fólkinu heima á íslandi og öðram norðurlandaþjóðum. Greinilegt er að með okkur og Austur-Evrópuþjóðum er mikill skyld- leiki þótt fjarlægðin sé mikil. Fjölskyldan sem byggir jörðina hefur víða farið um íjarlæg lönd og þó við tölum orðið ólík tungumál finnum við með okkur íjölskylduböndin þegar við hittumst aftur. Það sem kom mér mikið á óvart hér austur í Slóvakíu var gestrisni fólksins og hin sterku flölskyldubönd. Á erfiðum árum kommúnista- stjómarinnar þurfti fólk að halda fast saman og hjálpa hvað öðru. Allir lögðust á eitt til að gera lífið sem bærilegast á þessum erfiðleikatím- um. Hér hitti ég sumt af því fólki sam sat í 30. scptombia 1996 MHExö)3CMP Spevácke poslal balík s kvselinou K)«4linov«mu ðt«ntÁlu na Utand- »Vú popuidmu spcvatHo BjörK (29) jab/Anlla v posJédrve) mlr.ute polícl*. Jeden «e)mo duievne ch«y tanúiik í U$A povlal iw JtJ lcnd)n«ku adroJu ky$«tiau sírovú. Atcntatntk ttlcatdo lopoi (21) w potom prcd kamorou jrafttreltt. Na púíiko, r.o ktoic) je r«a r«i)iá jeno samovraJdú, vkíno, oko pravujo baiík a odrowije ho rockovej &pOváíke. AO'.erické úratíý, ktoré naSií Lojxva &tyri öo« po í-fmti, xatSaif movati InHskö po tíciy. Lcn tak mofict t>yf boSk no pcrstc m johu LOPðýna Wdvený n zivíwtý. Bot jo&ta- vcný tak, }o m otwreni Uy fcy scAna srfová v*,rJrtck!o a sjjó scbito wtí popAloníny. dokoo- Cð smrtcfné tany. iopor po ciaí UaisV. r>» poStc a potom W vo s.vcjom byte v Ho^rwowlc mttetil. Siitieitia uporomdi poiíciu na íudosný tápoch. posiotmcj t jtotJBÓstitif ka/«t jt»f» tícnr.ika w&voBu- jo, ie tx>l aj;t*vó£kou posad nutý, Nomohnt fcy immt po- my&itnie na to. ic má vítah s rtfjjafcyfrt iicfflym. Bjórk r>udiÁ0r» dott'f, napoíy tskimádka, ta íala svoju kaiicni ofco Hroí' no s. tuUovvmi ccs-nidkanví o potom MoU v töinych skvp'- n.kh. Známou sjj staSa v roku 1987 akospevkka popyiáf- i-cj tkupfi'.y SugafCcber.. Od rokit HH ícn» S ncvOincoiV.-fne or» trým hlakom vydata oá wpnóoúchti Ju s/Uovcj kaiiéfyo isíanfiu sa pre- otahovaiá Uo lofutýna. Uí jcj pfvej þUitne vDeout* m prudoto viac aku ?.*>nvi-ónítkusov. Tcntootbomorw> i ciia áko 'dftirt deohiká .tfubo lotoal; fciirmj v hudbu*. Bjórk piati oko maj' stvfka mivu Stýtov, M»$a tccfcno a dancefioof t derc.tkVmi pieóhanv, jaj/ kcmtÁnuíCb cr«V>ckymi lánrhj a fcou- rc hudlou. Poprt Uiu?x«rt ooicvom ol- bume ’Poct* nahroto oj oounduack k (Urhu vfanK Gúi‘, MtV Curupe Awa'Ui (Ximorúti Bjóik v mr.tiom ioku ako ftCjk'.jsáiu umcikyáu. V t&mto ioku ta kfciío na padujoti MT\: fcoio vywóoo nc ý:?j vidco k pcsni *tt‘s OM Qukd* /«> rtajiopLiu chorcogratiu. v posfed- rtom spdhipracujo Djárk r> tma vým jun^ic i»udOt>»«ko!Yv Gokhcm. jOZ/hanj fangelsum í mörg ár fyrir trú sína á Guð. Kannski hafa þessir erfiðu tímar hjálpað fólki til að meta betur lífsins gæði og það sem við vesturlandabú- ar tökum orðið sem sjálfsagðan hlut. Vestrænt þjóðféiag hefur því miður glatað þessum göfugu eiginleikum í velferðarkapp- hlaupinu þar sem tími og gæfa era mæld í peningum. Þótt menningarsjokkið hafi verið mikið við komuna hingað til Austur-Evrópu vék það fljót- lega fyrir hjartahlýju fólksins sem býr hér fyrir austan. Víst voru byggingamar og umhverfi og aðbúnaður mannsins fráhrindandi við fyrstu sýn en það var áður en ég kynntist fólki þessa lands. Eg hef á tilfinningunni að með komu minni hingað hafi ég loksins komist að hjarta Evrópu. Einn daginn eftir langa göngu í sumarhit- anum skammt suðaustan við Tatrafjöllin kom ég inn í lítið þorp. Það var eins og öll önnur þorp i Slóvakíu, aðbúnaður og þjónusta fyrir neðan allar hellur á mælikvarða vestur- landabúans, þar sem við erum vanir öllu því besta. Ég gekk þar inn í lítið veitingahús við veginn til að kæla mig og laga vökvajafnvægi líkamans. Innan dyra hafði verið komið upp splunkunýju litasjónvarpstæki sem stakk í stúf við umhverfið. Á skjánum var þýskur fréttaþáttur frá vestur- löndum. Vesturþýskir fréttaþulir í gljáfínum fagnaði leiddu áhorfendur um viðskiptasvið vesturálfu og sýndu myndir af mannlífinu þar. Allt var svo yfírborðslega fágað og fínt og engu líkara en þar byggi kóngafólk í hverju húsi. En bak við fréttabrosin voru sorgmæddar sálir. Kannski er það ekki algild staðreynd. Eigi að síður snéri ég við og gekk út úr þessu veitingahúsi vestrænnar menningar. Þegar út kom var ég staddur i litlu sveitaþorpi i Slóvakiu og það veit Guð að mér leið vel að fá að hrærast í mannlífí þessa lands, langt frá glaumi og glysi vesturlanda. Ég var staddur í hjarta Evrópu. ÚRKLIPPA úr slóvakísku dagblaði með fréttaklausu um „Island- ’anku Björk“, sem er vel þekkt þar eins og annarsstaðar. Höfundurinn er nýlega seztur að í Slóvakíu. ERLENDAR BÆKUR ENGLAR OG DJÖFLAR DICTIONARY of Deities and Dem- ons in the Bible - DDD. Editors: Karel van der Toorn - Bob Becking - Pieter W. van der Horst. E.J. Brill - Leiden, New York, Köln. 1995. ÞAÐ SEM þú hefur í hendinni er ekki bók, það er „bókin“ - Upphaf ritgerðar Georges Steiners um Bibliuna. „Biblía þýðir bók. Fyrsti „texti“ í vestrænum menn- ingarheimi, þ.e. eftir kristnitöku í Róm og síðar meðal þjóða heimsveldisins" og enn síðar eftir mótun hálfvilltra þjóðflokka af germönsku og keltnesku kyni að menningarheimi kirkjunnar, þá var þessi bók bóka mótunarafl til allrar bókagerðar. Einhvers staðar er skrifað að allar samantektir í söguljóð- um, leikritum, skáldsögum og bók- menntum yfirleitt eigi sér höfuð- kveikju í Biblíunni og Hómerskviðum. Hvað snertir íslenskar miðaldabók- menntir og sagnfræði þá hefjast þau skrif með þýðingum úr biblíutextum á íslensku. Ef ræða ætti um lykilrit vestrænnar menningar og þar með „heimsmenn- ingarinnar" - sem er óljóst og umdeil- anlegt hugtak í sjálfu sér - þar er Biblían lykilritið, uppspretta laga og siðunar og fyrstu Móse-bækurnar fjalla um „exodus" ferðina úr þræla- húsinu til fyrirheitna landsins - sem er klassísk mynd af þeirri stöðugu ferð mannkynsins úr þrælsviðjum hálf- mennsku og villimennsku til siðaðra manna hátternis. Biblían hefur verið þýdd á ca. 2.100 þjóðtungur og um ekkert rit hefur verið meira fjallað en efni þessarar bókar. Efnið spannar margar bókahillu-mílur. Bók þessi, „Dictionary of Deities and Demons in the Bible“, er sett sam- an sem ítarlegt uppflettirit um guði, engla, ára, anda og hálf-guðlegar ver- ur sem nefndar eru í biblíutextum. Alls er fjallað um 400 heiti og nöfn, sem finnast í biblíutextum, auk tilvís- ana og mismunandi nafna á verunum. Hugmyndasaga veranna er rakin og frumuppruni þeirra þar sem svo hátt- ar. Meira en eitt hundrað fræðimenn víða að úr heiminum standa að ritinu. Helstu ráðgjafar um gerð og val höf- unda eru Hans Dieter Betz - Chicago, Andreé Caquot - París, Jonas C. Gre- enfield - Jerúsalem, Erik Hornung - Baasel, Michael Stone - Jerúsalem, og Manfred Weipert - Heidelberg. Þetta er bók í stóru broti alls 1.774 dálksíður, tveir dálkar á hverri blaðs- íðu auk registurs, auk XXXVIII síðna formála, heimildaskrár og uppfletti- orðalista. Útgefandi ritsins, E.J. Brill útgáfan, hóf útgáfustarfsemi sem sjálfstæð bókaútgáfa 1683 í Leiden í Hollandi. Þetta er eitt elsta sjálfstæða útgáfu- fyrirtæki í heimi og á Niðurlöndum. í bókaskrám útgáfunnar er einkum að finna uppflettirit og fræðitímarit, auk þess sem mikið magn bóka um hugvís- indi þar sem einkum er lögð áhersla á klassísk fræði, hugmyndasögu og trúarbrögð. Meðal kunnustu verka sem E.J. Brill gefur út er Islamska alfræðibókin og þar með rit um arab- ísk fræði og rit er snerta Austurlönd nær. Árlega gefur forlagið út um tvö hundruð nýja titla og um þrjátíu tíma- rit. Meðal útgáfna bókaforlagsins eru orðabækur og orðsifjabækur, sem snerta sumar íslensk fræði. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.