Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Qupperneq 7
Graham Swift
við förum að efast um þessa stjórn. Ég held
að það sé á þeim augnablikum sem frásögnin
kemur okkur til hjálpar. Þörfín til að segja
sögur hefur búið með manninum svo óskaplega
lengi. Hún er mjög djúpstæð í eðli okkar og
hún hlýtur að þjóna margsskonar tilgangi, -
einn er að skemmta fólki, annar er að bæta
úr hlutunum."
Tilraunin til aó skrifa er i sjálfu sér
eins konar ímynduó tilfærsla
Mig langar til að fá Graham til að tala örlít-
ið um myndmálið í verkum sínum; ég spyr
hann fyrst um hlutverk umhverfísins, lands-
lagsins.
„Á sama máta og „Waterland" leiddi mér
fyrir sjónir þessa vídd sem kallast „mannkyn-
saga“ í verkum mínum þá sýndi hún mér einn-
ig fram á, mér til nokkurrar undrunar, að ég
hef tilfinningu fyrir ensku landslagi. Mér þyk-
ir vænt um enskt landslag. Sú væntumþykja
sprettur örugglega ekki af tilfinningasemi né
heldur myndrænni þörf, og þaðan af síður af
föðurlandsást. Hún sprettur af þessari frum-
stæðu kennd sem kölluð er „ást á landinu".
Ég gæti látið þig hafa langan lista yfír hluti
sem ég tel vera í ólagi í Englandi, en beina-
byggingin ef svo má að orði komast, er að
mínu mati ennþá í góðu lagi. Það er að segja
hinn efnislegi grunnur, landið sjálft, - og ég
bregst við því í minni vinnu. Ég held að ég
hafi líka sterka tilfínningu fyrir fólki í ákveðnu
landslagi eða „borgarlagi" og þessum mikil-
væga samleik sem á sér stað milli fólks og
þess staðar sem það kemur frá. Við þekkjum
hvernig það er að eiga heima einhvers staðar,
- að tilheyra einhveiju svæði. Það felst ekki
bara í því að eiga „heima“ í húsi, heldur einnig
í því að samsama sig landinu.
Á hinn bóginn get ég líka snúið þessu við.
Við búum í heimi sem fer sífellt meira úr skorð-
um. Menningarleg og landfræðileg landamæri
hafa raskast, fólk ferðast mikið og blandast.
Við þessu verður maður að bregðast. Vegna
þess hve ég er „venjulegur" maður, enskur
Englendingur, þá mætti halda að ég sé ekkert
sérstaklega hæfur til að skrifa um þennan
blandaða og sundurleita heim sem við hrær-
umst í. Mín skoðun er þó sú að ég sé eins fær
um það og hver annar, þó ekki sé nema vegna
þess að ritstörf eru verknaður sem raskar til-
vist manns. Það er ekki hægt að hefja sögu
sem á að leiða eitthvert án þess að rífa sjálfan
sig upp með rótum. Maður verður að sleppa
hendinni af því kunnuglega. Minnsta krafa sem
hægt er að gera til skáldsögu er að hún færi
mann úr manns eigin heimi inn í reynsluheim
annarra svo við sjáum heiminn með þeirra
augum. Þetta er óskaplega mikilsvert verkefni
i lífinu yfirleitt og kannski er það eitt hlutverk
skáldsagna að örva þetta mikilvæga ferli. Til-
raunin til að skrifa er í sjálfu sér eins konar
ímynduð tilfærsla, viðurkenning á því að lífið
sjálft er stöðugt að rífa mann upp með rótum.
Ég held að hvaða höfundur sem er og hver
sá sem segir sögur, - sama hvort hann hefur
alltaf verið á sama stað eða stöðugt á faralds-
fæti, - myndu samþykkja að ímynduð til-
færsla sé í rauninni kjarni þess sem þeir eru
að fást við, kjarni þess að vera rithöfundur."
í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér
stað undanfarna áratugi um hlutverk og stöðu
kynjanna í bókmenntum, gat ég auðvitað ekki
stillt mig um að spyija Graham um samskipti
kynjanna eins og þau birtast í bókum hans.
„I því samhengi langar mig mest til að tala
um síðustu bókina mína „Last Orders“, þar
sem bæði koma fyrir menn og konur, eins og
raunar augljóslega í öllum öðrum sögum,“
segir Graham og brosir. „Ég held að í fljótu
bragði væri óskaplega auðvelt að sjá „Last
Orders“ sem fremur karlmannlegt verk vegna
þess að meginsaga bókarinnar segir frá ferða-
lagi sem fjórir menn fara til að uppfylla hinstu
ósk fimmta mannsins. Hann er látinn en ferð-
ast með með þeim, hlutgerður í krukku sem
inniheldur ösku hans. Þetta eru sem sagt fímm
menn í bíl á ferðalagi, sem er ósköp karla-
legt. En þótt þungamiðja frásagnarinnar sé
þetta ferðalag, þá koma fleiri persónur til sög-
unnar en mennirnir í bílnum. Fremst þar í
flokki er ekkja látna mannsins, Amy. Einn
leyndardómur sögunnar er að Amy hefur
ákveðið að fara ekki með mönnunum í þessa
ferð sem augljóslega varðar þó manninn henn-
ar á mikilvægan máta. Frá hennar hálfu liggja
mjög góðar ástæður að baki þessarar ákvörð-
unar. Hún kemur hægt og rólega fram á sjón-
arsviðið eftir því sem líður á söguna sem eins-
konar utansviðs-persóna, en hefur þó miklu
hlutverki að gegna. Amy tekur mjög mikilvæg-
ar ákvarðanir í lífi sínu og eina þá mikilvæg-
ustu daginn sem ferðin er farin, þó hún sé
sjálf fjarverandi. I sögunni eru fleiri mikilvæg-
ar kvenpersónur sem taka í taumana og breyta
lífi sínu. Mennirnir hneigjast svona frekar til
að láta reka á reiðanum og eru oft fullir eftir-
sjár yfir hlutum sem þeir hefðu getað fram-
kvæmt eða ákvörðunum sem þeir hefðu getað
tekið,- þeir bara komu því aldrei í verk. Hvort
þessi staða er dæmigerð fyrir konur og menn
veit ég ekki, en í þessari bók er það tilfellið;
kvenpersónurnar eru mjög sterkar í þessu
verki.
Vera má að kvenpersónur séu örlítið fíarlæg-
ari en karlarnir í öðrum bókum sem ég hef
skrifað. Það eru margar ástæður fyrir því og
ein þeirra er hreinlega sú að ég er karlmaður
sjálfur. Það liggur beint við að karlmaður skrifí
af meira viti um karlmannlega reynslu. Samt
sem áður er það hlutverk rithöfunda að setja
sig í spor annarra og hver veit nema ég eigi
eftir að skrifa sögu með kvenpersónu í aðal-
hlutverki. Þó álít ég það mjög alvarleg mistök
að skrifa sögu sem ætlað er að falla inn í ein-
hveija kynjapólitík eða fyrirmynd um hvað sé
tilhlýðilegt, - góðar sögur verða ekki til á
þann máta. I skáldsögu er ekki hægt að setja
sér það markmið að gefa persónum jafnt vægi
eftir kyni því þannig er ekki blákaldur veru-
leiki lífsins."
Sióferói eftir pöntun
Hér gríp ég aðeins fram í fyrir Graham og
minnist á þá staðreynd að karlpersónur hans
virðast ekki eiga í neinum vandræðum með
karlmennskuímyndina. Hann kímir aðeins.
„Ég get náttúrulega ekki verið þér ósam-
mála um það,“ segir hann svo. „En ég blanda
mér yfírleitt ekki í samtímadeilur eða umræð-
ur. Það er ekki mitt hlutverk sem rithöfundur.
Pólitísk rétttrúnaðarstefna er auðvitað alls
staðar í umhverfinu, en ég kæri mig ekki um
að eyða miklum tíma í slíkt. Ég veit að það
liggja góðar hvatir að baki slíkrar hugmynda-
fræði, en hún er oft mjög varasöm. Stundum
fínnst mér eins og svona rétttrúnaðarstefna
vinni gegn ósviknu ímyndunarafli, sé auðveld
leið til að íjalla um málefni, - auðveld leið til
að lýsa yfir siðferðislegu ágæti sínu án þess
að þurfa að inna af hendi þá erfíðu vinnu sem
leiðir til almennilegrar siðferðisvitundar í gegn-
um listsköpun. Þetta er einskonar siðferði eft-
ir pöntun.“
„Last Orders" fjallar um dauóann
til aó geta f jallaó um lifió
Bækur Graham gerast flestar á mörgum
tímaplönum; oft spannar meginatburðarásin
mjög stuttan tíma en inn í hana tvinnast svo
líf fólks í heild sinni eða jafnvel líf fleiri kyn-
slóða. Mér lék hugur á að vita hvernig Graham
skilgreindi hið hverfula fyrirbrigði tímann, í
tengslum við skáldskapinn.
„Last Orders" er eins og áður var sagt saga
um ferðalag frá suðurhluta Lundúna til strand-
bæjar við austurströnd Kent sem tekur yfír-
leitt ekki nema um tvær klukkustundir þó það
taki mennina í þessu tilviki mun lengri tíma.
Þrátt fyrir að ferðalagið sé farið í alvarlegum
tilgangi er sagan mjög fyndin. Það er hægt
að vera fyndinn og alvarlegur í sömu and-
ránni, þessar tilfínningar þurfa ekki að þurrka
hvor aðra út. Ef „Last Orders“ virðist vera
saga um dauðann, þá fjallar hún vissulega um
dauðann til að geta fjallað um lífið. Hún fjall-
ar um það hvernig lífíð flækist fyrir dauðan-
um. Mennirnir verða fyrir alls konar óhöppum
og lenda í ógöngum á leiðinni. Jafnframt flakk-
ar sagan í tíma, - á sama máta og allar skáld-
sögur mínar; ég fer aftur í tímann, inn í líf
sögupersóna, á vit minninga þeirra. Ekki í
neinni rökréttri röð, því ég hef alltaf tekist á
við tímann og tímaröðun á einhvern svona
„fram og til baka“ máta sem virðist vera til-
viljunum háður. Sumpart hef ég þennan hátt-
inn á vegna þess að mér fínnst það meira
spennandi, en líka vegna þess að þannig vinn-
ur minni okkar. Sá frásagnarmáti sem ég nota
líkir einfaldlega eftir því hvernig minnið vinn-
ur. Vegna þess hve mennirnir eru orðnir gaml-
ir, er mikið af minningum sem þarf að vinna úr
í „Last Orders. Hið sögulega tímabil sem sag-
an spannar nær allt frá 1920 til 1990, það
er t.d. mikið fjallað um stríðsárin. Þrátt fyrir
það beinist athyglin fyrst og fremst að þessum
ákveðna degi, þannig að annars vegar er sólar-
hrings tímakerfí að verki og hins vegar miklu
stærra kerfi.“
Skáldskapur er ekki keppnisiþrótt
Nú er farið að líða á seinni hluta samveru-
stundar okkar. Það er annasamt hjá Graham
og ég veit að á heimili hans hefur verið mik-
ill erill síðustu daga svo ég vil ekki teygja lop-
ann of mikið. Glösin okkar eru löngu tóm og
hávaðinn á bamum farinn að færast í aukana
enda fastagestirnir sem óðum að tínast inn
eftir vinnu. Það lá beinast við að spyija Gra-
ham að lokum hvaða þýðingu Booker verðlaun-
in hefðu fyrir hann sem rithöfund, - og jafn-
framt hvaða þýðingu verðlaun af þessu tagi
hefðu fyrir breskt menningarlíf.
„Ég er auðvitað himinlifandi yfír því að
hafa unnið þessi verðlaun. En hvaða þýðingu
þau hafa veit ég ekki almennilega. Jú, það er
ekki hægt að neita því að verðlaunin eru viður-
kenning, - en ég hef hlotið talsverða viður-
kenningu fyrir mína vinnu þar fyrir utan. Ég
verð eiginlega að segja eins og er að verðlaun
skipta í raun ekki miklu máli, það er enginn
sem skrifar til að vinna verðlaun. Verðlaun
eru ekki hvatning í þeim skilningi. Rithöfundar
munu verða til án þeirra því þeir verða að
fylgja sannfæringu sinni og þörfínni til að tjá
sig. Gallinn við bókmenntaverðlaun er að þau
setja rithöfunda í þá aðstöðu að þurfa að keppa
hver við annan. Skáldskapur er ekki keppnis-
grein, það er nægilegt rými í veröldinni fyrir
allar tegundir skáldskapar. Jákvæð áhrif verð-
launa, sérstaklega Booker verðlaunanna,
byggjast á því að þau örva áhuga fólks á lestri.
Þessi verðlaunaafhending er örugglega eini
viðburðurinn á árinu sem hugsanlega gæti
vakið áhuga þeirra sem venjulega sýna fagur-
bókmenntum litla eða enga athygli. Hvað þetta
varðar tel ég svona verðlaun allra góðra gjalda
verð. Allir hlutir hafa sínar góðu og slæmu
hliðar."
Við lukum samtali okkar á léttum nótum,
tókum saman dótið og gengum út í kvöldkul-
ið. Graham var orðinn svolítið seinn svo ég
skildi við hann á götuhorni eftir að hafa full-
vissað hann um að ég myndi finna brautarstöð-
ina á eigin spýtur. Hann kvaddi með handa-
bandi og hlýlegu brosi áður en hann snerist á
hæli og lagði á brattann upp brekkuna heim
til sín. Ég snéri mér niður í móti, í humáttina
að brautarstöðinni og leit nú vel í kringum
mig, - það var ekki laust við að mér fyndist
Suður-London hafa öðruvísi yfirbragð eftir
þetta langa samtal við Graham Swift.
HERMANN R.
JÓNSSON
VOGUR
1. DAGUR
Hér sit ég
bregst sjálfum mér
öllum, alltaf
sífellt
fangi
eigin hugsana
3.DAGUR
Hugsun
þú
veitir mér frelsi, vinur
síðar
hneppir þú mig
í fangelsi, óvinur
5.DAGUR
Ég reyni
drekk kaffið
sársaukinn
nístir mig enn
er pláss
fyrir von?
7. DAGUR
Ég er farinn að sjá
sjálfan mig
ekki sem „looser“
heldur einstakling
sýktan á sál
8. DAGUR
Ég á mér von
hver og einn sem hefur löngun
á sér von
finn hjarta mitt
hrópa á hjálp.
Fyrirgefðu mér!
9. DAGUR
Dagurinn í dag
fyrirheit um morgundag
gærdagurinn farinn
sjáðu þig - segir spegillinn
þú ert það
sem þú hugsar
10. DAGUR
Sameining - þakklæti - bati
pontan togar mig til sin
ég er að fara
í dag
hver dagur verður minn dagur
en aðeins
einn í senn
Höfundurinn er verzlunarmaður í
Hafnarfirói.
HELGA BÁRA
TRYGGVADÓTTIR
YFIRGEFNA
HÚSIÐ
Stiginn labbar upp sig sjálfan
veggirnir stijúka sig
gluggarnir stara hissa
þar sem speglarnir spegla sig
Ég flutti þar inn með fimm poka
þá Hfnuðu Ijósin við
ég gekk upp stigann til hálfs
leit við.
Hann var að elta mig.
EKKERT
Það er ekkert
sem viðheldur
ilmi þínum
þótt ég fmni
hann enn.
Höfundur er húsmóðir í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 7