Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Síða 6
LANDSLAG HUGANS HANN BEIÐ mín á brautar- palli í Suður-London, sannur Breti, augljóslega ákveðinn í því að firra mig öllum vandræðum við að komast leiðar minnar í ókunnu hverfi borgarinn- ar. Við gengum saman í hægðum okkar að notalegri krá í nágrenni við heimili hans, þangað sem hann venur komur sínar. Þar var okkur heilsað með miklum virkt- um og stúlkan við barinn leiddi okkur afsíðis í lítið herbergi þar sem við gátum spjallað í næði. Á meðan ég var að koma mér fyrir og draga upp tækin fór Graham á barinn og keypti handa okkur tvö glös af Guinness. Ég virti hann fyrir mér á meðan við tókum upp þráðinn við gamalt samtal um verkun hákarls á íslandi. Graham er hávaxinn og grannur maður, fremur skarpleitur. Hann er ósköp hæglátur og yfirvegaður, talar lágum rómi og fremur hægt svo hann nær athygli manns á augabragði. Talið barst loks að Gra- ham Swift sjálfum og hann segir mér að hann sé Lundúnabúi og hafí búið þar mestalla ævi. Hann leggur áherslu á að hann sé alinn upp í suðurhluta borgarinnar þó það hafi eflaust litla þýðingu á íslandi. Ég þróaói meó sjólfum mér viljann til aó skrifa Eftir að við höfum í sameiningu skilgreint Graham sem fremur dæmigerðan Englending spyr ég um bakgrunn hans í listrænum skilningi. „Ja, ég held að ég hafi gerst rithöfundur á algjörlega sjálfstæðan máta, ég naut engra tengsla í bókmenntaheiminum þegar ég var ungur; það var enginn sem otaði mér út í það að gerast rithöfundur. Einhverra hluta vegna - og ég held að það hafi gerst þegar ég var mjög lítill, þá þróaði ég með sjálfum mér vilj- ann til að skrifa. Ég er þess fullviss að sú ákvörðun átti upptök sín í lestri. Á sjötta ára- tugnum þegar ég var að alast upp hafði sjón- varp ekki enn haldið innreið sína. Á heimili foreldra minna var lestur eina dægradvölin því þar var ekkert sjónvarp. Allt í einu varð ég hreinlega gagntekinn af þessari stórkostlegu iðju; að skapa heilan heim milli spjalda bókar. Ég byijaði á því að skrifa smásögur og þær fyrstu komu ekki út fyrr en um miðjan átt- unda áratuginn. Lengi vel var ég þess fullviss að ég myndi aldrei skrifa skáldsögu, en svo stóð ég sjálfan mig að því að skrifa bók sem ég lauk 1976. Hún var þó ekki gefin út fyrr en 1980 þegar ég var orðinn þrjátíu og eins árs gamall, svo þessi undirbúningur tók sinn tíma. Og allan þann tíma var ég augljóslega mjög staðfastur og helgaði mig ritstörfunum. í upphafi var ég töluvert einangraður við skriftirnar þó svo sé ekki í dag. En ég held að hið sama megi segja um marga aðra, - þetta er alls ekki svo auðvelt til að byrja með.“ í allri mannlegri reynslu er sameiginlegur sannleikskjarni Graham tekur sér svolítið málhlé til að dreypa á bjórnum sínum en heldur svo áfram að rekja ritferil sinn. „Mitt fyrsta verk sem vakti verulega at- hygli var „Waterland" sem kom út 1983. Þeirri bók var óskaplega vel tekið. Fyrir mig persónu- lega skipti þó ekki síður máli að í kjölfar henn- ar gat ég hætt að vinna við annað en skriftir. Síðan 1984 hef ég Iifað af ritstörfum einum saman sem er mér mjög mikils virði því það eru ekki margir höfundar sem hafa tök á því. „Waterland" var ekki einungis vinsæl í ensku- mælandi löndum, heldur var hún þýdd á yfir 20 þjóðtungur. I kjölfarið hafa svo fleiri af mínum bókum verið þýddar. Það sem einnig gerðist með útkomu „Water- land“ er að ég öðlaðist ákveðna tilfinningu, - þessa frábæru tilfinningu fyrir lesendum hand- an hafsins. Það er mjög mikilvægt fyrir rithöf- und að sjá verk sitt ferðast; í þeim skilningi að það nái til huga fólks í öðrum löndum. Eg er Englendingur, ég er „innfæddur“ eins og reyndar allir sem koma frá London. Samt hef ég alltaf verið sannfærður um að maður nái ekkert frekar til fólks á öðrum stöðum með Graham Swift hlaut eftir- sóttustu bókmenntaverð- laun Bretlands, Booker verólaunin. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR mælti sér mót vió hann aóeins örfóum dögum eftir aó verólaunin voru veitt. því að skrifa um aðra staði. Maður verður að skrifa um sitt eigið umhverfi, reyna að finna það sem í því býr. Ég hef óbilandi trú á því að sama hvar við búum og úr hvaða stétt við komum, þá séum við í grundvallaratriðum eins. Innra með okkur, í allri mannlegri reynslu og tilfinningum er einhver sameiginiegur sann- Ieikskjarni og þá skiptir ekki máli hvar við erum upprunnin." I „Waterland" - sem fjallar um mjög af- markaðan hluta Austur- Englands, fenjaland- ið, - var ég að skrifa um ákveðið landslag og sögu ákveðins svæðis. Jafnframt var ég þó að skrifa um algilda hluti vegna þess að landslag- ið í bókinni er ekki einungis ákveðið enskt landslag, heldur líka landslag hugans. Allar skáldsögur skapa ímyndaðan heim og hvort heldur hann er staðsettur í Austur-Englandi eða eins og í „Last Orders“ í London, þá er maður einnig að fást við heim sem maður hefur skapað. Það er einmitt þessi tilbúni heim- ur sem getur skilað sér til annarra landa en manns eigin. Hann vísar til ástands mannsand- ans sem í grundvallaratriðum er alls staðar hið sama.“ Sagan skapast meó minningunum í skáldsögum sínum segir Graham sögu einstaklinga að því er virðist í óijúfanlegu samhengi við fortíðina. Ég spyr hvaða þýð- ingu „sagan" í sagnfræðiiegum skilningi, hafi fyrir hann. „Jú, eitt af því sem „Waterland" hafði í för með sér er að mér varð Ijóst að ég hef mik- inn áhuga á sagnfræði. Það vill svo til að aðatpersóna sögunnar er sögukennari, þannig að í gegnum allan söguþráðinn tvinnast spurn- ingar og þemu tengd sagnfræði. Hvað tilheyr- ir mannkynsögunni? Hvernig er hægt að skil- greina hana? Og ef það er hægt, hvað er þá hægt að læra af henni? Hvernig er hægt að kenna sagnfræði? Allt þetta bendir kannski helst til þess að þetta sé bók um hugmynda- fræði en það er aðeins að hluta til satt því verkið er fyrst og fremst frásögn; saga - og vonandi knýjandi saga. „Waterland" kom mér í skilning um að rannsókn fortíðarinnar er óaðskiljanlegur hluti af því að segja sögu. Áhrif fortíðarinnar á nútíðina eru byggð inn í frásögnina. Það er ekki hægt að segja sögu fyrr en eitthvað hefur gerst og sú staðreynd þýðir að frásögn er í sjálfu sér sagnfræðileg. Ég held að skáldsögur séu einstakar hvað þetta varðar því formið er svo stórkostlegt. Ef litið er til formsins, hversu vítt það er og hversu mikið skáldsögur geta spannað er ljóst að í forminu felst undursamleg leið til að kanna þau áhrif fortíðarinnar sem snerta venjulegt fólk á persónulegan máta. Ég hef mestan áhuga á því nánasta í lífi okkar allra, en það nánasta í lífinu er óhjákvæmilega tengt stærri hlutum. Það er ekki hægt að aðskilja hinn stóra heim frá þeim smærri sem við hrærumst venjulega í. Það er ekki hægt að greina persónulegar sögur frá þessu „efni“ sem við nefnum sagnfræði. Við erum öll hluti af sögunni." „Þú átt við að þetta þróist allt samhliða," skýt ég inn í. „Ekki bara samhliða," segir Graham, „held- ur held ég að þetta tvinnist saman. Eftir því sem við eldumst gerum við okkur betur grein fyrir því hvernig sjálfur lífsvefurinn verður sögulegur. Sagnfræði er ekki einungis til í bókum, heldur er hún í raun hluti af lífinu, sagan skapast með minningunum." Nýtl sjónarhorn á tilveruna Ég skýri Graham frá því að nokkrum dögum áður hafi ég verið að ræða við rithöfundinn Malcolm Bradbury, sem um langt skeið hefur verið einn áhnfamesti maður í breska bók- menntaheiminum. Bradbury sagði mér að þeg- ar hann var að heíja feril sinn rétt eftir mið- bik aldarinnar, hafi verið miki! kreppa í bresk- um bókmenntum. Allar bækur sem höfðu eitt- hvað nýtt fram að færa komu frá Ameríku, þar bjó hin fijóa, skapandi hugsun, uppreisnin gegn hefðinni, frelsið frá fortíðinni. Bradbury hélt því fram að breskar bókmenntir (með undantekningum þó) hefðu eiginlega ekki kom- ist á fullan skrið aftur fyrr en með kynslóð nýrra höfunda á borð við McEwan, Rushdie, Ishiguro og fleiri. Ég spurði Graham hvort hann teldi sig hafa risið upp úr vitsmunalegu kreppuástandi. „Jú, það var eitthvað sem átti sér stað á níunda áratugnum í enskri skáldsagnagerð. Að hluta til einfaldlega sú tilviljun að nýtt hæfileikafólk kom fram á sjónarsviðið, en svo má einnig vera að nýtt sjónarhorn á tilveruna hafi skotið upp kollinum. í þessu sjónarhorni fólst þörf - og nú er ég ekki bara að tala um sjálfan mig - til að íhuga löng tímaskeið, til að líta á fleiri en eina kynslóð í einu. Þetta er nokkuð sem t.d. Ishiguro gerir, hann rann- sakar sögu nútímans, sögu eftirstríðsáranna." „Vera má að sigurvíma stríðslokanna hafi verið farin að renna af fólki og að jafnframt hafi skapast nægileg fjarlægð frá atburðum stríðsins til að líta til baka,“ legg ég til. „Það má vel vera,“ svarar Graham. „Kyn- slóðin sem ég er að tala um, mín kynslóð, á foreldra sem gengu í gegnum seinni heimstyij- öldina, - það er að segja ef þau lifðu af. Við uxum úr grasi rétt eftir stríðið; ég man eftir skemmdum af völdum sprengjuárása í borg- inni og skömmtun á mat, - ég minnist afleið- inga stríðsins. Mér hefur alltaf virst sem seinni heimstyijöldin hafi gerst rétt handan við öxlina á mér. Hún er nær því að vera raunveruleiki en söguleg staðreynd. Þannig skapast með mér þessi tilfinning sem ég var að lýsa rétt áðan, fyrir því hvernig stóru atburðir sögunnar þrengja að persónulegu lífi fólks, oft á mjög skaðlegan máta. Mér hefur aldrei fundist ég þurfa að hörfa frá hinum stóru sögulegu at- burðum í skrifum mínum. Kannski hafa aðrir einstaklingar af minni kynslóð haft þessa sömu „eftirstríðsára-tilhneigingu" til að taka heim- inn alvarlega; - takast á við stóru hlutina, - það sem raunverulega gerðist." Lifsvefurinn er margslunginn Þar sem samtal okkar hefur nú tekið þessa stefnu spyr ég Graham hvort greina megi ákveðna nauðhyggju eða forlagatrú í verkum hans. „Já, kannski. En þegar ég skrifa skáldsögu, þá segi ég samt ekki við sjálfan mig: mig lang- ar til að skrifa um ákveðið efni; þannig gerast hlutirnir einfaldlega ekki. Ég skrifa samkvæmt eðlisávísun og innsæi; á mjög tilfinningalegan máta sem ég get oft ekki útskýrt. Ef maður tekur fyrir eitthvert þema sem hljómar óskap- lega heimspekilega eins og t.d. nauðhyggja, þá veit ég ekki til þess að hafa meðvitað kann- að slíkt ferli í verkum mínum. Samt er það augljósiega til staðar. Ég held að það sé óvinn- andi vegur að skrifa bók sem EKKI fjallar um mannlega hegðun og hugboð. Um það hvort við gerum hlutina af fijálsum vilja eða hvort það er orsök á bak við allar afleiðingar. Hvort við stöndum hjálparvana frammi fyrir forlög- unum eða getum stjórnað þeim. Þessar stóru spurningar eru þó málinu óvið- komandi, mér finnst það ekki vera hlutverk rithöfundar að veita svör við neinu. Hlutverk hans getur verið að spyija margra spurninga og í „Waterland" er margs spurt. En höfundur á ekki að skera úr um hvort hlutirnir séu svona frekar en hinsegin. Ég hef heilbrigða þörf til að vera trúr þeirri staðreynd að fyrir flest okkar er lífið mjög ruglingslegt ferli sem ekki er hægt að útskýra, - ringulreiðin er hluti af þeirri gleði sem felst í lífinu og raunar hluti af sársaukanum líka. En þessi ringulreið og þetta margslungna eðli lífsins er á hinn bóginn nokkuð sem skáldsagan er nógu viðamikil til að takast á við á heiðarlegan máta. Ég held að þessi grundvallartilfinning fyrir marg- slungnu eðli lífsvefsins, sem við verðum að viðurkenna hvort fyrir öðru, sé mun mikilvæg- ari en „merking“, „skilaboð" og „þemu“.“ Löngunin til aó segja sogu veróur til þegar vegió er aó valdinu Bækur Graham ijalla flestar um sterk til- finningatengsl milli einstaklinga, enda virðist hið persónulega vera honum mjög ofarlega í huga. Tengsl þessi afhjúpast oft við einhvern ákveðinn atburð eða tímamót. Ég spyr því Graham um valdatengsl milli persóna í skáld- sögum hans. „Ég held að ég hafi alltaf haft áhuga á ákveðinni tegund valdatengsla, eða þeim sem ég kýs að kalla „handhafa valdsins". Sú per- sóna er ekki endilega valdamikil í venjulegum skilningi, heldur er henni ætlað að búa yfir meiri þekkingu en öðrum. Sem dæmi um slíka persónu má nefna kennara. Kennarinn í „Wat- erland" er eins og allir kennarar handhafí valds, en hann er að ganga í gegnum erfið- leika þar sem valdi hans í starfi og kannski ekki síður vitsmunalegu valdi er ógnað af ýmsum ástæðum, bæði í skólastofunni og í einkalífinu. Ég held að í skrifum mínum sé ég oft að storka viðteknum og viðurkenndum hugmyndum um valdatengsl, sérstaklega vits- munalegum völdum. „Waterland" og aðrar bækur sem ég hef skrifað fjalla um margræðni þekkingar. Þekkj- um við í raun og veru sannleikann um hlut- ina? Er þekking alltaf blessun eða getur hún jafnframt valdið eyðileggingu? í bók sem kom út á eftir „Waterland" og heitir „Ever After“ er ég reyndar að fjalla um allar þessar stóru spurningar; um þekkingu, trúarkenningar og vísindi. Um miðja nítjándu öld þegar Darwin setti fram kenningar sínar var stoðunum svipt undan kenningum manna um þessa hluti. Darwin olli ótrúlegum styr með því að bera brigður á viðteknar hugmyndir um þekking- una, valdakerfið og trúmálin. Þarna er ég að fjalla um mjög víðfeðm mál, en ég reyni alltaf að setja þau fram á persónulegan máta líka. Ef ég má nálgast þetta efni frá dálítið öðru sjónarhorni, þá held ég að sjálf löngunin til að segja sögu verði oft til þegar vegið er að valdinu. Flestir sögumenn mínir eru fyrstu persónu karakterar, - ég skrifa í fyrstu per- sónu. Venjulega kviknar löngun þeirra til að segja söguna við einhverskonar erfiðleika, þeg- ar vegið er að valdi þeirra yfir eigin tilfinning- um, reynslu og lífi. Sjálf frásögnin kemur þeim síðan að hluta til bjargar. Hún er eitthvað sem þeir nota í tilraun til að raða saman brotum lífs síns. Ég hef alltaf verið mjög áhugasamur um þessar grundvallarspurningar; hvaða vald höfum við? Hvaða stjórn höfum við á reynslu okkar í raun? Oftast teljum við okkur trú um að við höfum stjórn á hlutunum. Við gerum að því skóna að við stjórnum lífi okkar. Jafn- framt höfum við öll lent í einhveiju þar sem 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.