Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Qupperneq 11
5FÆTI
3r þaó allt vestar en nú. Þar
ðvelt að uppræta.
Ljósmynd/Lesbók/GS
i sést austurendi Hagavatns.
HAGAVATN
Núverandi valnsb. 436,5 m h.y.s.
Nýifoss\
Vatn með yfirborO
í447 m h.y.s.
Brekkna-
fjöll
Einif'ell
Fagradals'
fjall
framaf og hefur grafið sér djúpt gljúfur í
ennþá gljúpara þursaberg. Þessi móbergs-
þröskuldur er mjög tekinn að eyðast og
mátti sjá þess merki síðastliðið sumar, að
hann hafði lækkað. Það þýðir nýtt jökul-
hlaup ef vatnið nær að vinna á honum og
þarmeð væri Hagavatn horfíð.
Hverskonar nátlúrufyrirbœri
er Hagavatn?
Hagavatn á sér mjög óljósa sögu og
engan fastan samastað. Það hefur verið
vatn á faraldsfæti, sem hrakizt hefur frá
austri til vesturs og síðan til austurs aftur,
allt eftir ástandi Langjökuls og þá einkum
og sér í lagi Hagafellsjökulsins eystri. Hann
hefur verið nákvæmur barómeter fyrir
kulda- og hlýindaskeið og er fljótur að
bregðast við breytingum. Ekki liggur ljóst
fyrir hvernig hann var fyrr á öldum, en
eftir kuldaskeiðið seint á 17. öld fór hann
að stækka og Sigurður Þórarinsson taldi
hann hafa náð hámarki seint á síðustu öld.
Skömmu fyrir síðustu aldamót var jökullinn
miklu stærri og þykkari en nú; hann lá þá
framá brúnir Brekknafjallanna og raunar
framyfir þau. Jökulröndin var því sem
næst þar sem sæluhús Ferðafélagsins við
Einifell stendur, og lengra til austurs lá
jökullinn á norðurhlíðum Jarlhettanna. Það
er þó ljóst af þekktum öskulögum frá
Heklugosum, að áður hafði verið jökullaust
svæði þarna.
Sporður Eystri Hagafellsjökuls náði um
síðustu aldamót jafn langt fram, eða lengra,
en gamli vatnsbotninn nær nú og Haga-
vatn hafði þá hrakizt að öllu leyti úr núver-
andi stöðu og langt vestur með Vestari
Hagafellsjökli og þá að líkindum myndað
samfellu með Sandvatni, sem var eitt sinn
vestar með jöklinum, en er nú horfið.
Eftir að jöklar fóru að hopa á þessari
öld, sem gerðist fyrst svo um munaði á
hlýskeiðinu eftir 1930,_færðist Hagavatn á
nýjan leik til austurs. Á fyrstu þremur ára-
tugum aldarinnar er svo að sjá, að Farið
hafi ekki verið til og ekkert útrennsli ofan-
jarðar úr Hagavatni. En þegar jökullinn
hopaði nægilega í slakkanum
hjá Leynifossi árið 1929, varð
geysimikið jökulhlaup. Vatns-
magn þess sést bezt af því að
hluti hlaupsins lenti í farvegi
Sandár og út í Hvítá í þeim
mæli að neðri foss Gullfoss
hvarf alveg.
Það er þó hæpið sem fram
var haldið, að gljúfrið við
Leynifoss hafi ekki verið til
áður og alfarið grafizt við þetta
hlaup. Trúlegra er að sagan
hafi endurtekið sig og að útfall
Hagavatns hafi einhverntíma
áður orðið um þennan slakka.
Jökulhlaup úr Hagavatni
verða með þeim hætti að á hlý-
indatímabilum hopar Eysti
Hagafellsjökullinn og vatnið
finnur sér útrás um lægri
skörð. Eftir mikil hlýindi á 4.
áratugnum, hafði jökullinn
hopað nægilega til þess að út-
rásin fann enn lægra skarð við
Nýjafoss og í kjölfarið fylgdi
jökulhlaupið 1939. Síðan hefur
Farið runnið úr Hagavatni um
þann farveg.
Jökullinn hélt áfram að hopa
unz 200-300 m voru orðnir frá
vatninu upp að jökulröndinni.
Ljósmynd/Lesbók/GS
YFIR ÞESSI flæmi náði Hagavatn fyrir hlaupið 1939 og enn lengra fyrir hlaupið 1929.
Á efri myndinni sést Hagafeil og handan við það Hagafellsjökullinn vestari. Þórisjök-
ull sést í baksýn. Á neðri myndinni sést vatnsbotninn við norðurhlíð Fagradaisfjalls
en fjær er Lambahraunsdyngjan og Hlöðufell.
En eftir kuldaskeiðið sem hófst hér um
1967 og náði hámarki á kaldasta ári aldar-
innar, 1979, hljóp Eystri-Hagafellsjökullinn
fram á nýjan leik, en náði aðeins niður að
vatnsborðinu. Þar hefur jökulsporðurinn
verið á síðustu árum, ýmist að ganga fram
eða hopa. Síðastliðið sumar vantaði örlítið
á að gengt væri milli vatns og jökuls, en
þar hefur þá trúlega verið sandbleyta og
ófært.
Heimildir eru um fimm jökulhlaup úr
Hagavatni: 1708, 1884, 1902, 1929 og
1939. Tvö þau síðustu voru stærst. Vatns-
borð Hagavatns var um tíma 22m hærra
en það er nú, en þegar jökullinn hopaði frá
skarðinu við Leynifoss 1929, lækkaði
vatnsborðið um 10 m og víðáttumiklar leir-
ur komu upp. Fyrir því eru heimildir bænda
sem smala þetta land, að skömmu síðar
hafi byijað uppblástur inn við Brekkna-
fjöll, en sá uppblástursgeiri nær nú á ská
yfir allt Innhraunið, fram í Sjónarhóla og
yfir á hlíð Sandfellsins.
Jarl-
hettur
Stífla
450 m h.y.s.
Yfirfallsrenna
446 m h.y.s.
Skáli
Feröalélags
Islands
Mosaskarðs-
fiall
2 km
MorgunblaAió/GÓI
NÚVERANDI staða Hagavatns og stærð þess ef stíflað
verður við Nýjafoss.
Til viðbótar komu upp stórar leirur eftir
hlaupið 1939, enda minnast heimamenn
þess að á árunum eftir 1940 stóð mökkur-
inn eins og veggur þegar þornaði með norð-
anátt á vorin og sá mökkur náði inn að
Hagavatni. Það áfok eyddi að stórum hluta
því sem eftir var af gróðurlendi á Hauka-
dalsheiði; m.a. eyddist blaut mýri, Stóra-
mýri, þar sem áður hafði verið aflað heyja.
Á árunum 1929-1939 þótti Leynifoss
bera nafn með rentu og sást ekki fyrr en
að honum var komið. Mörgum þótti gott
til þess að hugsa að Leynifoss yrði til aftur
eftir hækkun vatnsborðs Hagavatns með
stíflunni. Hundrað metra háir fossar eru
ekki á hverju strái, en þarna hefði augljós-
lega orðið til ferðamannastaður sem hefði
dregið til sín fjölda ferðamanna. Ferða-
mannastaðir eru auðlind í nútímanum; jafn-
vel tilbúnir ferðamannastaðir eins og Bláa
lónið. Við Leynifoss hefði ekki þurft að
gera neitt annað en að styrkja með stein-
steypu móbergið á þröskuldinum sem foss-
inn fellur fram af. Frá foss-
brúninni er tilkomumikið út-
sýni yfir umhverfi Hagavatns
og ekki er síður eftirminnilegt
að gægjast niður og sjá þetta
svarta gímald _sem Leynifoss
hefur grafið. Áskilið var frá
hendi skipulagsstjóra, að
göngubrú yrði gerð ofan við
fossbrúnina, sem er hlaut að
teljast nauðsynleg ráðstöfun
með tilliti til þess að opna
gönguleiðir í báðar áttir.
Ungar jarómyndanir
Brekknafjöllin mynda þá kvos
sem Hagavatn stendur í; án
þeirra hefði aldrei orðið neitt
vatn þama. Þetta em móbergs-
flöll sem mynda beina röð við
Högnhöfða og Kálfstinda vestan
Lambahraunsdyngjunnar. Sam-
eiginlega em þau nefnd
Brekknafjöll, en af þeim er
Mosaskarðsfjall vestast, síðan
Fagradalsfjall og innst hin eigin-
legu. Brekknafjöll, sem nefnd
era svo eftir Buðlungabrekkum,
grasivöxnum brekkum sunnan-
megin. Framhald Brekknafjalla
SJÁ NÆSTU SÍÐU
ÖRIN vísar á Hagavatn, en rauðu fletirnir
sýna mjög mikið jarðvegsrof. Sést greini-
lega að tvær stórar rofskákir eru út frá
Hagavatni. Myndin er úr riti sem út kom
í tengslum við nýlega ráðstefnu um jarð-
vegsrof á íslandi.
h
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 1 1