Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Síða 2
SAGAN GLEYMDA SKÁLDSAGAN „Den glemte historie“ (Sagan gleymda) eftir Jon Hoyer kemur út í Danmörku á mánudag- inn. Sagan byggist á sögulegum atburðum á Islandi á þjóðveldis- öld. Höfðinginn Haf- iiði á ungan, ofstækis- fullan og hefnigjarn- an frænda, Má að nafni. Már á í deilum við Ólaf, frænda Þorgils, annars valda- mikils höfðingja. Deilurnar leiða til átaka milli ætta þegar Már vegur Ólaf. Allt logar i ófriði Sagan er sögð rúmri öld eftir atburð- ina af sonardóttur Más sem misst hefur mann sinn, þrjá syni og sjö sonarsyni í vígaferlum. Hún spáir þjóðveldinu falli vegna sundrungar innanlands, en allt logar í ófriði. Norðmenn gera sitt til að etja ættunum saman i þeirri von að geta náð undirtökum og að lokum lagt landið undir sig. Höfundurinn Jon Hoyer er fæddur 1942 og er lektor í dönsku við Háskóla íslands. Meðal bóka hans eru ljóðabæk- ur, skáldsögur, smásagansöfn og barnabækur. Fyrsta bók hans var ljóð- sagan „Den lukkede vej“ (1977) sem fjall- ar um Egil Skallagrímsson og hlaut hún góðar viðtökur í Danmörku. FRÁ tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrir skólaæsku Kópavogs í Háskólabíói í gær. TÓNLIST FYRIRALLA Morgunblaðið/Ásdís SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands tekur nú í apríl þátt í verkefn- inu Tónlist fyrir alla. Það hefur tíðkast að hljómsveitin reki ár hvert endahnútinn á verkefnið. Leikið er á Selfossi, í Búðardal, Stykishólmi og Ólafsvík. Skólatónleikar verða átta talsins, en opinberir tónleikar aðeins tvennir að þessu sinni, á Selfossi 14. apríl kl. 20 og í Stykkis- hólmi 16. apríl kl. 20. Á ferðum um landið hefur sinfóníuhljómsveitin kappkostað að fá til liðs við sig heimamenn á viðkomandi stöðum og svo verður einnig að þessu sinni. Einleikari er Einar St. Jónsson trompetleikari, hljómsveitar- stjóri Perti Sakari. HEMINGWAY-HÁTÍÐ r r I KEY WEST AFLYST Key West. Reuter. Ekki samboðin minningu rithöfundarins segja synir hans KLUKKAN hefur glumið Hem- ingway-dögunum í Key West í Florida, heldur sukksamri hátíð til minningar um rithöf- undinn, en í Key West bjó hann og starfaði um tíu ára skeið. Sonum hans fannst hins vegar komið nóg af pranginu og kaupmennskunni í kringum hátiðina og ekki minningu föður síns sæmandi. Aðstandendur hátíð- arinnar hefðu getað lát- ið hart mæta hörðu og farið með málið fyrir dómstóla en þeir ákváðu þess í stað að hætta við hátíðina. Það þýðir, að hætt hefur verið við samkeppni um hver líkist gamla manninum mest, við kynningarferð á milli kránna, sem Ernest Hemingway stundaði, og við smásagnakeppni meðal ungra og upprenn- andi rithöfunda. Á hátíðinni, sem hefur dregið til sín um 10.000 manns árlega frá 1981, hefur jafnan farið mikið fyrir gráskeggjuðum ís- trubelgjum, sem reyna að slá hver annan út í ýktum karlmennskutilburðum og drykkju- skap, og þeim Hemingwaysonunum fannst sem hátíðin öll væri orðin að skrípaleik og til skammar fyrir minningu föður síns. Vildu hlut i hagnaói Á þessu máli er að vísu önnur hlið, peninga- hliðin, en í febrúar sl. skrifaði lögfræðingur Hemingwaysonanna aðstandendum hátíðar- innar bréf þar hann krafðist þess, að þeir fengju að hafa hönd í bagga með henni; 10% Morgunbloðið/Einar Folur Ferðamenn skoða „rithöfundarkofa" Hemingways, sem stend- ur á bak við fbúðarhúsið í Key West. af hagnaði og greiðslur fyrir sl. fimm ár. Það var ekki samþykkt og heldur ákveðið að hætta við allt saman. Ekki eru allir afkomendur Hemingways sáttir við þessi málalok, til dæmis ekki Lor- ian Hemingway, sonardóttir hans, en hún hefur setið í nefndinni, sem dæmt hefur smásögurnar. Hún sagði, að það væri alveg yfirgengilegt, að fólk, sem hefði selt nafn föður síns á haglabyssur, skyldi leyfa sér að kalla Key West-hátíðina ómerkilega. Átti hún þá við deilumál, sem upp kom fyrir nokkrum árum þegar Patrick, sonur Hemingways, seldi haglabyssuframleiðanda fjölskyldunafnið en Hemingway svipti sig lífi með haglabyssu árið 1961. Ernest Hemingway Aukin kynning á Kúbu Annar gamall kunningi Hemingways, Fid- el Castro Kúbuforseti, hugsar sér gott til glóðarinnar eftir uppákomuna í Key West og kúbanska ferðamálaráðið ætlar að stór- auka kynningu á ýmsu, sem tengist Hem- ingway en hann bjó á Kúbu í 22 ár. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar Kjarvalsstaðir - Flókagötu Sýn. verkum eftir Larry Bell, einnig sýn. á verk- um eftir Kjarval til 11. maí. Sýn. Hallsteins Sigurðssonar til 5. maí. ASÍ - Ásmundarsalur - Freyjugötu 41 Kristján Steingrímur sýn. til 13. apríl Listasafn íslands - Fríkirkjuvegi 7 Sýn. Ný aðföng til 20. apríl. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím til loka maímánaðar. Gallerí Listakot - Laugavegi 70 Dröfn Guðmundsdóttir sýn. til 14. apríl. Gallerí Hornið Elín P. Kolka og Sigríður Einars- dóttir sýn. til 16. apríl. Snegla listhús Erna Guðmarsdsóttir sýn. 12. apríl. Skruggusteinn - Hamraborg 20a Rannveig Jónsdóttir sýnir til 25. apríl. Mokka - Skólavörðustíg Maður með mönnum: Þrjátíu sjálfboðaliðar á aldrinum milli tvitugs og sextugs sýna. Gerðuberg - Gerðubergi 3-5 Magnús Tómass. sýn. til 25. maí. Sjónarhóll - Hverfisgötu 12 Magnús Tómasson sýnir til 27. apríl. 20m2 - Vesturgötu lOa Guðrún Hjartardóttir sýn. til 26. apríl. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýningar í apríl: Gallerí sýnibox: Morten Kilde- væld Larsen. Gallerí Barmur: Stefán Jónsson, berandi er Yean Fee Quay. Gallerí Hlust: Flutt verk eftir Halldór Björn Runólfsson. Gallerí Smíðar og skart - Skólavörðust. 16a Irena Jensen sýnir til 28. apríl. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Sveinn Björnsson, Helga Egilsdóttir og Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýn. til 27. apríl. Listhús 39 - Strandgötu 39, Hf. Sýn. Einars Unnsteinssonar til 27. apríl. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Jón Thor Gislason sýn. í Sverrissal til 28. apríl. í kaffistofu sýn. Barbara Vogler 28. apríl. Gallerí Sævars Karls - Bankastræti 9 Páll á Húsafelli sýn. til 16. apríl. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Skólasýn. á vöidum verkum Siguijóns. Hlaðvarpinn - Vesturgötu 3 Ragnhildur Stefánsdóttir sýn. til 20. apríl. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Sólveig Eggertsdóttir sýn. til 27. apríl. Guðrún Einarsdóttir sýn. til 27. apríl. Norræna húsið - við Hringbraut. Sigurður Þórir Sigurðsson sýn. til 13. apríl. Norskir myndlistarmenn til 11. maí. Gallerí Ófeigs - Skólavörðustíg 5 Sigurður Þórir Sigurðsson sýn. til 13. apríl. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Þorvaldur Þorsteinsson sýn. til 27. apríl. Gallerí Stöðlakot - Bókhlöðustíg 6 Guðrún Svava Svavarsdóttir sýn. 13. apríl. Undir pari - Smiðjustíg 3 Ráðhildur Ingadóttir sýn. til 19. apríl. Þjóðminjasafn íslands - Hringbraut Sýn. í Bogasal „Fyrrum átti ég falieg gull“. Gallerí Fold - við Rauðarárstíg Daði Guðbjörnsson sýn. til 20. apríl. Klaus Kretz- er sýn. ljósmyndir í kynningarhorni. Eden Hveragerði Hannes Scheving sýn til. 21. apríl. Laugardagur 12. april. Norræna húsið: Eyrún Jónasdóttir og Ólafur Vignir Albertsson halda tónleika kl. 16. Sunnudagur 13. apríl. Sönghópur Móður jarðar heldur tónl. í Fríkirkj- unni kl. 17. Vortónleikar Háskólakórsins í Seltjarnarnes- kirkju kl. 20. Mánudagur 14. apríl. Listasafn Kópavogs: Tónl. Finns Bjarnasonar bariton, kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Leitt hún skyldi vera skækja lau. 12. apríl. Köttur á heitu blikkþaki, sun. 13. og fim. 16. apríl. Litli Kláus og Stóri Kláus, sun. 13. apríl. Villiöndin lau. 12. apríl. Fiðlarinn á þakinu. Frums. fös. 13. apríl. Borgarleikhúsið Konur skelfa lau. 12. aprfl. Völundarhús sun. 13. apríl. BarPar lau. 12. apríl. Dómínó sun. 12. og fös. 18. apríl. Svanurinn fös. 18. apríl. Krókar & kimar, ævintýraferð um leikhús- geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22 sýningardaga. íslenska óperan Káta ekkjan lau. 12. apríl. Loftkastalinn Áfram Latibær sun. 13. apríl tvær sýn. Á sama tíma að ári sun. 13. apríl. Skari skrípó lau. 12. apríl. Skemmtihúsið Ormstunga mán. 14. og þrið. 15. aþríl. Möguleikhúsið Snillingarí Snotraskógi sun. 13. apríl. Kaffileikhúsið Vinnukonurnar fim. 17. apríl. Hugleikur Embættismannahvörfin, lau. 12., föst. 18. apríl. Leikfélag Akureyrar Vefarinn mikli frá Kasmír Iau. 12., fös. 18. apríl. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist brcflcga fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringl- unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.