Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Page 9
ALVAR Aalto hannaði þennan stól úr
formbeygðum viði 1930 og hann er enn
framleiddur. Þetta er jafnframt uppá-
haldsstóli Ásdísar.
amir, þykkir armar og bök og hvergi mátti
koma fyrir sveigð lína. Þungum og efnismikl-
um húsgögnum var síðan fargað í stórum
stíl um 1955, þegar skandinavíska húsgagna-
tízkan varð gersamlega ofaná. Ég nefndi það
við Ásdísi vegna þess að hún er svo ung, að
þessi léttu húsgögn voru stundum í gríni
nefnd „prikamublur".
Áratugi síðar fór þetta að breytast og fólk
sóttist eftir skárri hægindum með þeim ár-
angri að síðan hafa húsgögn sáralítið breyzt.
Engar tízkuholskeflur hafa gengið yfir og
áhnf frá arkhektúr eru ekki áberandi.
Ég spurði Ásdísi hvernig henni kæmi þetta
fyrir sjónir og hvort það væri rétt ályktað,
að eiginlega hafi ekkert gerst í „bransanum"
í áratugi. Hún kvaðst að sumu leyti geta
tekið undir það.
Ekki hefur mikil nýsköpun orðið í Amer-
íku; þó hefur einn klassískur stóll orðið til
þar; Eames-stóllinn, kenndur við Charles
Eames, bandarískan hönnuð. Þessi lúxusstóll
er fokdýr, búinn til úr formbeygðum viði,
leðri og málmi. Um 1980 gerðu ítalir smá
byltingu með Memphis-húsgögnum, sem voru
litsterk og framúrstefnuleg; stundum eins
og skúlptúrar. Að sjálfsögðu hefur ýmislegt
fleira gerst. Húsgagnahönnuðurinn Philip
Stark kom fram með alveg nýja línu uppúr
1980. hann notaði bæði málm og tré og
FINNSK nútfma húsgagnahönnun eftir Jouka Jáevinen. Hér er enn unnið í anda
módernismans og formið tekið framyfir hægindin.
Þá hannaði Mies van
der Rohe Barcelona-
stólinn, sem svo hefur
verið nefndur. Hann
byggist á stálfjöðrum
og er framleiddur enn,
fokdýr, en þó hefur
Listasafn íslands get-
að keypt nokkra slíka
stóla og hafa þeir ver-
ið þar í forsalnum.
Aalto hannaði árið
1929 einfaldan stól úr
stálröri og beygðum
krossviði og þessum
stólum var hægt að
stafla.
Aalto öðlast síðan
sérstöðu í þá veru, að
hann tekur að nota
formbeygðan og sam-
límdan við. Þessi ljósi
viður, mest fínnskt
beyki, verður einskon-
ar vörumerki Aaltos. Aftur hannaði hann
fótalausa, fjaðrandi stóla, en nú einnig úr
formbeygðum viði.
Að þessari framleiðslu stóð fyrirtækið
Artek, sem stofnað var 1935 í Helsinki og
framleiðir enn flest eða öll húsgögn Aaltos,
mest til útflutnings.
Húsgögn hafa oft verið undir áhrifum frá
því sem efst er á baugi í Arkitektúr. Til
dæmis voru á 4. áratugnum flutt inn hús-
gögn - og líklega smíðuð hér einnig - í funk-
isstíl, sem þá var tízkustefna í arkitektúr.
Þau voru efnismikil, einkanlega hægindastól-
grannar línur sem
mjókkuðu til endanna.
Sá stíll varð mjög vin-
sæll í Frakklandi og
víðar, en þetta voru
frekar dýr húsgögn.
Mér sýnist, segir Ás-
dís, að ungir danskir
hönnuðir séu undir
áhrifum frá Philip
Stark.
En hver skyldi vera
uppáhaldsstóll Ásdís-
ar?
Það er hún með á
hreinu og stendur ekki
á svarinu: Stóllinn
hans Aaltos, sem
kenndur er við Paimo-
sjúkrahúsið. Mér
finnst hann stórkost-
legur, segir Ásdís. Það
er gott að sitja í hon-
um; hann er fagur að
horf á hann og auk þess alveg sígildur og
fer aldrei úr tízku.
Því miður hefur hún ekki ennþá eignast
þennan kjörgrip.
Og hvað er svo efst á baugi? Sem stendur
er Asdís að vinna bók um Alvar Aalto og
hönnun hans uppúr doktorsritgerð sinni. Það
er ítalskt útgáfufyrirtæki sem að því stend-
ur. Frá fæðingu Aaltos eru liðin 100 ár á
næsta ári og stefnt er að því að bókin komu
þá út. Þetta verður vönduð útgáfa svo sem
verðugt er; útgáfufyrirtækið er fjölþjóðlegt,
en bókin kemur út á ensku og frönsku.
MARCEL Breuer var elnn þelrra módern-
Ista sem gerðu tilraunir meö stál í hús-
gögn og þessi stóll, kenndur viö málarann
Wassily Kandinsky, hefur orðið klassískur
og er enn framleiddur.
ÓÐ UM AALTO
LJÓDRÝNI II
SIGFÚS DAÐASON
I
Mannshöfuð er nokkuð þungt
en samt skulum við standa uppréttir
og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar.
Við létum gamlan dvalarstað að baki
- eins og dagblöð í bréfakörfuna -
höldum nú áfram lítum ei framar við.
Eða brutum við allt í einu glerhimnana
yfir gömlum dögum okkar?
til þess lögðum við af stað.
Og jafnvel þó við féllum
þá leysti sólin okkur sundur í frumefni
og smámsaman yrðum við aftur ein heild.
Velkunnugt andlit hljómur blær
það er þín eign barn
æsandi og ný
IFYRSTA ljóði fyrstu ljóðabókar sinnar þótti Sigfúsi Daðasyni (1928-
1996) ástæða til að yrkja manninum og ljóðinu lofsöng og horfa bjart-
sýnn fram á veginn. Seinna varð bjartsýnin að eins konar skammar-
yrði í meðförum Sigfúsar en hér er hún tær og óspjölluð af viðsjár-
verðum, spilltum heiminum og lærdómi lífsins.
Ljóðið ber ekkert heiti heldur er einungis tölusett (I) eins og mörg
önnur ljóð bókarinnar sem nefnist Ljóð 1947-1951.
Form ljóðsins er einfalt og reglulegt að því leyti að það samanstendur
af fímm jafn löngum erindum. Rím er ekkert en stuðlum bregður fyrir
til áhersluauka, svo sem í síðustu línu fyrsta erindis.
Ljóðstíllinn er sömuleiðis einfaldur og yfírvegaður; hann er ekki fullur
ákafa og ástríðu, strengir tungunnar eru ekki þandir til hins ýtrasta
þótt hljómurinn sé mikill í inntaki orðanna. Myndmáli er í hóf stillt, það
er hvorki mikið né flókið; ljóðið höfðar til vitsmuna, síður til skynjunar
eða tilfinninga.
Ljóðið er ort til barns eins og kemur fram í síðasta erindi og er hvatn-
ing til þess um að halda nú ótrautt áfram þrátt fyrir þungar byrðar.
Ljóðið er ort skömmu eftir stríð þegar maðurinn stóð uppi í sundurtætt-
um og syndugum heimi. Þetta var nýr heimur og það þurfti nýjan og
sterkan mann til að takast á við hann, til að standa uppréttur.
Skáldið vill að gamli heimurinn sé yfírgefinn og að ekki verði framar
litið við. Þó má greina eilítinn beyg í rödd þess því að allar brýr hafi
verið brenndar, það óttast að ekki verði snúið aftur. En það er einnig
kominn tími til að yfírgefa eða endumýja þessa gömlu, brothættu til-
vera og til þess var farið af stað. Það er heldur ekkert að óttast því
að forsenda alls lífs verður enn til staðar - sólin, kjarni og miðja alls
sem er. Ennfremur hefur bamið fortíðina í sér fólgna, ásjónu kunnuga
en einnig sitthvað nýtt, æsandi og nýtt. Þrátt fýrir allt er því framtíðin
björt.
Þannig má lesa ljóðið sem lofsöng um manninn, styrk hans, hug-
dirfsku, framsækni og endumýjunarkraft á tímum þegar heimurinn virð-
ist á hverfanda hveli. En eins og áður sagði mætti einnig lesa ljóðið sem
lofsöng um hið nýja ljóð, hinn nýja Ijóðstíl sem spratt upp úr ógnarhrær-
ingum aldarinnar; það mætti líta á það sem hvatningu til hins nýja ljóð-
forms, til skálda um að takast á við það óhrædd.
Fyrsta ljóðið sem birtist eftir Sigfús Daðason, „Strætisvagnamir era
hættir að ganga“ (Tímarit Máls ogmenningar 1945), var hefðbundið
að öllu leyti en fljótlega hóf hann að leita nýrra leiða. Sigfús var talinn
í hópi atómskáldanna svokölluðu sem tryggðu nýju og óbundnu ljóðformi
öraggan sess í íslenskum skáldskap. Þetta fýrsta ljóð í fyrstu Ijóðabók
Sigfúsar hefur mönnum því þótt freistandi að túlka sem stefnuljóð þessa
framsækna skáldahóps.
Gamli dvalarstaðurinn, sem talað er um í öðru erindi, er þá hið hefð-
bundna ljóðform. Brothættir himnar þess gefa til kynna að það var ekki
mikill styrkur fólginn í því lengur, að það veitti lítið skjól í nýjum og
eyðilegum heimi. Engu að síður vill skáldið greinilega geta leitað í þenn-
an gamla sjóð, það vill að bam sitt beri svipmót hefðarinnar þótt það
sæki líka hljóm sinn og blæ til nýs tíma.
ÞRÖSTUR HELGASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 1997 9