Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 11
LEIÐANGURSMENN við opínn eld að
kvöldlagi í Ikateq.
Á LEIÐ út með Ammassalik-eyju ber fyrir
ótal grænlenskum svipmyndum eins og
þessari.
athygli. Skólinn fékkst til gistingar. Þorpið er
afar óhreint og ber merki um harða sókn veiði-
mannanna eftir lífsbjörg og allt draslið sem
fylgir nútíma lífsháttum. Fólkið er elskulegt
en ekki framhleypið og átti bæði svolitla versl-
un við komumenn sem og þáði sumt af is-
lenska matnum að gamni sínu. Þetta þorp,
eins og svo margar byggðir utan stærsta þétt-
býlis hér á norðurhjara, á undir högg að sækja,
m.a. vegna þess að mikið af unga fólkinu flyst
á brott.
NYRSTA þorpið í Tasiilaq-héraði heitir Sermeligaq.
Ísafjöróur
Norður og vestur af Sermeligaq er djúpur
fjörður, Sermeliq eða ísafjörður á grænlensku.
Hann greinist í tvær álmur, hvor með sínum
skriðjökli sem steypist ofan af hásléttu Græn-
landsjökuls. Þangað var haldið með strönd-
inni, alla leið inn að öðru jökulstálinu; Knud
Rasmussen-jökli. Hátimbruð klakahöllinn
gnæfðu yfir bátana sem hættu sér ekki mjög
nálægt því og ekki nema annar í einu. Þvílíkur
hraði er á tungunni að stór ísabrot kelfir mar-
goft á dag í sjóinn með drunum og boðaföll-
um. Tókst að festa slíkan atburð á myndband-
ið í logni og undarlega glærri heimskautabirtu
í sólarlausu veðri.
Nokkru utan við jökulinn skerst fallega gró-
inn smádalur inn í fjöllin. Snotur á rennur
eftir beijamóum, full af fiski, státinni bleikju.
Þar var tekið land á sjávarkambi og haldið á
grænlenskar silungsveiðar. Þá er fiskurinn
ýmist tekinn með ífæru úr hyljum eða einfald-
lega hendi rennt eldsnöggt í vatnið og silungur-
inn gripinn. Tveir veiðimenn úr Sermeligaq og
Tobias sýndu aðferðirnar en báglega tókst ís-
lendingunum að leika þær eftir og spæni eða
beituna á veiðistöngunum vildi fískurinn ekki
sjá.
Þyrlan kemur og veiðilukkan með
Um síðir snéri leiðangurinn aftur til Ikateq.
Tobias vissi um góðan veiðistað á stórri eyju,
beint á móti Ikateq, og ætlaði hluti af mann-
skapnum þangað. Eyjan heitir Qianarteq en
veiðivatnið, rétt ofan fjörunnar, er nafnlaust.
Hinn hluti leiðangursins þurfti að sinna mynd-
gerðinni úr þyrlu sem leigð hafði verið til að
leggja lykkjur á leið sína í hringflugi frá
Ammassalik.
Síðdegis, daginn áður en þyrlan kom, heyrð-
ust skruðningar og dynkir utan af sundinu
fyrir framan Ikateq. Sást hvar risastór borgarí-
LEIFAR herstöðvarinnar við Ikateq eru í
hrópandi mótsögn við umhverfi sitt.
sjaki velti sér og brotnaði. Glærir ístumar og
glæsilegar hvelfingar þess hluta jakans sem
reis 15-20 metra úr djúpunum drógu menn í
bátana til þess að skoða fyrirbærið.
Um hádegisbilið daginn eftir var mættur
danskur orrustuflugmaður á Bell-þyrlu sinni
sem er í leiguflugi fyrir hótelið í Ammasalik
og íslandsvininn Yew-Lin Tay, annan eiganda
þess. í þyrlunni hófst æsilegt flug sem líktist
helst ferð í rússíbana; fyrst yfir veiðimennina
og um fjallaskörð og smájökia Qianarteq-eyj-
ar, þá yfir borgarísjaka og þorpið Sermeligaq,
fram með og yfir kelfandi Knud Rasmussens-
jökulinn og hluta hópsins á bátunum. Daninn,
sem var vanastur settlegu farþega- og vöru-
flugi, æstist um allan helming við hrósið fyrir
vel útfært myndatökuflug. Hann endaði flugið
með því að hringsnúast yfir jökum og klettum
við Ikateq.
Meðan þessu fór fram veiddu áköfustu
stangveiðimennimir hverja bleikjuna á fætur
annarri, 2-6 punda, fallega fiska í vatninu á
eyjunni óbyggðu. Þeir komust líka að því að
Grænlendingar girða ósa þar með netum og
veiða vel; líklega allt of vel.
Stormwrinn
Þegar allur hópurinn hafði safnast saman
yfír íslensku lambasteikinni á hlaðna steingrill-
inu við tjöldin á Qianarteq-eyju, var orðið löngu
ljóst að stefndi í óveður. Blýgrár suðurhiminn,
hvassar vindhryðjur, rigningarhraglandi og æ
stærri öldur; allt talaði þetta skýru máli.
Næstsíðasta leiðangursdaginn reyndu menn
fyrst að ná nokkmm fiskum með grænlensku
aðferðinni, með höndunum, í ánni en settust
svo á rökstóla. Niðurstaðan varð þessi: Siglt
í kapp við veðrið til Ammassalik.
Bátamir fleyttu kerlingar á öldunni móti
veðrinu. Þrátt fyrir versnandi sjólag náðu þeir
að „plana“ fyrstu klukkutímana. Svo varð ljóst
að bensín myndi ekki duga til öraggrar sigling-
ar til Ammassalik. Var þá komið við í minnstu -
byggðinni þar sem enn búa tvær fjölskyldur.
Þar var höndlaður hinn dýrmæti vökvi og svo
tók við 2-3 klukkustunda barningur. Brátt
skildust bátarnir að í 5-7 metra öldu og a.m.k.
átta vindstigum. Hver einasti bátsveiji ríghélt
sér, stýrimaðurinn gætti þess að vindurinn
næði ekki undir bátinn og feykti honum á
hvolf og smám saman varð að losa sumt af
farangrinum í sjóinn, mat og afla, til að rýmka
fyrir mönnum í hamaganginum. Stórir borgari-
sjakar byltust eins og hafskip við hlið bátanna
sem líktust helst brothættum smáskeljum í
samanburði við náttúrufyrirbærin. Hægt gekk
meðfram klettóttri stöndinni þar sem hvítt löðr-
ið stóð hátt til lofts og hvergi er hinn minnsti
lendingarstaður. Svo allt í einu opnaðist lang-
þráð sundið inn í Kongs Oscars-vog þar sem
Ammassalik stendur. Hafið barði sker og eyjar
en fljótlega tókst að komast innar á mun lygn-
ari sjó í skjóli af fjöllunum sunnan við bæinn.
Hvílíkur léttir og hvílíkur lúxus: Að setjast við
borð með hvítum dúk í hlýlegum veitingasal
og stinga saltstorknu nefinu ofan í ölkrús!
Eftirmáli
Leiðangursmenn eyddu skömmum tíma í
Ammassalik; héldu sjálfum sér, Tobiasi og
Evu, konu hans, þó svolitla veislu. Því næst
var siglt yfir á Kulusuk-eyju í stífum vindi og
öllum farangri komið í fragt. Myndefnið er
nægt í þétta framhaldsmyndaröð fyrir sjónvarp
en einn þáttur verður látinn nægja og er nú
að styttast í sýningu hans.
ARI Trausti Guómundsson er jarðeðlisfræðingur
og rithöfundur, Ragnar Th. Sigurðsson er Ijós-
myndari. Bóðir hafa höfundarnir sérstakan
áhuga á norðurslóðum og heimskautasvæðun-
um.
h
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL 1997 1 1