Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Blaðsíða 14
Ákall um frið í Palestínu
BRENNIÐ SÁLIR YKKAR,
BRJÓTIÐ PENNA YKKAR
AÐ KOMAST til Palestínu á
válegum tímum er ekki
auðvelt, allra síst þegar
ferðinni er heitið á rithöf-
undaþing á Vesturbakk-
anum. Israelsmenn eru
ekki reiðubúnir að hleypa
hveijum sem vill inn í
landið. Á þetta rekum við Ragnheiður okkur
á flugvellinum i London þegar við ætlum að
ganga óáreitt inn í flugvélina frá E1 Al, en
verðum strax fyrir hindrun lengstu biðraðar
sem við höfum séð á flugvelli og er aðeins
ein af mörgum sem við þurfum að standa í.
Eftir langa yfirheyrslu sem sannar að árið
hans Orwells, 1984, er löngu runnið upp
þokumst við í áttina, en glímunni er ekki
Iokið því nú er farið að rífa upp úr töskunum
sem við bókuðum á Keflavíkurflugvelli á
áfangastað í Tel Aviv.
Allir hatt- og skeggjúðar ásamt fleira fólki
eru komnir í sæti sín þegar við troðumst að
lokum inn í kúffulla vélina. Framundan er
næturflug, en lítil von að sofna eftir meðferð
öryggisgæslunnar. Okkur hefur verið sagt
að óeinkennisklæddir öryggisverðir séu með-
al farþega svo að það er vissara að hafa
hægft um sig og hneykslast ekki upphátt, að
minnsta kosti ekki á einhveiju skiljanlegu
máli. Hver hefur áhuga á að láta berhátta
sig í þágu ísraelskra stjómvalda?
Bibliulandslag
Það er léttir að stíga út úr flugvélinni á
Ben Gurion flugvelli þótt enn ein biðröðin
taki við. Spurningahríðin er vægari en áður.
Okkar bíður bílstjóri sem ekur okkur gegnum
Biblíulandslagið alla leið að hótelinu í Ra-
mallah. Landslagið er hijóstrugt, steinar,
sandar, grastoppar og stöku tré og minnir
oft á íslenska heiði. Bílstjórinn segir ekki
orð. Illa sofinn næturvörður á Hotel A1 Hajal
í Ramallah býður okkur að velja milli tveggja
herbergja. Klukkan er rúmlega sex að morgni
að palestínskum tíma. Við kveikjum á hita-
ofninum sem stendur á miðju gólfí, lítum
snöggvast út^um gluggann og skríðum síðan
undir sæng. íslendingar em löngu hættir að
þola húskulda.
Fórnir og fangelai
í boði um kvöldið heima hjá formanni Rit-
höfundasambands Palestínu, Izzat Ghazzawi,
verður betur ljóst en áður hvemig skuggi
átaka nágrannaþjóðanna tveggja hvílir yfír
öllu. Það vekur athygli að á veggnum eru
margar myndir af sama unga manninum,
syni hjónanna. Sextán ára að aldri féll hann
Fyrsta alþjólega þing rithöfunda sem Palestínu-
menn standa aö var haldið í Birzeit-hóskólanum í
nógrenni Ramallah í lok mars. JOHANN HJALMARS-
SON var meðal fjölmargra fulltrúa ýmissa landa
sem töluðu út fró þemanu Ný umhugsunarefni við
upphaf nýs tímabils. Mest kvað að Palestínumönnum
í átökum við ísraelsmenn.
í blaði dagsins sem okkur
er sýnt er greint frá því
sem formenn rithöfunda-
sambanda Palestínu og
ísraels eiga sameiginlegt.
Þeir hafa báðir misst syni
sína í átökunum. Enn-
fremur er á það minnt að
Ghazzavi fær ekki að fara
til Jerúsalem að hitta
starfsbróður sinn og ísra-
elski formaðurinn á þess
ekki kost að sækja palest-
ínska rithöfundaþingið.
Izzat Ghazzavi sem
lengi hefur setið í fangelsi
ísraelsmanna á fleiri syni.
Annar þeirra aðstoðar við
framkvæmd þingsins,
hinn er varla nema
þriggja ára en vel liðtæk-
ur við að skera ávexti í
sneiðar og afar laghentur.
Dætur eiga þau hjón líka, en þær láta fara
lítið fyrir sér ásamt móður sinni og eru klædd-
ar að hefðbundnum hætti múhameðstrúar-
manna. Izzat sem er enskukennari við Birz-
eit-háskólann er á þönum við að sinna gestum
og kynna þá fyrir palestínskum starfssystkin-
um (ég sá hann aldrei matast). Bók eftir
hann er væntanleg í norskri þýðingu hjá
Cappelen á næstunni og tvær hafa komið á
ensku: Nebo Mountain og Letters Underway,
báðar gefnar út af Birzeit-háskólaútgáfunni.
Norðmenn voru áberandi á þinginu, meðal
þeirra Thore G. Hem frá NORAD, stofnun
sem veitir þróunarhjálp og studdi þingið
myndarlega, einnig Knut Odegárd, Torvald
Steen og Kirsti Blom, öll rithöfundar og þátt-
takendur í alþjóðasamstarfi.
í ávarpi sínu við setningu rithöfundaþings-
ins drap Ghazzawi á það að ísreölsk stjórn-
völd minntu fólk ávallt á þann ójöfnuð að
ísraelsmenn og Palestínu-
menn sætu ekki við sama
borð. „Stjórnvöld í ísrael
vilja hafa allt í hendi sér
og útiloka mannlega um-
ræðu á jafnréttisgrund-
velli“, sagði Ghazzavi.
Hann var þó ekki jafn-
herskár og menntamála-
ráðherra landsins, Yaser
Abed Rabu, sem kallaði
ísraelsmenn morðingja og
svikara og sagði þá hafa
lýst yfir stríði og undan
þeirri áskorun myndu Pa-
lestíumenn ekki skorast.
Ráðgert var að bjóða
ísraelskum rithöfundum
til þingsins, en vegna
ástandsins í kjölfar bygg-
ingaframkvæmda ísraels-
manna í Austur-Jerúsal-
em breyttust aðstæður.
Það hefði í raun verið
mjög erfitt fyrir ísraelsmenn og Palestínu-
menn að tala saman og heift sem undir býr
hefði auðveldlega getað brotist út og eyðilagt
þingið. Að auki kröfðust rithöfundar frá öðr-
um arabalöndum þess að ísraelsmenn sætu
ekki þingið. Rithöfundar annarra arabalanda
töldu Palestínumenn friðmælast við „óvininn"
með því að bjóða ísraelsmönnum og ákváðu
því að hunsa þingið og sitja heima. Þetta
varð til þess að Ghazzawi varð að hætta við
áform sín og útiloka ísraelsmenn. Hann var
nauðbeygður til þess.
Ritskoóun í gangi
Með þetta í huga er auðveldara að skilja
tilraun Ghazzawis til ritskoðunar. Hann bað
til dæmis Knut Ddegárd skáld að nefna ekki
í ræðu sinni að hann hafði sem forseti alþjóð-
legu bókmenntahátiðarinnar í Molde í Noregi
boðið þangað rithöfundum frá ísrael og Pa-
IZZAT Ghazzawi setur þingið
í Birzeit-háskólanum
lestínu og vel hefði farið á með þeim. Þeir
hefðu í fyrsta sinn getað talað saman í ein-
lægni um mál sem brunnu á þeim. Þetta
mætti 0degárd alls ekki nefna.
0degárd fór ekki eftir þessu heldur lagði
áherslu á fund þessara tveggja stríðandi
þjóða í friðsæld Noregs. En hann sleppti
nöfnum þeirra sem komu, skáldsins Yehuda
Amichais frá ísrael og skáldsagnahöfundar-
ins Mahmdud Shqirat frá Palestínu.
Áður en ég flutti ræðu mína, þar sem ég
m. a. varaði við því ríki alræðisins sem Ge-
orge Orwell sá fyrir í skáldsögu sinni 1984,
spurði stjórnandi umræðnanna þann daginn
hvort ég myndi ekki örugglega fara eftir
drögum sem ég hafði sent. Lítið var gefið út
á það af minni háfu, enda var viðbótin eink-
um hvatning til Palestínumanna að glata
ekki voninni og víkja ekki af friðarvegi.
Hlutverk skálda
og skáldskapar
Munur var á málflutningi vestrænu gest-
anna og þeirra sem komu frá arabalöndum.
Abdallatif Laabi frá Marókkó hefði nýlagt
út af glötuðum draumum þegar Norðmaður-
inn Kirsti Blom „frá litlu ríku landi í norðri“
lýsti þeirri skoðun sinni að skáldskapurinn
væri gríma gegn þögninni og tungumálið
gerði heiminn sýnilegan. „Yfirlýsingar gera
menn ekki vitrari," sagði hún.
M. Ali Taha frá Palestínu sagði að hernám
ísraelsmanna hefði enn áhrif og setti svip á
umhverfið. „Við þurfum vitræna rökræðu en
ekki hrós,“ sagði Taha og bætti við: „Við
þurfum nýjar stofnanir, háskólar okkar eru
ekki nógu skapandi."
Ræða Kirsti Blom þar sem hún m.a. reif-
aði existensíalisma og hlutverk skáldskapar
hleypti af stað umræðu um hlutverk skálda
í grimmu samfélagi. Áheyrendur úr sal gerð-
ust háværir og framlag þeirra var oft ofstæk-
isfullt og jafnvel stríðsyfírlýsingar gegn
ræðumönnum. Einn sagði: „Ljóð og bók-
menntir má ekki slíta frá fólkinu." Annar
fullyrti að sumir hefðu selt sig. Nauðsynlegt
væri að vinna gegn bandarísku glæpamönn-
unum: „Hvemig komumst við út úr myrkr-
inu. Það er ráðist á okkur, en við höfum
réttan málstað? Segið okkkur hvað við eigum
að gera?“
„Óvinir okkar eru vel skipulagðir," sagði
áheyrandi. „Hve margir Palestínumenn lesa
bækur, hugsið um það ef þið viljið hafa áhrif
með skáldskap. Undanfarin 30 ár hefur
menningarleg yfirstétt ráðið ferðinni. Það eru
líka til aðrar listir, ekki bara ljóð.“
KNUT Odegárd hiustar á palestínska heimspekinginn Ibrahim Abu-Lughud
sem ræddi sérstöðu araba
IMÝ UMHUGSUNAREFNI við upphaf nýs tímabils: Jóhann Hjálmarsson, Dima Samman
Palestinu og Luis Rocha frá Nicaragua
Union
* ff
New Thiines for A New Era
Bfrziet 22-26Mardi97
lð
YVWjiiíWtt CA^y.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍL1997