Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1997, Page 20
m
i
NORSKA verkið sem varð hlutskarpast í
afstrakt flokknum.
SNJÓR er ótjúfanlegur hluti af
lífi Grænlendinga. Frá alda
öðli hefur hann rammað inn
tilveru þeirra drjúgan hluta
ársins enda er veturinn langur
og strangur á norðurslóð. Það
. þarf því vart að koma á óvart
að í grænlenskri tungu séu til
fleiri orð yfir snjó en víðast hvar annars stað-
ar. En Grænlendingum er í lófa lagið að gera
meira við snjóinn en nefna hann nöfnum, svo
sem að vinna úr honum listaverk. Getur því
hugsast betri staður í heimi hér til að efna til
snjóskúlptúrhátíðar?
Snjóskúlptúrhátíðin í höfuðstað Grænlands,
Nuuk, var haldin í fjórða sinn í liðnum mán-
uði. 45 lið, þar af ellefu erlend, mættu til leiks
og kepptu sín á milli í gerð afstrakt og fígúra-
tífra skúlptúra. Mikið var um dýrðir og dóm-
nefnd svo sannarlega vandi á höndum, ekki
einungis fyrir þær sakir að verkin voru fleiri
en nokkru sinni, heldur jafnframt þar sem þau
verða sífellt betri og betri, svo sem Grenlands-
posten hafði eftir einum dómnefndarmanna.
Bæjaryfírvöld í Nuuk hafa veg og vanda af
framkvæmd keppninnar en í hópi styrktaraðila
er Norræna ráðherranefndin. Hugmyndin mun
hins vegar vera runnin undan rifjum arkitekts-
ins Peters Barfoeds.
Meðal þátttakenda að þessu sinni var í fyrsta
sinn lið frá Islandi, skipað myndhöggvurunum
Erni Þorsteinssyni og Onnu Sigríði Siguijóns-
dóttur. „Myndhöggvarafélagið hafði samband
við okkur með örskömmum fyrirvara og bað
okkur að taka þátt í keppninni fyrir Íslands
hönd. Mig minnir að talað hafí verið við okkur
á laugardegi og við fórum út á fímmtudegi,"
segir Örn og bætir við að boð Grænlendinga
hafí einhverra hluta vegna lent í röngum hönd-
um og þar af leiðandi ekki borist félaginu fyrr
en á elleftu stundu. Menntamálaráðuneytið og
SAMIK-sjóðurinn styrktu listafólkið til farar-
innar.
Allt unnió meó handverkfærum
í upphafi Snjóskúlptúrhátíðarinnar stóðu öll
liðin í sömu sporum - andspænis 3x3x3 metra
snjóteningi. Engar vélar eru leyfðar í keppn-
inni, unnið skal með handverkfærum. Stóð
keppnin í fjóra erfiða sólarhringa, svo sem
Erni og Önnu Sigríði segist frá. „Það er óhætt
að segja að við höfum snúið örþreytt til baka
enda fór ailur dagurinn í þetta og á lokasprett-
inum var unnið allan sólarhringinn," segir Örn
KEPPNISSVÆÐIÐ um það leyti sem listamennirnir voru að taka til starfa.
ORT í FÖNN
Myndhöggvaramir Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
— —j
og Orn Þorsteinsson voru fulltrúar Islands ó Snjó-
skúlptúrhótíðinni í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem
haldin var í fjóróa sinn í liónum mónuói. QRRI PALL
ORMARSSON hlýddi ó ferðasögu þeirra en
keppnin mun aldrei hafa verið fjölmennari.
ÖRN og Anna Sigríður fyrir framan klumpinn áður en keppnin hófst.
og bætir við að hann hafi verið svo uppgefinn
að verki loknu að Önnu Sigríði hafi ekki tek-
ist að ræsa hann fyrir lokahóf sem haldið var
keppendum til heiðurs að kvöldi lokadagsins.
„Er ég þó í mjög góðu formi - langskokkari
og maraþonhlaupari!“
Að sögn íslensku keppendanna voru liðin
af öllum stærðum og gerðum - allt frá áhuga-
fólki upp í fagfólk. Samkvæmt reglum keppn-
innar er liðum óheimilt að hafa á að skipa fleiri
en fjórum einstaklingum en Örn og Anna Sig-
ríður segja að mörg hver hafí þau verið með
liðsstjóra og jafnvel aðra aðstoðarmenn sér til
halds og trausts. „Þarna voru til að mynda
tékkneskt, kanadískt og finnskt lið sem taka
þátt í mörgum sambærilegum keppnum á ári
hveiju og hafa trausta styrktaraðila á bak við
sig,“ segir Anna Sigríður.
Að áliti Arnar hefðu liðin að ósekju mátt
vera örlítið færri eða þeim skipt í tvo flokka
- fagmenn og áhugamenn. Önnu Sigríði þykir
þessi blanda á hinn bóginn hafa sett skemmti-
legan svip á keppnina og fyrir vikið hafi and-
rúmsloftið verið afslappaðra - keppnin sjálf
hafi í raun verið aukaatriði.
Listafólkið er hins vegar á einu máli um að
almenningur í Nuuk hafí sýnt keppninni mik-
inn áhuga - hundruð manna hafí daglega
verið á stjákli á keppnissvæðinu. „Heimamenn
voru ræðnir og virkilega vingjarnlegir - sann-
ir höfðingjar heim að sækja,“ segir Anna Sig-
ríður.
Það sem kom þeim Erni og Önnu Sigríði
mest á óvart meðan á keppninni stóð var veðr-
ið - „ótrúlegt en satt“. „Hlýindin voru til vand-
ræða,“ segir Öm og kímir. „Hitastigið fór upp
í 0° og á síðasta deginum hrundu sum verk-
anna til grunna. Það var óneitanlega sérkenni-
leg tilfinning að vera staddur á Grænlandi um
hávetur og eiga á hættu að 3x3x3 m snjó-
klumpur myndi hrynja yfir mann.“
Hefóu þurft
líósstyrk
Reyndar taka þau fram að þeirra verk hafi
verið í minni hættu en mörg önnur þar sem
þau hafi í upphafi tekið þá afstöðu að halda
að mestu leyti í snjóinn. Þau hafi því verið að
vinna með meiri massa en flestir keppinautar
þeirra - hækkuðu til að mynda verkið um
hálfan metra sem er leyfilegt. „Fyrir vikið
þurftum við að vinna meira verk en margir
aðrir og eftir á að hyggja hefðum við senni-
lega þurft að vera fleiri - þetta var mikið álag
á tvær manneskjur," segir Örn.
Önnu Sigríði og Erni tókst ekki að krækja
sér í verðlaun - nokkuð sem þau láta sér í
léttu rúmi liggja. Upplifunin dugir þeim. Sig-
urvegari í flokki fígúratífra verka var græn-
lenskur hópur en í afstrakt flokknum fór norskt
lið, með Islendinginn Ingþór Hrafnkelsson inn-
anborðs, með sigur af hólmi.
íslensku keppendurnir segjast á hinn bóginn
hafa snúið reynslunni ríkari frá Grænlandi og
eigi án efa eftir að glíma á ný við snjóinn.
„Þessi keppni hefur vakið áhuga minn á að
vinna meira með snjó og ís. Eg var til að
mynda að grafa snjóhús um síðustu helgi,“
segir Anna Sigríður og brosir.
Órn tekur í sama streng. „Ég gæti vel hugs-
að mér að komast í svipaða vinnu á ný. Ætli
ísinn verði ekki næsta viðfangsefni - það er
hægt að vinna fínni hluti í hann en snjóinn
sem er meiri takmörkunum háður."
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. APRÍLI997