Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Síða 9
MENNINGARARFSINS GÆTT í ÁRBÆJARSAFNI __________EFTIR_________ MARGRÉTI HALLGRÍMSDÓTTUR Þess er minnst nú aó Árbæjarsafn er 40 árg, en 1947 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur aó stofna bæjarsafn og efna til bæjarsýningar. ÁRBÆJARSAFN er minjasafn Reykjavíkur, í senn útisafn og byggðasafn. Markmið þess er að gefa almenningi innsýn í lifnaðar- hætti, störf og tómstundir Reykvíkinga fyrr á tímum. Saga Reykjavíkur nær allt aftur til upphafs byggðar á íslandi, því að heimild- ir herma að þar hafi fyrsti landnámsmaður- inn sest að. Reykjavík var lengst af sveita- bær, kirkjujörð og höfuðból. Um miðja 18. öld myndaðist þar þorp í tengslum við Inn- réttingar Skúla Magnússonar landfógeta og kaupstaðarréttindi fékk Reykjavík árið 1786. Á 19. öld efldist Reykjavík sem kaup- manna- og embættismannabær, auk þess sem handverksmönnum og tómthúsmönnum fjölgaði. Við upphaf 20. aldar hélt nútíminn innreið sína í bæinn með umbyltingu á sviði atvinnumála og lífshátta. Um miðja 20. öldina tóku bæjarbúar að leiða hugann að því að „hin gamla Reykja- vík“ væri að hverfa. Hreyfing 'komst fyrst á málefni minjasafns árið 1942 þegar bæjar- stjórn Reykjavíkur barst skrifleg áskorun um stofnun þess. Næst bar það til tíðinda að árið 1945 keypti Reykjavíkurbær 118 málverk og teikningar eftir Jón Helgason biskup, sem var í raun fyrst vísir að minja- safni Reykjavíkur. Árið 1947 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur að stofna Bæjar- safn Reykjavíkur og efna til bæjarsýningar. Af því tilefni var efnt til fyrsta söfnunará- taks á reykvískum forngripum. Þetta varð til þess að árið 1954 var Skjala- og minja- safn Reykjavíkur formlega stofnað. Lárus Sigurbjörnsson var ráðinn forstöðumaður þess og hóf hann söfnun gripa af margvís- legu tagi. Nú var atburðarásin hörð. Gam- alt býli, Árbær, sem lengi hafði verið áninga- staður fólks á leið til og frá Reykjavík, var komið í eyði og bæjarhúsin illa farin. Árið 1957 samþykkti bæjarráð að hefja viðgerð bæjarins og gera við hann almenningsgarð með safni gamalla húsa með menningar- sögulegt gildi. Fyrsta verkefni Árbæjarsafns var að endurbyggja Árbæinn og í framhaldi af því voru fyrstu húsin flutt á safnlóðina, Hansenshús og Dillonshús, sem flutt voru 1960-61 og þannig koll af kolli til ársins 1987 þegar síðasta húsið, Lækjargata 4, var flutt í Arbæjarsafn. ÁRBÆRINN fyrir endurbyggingu 1957. ÞRJÁR telpur í þjóðbúningum Sigurðar Guðmundssonar málara. Eftir gömlu póstkorti í eigu Árbæjarsafns. Árbæjarsafn var fyrst hugsað sem deild í Skjala- og minjasafni Reykjavíkur, útisafn þar sem umhverfi liðinna kynslóða yrði svið- sett á sannfærandi hátt. Það var ekki fyrr en síðar að Árbæjarsafni var ætlað hlutverk eiginlegs byggðasafns. Árið 1968 voru Minjasafn Reykjavíkur og Árbæjarsafn sam- einuð undir nafni hins síðarnefnda. Þá var einnig samþykkt í borgarstjórn að koma á fót embætti borgarminjavarðar og var fyrst ráðið í það starf 1974. Þegar Árbæjarsafn var stofnað, 1957, var það töluvert fyrir utan byggðina í Reykjavík. Síðan hefur borgin stækkað umtalsvert og nær nú langt út fyrir safnið, en þrátt fyrir nálæga byggð er landrými við safnið allnokkuð. Safnið nýtur góðs af nálægðinni við Elliðaárdalinn og er aðdáun- arvert hve framsýnir frumkvöðlar Árbæjar- safns hafa reynst í flestu tilliti. Þróunar- möguleikar safnsins eru því miklir um langa framtíð. Eftir .40 ára uppbyggingu er Árbæjar- safn rannsóknarstofnun með víðtækt hlut- verk. Það sinnir minjavörslu Reykjavíkur, rannsóknum á minjum og sögu Reykjavíkur og miðlun á fróðleik um hana í formi sýn- inga, sumarstarfs og safnkennslu. í fram- tíðinni verður unnið að markvissri söfnun muna og eflingu rannsókna auk hvers kyns tölvuvæðingar, þjónustu og fræðslu til al- mennings. Árbæjarsafn er með í sinni vörslu mikið safn muna og er það eitt for- gangsverkefna safnsins að tryggja skrán- ingu og varðveislu þeirra. Lögð verður áhersla á að bæta og auka safngeymslur og styrkja öryggisvörslu safnsins. Sem fyrr verður mikil rækt lögð við varðveislu hand- verks. Haldið verður áfram að efla sýn- inga- og fræðslustarf Árbæjarsafns ásamt ráðgjöf og verður sérstök áhersla lögð á að efla safnfræðslu skólabarna og miðlun til almennings. Árbæjarsafn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í hröðu nútímaþjóðfélagi. Þegar hugað er að framtíð þarf að byggja á fortíð og reynslu genginna kynslóða. Menning höfuðborgar þarf að byggjast á þekkingu á sögunni. Safnið stendur vörð um menningar- arf Reykvíkinga og tekur þátt í viðgangi og þróun Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins með virku samstarfi við nefndir borgarinnar og skipulag. í tilefni 40 ára afmælis Árbæjarsafns verður vegleg afmæl- isdagskrá í sumar, sem mun hefjast sunnu- daginn 1. júní með opnun hússins Lækjar- götu 4, eftir viðamiklar endurbætur. Um leið verður opnuð ljósmyndasýning í húsinu, Reykjavík, ljósmyndir og Ijóð og fjölbreytt sumardagskrá hefst þann dag. Verður fjöl- breytt dagskrá allt sumarið. I tilefni 40 ára afmælis viljum við hvetja borgarbúa og landsmenn alla að leggja leið sína í Árbæjar- safn og skynja sögu borgarinnar í hlýlegu og friðsælu umhverfi. Netfang: http://www.rvk.is Höfundur er borgarminjavörður. LÓÐ Árbæjarsafns árið 1992. Á miðri mynd sést grind Lækjargötu 4 í smíðum. FLUTNINGUR Suðurgötu 7 á lóð Árbæjarsafns árið 1984. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.