Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Qupperneq 13
HUGMYND Helga Gíslasonar að útilistaverki við útvarpshúsið hlaut 1. verðlaun 1987
en ekki bólar á framkvæmdum.
„VATNSAUGA'1, verðlaunatillaga Kristins Hrafnssonar að útilistaverki við Borgarleikhús-
ið er upphaflega síðan 1987. Eftir að staðarvalinu hefur í tvígang verið breytt eru for-
sendur brostnar fyrir tillögunni sem hér sést.
VERÐLAUNASAMKEPPNIR -
OG SÍÐAN EKKI SÖGUNA MEIR
Um verðlaunasamkeppnir og listamenn sem hljóta
verólaun en mega síóan sæta því aó hinum veró-
launuóu tillögum sé stungió undir stól.
„UPPHAF FRIÐAR", verðlaunatillaga Gríms Marinós Steindórssonar um minjagrip fyrir
Íeiðtogafundinn í Höfða 1986. Myndin er af verkinu í stækkaðri útfærslu, sem höfundur-
inn hugsaði sér að gæti staðið við Höfða.
VERKEFNI fyrir listamenn á vegum opin-
berra stofnana, rikisins eða bæjarfélaga eru
næsta sjaldgæf og kemur það verst niður á
myndhöggvurum eða skúlptúristum sem
gjarnan vinna stór og dýr verk með tilliti til
þess að þau geti staðið úti. Það þykir að sjálf-
sögðu hvalreki þegar einhver opinber aðili
efnir til samkeppni um útilistaverk eða þá
verk sem ætlunin er að fjölfalda. Það er hins-
vegar hálfgerð raunasaga, sem átt hefur sér
stað oftar en einu sinni eða tvisvar, að efnt
hefur verið til samkeppni sem einhver vinnur
- en þar við situr. Hugmyndinni um verkið
er annaðhvort stungið undir stól, eða fram-
kvæmdum frestað.
Jafnvel þótt listamenn fái sín verðlaun
greidd, er þessi útkoma niðurlægjandi fyrir
þá. Takmarkið hlýtur að sjálfsögðu að vera
það, að verðlaunaverkið rísi á tilætluðum stað,
eða komi á annan hátt fyrir almenningssjón-
ir. En oft gerist það eftir einhvern tíma, að
nýir menn eru komnir til áhrifa eða í valda-
stóla og þeim finnst ef til vill í lagi að salta
einhver áform forvera sinna í embættum, eða
stinga þeim alveg undir stól. Listamenn og
verðlaunahafar geta þá lítið gert annað en
að minna á það sem til stóð. Þeir eru ekki í
neinni stöðu til að knýja á um framkvæmd
fyrri áætlana.
Dæmi um þetta er samkeppni um útilista-
verk við Borgarleikhúsið, sem fram fór á
vegum borgarinnar 1987. Var því ætlaður
staður á torginu milli Borgarleikhússins,
Borgarkringlunnar og Hard Rock Café. Úr-
slit í samkeppninni lágu fyrir snemma árs
1988 og var Kristinn Hrafnsson myndhöggv-
ari verðlaunaður fyrir verk, sem hann nefndi
„Vatnsauga“. í endanlegri útfærslu átti þetta
að verða allstórt verk, 20 metrar á lengd og
5-6 metrar á hæð; efnið stálpípur og marm-
ari og jafnframt var það hugsað sem vatns-
listaverk með rennandi vatni og gufu.
„Sjoppueigendur í Kringlunni höfðu engan
áhuga á að verkið yrði sett upp þarna og
voru reyndar alveg á móti því“, sagði Krist-
inn. „Þeir töldu að verkið yrði fyrir á bíla-
stæði, en þarna hefur aldrei átt að vera bíla-
stæði“. Ákveðið var þá að færa verkið nær
Borgarleikhúsinu. Kristinn gerði aðra tillögu
að verkinu 1989-90 eftir að forsendur breytt-
ust, og enn hefur verið ákveðið að færa það
á nýjan stað; nú austan við Borgarleikhúsið.
„Allar fyrri forsendur eru brostnar; auk þess
er ég nú eftir öll þessi ár í allt öðrum pæling-
um“, segir Kristinn. Eftir allan þennan tíma
er málið í raun og veru á upphafsreit.
Annað dæmi er verðlaunasamkeppni sem
Ferðamálanefnd Reykjavíkur efndi til 1987
um minjagrip í tengslum við fund Reagans
og Gorbasjovs í Höfða. Heitið var verðlaunum
að upphæð kr. 100 þús. kr. og skiluðu 19
þátttakendur inn 26 tillögum. Fyrir valinu
varð hugmynd Gríms Marinós Steindórssonar
myndhöggvara, sem hann nefndi „Upphaf
friðar“. eins og meðfylgjandi mynd ber með
sér, er hún táknræn; gefur hugmynd um
rísandi sól í miðju sem gæti verið milli aust-
urs og vesturs, en fuglarnir - friðardúfurnar
- tákngera fundinn. Verkið er einfalt og hrein-
legt og þótti henta vel til fjöldaframleiðslu.
Verðlaunin voru afhent með viðhöfn í
Höfða í tengslum við ráðstefnu: „Reykjavík
- fundarstaður framtíðarinnar", sem haldin
var 1987. En lengra náði málið ekki.
Verðlaunagripurinn fór aldrei í framleiðslu.
Honum var einfaldlega stungið undir stól og
þar hefur hann verið í áratug.
Þegar sýnilegt var að einhversstaðar var
komin upp tregða í framkvæmdinni, var það
hugmynd höfundarins, að stækka verkið og
að það gæti ristið við Höfða. Um það hafði
samkeppnin ekki snúizt og í rauninni ekkert
við því að segja þótt sú hugmynd fengi ekki
hljómgrunn. Engu að síður viðraði Grímur
Marinó þessa hugmynd við þrjá borgarstjóra,
hvem á fætur öðrum, en án árangurs.
Þriðja dæmið er verðlaunasamkeppni sem
fram fór á vegum Ríkisútvarpsins 1987 um
höggmynd á torginu framan við aðalinngang
útvarpshússins. Verðlaun voru ákveðin 400
þúsund krónur; þar af 250 þúsund í fyrstu
verðlaun. Alls bárust 46 tillögur, en dóm-
nefndin veitti Helga Gíslasyni myndhöggvara
fyrstu verðlaun, Magnús Tómasson myndlist-
armaður fékk 2. verðlaun og Jónas Bragi
Jónasson, þá nemandi í myndhöggvaradeild
Myndlista- og handíðaskólans fékk þau
þriðju.
í verðlaunamynd Helga gerði hann ráð
fyrir tveim samstæðum þrístrendingum úr
grágrýti að neðanverðu, en ryðfríðu stáli að
ofan. Á brúnum grágrýtisins eru einskonar
tröppugangar úr stáli niður í tjörn sem mynd-
in stendur í. Samhverfu hliðarnar eru slétt-
ar, en á hinum hliðunum er steinninn hrjúf-
ur. Gert var ráð fyrir að stæðið sjálft og tjörn-
in væri 5x8 metrar, nokkru hærra en stéttin
í kring. Hæð myndarinnar skyldi vera nálega
6 metrar. Umsögn dómnefndarinar var svo-
hljóðandi: „Dómnefnd skynjar þennan skúlpt-
úr sem rammíslenskan með afarsterkri skír-
skotun til íslenskrar náttúru. Hugmynd
verksins sé vakin í íslenskum hlutveruleika.
Samspil efna og útfærslu er nokkuð flókin. “
Skemmst er frá því að segja, að þetta var
verðlaunasamkeppni og síðan ekki söguna
meir. Ef til vill liggur skýringin í því að í
hönd fóru hin mögru ár með verulegum efna-
hagssamdrætti. Nú í góðærinu ætti hinsvegar -
ekkert að vera til fyrirstöðu. Málsmeðferð
eins og hér hefur verið rakin með þremur
dæmum er ekki boðleg.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 13