Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Page 16
EINFARII BOK- MENNTAHEIMINUM KOMIÐ er fram á síðasta dag bókastefnunn- ar í París. Við borð úti í homi hjá franska bókaforlaginu „Rivage" situr metsöluhöf- undurinn Banana Yoshimoto og áritar bækur sínar fyrir stóran aðdáendahóp. Hún er aðalboðsgestur hátíðarinnar sem á ári hveiju kynnir eitt land sérstaklega og í þetta sinn varð Japan fyrir valinu. Nýlega kom út í franskri þýðingu skáldsagan N.P. en hún er önn- ur bók skáldkonunnar tii að ná mikilli útbreiðslu á Vestur- löndum - „Eldhús", sem hefur verið þýdd á íslensku, var fyrsta bók höfundar og fékk hún í kjölfarið mikla athygli. Bókin seldist í 2,5 milljónum eintaka í Japan og komst á metsölulista í Bandaríkjunum þar sem fljótlega var farið að tala um nokkurs konar „Banana-maníu“. Yoshimoto var þá tuttugu og þriggja ára að aldri. Nú er hún þrjátíu og þriggja. Hún hefur þegar sent frá sér níu skáldsögur auk ferðabóka, smásagna- og ritgerðasafna. Ég tel ekki líklegt þar sem ég olnboga mig í gegnum þvöguna að mér muni takast að ná tali af rithöfundinum. Ljóst er af Qölda þeirra sem bíða eftir að fá eiginhandará- ritun að hún nýtur mikilla vinsælda í París. Einhvem veg- inn næ ég þó að skáskjóta mér upp að borðinu þar sem hún situr og fyrir mér verður kona sem reynist vera franski útgefandinn hennar. Ég kem mér beint að efninu og bið um viðtal. Konan fómar höndum og bendir á aðdáendahóp- inn, segir að ég geti reynt að bíða en gefur mér ekki mikla von. Svo lítur hún allt í einu fast á mig og segir: „Og talar þú japönsku?“ Ég hvái og spyr hvort Yoshimoto tali ekki ensku. Þá dæsir hún og færir sig nær mér, og hvíslar eins og í trúnaði: „Ekki orð. Þetta er satt best að segja fremur óþægilegt“. Eg lít yfir að borðinu þar sem hún situr um- kringd fólki. Hún virðist hlédræg en brosmild - horfir nokkra stund fast á þann sem kemur upp að borðinu til hennar en grúfir sig svo yfir bókina sem að henni er rétt og áritar á japönsku með svörtum tússpenna. Að því búnu bukkar hún sig og tekur við þeim næsta í röðinni. Sín til hvorrar handar hennar sitja tvær konur og úgefandinn útskýrir fyrir mér að um sé að ræða túlkana hennar tvo. „Þær fylgja henni hvert sem hún fer,“ heldur hún áfram, „þú getur reynt að tala við aðra hvora þeirra ...“ Japanski túlkurinn tók okkur vel, ljósmyndaranum og mér, og stefndi okkur á hádegi næsta dag á Hótel Nikkó, glæsilegt hótel í 15. hverfi þar sem Banana Yoshimoto dvaldi dagana sína í París. Við mættum stundvíslega og biðum hennar í anddyrinu. Og á slaginu tólf gengu túlkamir út úr lyftunni, glaðhlakkalegar og blaðskellandi með Yoshi- moto á milli sín: Hún var fijálslega klædd, ómáluð og feim- in og heilsaði með ijarrænu brosi. Sú japanska stjómaði ferðinni og leiddi okkur inn á kaffíbar inn af anddyrinu þar sem við settumst í hring í rósótt sófasett. Undarleg hring- ferð spuminga og svara var um það bil að hefjast. Spurningunni varpaði ég fram á frönsku, hún var því næst þýdd á japönsku, Yoshimoto svaraði á japönsku og svarið var þýtt á frönsku. Japanski túlkurinn sá um að þýða spurningarnar, hin snaraði svörunum. Og þegar líða tók á viðtalið gat ég ekki að því gert að fara að hugsa hvort hér myndi ekki um að ræða ofursnjalla varnaraðferð af hálfu Yoshimoto fremur en algert kunnáttuleysi í erlend- um tungum - í rauninni var hún með þessu móti ósnertan- leg - orðin sem að henni beindust fóra fram hjá henni, í gegnum aðra manneskju, áður en þau náðu settu marki og þar með var hún varin fyrir hvers kyns óvæntum uppá- komum - og meðan svör hannar vora þýdd sat hún alvar- leg, hljóð, starði í gaupnir sér eða út um gluggann eins og hún væri ekki á staðnum, eins og þetta kæmi henni í rauninni ekki við eða eins og það sem hún var nýbúin að segja sjálf skipti ekki lengur máli. Ég kynnti ljósmyndara minn og bað um leyfi fyrir myndum. Banana Yoshimoto gjóaði augunum á Pétur og jánkaði með'snöggum höfuð- hnykk. Og hringferð okkar var hafin. Ég byija á að spyija hana út í nafnið „Banana“ og hvers vegna hún hafi valið sér þetta nafn. „Ég tók mér þetta nafn til að gera greinarmun á persón- unni annars vegar og rithöfundinum hins vegar. Hitt for- nafnið mitt er nú eingöngu notað af fjölskyldu minni og JAPANSKI rithöfundurinn Banana Yoshimoto var aðalboðsgestur nýgfstaóinnar bókastefnu í París. Þar hitti HRAFNHILDUR HAGALÍN skáldkonung og ræddi vió hana um rithöfundaferil hennar; bæk- urnar og sögupersónurnar, af- stöóu hennar sjálfrar til þeirra og annarra rithöfunda og umheims- ----7------------7------------ ins. I lokin bar svo Island á góma og þá segir Banana Yoshimoto unga Japana helzt vilja búa á Is- landi annars staðar en í Japan. nánustu vinum. Nafnið valdi ég fyrst og fremst af því mér finnst blómin á bananatijánum svo falleg. Reyndar er ekki mikið af bananatrjám í Tokyo, og kannski var það einmitt þess vegna. En líka vegna þess að Banana getur verið bæði karlmannsnafn og kvenmannsnafn í Japan og mér fannst það skemmtilegt." - „Eldhús“ kom út þegar þú varst 23 ára. Varstu búin að skrifa lengi? „Frá því ég var í barnaskóla. Ég var alltaf að búa til sögur. Um leið og ég lauk við eina byijaði ég á annarri. Þannig gekk þetta. Rétt eftir að ég kláraði háskólann fór ég með eina af þessum sögum til vinar míns sem er útgef- andi. Honum leist vel á. Þannig fór þetta af stað.“ - Og síðan hefurðu sent frá þér um tuttugu bækur. Þú hlýtur að skrifa mjög hratt. „Já, mjög hratt. En þegar ég hef lokið við fyrsta upp- kastið þá eyði ég líka mjög miklum tíma í að yfirfara og breyta og bæta, finna réttu orðin o.s.frv. Ég legg mikla áherslu á einfaldleika í stílnum, að setningarnar nái að fljóta og lesandinn reki sig hvergi á þannig að tilfmninga- flæðið í textanum haldist óskert. Eitt vitlaust orð getur brotið allt upp og stöðvað þetta flæði. Þess vegna reyni ég að nota aðeins einföld orð og orðasambönd." - Hefurðu skýringu sjáif á þessum miklu vinsældum bóka þinna? „Ég held að aðalástæðan sé án efa sú að sýn mín á til- verana og minn þankagangur er ekki svo ólíkur þanka- gangi flestra. Ég fæ mörg bréf frá lesendum, og það sem þau eiga yfirleitt sameiginlegt er að lesandinn segir að mér takist í einhverri tiltekinni bók að tjá eitthvað sem hann hefur sjálfur upplifað. Ég held því að ég nái að lýsa af nokkurri nákvæmni þeim tilfínningum sem fólk kannast við úr sjálfu sér - auðvitað er ekki hægt að alhæfa, ég er ekki að segja að mér takist það alltaf ... en það eru að minnsta kosti einhveijir þættir í manninum sem eru sameig- inlegir hvar sem er í heiminum og ég held að mér takist að fanga þá og koma þeim til skila í bókum mínum.“ - Eru viðbrögð lesenda á Vesturlöndum á einhvern hátt ólík viðbrögðum samlanda þinna? „Nei, þau eru mjög lík þeim viðbrögðum sem ég fæ frá japönskum lesendum. Og það sýnir best að fólk er alls staðar eins. Það gefur mér alltaf von, gerir mig bjartsýna að finna fyrir þessum sammannlegu þáttum. Mér finnst dásamlegt að fólk sem lifir ólíku lífi dags daglega, hefur ólíkar matarvenjur og lifir í mismunandi loftslagi, að allt þetta fólk tilheyri samt sem áður sama samfélaginu hvað tilfinningalífið varðar, þ.e.a.s. að þrátt fyrir allt eru þær grundvallartilfinningar sem hrærast innra með manninum alls staðar eins ... Mér finnst það frábært." - Þú óttast ekki að sívaxandi samskipti milli þjóða muni má ýmis þjóðareinkenni út og steypa ólíku fólki í sama mótið? „Mér finnst sorgleg sú þróun sem á sér víða stað nú á tímum vaxandi samskipta. Ég vil taka það skýrt fram að ég hef alls engan ímugust á Bandaríkjunum en ég verð alltaf hálfdöpur að sjá McDonald’s veitingastaði hvar sem ég kem. Ég hugsa alltaf með mér að það væri nær fyrir fólkið í þessu tiltekna landi að leggja áherslu á ojg draga fram eigin sérkenni en að sætta sig við þetta. Eg nefni sem dæmi að ef vinir ætla saman út að borða í Japan þá er mun auðveldara að fínna McDonald’s veitingastaði, sem era nánast út um allt, en veitingahús með hefðbundnum japönskum mat. Ég er að tala um stað sem býður upp á þetta allra hefðbundnasta eins og grænt te, hrísgijónaboll- ur o.s.frv. Auðvitað má finna þannig smástaði en það era engar veitingahúsakeðjur á borð við McDonald’s með hefð- bundinn japanskan mat. Þetta fínnst mér rangt.“ anana Yoshimoto hefur nýlega sent frá sér bók með föður sínum. Ég spyr hana hvort hún hafí unnið með honum áður og hvers konar bókmennta- tengsl hún hafí við föður sinn. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út bók með föður mínum og ég hugsa að þetta verði öragglega líka í síðasta sinn, svarar hún kímin og túlkurinn hennar hlær. Ástæðan er einfald- lega sú að ég og faðir minn höfðum ákveðið í byijun að við gerðum ekki tilraun af þessu tagi nema einu sinni. Á mörgum stöðum í bókinni gagnrýnir faðir minn mig og segir álit sitt á verkum mínum á mjög opinskáan hátt.“ Japanski túlkurinn útskýrir að um sé að ræða viðtalsbók milli Banana og föður hennar sem skiptist í þrennt: í fyrsta hlutanum ræði þau um líf föður hennar, í öðrum hlutanum um líf Banana og í þriðja hlutanum segi faðir hennar svo álit sitt á verkum hennar. Og hvað kom út úr þessari samvinnu ykkar? „Ég komst að því að möguleikar mínir varðandi skrifin era takmarkaðri en ég hafði haldið. Ég uppgötvaði t.d. að sögusviðið í bókum mínum er þrengra en ég hafði ímyndað mér og ég veit nú að ég þarf að kafa lengra og dýpra undir þetta takmarkaða svið. Einnig að ég væri ófær um að nota annars konar tækni eða stílbrögð en mér eru eigin- leg og að ég ætti frekar að víkka út og stækka það sem mér er eiginlegt, þ.e.a.s minn persónulega heim.“ - Hvernig myndirðu skilgreina “þinn heim“? „Um er að ræða heim sem lýsir nær eingöngu mannleg- um samskiptum og tilfínningum og ég er sannfærð um það nú að ég ætti ekki að reyna að gera eitthvað sem mér er ekki eiginlegt. Ég nefni sem dæmi að fara út í mjög nákvæmar persónu- og mannlýsingar. Á sama hátt væri ég líka ófær um að búa til „plott“ eins og til dæmis í leyni- lögreglusögu eða vísindaskáldsögu. Minn styrkur liggur í að lýsa ólíkum hughrifum og samskiptum milli fólks.“ - Ég heyrði um daginn haft eftir rithöfundinum Paul Auster að hann segðist ekki hafa neitt ímyndunarafl, að allt sem hann skrifaði væri ekki annað en bútar úr eigin lífí. Hver eru tengslin milli sjálfrar þín og þess sem þú skrifar? „Já, ég held að hversu hlutlaus sem rithöfundur vill vera þegar hann sest við skrifborðið þá komist hann ekki hjá því, hvort sem honum líkar betur eða verr, þegar á hólminn er komið, að tjá í verkum sínum mjög stóran hluta af sjálfum sér. Ég get sagt að ég skrifí um sjálfa mig en um leið og ég reyni að dýpka og víkka út einhver ákveðin hughrif sem ég verð fyrir eða lýsa eigin tilfinningum þá tekst mér alltaf að finna sameiginlega þætti milli minna persónulegu upplifana og þess sem aðrir kunna að upplifa. Það er þetta sem mér finnst áhugaverðast við það að skrifa: Að lýsa einhveiju sem er persónulegt en um leið að finna sammannlega þætti og tilfínningar sem allir þekkja. Það má því kannski segja að það sé upplifun mín af tilverunni sem birtist í bókum mínum fremur en ég sjálf. Það er að minnsta kosti mín tilfinning að milli sjálfrar mín og bóka minna sé alltaf einhver fjarlægð." Persónumar í bókum þínum eru oft af óræðu kynferði, eiga í innri baráttu hvað varðar eigin kynhneigð o.s.frv. Þetta er ekki óal- gengt hjá japönskum 20. aldar höfundum, t.d. Kawabata, Mishima, Endo. Heldurðu að það geti verið eitthvað í japönsku þjóðfélagi sem kallar þetta fram? „Ég veit það ekki. Ég get aðeins svarað þessari spurningu fyrir mig. Fyrir mér er þetta eingöngu 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31.MAÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.