Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Side 19
-
Morgunblaðið/Kristjcm
ROAR Kvam hefur stjórnað Passíukórnum í aldarfjórðung.
LOKATÓNLEIKAR Passíukórsins verða í iþróttaskemmunni á Akureyri á sunnudag
þegar kórinn flytur Sköpunina eftir Haydn.
ROAR KVAM stofnaði Passíukórinn árið
1972 og hefur verið í eldlínunni um 25 ára
skeið. Um 30 manns eru í kórnum og svo
hefur lengst af verið, en mikil uppsveifla var
í starfseminni fyrir og um 1980 þegar kórfé-
lagar voru um 60 talsins. Margir þekktir
söngvarar hafa stigið sín fyrstu skref með
kórnum en kappkostað hefur verið að kynna
ungt og efnilegt fólk. Kórinn hefur fengið
góða dóma fyrir flutning sinn og félagar
geta því stoltir litið yfir farinn veg.
„Tilgangurinn með stofnun kórsins var að
flytja stærri kórverk með einsöngvurum og
hljómsveit, þessi þekktu tónverk sögunnar og
einnig að kynna ný og óþekkt verk sem sjald-
an eða aldrei eru flutt á íslandi,“ segir Roar
Kvam. Kórinn hefur að jafnaði haldið tvenna
tónleika á ári. Passíukórnum hefur tvívegis
verið boðið að syngja á Listahátíð í Reykja-
vík, frumflutti Örlagagátuna eftir Akureyring-
inn Björgvin Guðmundsson í annað skiptið en
framúrstefnuverkið African Sanctus eftir
breska tónskáldið David Fansave í það síðara.
Það var flutt í Gamla bíói og vakti mikla at-
hygli, rífandi stemmning var í salnum „allt
bijálað, bara eins og á Ítalíu,“ segir Roar.
„Við fengum þakkir frá tónskáldinu fyrir að
flytja þetta verk. Við höfum töluvert gert af
því að flytja undarleg tónverk og það er mjög
spennandi. Við fluttum t.d. eitt sinn messu-
SVANASONGUR
PASSÍUKÓRSINS
Roar Kvam stjórnar Passíukórnum í síóastq sinn á
tónleikum í Iþróttaskemmunni á Akureyri á sunnu-
dag, 1. júní kl. 17, þegar kórinn flytur Sköpunina
eftir Haydn. MARGRÉT ÞQRA ÞÓRSDÓTTIR ræddi
við Roar Kvam um kórinn, sem nú er að hætta.
djass, kórverk með djasssextett og Andrea
Gylfadóttir var einsöngvari.“
Stórkostlegt tímabil
Roar segir að þegar horft sé til baka komi
margt upp í hugann, margir skemmtilegir
tónleikar. „Þetta hefur verið stórkostlegt
tímabil og vissulega horfir maður til þess
með eftirsjá." Roar segir að ein helsta ástæða
þess að Passíukórinn er nú lagður niður eftir
farsælt starf í aldarfjórðung sé sú að mikil
vinna sé í kringum tónleika og vart hægt að
leggja það á kórfélaga lengur í sjálfboðavinnu
í sínum frístundum. „Kostnaðurinn við tón-
leikahaldið hefur aukist gífurlega á síðustu
árum, það er mikil fyrirhöfn að útvega pen-
inga, mikið lagt á kórfélaga að ganga bet-
landi um milli fyrirtækja, það fer illa með
fólk til lengri tíma,“ segir Roar. Hann nefnir
einnig að aðsókn að tónleikum hafi almennt
farið minnkandi og það hafi sitt að segja.
Fjárhagslegur grundvöllur til að halda úti
starfsemi af þessu tagi sé ekki fyrir hendi.
Roar segir menningarlíf öflugt á Akur-
eyri, öflugra en í mun stærri bæjum og borg-
um erlendis. „Þetta er í raun ótrúlegt, en
íslendingar eru mjög duglegir, þeir geta allt
ef þeir vilja,“ segir Roar sem er Norðmaður
en flutti til Akureyrar árið 1971.
Mun sakna Passíukórsins
„Vissulega mun ég sakna Passíukórsins,“
segir Roar, en hann stjórnar tveimur kórum
öðrum, Kór Leikfélags Akureyrar og Karla-
kór Akureyrar-Geysi. „Á þessum tímamótum
er mér efst í huga þakklæti til þess fólks sem
staðið hefur með mér í þessu, það er kjarni
sem hefur verið mjög lengi og unnið gott
starf. Þetta fólk hefur staðið með mér gegn-
um súrt og sætt.“
Kórinn er í góðu formi að sögn stjómand-
ans og væntir hann þess að Akureyringar
eigi ánægjulega stund á lokatónleikunum þar
sem Sköpunin eftir Haydn verður flutt. Ein-
söngvarar eru Þóra Einarsdóttir, sópran,
Bjöm Jónsson, tenór og Keith Reed, bassi.
i
„KIRKJULIST EREKKITIL
NEMA SEM VOND LIST“
I Norræna húsinu í dag klukkan 10 heldur
Friedhelm Mennekes forstöóumaóur og prófessor
fyrirlestur ó Kirkjulistahótíð um Sankt Peter Listastöð-
ina í Köln (Kunst-Station Sankt Peter). ÞORARINN
------7-------------------------------------------
STEFANSSON lagði fyrir hann nokkrar spurningar
og komst aó því aó Mennekes hefur sterkar skoðan-
ir ó sambandi listar og trúar.
NÚTÍMALIST hefur nær eingöngu verið til
sýnis í listasöfnum, oft sérsmíðuðum. Að hvaða
leyti henta kirkjur sem umgjörð fyrir þessa
tegund listar?
„Listasöfn og einnig einkasöfn, t.d. fursta
og keisara, urðu ekki til fyrr en á þessari öld
og á þeirri síðustu. Frá upphafi okkar tíma-
tals hafa kirkjur hins vegar verið vettvangur
listar og listsköpunar. Þannig myndast tengsl
milli listarinnar og sakramentisins, þó að þessi
sömu tengsl hafi alltaf valdið vissri togstreitu.
Þegar list er sett upp í kirkju skal taka mið
af orðum James Lec Byars: Spurningin er
fólgin í rýminu ( „The Question is in the
Room“). Listin tilheyrir kirkjunni sem stendur
þó frammi fyrir vissri úrkynjun gagnvart
henni. Kirkjubyggingum, sem rými fyrir list,
hefur hrakað mikið. Þær eru yfirfullar af
væmnum innihaldslausum hlutum. Ef á að
opna þær listinni verður að henda burtu öllu
tilgangslausa skrautinu. Kirkjur eiga ekki að
vera eins og stofan heima hjá okkur. Burtu
með plönturnar, dúkana, litlu kertin og litlu
krossana, jafnvel líka bekkina. Það sem teng-
ir listina og kirkjuna er „orðið“, út frá því á
að leggja, gera það myndrænt - eins og mis-
vel heppnaðar teikningar kennara á töflu. Það
er ekki list, það er „kirkjulist".
Á Kirkjulistaviku fór fram málþing sem bar
titilinn „Hvað er kirkjulist"? Hvernig svarar
þú þessari spurningu?
„I mínum augum eru skýr skil milli lista
og kirkju. Ég hafna hugtakinu „kirkjulist".
Hún er ekki til, nema sem slæm list. Ég tók
ekki þátt í málþinginu og hefði aldrei gert það
undir þessari yfirskrift. „Kirkjulist" er „engin
list“. Hún þrífst á vafasamri hefð og á sér
hvergi stað meðal hinna „frjálsu lista“. Kirkju-
list er yfirleitt pöntuð af aðilum innan kirkjunn-
ar sem annars hafa engin tengsl við listalífið
almennt. Kirkjulist er útfærð af fólki sem
ekki er í beinu sambandi við listina. Þessi yfir-
skrift felur í sér hugmyndafræðilegan
hugsanagang þeirra sem lifa í fortíðinni, þeirra
sem láta sér ekki annt um þróun trúarbragða.
Ég veit ekki hvort yfirskriftin hefur einhverja
dýpri merkingu í íslensku máli, hér í Þýska-
landi er hún allavega lýsandi fyrir þann
hugsanagang sem ég berst gegn.“
Eins og flestir vita tengist tónlistariðkun
kirkjustarfi óijúfanlegum böndum og tónleikar
hafa gjarnan verið haldnir í kirkjum frá ómun-
atíð. Hvaða hefð er fyrir tengslum kirkjunnar
við annars konar list?
„Það er satt, tónlist og guðsþjónustur eru
bundin sterkum böndum á Vesturlöndum. Allt
til dagsins í dag hafa sprottið upp stórkostleg
tónverk sem tengjast þeim. Johann Sebastian
FRIEDHELM Mennekes.
Bach er þar aðeins eitt dæmi. Tónlistin bæði
mótar og mótast af tíma og rúmi á einstæðan
hátt. Hún lyftir manneskjunni, útvíkkar and-
legan og trúarlegan hugarheim hennar og
eykur skilninginn á hinu yfirskilvitlega. Hún
kallar bæði á tilfínningar og viðbrögð. En -
manneskja dagsins í dag er ekki manneskja
tónlistarinnar frá í gær. Hvert tímabil hefur
sín eigin einkenni, sína eigin túlkun. Ég á
mjög erfitt með að tengja nútíma trúarbrögð
við list eða tónlist gærdagsins. Þegar allt kem-
ur til alls eiga allir hluti sína sögu, allt á sinn
tíma þó að til séu merkileg samskiptaform
óháð sögulegri þróun. Manneskja sem ekki
skiptir sér af tónlist síns tíma, mun auk þes
missa af trú og trúarbrögðum síns tíma. Trúar-
brögð eru hluti menningarinnar, eins og tón-
list, leikhús, bókmenntir og listir almennt.
Trúarbrögð verða því að vera á sama staðli
og menning og listir dagsins í dag.“
Sjálfsagt eru uppi skiptar skoðanir um sýn-
ingar á nútímalist í kirkjum. Hvaða trúarhóp-
ar hafa verið opnastir fyrir sýningum af þessu
tagi?
„Grundvöllurinn á sambandi listar og trúar-
bragða er eins í öllum kirkjum sem aðhyllast
kristna trú. í augum listarinnar eru allar trú-
aijátningar eins, þó að sterkar hefðir ka-
þólskrar trúar kalli á meiri nálægð. Mótmæl-
endakirkjan byggir ekki á sömu hefð og sú
kaþólska en hefur á síðustu árum unnið að
því að auka list innan kirkjunnar. Myndir eru
kirkjum nauðsynlegar en geta á sama hátt
valdið vandamálum. í kristinni trú sem og í
gyðingatrú, og reyndar í öllum trúarbrögðum,
er mikil spenna á milli „orðsins“ og „myndar-
innar". Þessi spenna verður ekki leyst á neinn
einn hátt, heldur þarf að upplifa hana heim-
spekilega og móta áþreifanlega. Nú til dags
er reynt að móta þessar andstæður á nýjan
hátt. Hér í Sankt Peter-Listamiðstöðinni höf-
um við sýnt fram á að t.d. Francis Bacon,
Eduardo Chillada, Jenny Holzer, Marlene
Dumas, Arnulf Reiner eða Rosemarie Trockel
hafa yfir þvíiíku tjáningarformi að ráða að
geta túlkað það sem ekki er hægt að lýsa
með orðum, leyndardóm lífsins, þannig að
samhengið veldur því að trúin er litin öðru
auga án þess að henni sé breytt.“
Hvert er innihald fyrirlestrar þíns í Norræna
húsinu í dag?
„Viðfangsefni mitt verða þrískiptar altaris-
töflur Sankt Peter. Ég mun ræða einstök
dæmi um myndir sem hanga hjá okkur í Lista-
stöðinni eftir Francis Bacon, Rosemarie Trock-
el, Markus Lúpertz, Cindy Shermann og An-
tonio Saura. Með staðreyndum sýni ég fram
á hvernig sameina má nútímalist og nútímatrú-
arbrögð þannig að úr því verði ein heild.“
Að hvaða leyti þekkir þú til íslenskra kirkna
og kirkjulistar?
„Ég þekki að vísu norrænar kirkjur og hef
lesið að Skandinavar séu opnir fyrir öllum
nýjungum en því miður hef ég aldrei haft
tækifæri til að heimsækja ísland áður og því
hlakka ég mikið til að koma. Ég hlakka til
að hitta starfsbræður mína á íslandi og skipt-
ast á skoðunum við þá, og ég hlakka til að
sjá og upplifa nýtt land og nýja siði.“
-a
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 19