Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1997, Blaðsíða 2
ISLENSKA OPERAN
MOZART, DONIZETTI, LEIFUR
ÞÓRARINSSON OG JÓN ÁSGEIRSSON
FYRSTA frumsýning íslensku óperunnar
á þessu starfsári verður 10. október,
þegar Cosi fan tutte Mozarts verður
sýnd. í febrúar á næsta ári verður
Ástardrykkur Donizettis á dagskrá, en milli
óperanna mun m.a. nýtt leikrit Ólafs Jóhanns
Ólafssonar; Fjögur hjörtu, fá inni í húsakynn-
um óperunnar. í marz verður svo sýnd ný
ópera eftir Leif Þórarinsson og konsertupp-
færsla á Galdra-Lofti Jóns Ásgeirssonar verð-
ur næsta sumar í tengslum við plötuútgáfu.
Það er ástralski leikstjórinn David Freeman
sem leikstýrir Cosi fan tutti, sem á íslenzku
hefur fengið heitið „Svona eru þær allar“, og
hljómsveitarstjóri er Howard Moody. Söngvar-
arnir eru; Sólrún Bragadóttir, Ingveldur Ýr
Jónsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Björn Ingi Jóns-
son, Loftur Erlingsson og Bergþór Pálsson.
Þeir Björn Ingi og Bergþór munu einnig syngja
í Ástardrykknum, en þar verður Sigrún Hjálm-
týsdóttir í aðalkvenhlutverkinu.
Maríuglerið heitir ný ópera Leifs Þórarins-
sonar, sem sýnd verður í marz í leikstjórn
Ingu Bjarnason.
Óperutónleikar Kórs íslensku óperunnar
verða 8. nóvember og í marz verða kórtónleik-
ar, þar sem Requiem eftir ýmsa höfunda verða
á efnisskránni. Og í maí verður tekin til sýn-
inga Carmen Negra (rokk-salsa uppfræsla).
FJÖGUR HJÖRTU
NÝTT leikrit eftir Ólaf Jóhann
Ólafsson verður frumsýnt í
húsi íslensku óperunnar 27.
desember.
Leikritið heitir Fjögur hjörtu og leikstjóri
verður Andrés Sigurvinsson. Með aðal-
hlutverkin fara Árni Tryggvason, Bessi
Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik
Haraldsson.
Morgunblaðið spurði Ólaf Jóhann um
þetta nýja verk hans, en hann vildi ekki
ræða það að svo stöddu.
COSI fan tutte; Björn Ingi Jónsson, Þóra Einarsdóttir, Sólrún Bragadóttir og
Bergþór Pálsson á æfingu.
HILMIR SNÆR í HLUTVERKI HAMLETS
GENGIÐ hefur verið frá hlutverka-
skipan í jólaleikriti Þjóðleikhúss-
ins, Hamlet eftir Shakespeare.
Mikil eftirvænting hefur ríkt
yfir hvetjir veljast til að fara með hlutverk
í einu frægasta leikriti heimsbókmennt-
anna. Leikstjóri verksins er Baltasar Korm-
ákur.
Hilmir Snær Guðnason mun fara með
titilhlutverk prinsins Hamlets sem glímir
við samvisku sína. Hlutverk Ófelíu er í hönd-
um Þrúðar Vilhjálmsdóttur, ungrar leikkonu
sem mun stíga sín fyrstu skref á fjölum
Þjóðleikhússins um jólin en hún lauk námi
frá Leiklistarskóla íslands í vor. Draug
konungsins, Hamlet eldri, leikur Ingvar Sig-
urðsson. Ingvar og Hilmir eru báðir fastr-
áðnir leikarar í Þjóðleikhúsinu.
Æfingar hefjast í nóvember en leikár
Þjóðleihússins hefst á mánudag. Fyrsta
frumsýning vetrarins verður leikritið Þijár
systur eftir Anton Tsjekhof í leikstjórn Rim-
as Tuminas. Þar fer Baltasar Kormákur
með eitt aðalhlutverkið, bróðurinn, en syst-
urnar þrjár verða leiknar af þeim Steinunni
Ólínu Þorsteinsdóttur, Halldóru Björnsdótt-
ur og Eddu Arnljótsdóttur. Meðal verka sem
sýnd verða í Þjóðleikhúsinu í vetur má nefna
leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar
M. Guðmundsdóttur eftir skáldsögu Vigdís-
ar Grímsdóttur, Grandavegur 7, sem sýnd
verður á Stóra sviðinu undir leikstjórn
Kjartans Ragnarssonar. Óskastjarnan nefn-
ist nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson sem
Hallmar Sigurðsson leikstýrir á Stóra svið-
inu. Þá frumsýnir Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins nýtt verk Hallgríms H. Helgasonar,
Vorkvöld með krókódílum, sem Þór H. Túli-
níus leikstýrir. Á Litla sviðinu verður m.a.
sýnt leikritið Kaffi eftir Bjarna Jónsson í
leikstjórn Viðars Eggertssonar.
THE ARCHITECTURAL REVIEW
FJALLAR UM HÚS í HAFNARFIRÐI
TÍMARITIÐ The Architectural Review
er gefíð úr í Bretlandi, en fjallar um
byggingarlist í öllum heiminum. Þetta
er mjög víðlesið og virt tímarit, sem
á sér aldarlanga sögu, fyrst kom það út 1896.
í ágústheftinu kennir margra grasa úr víðri
veröld, en þar á meðal er ítarleg umfjöllun
um safnaðarheimili og tónlistarskóla í Hafnar-
firði, sem Teiknistofan Tröð er skrifuð fyrir.
Höfundar eru arkitektarnir og hjónin Sigríður
Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen.
Byggingar safnaðarheimilisins og tónlist-
arskólans eru í beinu framhaldi af Þjóðkirkj-
unni í Hafnarfirði og þykir sú tenging hafa
gert verkið vandasamt. Þykir Architecural
Review að vel hafi tekist. Birtir tímaritið 10
myndir því til sönnunar, svo og grunnteikning-
ar.
Einu sinni hefur það gerst áður, að
Architeetural Review fjallaði um íslenska
byggingu. Það var Ráðhús Reykjavíkur sem
fékk svipaða umíjöllun.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Þjóðminjasafn Islands
Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðaldakirkj-
an í Noregi og á Islandi.
Listasafn íslands
ON ICELAND til 28. sept. Sögn í sjón; sýning
á verkum sem byggð eru á íslenskum fornrit-
um.
Listasafn ASI, Freyjugötu 41
- Ásmundarsalur
Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir til 14. sept-
ember.
í Gryfjunni sýnir Svanhildur Sigurðardóttir
til 14. september.
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinsson-
ar.
Árbæjarsafn
í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja-
vík, ásamt ljóðum skálda.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
íslensk myndlist til 31. ágúst. í Vestursal eru
landslagsmálverk frumheijanna og verk
abstraktmálara, í miðrými og á ganginum verk
eftir David Askevold og Árna Haraldsson. í
Austursal eru verk yngri málara.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti
74
Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím.
Norræna húsið - við Hringbraut
í anddyri er ljósmyndasýning frá Samabyggð-
um Finnlands eftir Jukka Suvilehto. I kjallara
er sýning á verkum Urs Liithi, Elle-Mie Ejdrup
Hansen og James Graham.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði
v/Suðurgötu
Sögn í sjón. Hátíðarsýning handrita, opin dag-
lega kl. 13-17.
Þjóðarbókhlaða
ísland - himnaríki eða helvíti. Sýning út ágúst.
Hafnarborg
í Aðalsal sýnd landslagsmálverk eftir marga
af þekktustu listmálurum landsins; í Sverrissal
valin verk eftir Eirík Smith; í kaffistofu trérist-
ur eftir Gunnar Á. Hjaltason.
Sjónarhóll
Gunnar Karlsson sýnir til 31. ágúst.
Nýlistasafnið - Vatnsstig 3b
Færur/Sposamenti. ítölsk samtímalist. Val-
gerður Hafstað í setustofu.
Gallerí Hornið
Helenu Junttila og Ullamaija Hánninen sýna
til 10. september.
Gallerikeðjan Sýnirými
Sýnibox: Elsa D. Gísladóttir
Gallerí Barmur: Finnur Amar Amarson.
Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70
Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Sýning á málverkum Lore Bert.
Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn
Málfríður Aðalsteinsdóttir, Ragna Ingimund-
ardóttir og Kristín Jónsdóttir sýna til 21. sept-
ember.
Gallerí Stöðlakot
Ríkharður Valtingojer sýnir til 7. september.
Gallcrí Listakot, Laugavegi 70
Birna Matthíasdóttir sýnir til 6. september.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Undir Hamrin-
um - Af lífi hafnfirskrar alþýðu til 30. sept.
Myndás Ijósmyndamiðstöð,
Skólavörðustíg 4: Wout Berger sýnir til 26.
september.
Sjóminjasafn Islands við Vesturgötu í Hf.
Almenn sýning og sýning á olíumyndum
Bjama Jónssonar.
Listaskálinn í Hveragcrði: Björgvin Sigur-
geir Haraldsson, Gunnar Karlsson, Jóhanna
Bogadóttir, Kjartan Gunnarsson, Pétur Gaut-
ur, Soffía Sæmundsdóttir og Valgarður Gunn-
arsson.
Norska húsið, Stykkishólmi: Sýning á verk-
um R. Weissaves.
Hulduhólar: Sýnishom úr ævistarfi Sverris
Haraldssonar listmálara. til 31. ágúst, lokað
mánudaga.
Gull- og silfurverkstæði Jens, Kringlunni
30 ára afmælissýning: Jens Guðjónsson, Jón
Snorri Sigurðsson, Haukur Valdimarsson.
Pcrlan: Sýning á verkum Ingu Hlöðversdóttur
Sunnudagur 31. september
Hallgrímskirkja: Marteinn H. Friðriksson
heldur orgeltónl. kl. 20,30.
Mánudagur 1. september
Listasafn Kópavog: Ólafur Kjartan Sigurðar-
son bariton og Tómas Guðni Eggertsson
píanóleikari halda tónl. kl. 20.30.
Þriðjudagur 2. septcmber
Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Tatu Kan-
tomaa harmoníkuleikari heldur tónl. kl. 20.30.
Fimmtudagur 4. september
Langholtskirkja: Jóhann Friðgeir Valdimars-
son og Hulda Björk Garðarsdóttir halda tónl.
kl. 20.30
LEIKLIST
Borgarleikhúsið: Hár og Hitt lau. 30., sun.
31. ágúst, mið. 6. sept.
Loftkastalinn: Á sama tíma að ári sun. 31.
ágúst, föst. 5. sept.
Veðmálið lau. 6. sept.
fslcnska óperan: Evíta lau. 30., sun. 31.
ágúst, fim. 4., fös. 5. sept.
Light Niglits, Tjarnarbíói.:
Sýning lau. 30. ágúst kl. 21.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. ÁGÚST 1997