Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1997, Síða 2
OLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON SONGNEMI I RSAMD FER MEÐ AÐALHLUTVERK í AFMÆLISSÝNINGU SKÓLANS ÚR Amlóðasögu ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson baríton- söngvari og nemi í óperudeild Royal Scottish Academy of Music and Drama (RSAMD) í Glasgow mun fara með aðalkarlhlutverkið í Söngleiknum Into the Woods eftir Stephen Sondheim sem frumsýndur verður 7. októ- ber næstkomandi í tilefni af 150 ára af- mæli akademíunnar. Þá hefur honum verið boðið að syngja á Opera Gala-tónleikum Royal Scottish National Orchestra að kveldi Nýársdags 1998 í Royal Concert Hall í Glasgow. Að sögn Ólafs er Into the Woods ævin- týri fyrir fullorðna og fer hann með hlut- verk bakara nokkurs sem lendir í hinum ýmsu uppákomum. Söngleikurinn var frum- sýndur á Broadway fyrir um fimmtán árum en hefur jafnframt verið sýndur á West End í Lundúnum við miklar vinsældir. En hvað er nemi í óperusöng að gera í söngleik? „Þetta kom þannig til að leikhús- mennirnir frá Lundúnum, sem setja verkið upp hérna í skólanum, gátu ekki fellt sig við þá nemendur úr leiklistar- og tónlistar- deildinni sem sóttust eftir hlutverki bakar- ans, þannig að þeir leituðu til mín.“ í framhaldi af því var Ólafur sendur á vegum akademíunnar suður til Lundúna þar sem hann fundaði með umræddum leik- húsmönnum og kynnti sér verkið. „Þeim tókst að sannfæra mig um að það væri sniðugt að prófa þetta. Ég lít líka þannig á málið að þótt ég sé auðvitað fyrst og fremst að læra óperusöng falli þetta jafn- framt undir vinnu söngvarans. Það er gam- an að prófa þetta, þótt ég eigi ef til vill ekki eftir að halda svona West End-söng- leikjavinnu áfram. Því meiri reynsla, því bet_ra.“ Óperudeild RSAMD mun setja á svið þrjár óperur í vetur en að sögn Ólafs ligg- ur ekki enn fyrir hvaða verk það verða. Á liðnum vetri tók hann þátt í uppfærslum deildarinnar á Cosi fan tutte eftir Mozart, Xerxes eftir Hándel og La Duenna eftir Prokofiev. Þá kom söngvarinn fram á fjölda tónleika. Framundan hjá Ólafi eru tónleikar með ýmsum hljómsveitum og kórum á Bretlandi, þeirra stærstir Opera Gala-tónleikar Royal Scottish National Orchestra á Nýársdags- kvöld 1998 í Royal Consert Hall í Glasgow. Kemur hann þar fram ásamt þremur öðrum söngvurum en á efnisskránni verður blandað óperuefni, aríur, dúettar og tríó. „Það er mikill heiður og viðurkenning fyrir mig að vera boðið að taka þátt í þessum tónleikum sem jafnan eru vel sóttir og vekja mikla athygli." ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson í hlutverki sínu í Xerxes eftir Hándel i uppfærslu óperudeildar RSAMD á síðasta vetri. Ólafur mun ljúka Mastersnámi frá RSAMD í júlí á næsta ári. En hvað tekur þá við? „Með náminu í vetur mun ég fara í eins margar prufur og unnt er, bæði í Bretlandi og annars staðar í Evrópu. Því mun ég síðan halda áfram að námi loknu en því er ekki að leyna að ég renni hýru auga til Þýskalands. Á þessu stigi málsins er aðalmarkmiðið hins vegar bara að standa á báðum fótum eftir kúrsinn og vonandi fær maður eitthvað að gera!“ RANNVEIG FRÍÐA í LISTASAFNI KÓPAVOGS Rannveig Fríða Jónas Gunnar Bragadóttir Ingimundarson Kvaran TÓNLEIKAR verða í Listasafni Kópa- vogs annað kvöld, sunnudag, kl. 20.30. Þar koma fram Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzosópran, og Jónas Ingimundar- son, píanóleikari, og flytja íjölþætta efnisskrá, m.a. lög eftir Felix Mend- elssohn og Johann- es Brahms og minnast með því 150 ára afmælis Mendelssohns og 100 ára ártíðar Brahms. Auk þess flytja þau nokkrar alþekktar perl- ur íslenskra sönglaga og þrjú lög eftir Vict- or Urbancic, sem hér bjó og starfaði um árabil. Gunnar Kvaran, sellóleikari, mun á þess- um tónleikum flytja með þeim Rannveigu og Jónasi lög eftir frönsku meistarana J. Massenet og H. Berlioz. Rannveig er nú á förum til Vínar, þar sem hún býr, og eru mörg verkefni sem bíða þar. Nú styttist í að ráðningarsamningur hennar við óperuna í Frankfurt taki gildi þar sem hennar fyrsta hlutverk verður Ros- ina í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini, þar mun Gunnar Guðbjörnsson syngja aðaltenórhlutverkið, Almaviva greifa, í upp- færslunni. Bandamenn til Kóreu BANDAMENN sýna Amlóðasögu í Þránd- heimi í dag, laugardag, og halda síðan til Kóreu, þar sem leikhópurinn sýnir fimm sinn- um í Seoul og verður að auki með Ieiksmiðju. Sveinn Einarsson sagði þetta vera tólftu utanlandsferð Bandamanna. Sýningin í Þrándheimi í dag er á dagskrá alþjóðlegrar Ieiklistarhátíðar í tilefni 1000 ára afmælis Þrándheims og opnunar nýs leikhúss þar. í Seoul fer fram leikhús þjóðanna, sem alþjóða- samtök leikhúsmanna halda annað hvert ár, og þar sýna Bandamenn fyrst 11. septem- ber, tvær sýningar verða 12. og tvær 13. Leikhópurinn verður svo með opna leiksmiðju hinn 14 september. Sveinn Einarsson sagði að Bandamenn væru búnir að sýna Bandamannasögu og Amlóðasögu víða í Evrópu og einnig N-Amer- íku og á næsta ári hefur leikhópnum verið boðið til Ástralíu; á leiklistarhátíð í Brisbane. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU Þjóðminjasafn Islands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn íslands ON ICELAND til 28. sept. Sögn í sjón; sýn- ing á verkum sem byggð eru á íslenskum fornritum. Listesafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir til 14. sept- ember. t Gryfjunni sýnir Svanhildur Sigurðardóttir til 14. september. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Kristján Davíðsson í 'austursal, Sigurður Guðmundsson í miðsal og Samtímalist frá Litháen í vestursal. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím. Norræna húsið - við Hringbraut í anddyri er ljósmyndasýning frá Sama- byggðum Finnlands eftir Jukka Suvilehto. í kjallara er sýning á verkum Urs Liithi, Elle- Mie Ejdrup Hansen og James Gramham. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Sögn í sjón. Hátíðarsýning handrita, opin daglega kl. 13-17. Hafnarborg Handverkssýning í Sverrissal, Egill Ólafur Strange, módelsmiður og Ijósmyndasýning Clare Langan. Sýningar til 22. september. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b í neðri sölum sýna Olga Bergmann og Anna Hallin frá Svíþjóð. Hafdís Helgadóttir sýnir í Bjarta og Svarta sal og í Súmsal sýna Nikolaj Pavlov og Yuri Spiridonov frá Jakú- tíu. Arnar Herbertsson er gestur safnsins í setustofunni. Ráðhús Reykjavíkur, Nýlistasafnið og MÍR-salurinn Sýning sex íslenskra og jakútskra lista- manna: Nikolaj Pavlov, Yuri Spiridonov, Kjuregej Alexandra, Jón Magnússon, Ragnar Axelsson, Ari Alexander Ergis Magnússon. Gallerí Hornið Helenu Junttila og Ullamaija Hánninen sýna til 10. september. Gallerí Fold Lu Hong og Ólöf Kjaran sýna til 21. septem- ber. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Elsa D. Gísladóttir Gallerí Barmur: Finnur Arnar Arnarson. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Lore Bert. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Málfríður Aðalsteinsdóttir, Ragna Ingimund- ardóttir og Kristín Jónsdóttir sýna til 21. september. Gallerí Stöðlakot Ríkharður Valtingojer sýnir til 7. september. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Birna Matthíasdóttir sýnir til 6. september. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. Myndás Ijósmyndamiðstöð, Skólavörðustíg 41 Wout Berger sýnir til 26. september. Sjóminjasafn Islands við Vesturgötu í Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Björgvin Sigurgeir Haraldsson, Gunnar Karlsson, Jóhanna Bogadóttir, Kjartan Gunnarsson, Pétur Gautur, Soffía Sæmunds- dóttir og Valgarður Gunnarsson. Norska húsið, Stykkishólmi Sýning á verkum R. Weissaves. Perlan Sýning á verkum Ingu Hlöðversdóttur til 7. september. Gerðuberg Listsköpun barna frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Finnlandi og íslandi. Sunnudagur 7. september Tjarnarbíó v. Tjörnina: Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson haida tónl. kl. 20.30. Bústaðakirkja: Kammermúsíkklúbburinn heldur tónl. kl. 20.30. Borgarleikhúsið Hár og hitt lau. 6., sun. 7. fim. 11 fös. 12. sept. Hið ljúfa líf lau. 6., sun. 7., fös. 12. septem- ber. Loftkastalinn Á sama tíma að ári föst. 12. sept. Veðmálið lau. 6. sept. íslcnska óperan Evíta lau. 6., fim. 11. sept. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.