Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Qupperneq 6
TRYGGVI Ólafsson myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu. Morgunblaðið/Kristinn í LEIT AÐ EIGIN TUNGUMÁLI TRYGGVI Ólafsson opnar sýningu á málverkum og grafík í sýningarsölum Norræna hússins laugar- daginn 8. nóvember. Guð- bergur Bergsson fjallar um verk Tryggva í sýningar- skrá og segir m.a. að þar sé að fínna vísi að sígildri popplist. Tryggvi segir sjálfur að hann sé að yrkja myndljóð. Ævinni kjósi hann að verja til leitar að eigin tungumáli. Tryggvi hefur búið í Danmörku í 36 ár og þrjú ár eru liðin frá síðustu málverkasýningu hans hér á landi. Hann hefur í auknum mæli unnið að myndskreytingum fyrir bækur og grafíkmyndagerð á síðari árum; hann á myndir í barnabók sem kemur út fyrir jól og fyrr á árinu var Bósasaga endurútgefin með teikningum Tryggva. Síðustu einkasýningar hans voru í Amos Anderson, listasafninu í Helsingfors, og í Galleri Krebsen í Kaup- mannahöfn. Tryggvi hefur sýnt með GYRR- hópnum í Kaupmannahöfn síðan 1994. I þann mund sem hann var að leggja upp í ferð með Brúarfossi til Islands barst honum bréf frá Pompidou-listamiðstöðinni í París þar sem honum var tilkynnt um að þar stæði yfir sýning á teikningum úr franska menn- ingarblaðið Pandora og þar á meðal væru 12 ára gamlár teikningar Tryggva. „Eg viða að mér hugmyndum alls staðar að, pappírssnifsi á götunni, skran á útimörk- uðum eða listaverk á söfnum, allt í umhverf- inu getur orðið kveikjan að nýju verki, þar með talið eldri málverk mín. I raun er ég alltaf að fást við það sama og fyrir mér eru þetta nk. myndljóð.“ Fjaran er honum hug- leikin, þar mætast tveir heimar, utan lands og innan, við fjörusteinanna er bæði að finna lífríki og sorp, líf og dauða. „Ég held að forn íslensk trúmennska eða tryggð einkenni allt hans far,“ segir Guð- bergur Bergsson í grein sinni um Tryggva í sýningarskrá, undir fyrirsögninni Sígild nú- tíð. Hann segir útlegð Tryggva í Danmörku hafa varðveitt minnið og orðið og hann hafi ekki leyft þróun innan heimalandsins að má út höfuðkosti sígildrar skapgerðar. „Áhorf- andinn þarf ekki að vera lærður í myndlist- arsögu til að koma auga á þetta á sýning- unni. Hann sér ómengaða liti með sígildu yf- irbragði, hann sér uppstillinguna eða dauða náttúru og kuldalega tign á borð við andann í ljóðum Bjama Thorarensen, en hann sér auk þess að þau brot úr fólki, sem eru hér og þar í málverkunum, standa eins og grísk-róm- verskar styttur." Mest um vert telur Guð- bergur þó vera það hvemig listmálarinn vinnur úr fyrri málverkum, tekur úr þeim viss atriði, fágar og færir þau í nýtt sam- hengi og heldur áfram að þróa hugmyndir úr sjóði eigin myndheims. Tryggvi segir að þó að sér hafi verið fund- inn staður meðal popplistamanna sé for- senda listsköpunar hans talsvert frábrugðin list erlendra flaggskipa poppstefnunnar sem í verkum sínum upphófu neyslumenninguna, slíkt hafi aldrei vakið fyrir honum. Myndefn- ið hefur tekið nokkrum breytingum í áranna rás í átt til einföldunar á formum og litum. Litinn segir hann skipta sig mestu máli en einnig glímuna við það að reyna að segja meira með því að nota færri meðul. „í gamla daga, þegar ég sótti myndefni mitt til Ví- etnamstríðsins, lá merking verkanna í aug- um uppi. Pað er hins vegar mun sterkara að gefa hlutina í skyn en að segja þá beint út. Hvort sem viðfangsefnið er fortíð mannsins, nútíðin, mengunin, íslandssagan, eða hvað annað, þá verður allt mun áhrifameira í framsetningunni Pars pro Toto,“ segir Tryggvi. „Hægt er að ljúga miklu meira, hagræða hlutunum, eins og rithöfundar gera, svo úr verður ljóðræn heild. Ég hef eytt ævi minni í að finna það tungumál sem ég vil tala. Kannski er ég bara svona róman- tísk sál þegar allt kemur til alls.“ Hann tekur einlægni og tilfinningar fram yfir hugarleik- fimi. „Það er ekkert spennandi að vera rök- réttur. Það er miklu meira spennandi að reyna að ná fram einhverri tilfinningu. Minimalisminn sem er svo áberandi í sam- tímamyndlist segir mér ekki neitt. Fyrir mér er þetta bara meinlætalifnaður. Myndin er svo margt annað en það sem er rökrænt og rétt, hví í ósköpunum ætti maður ekki að nota liti, það væri eins og að segja fuglunum að þegja.“ Sýningin stendur til sunnudagsins 30. nóv- ember og verður opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. ERLENDAR BÆKUR HANDAN HITASKIL- ANNA Alan Gumey: Below the Con- vergence. Voyages towards Antarct- ica 1699-1839. Norton & Company - New York - London 1997. f IHUGUM Forn-Grikkja var „terra incognita" ókunnugt land í suðri. Þetta ókunna land, stórt og víðlent e.t.v. byggt fjölmennum þjóðum, varð kveikja íhugana og landfræðinga í margar aldir og síðar ástæðan fyrir áhuga ríkisstjórna sem áttu mikla flota, á könnun þessa landsvæðis. Rannsóknarleiðangrar voru sendir til könnunar. Tilgangurinn að finna landið og ná aðstöðu til verslunar og nýtingu auðlinda þess. „Below the Convergence“ eða íyrir neðan hitaskilin - lína sem dregin er eftir hitaskilum sem verða á hafsvæð- unum umhverfis Suðurpólinn milli fimmtugustu og sextugustu gráðu suð- lægrar breiddar er saga rannsóknar- ferðanna frá 1699-1839. Ferðir fræg- ustu landkönnuða og einnig lýsing skipanna og aðstæðna um borð. Höfundurinn sýnir fram á að hetju- dáðir, skakkar ályktanir, þrjóska og þvergirðingsháttur og hrein grimmd og græðgi voru virkari ástæður fyrir landafundum og rannsóknarferðum en þekking og tækni. Skipstjórnarmenn og landkönnuðir voru engin börn að- leika sér við, þeir voru margir magnað- ir persónuleikar, haldnir af þráhyggju og græðgi, þrjóskir hugsjónamenn sem létu aldrei undan, en traustir og vinfastir. Með þeim í för voru oft „nátt- úruskoðarar" sem söfnuðu „rarióra", fuglum og pöddum, plöntum og stein- um sem hvergi var að finna norðan miðbaugs. A gömlum veraldarkortum var „terra australis incognita“ sýnd sem víðlent svæði. En með ferðum James Cook’s minnkaði þetta svæði stöðugt á kortunum. Cook sigldi yfir heim- skautsbaug Suðurskautsins 1773. Árið 1619 hrakti ofsaveður spænskt skip til eyðilegra eyja handan hitaskilanna, þær urðu næstu 156 árin syðsta land á jarðkringlunni. Hollenskur leiðangur undir stjórn Tasmans sjóliðsforingja fann Nýja-Sjáland og Tasmaníu 1642 - nefnd eftir leiðangursstjóranum. Þessir landafundir höfðu þau áhrif, að landfræðingar og fræðimenn töldu sig geta dregið þær ályktanir að enn væri ófundin „terra australis incognita“, víðlend lönd byggð milljónum íbúa. Það er ekki fyrr en með rannsóknar- ferðum Cooks sjóliðsforingja sem raunsannari hugmyndir um Suðurpóls- landið náðu inn á borð kortagerðar- manna og landfræðinga, ferðir hans hrundu af stað leiðöngrum í leit að þeim auðæfum sem finna mátti í hafinu á þessum suðlægu breiddargráðum, hvölum og selum og öðrum dýrateg- undum. Sjóferðir á þessum slóðum voru hættulegar, þegar menn sigldu inn á ókortlögð svæði sunnar og sunnar urðu þeir að þola ískulda, íshröngl og hafis og ofsastorma. Hungur og skyr- bjúgur hrjáði leiðangursmenn og fleiri létu lífið af þeim orsökum en við skip- reka, drukknum eða í orrustum. Það kostaði mikið þref við flotayfirvöld á Englandi að fá þau til að samþykkja að skyrbjúgur væri jafn skæður og hann var sjófarendum. Um það er fjallað í þessari bók. Alan Gurney er ágætur stílisti, frá- sagnargáfa hans er einstök og kunn- átta hans í þeim fræðum sem hér er fjallað um miklu meiri en birtist á þessum síðum. Ailur frágangur bókar- innar er smekklegur, myndir og kort fyigja. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 8. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.