Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Qupperneq 10
H
NYR
NIFLUNGA-
HRINGUR
EFTIR BJÖRN JAKOBSSON
Dólæti Hitlers á öfgafullum skoðunum Wagners er al-
k unnugt og gagnkvæmt var dálæti Wagner-f jölskyld-
unnar á h titler. Handa foringjanum lét hún byggja
sérstaka álmu í Bayreuth. Kenningar sínar um kyn-
1 þætti og gyðingahatur setti Wagner fram í sérstöku
daði, en þ að kom í hlut Hitlers að framkvæma þær.
Það var aftur á móti Nietzsche sem sá að í 1 cringum
Wagner var að verða til eins konar trúarsöfnuður og
ráðlagði i unnendum tónlistar Wagners að gleyma
persónunni Richard Wagi ner.
/
IBYRJUN þessa árs kom út í Þýskalandi
bók eftir Gottfried Wagner, einn af af-
komendum tónskáldsins Richards
Wagners. Bók þessi hefír vakið heimsat-
hygli vegna þess að hún opinberar hin
nánu tengsl Wagner-fjölskyldunnar við
Adolf Hitler og nasismann frá upphafi.
Höfundur bókarinnar, Gottfried Wagner,
er sonur Wolfgangs Wagners sem síðastliðin 32
ár hefur verið stjómandi tónlistarhátíðarinnar í
Bayreuth, þar sem ópemr afa hans Richards
Wagners era árlega fluttar. Eins og menn muna
kom Wolfgang Wagner hingað til lands í sam-
bandi við sýningu Þjóðleikhússins á styttri út-
færslu á Hringnum (Niflungahringnum). Út-
koma bókarinnar leiddi til þess að Wolfgang
Wagner sendi öllum helstu fjölmiðlum heims yf-
irlýsingu þar sem hann fordæmdi son sinn og
bókina sem róg um sig, Wagner-fjölskylduna, og
til þess fallna að niðurlægja Bayreuthfestivalið.
Nafn bókarinnar „Wer nicht mit dem Wolf
heult“ Sá sem ekki með úlfinum gólar getur
fyrst og fremst verið tilvísun til Adolfs Hitlers
sem innan Wagner-fjölskyldunnar var ávallt
kallaður „Wolf frændi“. Gottfried, sem nú býr í
Mílanó með ítalskri konu sinni og ungum syni
þeirra er menntaður tónlistarfræðingur og hef-
ur verið talinn líklegastur til að taka við af föður
sínum í Bayreuth en slíkt virðist nú útilokað eft-
ir útkomu bókarinnar.
Það eru fleiri sem geta gert kröfu í „Fáfnis-
arfinn". Böm Wielands Wagners, sem lést 1966,
gera tilkall til Rínargullsins og það sama mun
Eva Wagner, systir Gottfrieds, einnig gera.
Þannig gæti nýr Niflungahringur verið í upp-
siglingu innan Wagner-fjölskyldunnar. Skilnað-
ur Gottfrieds Wagners við fóður sinn og fjöl-
skylduna hófst í raun fyrir nokkram árum þeg-
ar hann fór til ísraels og flutti þar fyrirlestra
um langafa sinn, Richard Wagner, um kyn-
þáttakenningar hans, sem tengjast upphafi nas-
ismans en í Israel er bannað að flytja tónlist
Wagners opinberlega. I nýlegu viðtali og í bók
sinni telur Gottfried Wagner upphaf nasismans,
kynþáttakenningar og útrýmingu gyðinga
liggja beint til langafa síns, Richards Wagners.
í bókinni lýsir hann því andrúmslofti og lygi
sem hann var alinn upp í gagnvart hinum ógn-
vekjandi sannleika, sem falinn var bak við
goðsagnir fjölskyldunnar, Richard Wagner og
Adolf Hitler.
Hin enskfædda amma Gottfrieds, Winifred,
eiginkona Sigfrieds, sonar Richards Wagners,
drottnaði yfir fjölskyldunni með harðri hendi og
stjómaði Bayreuth-tónlistarhátíðunum allan
valdatíma nasista allt til stríðsloka 1945. Sig-
fried lést 1930. Winifred var mikill aðdáandi
Hitlers og nasismans og gekk í nasistaflokkinn
þegar 1926. Hún lét reisa sérstaka íbúðarálmu
fyrir Adolf Hitler við hið íburðarmikla hús fjöl-
skyldunnar, Villa Whanfried, en Hitler sótti
jafnan Wagner-hátíðarnar í Bayreuth og kom í
raun og vera fram sem kjörfaðir bræðranna Wi-
elands og Wolfgangs eftir lát föður þeirra, Sieg-
frieds Wagners 1930.
Dálæti Wagner-fjölskyldunnar á Hitler hófst
þegar upp úr 1920 þegar Hitler sem óþekktur
einfari hóf pólitískan feril sinn í Múnchen eftir
fyrri heimsstyrjöldina. Þegar hann sat um tíma
í fangelsi eftir misheppnaða uppreisnartilraun
heimsóttu Siegfried og Winifred hann reglulega
í fangelsið og þar skrifaði hann hina stefnu-
markandi bók sína „Mein Kampf' á pappír með
bréfhaus og fangamarki Wagner-fjölskyldunn-
ar. Á þessum árum var hinn enskfæddi tengda-
sonur Wagners, Houston Chamberlein, einn af
nánustu samverkamönnum Hitlers. Það er lík-
ast því að Hitler hafi næstum því á dularfullan
hátt verið „prógrammeraður" til að framkvæma
hugmyndir Richards Wagners eins og síðar
verður vikið að.
Gottfried Wagner var alinn upp í lokuðu um-
hvei-fi og kynntist ekki hinum ytra heimi fyrr en
hann fór að ganga í skóla utan heimilisins. Þeg-
ar hann eitt sinn fór í kvikmyndahús án leyfis sá
hann fréttamynd frá nasistatímabilinu um út-
rýmingabúðimar í Buchenwald. í myndinni brá
fyrir fréttaskoti með ömmu hans, Winifred og
Ádolf Hitler. Þegar heim kom heimtaði hann
svör frá ömmunni og fjölskyldunni hvort þeim
hefði verið kunnugt um fjöldamorðin á gyðing-
um og öðram í fangabúðunum. Amman svaraði
því til að þetta væri allt saman lygaáróður frá
amerískum gyðingum, sem ekkert mark væri á
takandi. Þegar Gottfried fór svo síðar að rann-
saka málið komst hann að því að tónlistarmenn
af gyðingaættum sem starfað höfðu í Bayreuth-
hljómsveitinni eða sem gestasöngvarar höfðu
horfið einn af öðrum með vitund fjölskyidunnar
beint í útrýmingarbúðirnar án þess að hún gerði
neitt til að bjarga þeim frá tortímingu. Hann
nefndir í því sambandi söngvarana Henrietta
Gottlieb og Ottilie Metzger Lattermann. í bók-
inni ásakar Gottfried föður sinn, Wolfgang, fyr-
UPPGJÖRIÐ
0tm>
WINIFRED Wagner og Hitler,“okkar blessaði Adolf“ eins og hún kallaði hann. Hún lét byggja sérs
foringjann og fylgdarlið hans.
ir að hafa meira og minna sniðgengið sannleik-
ann í æviminningum sínum „Lebensakte“ um
samband hans við Hitler og nasismann. Hann
hafi aldrei sýnt nein iðrunarmerki og jafnvel
látið í ljós aðd’áun sína á Hitler eftir að allur
sannleikurinn kom í ljós. Breski flugherinn
varpaði sprengjum á Bayreuth á stríðstíman-
um. Ekki er ósennilegt að sprengjunum hafi
verið ætlað að lenda á Wagner-óperuleikhúsinu,
þessu blóthofi Hitlers og nasistaflokksins en
sprengjurnar lentu þess í stað á einkabústað
Wagner-fjölskyldunnar Villa Whanfried og
lagði hann í rúst.
Þegar Richard Wagner hóf að byggja upp
Bayreuth-óperuleikhúsið þá stofnaði hann og
stuðningsmenn hans svokallaða Wagner-klúbba
um allt Þýskaland. Hlutverk klúbbanna átti að
vera að styrkja fjárhagslega og hugmynda-
fræðilega Bayreuth-óperuna og Wagner-tónlist-
arhátíðirnar. Vegna náinna tengsla Wagner-
klúbbana við nasistaflokkinn var þeim bannað
að starfa í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrj-
öldina. Þegar svo Wolfgang og Wieland Wagner
hófu að enduireisa að klúbbana í Vestur-Þýska-
landi var að sjálfsögðu tónlist Wagners sett þar
í öndvegi, jafnframt því létu þeir draga úr þeim
atriðum í óperam Wagners sem helst gáfu til
kynna kynþáttakenningar hans og lítilsvirðingu
gagnvart konum. Wolfgang Wagner hefur í
stjórnartíð sinni lagt mikla áherslu á að efla
Wagner-klúbbana bæði heima og erlendis. At-
hygli vekur hve tiltölulega fámennir Wagner-
klúbbamir eru í sjálfu Þýskalandi, jafnvel eftir
sameiningu þýsku ríkjanna, sem bendir til þess
að Þjóðverjar sjálfir hafi ekki mikinn áhuga á
nýrri Wagner-goðsögn og enn síður á nýjum
ragnarökum „Götterdammerang“. Gottfried
Wagner lýsir andstöðu sinni við að goðsögnin
Richard Wagner skuli hafa verið endurvakin
með þeim hætti sem bræðurnir Wieland og
Wolfgang hafa leitast við að gera með endalaus-
um sýningum á Niflungahringnum og öðrum
goðsagnakenndum óperam Wagners en látið
hjá líða að flytja verk hans frá yngri árum t.d.
óperana Rienzi og hljómsveitarverk sem benda
til þess að þá hafí Wagner verið undir áhrifum
frá tónskáldunum Mendelssohn og Meyerbeer,
sem báðir voru af gyðingaættum. Gottfried tel-
ur að best færi á því að Bayreuth óperuleikhús-
ið væri undir stjórn sjálfstæðs aðila sem óháður
væri Wagner-fjölskyldunni um verkefnaval og
útfærslu tónlistarhátíðanna.
/
GOTTFRIED Wagner. Bók hans sem út kom
snemma á þessu ári, opinberar náin tengsl
Wagner-fjölskyldunnar við Hitler og
nasismann frá upphafi.
Til þess að hinn almenni lesandi geti betur
áttað sig á því baksviði sem bók Gottfrieds
Wagners byggist á varðandi Richard Wagner
og upphaf nasismans í Þýskalandi, verður hér á
eftir stuttlega fjallað um kenningar hans og tón-
list ásamt sambandi Wagners við annan frægan
samtímamann hans, heimspekinginn Friedrich
Nietzsche.
Richard Wagner
Hann fæddist í í tónlistarborginni Leipzig ár-
ið 1813. Engum blöðum þarf um að fletta að
Richard Wagner var eitt af mestu og sérstæð-
ustu tónskáldum 19. aldar. í óperum sínum
markaði hann viss þáttaskil. Hann skapaði sinn
I FJOLSKYLD
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997
f