Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Qupperneq 11
taka álmu við hús fjölskyldunnar í Bayreuth fyrir Hitler sagdi í stefnu- skrá sinni að sá sem vildi tileinka se'r hina sönnu pýsku pjóðern is- stefnu, yrði að kynna sérpjóðernis- og kyn- páttakenningar Wagners um yfirburði hins artska kynstofns. eigin stíl, nýjan stórbrotinn og uppmagnaðan. Sjálfur kallaði hann þennan stfl „Gesamtkunst“ eða „Gesamtkunstwerk", sem væri hægt að út- leggja sem samrunalist, þar sem allir þættir verksins, flutningur ljóðs, hið talaða orð og hinn sungni texti átti að sameinast í dramatískum þunga sem tónlistin sjálf átti að upphefja í æðra veldi „Musik Drama“. Tónlistin var ekki að- greind með einstökum glansaríum eins og í hin- um hefðbundna ítalska óperustfl, heldur streymdi hún fram viðstöðulaust með leiðandi stefi „Leitmotif ‘ eins og stórfljót ýmist straum- föst eða með lygnum þunga sem hreif með sér áheyrendur með goðsagnakenndum sefjandi mætti. Með þessum hætti notaði Wagner tón- listina tfl að ná valdi á áheyrendum, sefja vitund þeirra til að meðtaka þann boðskap sem verkin fluttu og verða þannig einn hluti í samruna verksins, „Gesamtkunstwerk". Þegar Wagner sagði íyrir um byggingu Bayreuth-óperuleik- hússins lagði hann fyrir arkitektana að stað- setja hljómsveitargryfjuna þannig að hljóm- sveitin sæist ekki frá áhorfendasalnum. Enginn einasti hljóðfæraleikari mátti sjást. Hið skeifu- lagaða þak yfir hljómsveitargryfjunni átti að beina tónlistinni inn á óperusviðið og þaðan út í salinn þannig að athygli áhorfenda beindist öll að sviðinu og því sem þar var að gerast og þeim NIETZSCHE taldi blöndun kynþátta æskilega og hvorki var hann þýzkur þjóðernissinni né gyðingahatari. Þrátt fyrir vinfengi og samgang við Wagner, fylltist hann ógeði á öllum hégómaskapnum í kringum Wagner og lagði á flótta frá Bayreuth. RICHARD Wagner. í nýlegu viðtali og í bók sinni telur Gottfried Wagner upphaf nasismans, og kenningar um kynþætti og útrýmingu gyðinga liggja beint til langafa síns. boðskap sem hin ósýnilega tónlist magnaði fram með mystiskum sannfæringarkrafti. Þó þolmæði og umburðarlyndi væri sannar- lega ekki eitt af skapgerðareinkennum Ric- hards Wagners þá sýndi hann óþrjótandi þolin- mæði á æfmgum með flytjendum verka sinna til að ná fram þeim listrænu tilþrifum, sem hann taldi verkin útheimta til að halda áhrifamætti sínum í opinberum flutningi. Eins og Gottfried Wagner bendir á eru sárafáar persónur í verk- um Wagners mannlegar, flestallar birtast í goð- sagnakenndum óraunveruleika sem tónlistin skapar og upphefur. Enginn vafí er á að sum seinni tíma tónskáld hafa orðið fyrir áhrifum frá tónlist Wagners, má þar nefna tónskáld eins og Gustav Mahler og Richard Strauss. Richard Wagner var frá upphafi einfari á tón- listarferli sínum. Fram á miðjan aldur var hann á sífelldum flótta, fyrst vegna þátttöku sinnar í uppreisnartilraun í Saxlandi og síðan undan lánadrottnum vegna skulda sem hann var sífellt að stofna til og af þessum sökum sat hann tvisvar í skuldafangelsi. Hann var eyðslusamur og hégómlegur í lifnaðarháttum, þegar honum áskotnuðust fjármunir, sem framan af ævi hans komu oftast frá vinum og velunnurum, sem við- urkenndu snilligáfu hans sem tónskálds og leit- uðust við að koma verkum hans á framfæri. Þekktastur af þeim er að sjálfsögðu Franz Lizt, sem seinna varð tengdafaðir Wagners. Þegar svo öll sund virtust lokuð birtist kraftaverkið og bjargvætturinn í persónu Lúðvíks II, konungs Bæjaralands, sem taldi sig fínna í tónlist og óp- erum Wagners fullkomnun hinna draumkenndu og rómantísku hugmynda sinna. Þrátt fyrir það neyddist konungur eitt sinn til að vísa Wagner úr landi vegna framkomu hans og heimtufrekju. Engu að síður hélt Lúðvík áfram að styðja hann fjárhagslega og lagði að lokum fram það fjár- magn sem þurfti til byggingar Bayreuth-óperu- leikhússins. Richard Wagner skrifaði og samdi því miður fleira en tónlist. Menn hafa löngum undrast hvernig þessi maður, Richard Wagner sem hafði yfir þeirri náðargáfu að ráða að geta skap- að stórkostlega og sumpart ægifagra tónlist, jafnframt því að ala með sér og setja fram svo hatursfullar og ógnvekjandi kenningar, sem að lokum áttu þátt í að leggja grunn að mestu ragnarökum heimsögunnar. Hitler sagði í stefnuskrá sinni að sá sem vildi tileinka sér hina sönnu þýsku þjóðernisstefnu, yrði að kynna sér þjóðernis- og kynþáttakenningar Wagners um yfirburði hins aríska kynstofns og nauðsyn þess að losa sig við óæðri kynþætti eins og gyðinga. Sjálfur sagði Hitler frá því að þegar hann tólf ára gamall sá óperu Wagners, Lohengrin í heimaborg sinni, þá hafi það orðið sín fyrsta op- inberun um yfirburði og köllun hinnar þýsku þjóðar. Wagner lætur Lohengrin í óperunni hvetja til krossferðar gegn hinum slavnesku þjóðum („Drang nach Östen“), sem Hitler gerði að veruleika. Wagner lætur Lohengrin segja í óperunni „ekki spyrja“ heldur trúa og hlýða, setning sem Hitler endurtók endalaust meðan hann var að sefja hina þýsku þjóð til skilyrðis- lausrar hlýðni. Fyrsta rit Wagners þar sem hann opinberar hið skefjalausa gyðingahatur sitt „Gyðingdómur í tónlist“ „Das Judentum in der Musik“ kom út árið 1850. Á þeim tíma hataðist hann sérstaklega út í tónskáldin Mendelssohn og Meyerbeer, sem þá áttu mikilli velgengni að fagna sem tónskáld, en báðir voru komnir af auðugum gyðingafjölskyldum. Þrátt fyrir það að þeir höfðu leitast við að aðstoða Wagner við að koma verkum hans á framfæri sýndi hann þeim eins mikla lítilsvirðingu eins og hann frekast gat. Þegar hann um tíma var stjórnandi sinfóníuhljómsveitar í London þá setti hann upp hanska ef verk þessara tón- skálda voru á efnisskránni, sem hann stjórnaði til að sýna þeim opinbera lítilsvirðingu. Wagner átti jafnvel erfitt með að viðurkenna Bach sem meistara þýskrar tónlistar vegna þess að það hafði verið gyðingurinn Felix Mendelssohn sem vakið hafði Þýskaland og heiminn til meðvitund- ar um hinn mikla tónlistararf, sem Bach hafði látið eftir sig og legið hafði í gleymsku í nær heila öld. Eins og kunnugt er létu nasistar brjóta niður minnismerki um Mendelssohn, sem stóð fyrir framan Gewandhaus hljómlistarhúsið í Leipzig. Eftir að Wagner flutti til Bayreuth hóf hann útgáfu blaðs, Bayreuther Blátter, sem með viss- um rétti má kalla forvera málgagns nasista- flokksins, Volkisher Beobachter. I þessu mál- gagni sínu setti Wagner fram kynþáttakenning- ar sínar með sívaxandi öfgum. Hann fordæmdi þing Prússlands og Bismarck fyrir að hafa veitt gyðingum þýsk borgararéttindi. í fyrstu hafði Wagner talið að hugsanlega væri hægt að hreinsa kynþátt gyðinga með kynblöndun, en eftir þvi sem á leið predikaði hann algjöra út- rýmingu þeirra - engin tilslökun eða málamiðl- un kæmi þar til greina. Þann boðskap lét Hitler síðan framkvæmda með hinni „endanlegu lausn“ eins og kunnugt er. Á þessum tíma var Wagner í nánu sambandi við Gobineau greifa, sem þekktur var fyrir kynþáttafordóma sína. Ekki var Wagner meiri heimsborgari en svo að hann hataðist út í franska menningu og áhrif hennar í Þýskalandi sem hann taldi veikja and- lega hinn germannska kynstofn. Þegar hér var komið sögu var Wagner á há- tindi ferils síns, sem þjóðartónskáld Þýskalands svo boðskapur hans fór að hafa áhrif umfram hina listrænu yfirburðastöðu sem hann var bú- inn að ná með tónsmíðum sínum. Boðskapur hans var andstæða hins háleita þýska menning- ararfs sem Beethoven og Bach höfðu verið full- trúar fyrir í tónlistinni og sem Goethe, Schiller og Kant höfðu verið fulltrúar fyrir í bókmennt- um og heimspeki. Þegar svo meirihluti þýsku þjóðarinnar valdi hina wagnerísku leið sem Hitler og nasistaflokkurinn boðuðu þá leiddi hún yfir sjálfa sig siðferðilega niðurlægingu og yfir alla Evrópu meiri eyðileggingu og dauða en sagan hafði áður greint frá. Eftir heimsstyrjöld- ina síðari þegar nafn Wagners var í lágmarki þá var það næsta kaldhæðnislegt að persóna hans varð sérstakt viðfangsefni sálfræðinga, sem beittu aðferðafræði gyðingsins, Sigmund Freud til að skilgreina hið tviþætta eðli mannsins, Ric- hards Wagners. Wagner og Nietzsche Heimspekingurinn Friedrich Nietzsche var þrjátíu árum yngri en Wagner. Þegar kynni þeirra hófust var Nietzsche ungur maður en þegar orðinn prófessor við háskólann í Basel. Wagner var þá kominn yfir miðjan aldur. Ekki þarf að undrast að Nietzsche, sem var farinn að útfæra kenningar sínar um ofurmennið „ubermensch" og almætti viljans - viljan til valds, sem drifkraft alls lífs, teldi sig finna í Wagner og tónlist hans, vissa samsvörun hug- mynda sinna. Hinar goðsagnakenndu persónur í óperum Wagners, Sigfried (Sigurður fáfnis- bani) í Niflungahringnum féllu þar að auki vel inn í hugmyndaheim hans um ofurmennið. Skoðanir þeirra fóru í mörgu saman og áhrif þeirra hvor á annan á sumum sviðum gagn- kvæm. Báðir voru á þessum tíma undir áhrifum heimspekistefnu Schopenhauers, að viljinn væri þekkingunni máttugri. Nietzche taldi sig með vissum rétti arftaka Schopenhauers. Báðir dáðu hermennsku og styrjaldir, sem þeir töldu nauðsynlegar hinum drottnandi kynstofni til að halda við styrkleika sínum og valdi. Nietzsche boðaði í ritum sínum stórstyrjaldir á næstu áratugum, sem svo sannarlega rættust með tveimur heimsstyrjöldum. Hann dáði kenning- ar gríska heimspekingsins Heraklitosar. Napo- leon var það eina jákvæða sem kom út úr frönsku stjómarbyltingunni að hans mati. Báð- ir töldu konur óæðri verur, sem væru til þess ætlaðar að þjóna karlkyninu og ala börn. Wagner gat hins vegar ekki án þeirra verið en Nietzsche var ekki við kvenmann kenndur. Að því kom um síðir að leiðir þeirra skildu og Ni- etzsche taldi það heilsufarslega nauðsyn eins og hann orðaði það, að umgangast Wagner per- sónulega sem sjaldnast. Nietzsche var ekki þýskur þjóðernissinni eða gyðingahatari eins •U RICHARDS WAGNERS f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997 1 1 >»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.